Vísir - 22.06.1971, Page 13
VÍSIR. Þriðjudagur 22. júní 1971,
13
'T'akið bömin með ykkur {
99 sumarleyfið“, segir
sænskur barnasálfræöingur,
kona að nafni Anna Nordlund
í sænsku blaði.
Hún skiptir börnum í aldurs-
flokka þegar athuguð eru við-
brögð barna á mismunandi aldri
við þvi, þegar þau eru skilin
eftir f umsjá annarra meðan
foreldramir fara í sumarfrí.
1—2ja ára barnið getur ekki
hugsað fram í tímann eöa
skilið þegar foreldrarnir segja,
að þeir komj aftur. Ef foreldr-
amir fara í burtu frá þeim get-
ur það tekið þá langan tíma
að koma aftur á eðlilegum sam-
skiptum við bamið.
Hundruð bama hérlendis fara til sumardvalar á ýmsa staði.
Þegar foreldrarnir fara í sumarfrí
— og skilja
3ja—4ra—5 ára byrjar
bamið að skilja að til sé tími,
en hugmynd eins og „eftir
tvær vikur“ segir þeim ekkert.
Það stoðar ekki þó foreldrarnir
lofi að koma aftur vegna þess,
aö þau lifa aöeins ’i nútíðinni.
6—7 ára bamið skilur, að
mamma og pabbi ætla að fara
í burtu og koma aftur, en þau
geta ekki skilið hvað það þýðir
tilfinningalega séð að vera að-
skilin dálftið lengi.
8—9 ára börn skilja t.d. hvað
átta vikur merkja, þegar um
tíma er að ræða. En þau geta
ekki lifað sig inn í hvemig
það er að vera aðskilin frá for-
eldrunum svo lengi. Þegar þau
vilja sjálf fara í burtu er bezt
að reyna nokkra daga i einu.
„Poreldrar, sem fara frá börn-
um sínum í lengri tíma verða
að vera við því búnir að það sé
börnin eftir
eðlilegt, að þeir eigi i erfiðleik-
um með börnin á eftir“ segir
sálfræðingurinn Anna Nordlund.
„Bamið finnur tíl saknaðar,
öryggiskenndin verður fyrir á-
falli, mismunandj eftir því
hversu sterkt barnið er.“
Sálfræðingurinn segir, að það
þýði lítið að reyna að koma í
veg fyrir söknuðinn áður en
maður fari í ferðalagið, en hvað
skal þá gera til þess að græða
særðar tilfinningar eftir á?
Tú, það er hægt“, segir sál-
59*1 fræðingurinn, „með því
að fylgjast með og viðurkenna
þau andsvör, sem barnið sýnir
eftir á. Það er eðlilegt að börn
eftir lengri aðskiinað em sífur-
gjöm, þvermóðskufull, pissa á
sig, sofa og borða illa og eru
uppreisnargjörn og það getur
verið erfitt, en þessi einkenni
merkja, að barnið hefur orðið
óöruggt, en það skilur það ekki
sjálft eða getur talað um það á
annan hátt. Ef maður vill hjálpa
barninu getur það verið góð
hugmynd að segja við barnið
í góðu tómi: „Heyrðu, ég skil
að þér leiddist mikið af því að
ég fór í burtu" ... eða: „Auð-
vitað var það vitlaust af mér
að fara í burtu og þér er alveg
leyfilegt að verða reið(ur)“.
Með þessu fær barnið tæki-
færi til að kynnast hinum
blönduðu tilfinningum sínum
af reiði og uppreisn — ef maður
á hinn bóginn rekur barnið frá
sér í reiöi styrkir þaö óöryggið.
Ef foreldrarnir verða að fara
f burtu er bezt að sú manneskja
sem sér um barnið, sé mann-
eskja sem þaö hefur náið sam-
band við. Verði að leita til ætt-
ingja, sem geta tekið barnið að
sér, er léttara, að þessi mann-
eskja komi heim til þess heldur
en að það fari í annað umhverfi
meðan foreldramir em 1 burtu.
Ég held, að það veröi að vera
mjög brýnar ástæður tii þess
að foreldrar fari í frí frá böm-
unum, t.d. mjög þreytt móðir,
slitið hjónaband, sjúklómur."
Sálfræðingurinn segir þó að
hægt sé að þjálfa barnið upp 1
að geta skilið að foreldrarnir
komi aftur. „Jafnvel þótt það
taki sinn tíma fyrir bam á dag-
heimili að hætta að verða gripið
örvæntingu á morgnana, þeg-
ar það er yfirgefið, þá verður
það að síöustu að vissum vana.
Þau finna einnig öryggi hjá öðr-
um — fóstrunum — og eru upp-
tekin við að leika sér á daginn.
Tjað eru einnig þúsundir
barna, sem eru fjarri for-
eldrunum þegar þau fara á sum-
arheimili. Mörgum bömum
finnast þær vikur vera einskær
gleði. En það eru einnig mörg
börn, sem þola slíkt ekki. Það
ér því mjog-venjulegt, að barn
byjfji, a$. pfesa á _sig eftir að
hafa verið á sumarheimili, hangi
í móður sinni, verði uppreisn-
argjarnt og sýni öll einkenni
smábarnsins. Það er mikilvægt,
að foreidrarnir viti þetta og geti
tekið því rólega og með ástúð
og að þeir viti hvemig eigi
að aðstoða bamið við að finna
öryggiskennd að nýju.“
Og nokkrar reglur frá sálfræö-
ingnum til þeirra, sem verða að
skilja barnið eftir hjá öörum
um tíma.
