Vísir - 23.06.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 23.06.1971, Blaðsíða 1
32366 konur rannsakaðar — 309 krabbamein fundin „Vona að málið fái skjáta afgreiðslu" — segir Steingrimur Hermannsson um mál Rannsóknarráðs Krabbameinsfélag Islands 20 ára: „Ég legg mikla áherzlu á að þessu máli verði flýtt“, sagði Steingrímur Hermannsson, fram kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, en sem kunnugt er, kærði Steingrímur grein Þor- steins Sæmundssonar, stjömu- fræðings sem fjallaði um fjárreið ur Rannsóknarráðs. „Ég vísaði málinu til saksóknara" ságði Steingrímur, „og nú hefur því verið vísað til yfirsakadómarans i Reykjavík. Ég hef spurzt fyrir um gang slfkra mála hjá kunnugum mönnum og mér hesfur skilizt að þau taki því miður oft langan tíma. Það liggur svo mikið fyrir af mál- um hjá yfirsakadómara, en ég vona samt það bezta“, sagði Steingrímur Hermannsson — GG Krabbameinsfélag ís- lands er 20 ára um þessar mundir, en það var stofn- að 27. júní 1951. Nú eru starfandi á landinu 23 krabbameinsfélög. Samkvaemt upplýsingum, sem Vís ir fékk í morgun hjá Hal'ldóru Thor oddsen, framkvæmdastjóra Kf hef- ur 'langstænsta viðfangsefni Krabba meinsfélags íslands verið fjöldaleit in að legháls -og legkrabbameini meðal kvenna á aldrinum 25 til 60 ára, sem staðið hefur síðan 1964. Nú er búið að rannsaka 83% allra kvenna á iandinu í þessum ald ursflokkum, eða 32,366 konur. — Meða'l þeirra fundust til ársins 1970 85 ifarandi krabbamein og 224 staðbundin. Langflest voru meinin á algeru byrjunarstigi. Þessar kon- ur fá því næstum aMar fuiikomna lækningu. Önnur umférð rannsóknanna er nú vel á veg komin, og þriðja um ferðin er einnig í fuilum gangi. Með þessari krabbameinsieit hefur tek- Sólskinið og blíðan síðustu vikurnar á sjálfsagt stærstan þátt í hinni auknu aðsókn að Laug- unum. Þessar tvær voru að sóla sig þar í morgun, er Ijósm. Vísis bar að. Helmingi fleiri sundgestir Gífurleg aukning á aðsókn að sundlaugum Reykjavíkur hefur átt sér stað á síðustu mánuðum. Rúmlega helmingi fleiri gestir hafa sótt laugamar í Laugar- dalnum en á saraa tíma I fyrra. Þá komu þangað tæplega 114 þúsund "f'"fir á fyrstu fimm máriuði'm á-'ins, en nú hafa 64 þúsund fleiri tekið sér þar sund- sprett. Vesturbrejarlnngin nýtur e?, w T ang- að komu um 88 þúsund gestir frá áramótum fram í miðjan júní en nú hafa komiö þangað 101 þúsund gestir á sama tíma. „Það eru aðallega húsmæður, sem standa fyrir þessari aukn- ingu,“ sagði forstöðumaður Laugardalslauganna í viðtali við Vísi í morgun. Kvað hann það stöðugt færast í vöxt, að mæður kæmu í laugarnar með börn sín og dveklu langtímum. „Það eru líka alltaf jafnmarg- ir sem taka sér sundsprett á leið inni til vinnu sinnar og oft er hér þröng á þingi frá því laug- arnar eru opnaðar klukkan 7.30 á morgnana og fram undir kl. 9,“ sagði forstöðumaðurinn enn fremur. Einkum er það skrif- stofu. og verzlunarfólk, sem virðist vera þar í meirihluta. - ÞJM Knúti Bruun veitt leyfi til að halda lista- verkauppboð Senn má vænta þess, að reglu- bundin Iistaverkauppboð hefjist aft ur hér í borg en sem kunnugt er féll sú starfsemi að mestu leyti niður, þegar Sigurður Benediktsson lézt snemma nýiiðins vetrar. — Knúti Bruun lögmanni hefur nú verið veitt leyfi til að halda listmunaupp boð í Reykjavík, en samkvæmt lög- um er aðeins fimm aðilum veitt slík leýfi. Sem kunnugt er hóf Sigurður Bene diktsson þessa starfsemi up úr 1950 og varð fljótlega mikill hávaði vegna hennar, þar sem ýmsir töldu hana stríða gegn réttmætri verzlun arstarfsemi. Eftir nokkurt þóf var lögum frá 1933 breytt 1954 með nýrri grein, þar sem gert var ráð fyrir, að allt að fimm menn sem til þess teldust hæfir gætu fengið leyfi til listaverkauppboða. Var Sig urður lengi eini aðilinn, sem slíkt leyfi hafði. Aðrir, sem nú hafa leyfi til að halda iistaverkauppboð í Reykja- vík eru ekkja Sigurður Benedikts- sonar, Guðbjörg Vigfúsdóttir, Kristj án F. Guðmundsson, Sigurður Gests son (hefur frímerkjauppboö) og Gunnar Jóhannesson en hann mun iítið hafa stundað þessa sbarfsemi. —VJ izt að bjarga f jölda kvenna frá veik indum og dauða, en það skyggir þó nokkuð á hinn ágæta árangur, aö allmikill fjöldi kvenna vanrækir aö sinna kaHi, hvemig sem þær eru boðaðar ti'l rannsóknar, þrátt fyrir að vitað sé af hiutfallstölum, að i hópi þeira, sem ekki hafa mætt, leynast nokkur krabbameinstilfelli. Ertt viðfangsefni Krabbameins- 'félags íslands er Krabbameins- skráningin, en á henni byggjast aW ar upiýsingar um þá, sem fengiö hafa krabbamein al'lt frá því sknán ingin 'hófst 1954. Þar er ekki ein- ungis fylgzt