„Þegar kvatt er: Talið um
hvert eigj að fara og hversu
lengi þið verðið í burtu. Segið
gjarnan hvað þið ætlið að gera,
en ef um frl er að ræöa látið
það þá ekki Mjóma svo skemmti
lega, að barnið sé gripið löngim
að fá að fara með. Platiö það
ekki, þegar kveðjustundin kem-
ur. Kveðjið rólega en hlaupið
ekki fram og til baka og faðrnið
það enn einu sinni. Það verður
erfiðara fyrir barnið. Ef bamið
er leitt þá látið þann, sem sér
um það láta vel að því.
Þegar þið komið aftur verið
þá viðbúin því, að litla bamið,
allt til 5—6 ára aldurs, hegöi
sér á þann hátt sem þið hafið
ekki búizt við. En látið ykkur
ekki bregða, því siður að reiðast
eða vera leið — það er eðlilegtr j
aö gleðin sé fefcki gagnkvæm.
Verið róleg og vingjamleg. Það
er gott að hafa eina eða tvær
gjafir með sér. Litla barnið get-
ur veitt tilfinningum sínum út-
rás á þeim, þegar foreldramir
koma nú f Ijós aftur.“ — SB
OKUKENHSLA
Ökukennsla og æfingatímar. Get
tekið nemendur strax. Uppl. í síma
81780 eftir kl. 8 á kvöldin.
Ökukennsla — Æfingatímar. —
Kenni á Ford Cortinu. Otvega öll
prófgögn og fullkominn ökuskóla
ef óskað er. Hörður Ragnarsson
ökukennari. Sími 84695 og 85703.
Ökukennsla. Get bætt við mig
nemendum strax. Útvega öll próf-
gögn. Kenni á Taunus 17 M Super.
ívar Nikulásson, sími 11739,
Ökukennsla — simi 34590
Guðm. G. Pétursson
Rambler Javelin og
Ford Cortina 1971.
ökukennsla — æfingatímar.
Volvo ’71 og Volkswagen '68.
Guðjón Hansson.
Simi 34716.
Ökukennsla.
Kenni á Volkswagen 1300 árg. "70-
Þorlákur Guðgeirsson.
Síma* 83344 og 35180.
Verktakar —
Frystihús
Höfum til sölu:
Neóplan árg 1958, 29 manna
Zetra bus árg 1957, 22 manna
Dodge Powerwagon árg 1966
Dodge Powerwagon árg 1964
Chevorlet Pic-up
Bílavör
Höfðatúni 10, símar 15175
15236.
Foreldrar! Kenni unglingum að
meta öruggan akstur. Ný Cortina.
Guðbrandur Bogason. Sími 23811.
ökukennsla — Æfingatímar.
Ford Cortina 1970.
Rúnar Steindórsson.
Sfmi 84687.
Bröndótt kisa, hvít á fótum og
nefi er í óskilum á Reynimel 86.
Sími 14594.
Kvengullúr tapaðist á leiðinni úr
Lækjargötu upp Laugaveg á laugar-
dag. Finnandi vinsaml. hringi í
síma 40662.
Laugardaginn 19. júní tapaðist
gulleymalokkur frá Laufásvegi að
danska sendiráðinu. Skilist á Lög-
reglustööina. ,
Grænt seðlaveski með skilríkjum
tapaðist í miðbænum laugard. 19.
júní. Finnandi vinsaml. bringi í
síma 18429. Fundarlaun.
HREINGERNINGAR
Þurrhreinsun gólfteppa og hús-
gagna í heimahúsum og stofnunum.
Fast verð allan sólarhringinn. Við-
gerðaþjónusta á gólfteppum. Spar-
ið gólfteppin með hreinsun. Fegrun.
Simi 35851 og i Axminster Simi
26280.
Þurrhreinsum gólfteppi, reynsla
fyrir að teppin hlaupa ekki eða lita
frá sér, einnig húsgagnahreinsun.
Ema og Þorsteinn sími 20888.
SUMARDVOL
Drengur 13—14 ára óskast að
Hurðarbaki í Kjós. Sími um Eyrar-
kot.
TAPAÐ — FUNDID
Tapazt hefur i miðbænum pakki
með gardínuefni í. Finnandi er vin-
samlega beðinn að hringja í síma
83132.
SENDUM
BÍLINN
37346
Norðurárdalur Borgarfírði
Tvenn fullorðin hjón óska eftir að fá leigðan
sumarbústað á tímabilinu 15. júlí—15. ágúst.
\ Uppl. í síma 16715 eftir kl. 18 e.h.
í
TÖKUM UPP
í DAG
glæsilegt úrval af enskum sumar og heilsárs
kápum. — Fjölbreytt litaúrval, allar stærð-
ir.
Verð aðeins 4.600 kr.
Kjólabúðin Mær, Læfcjargötu 2.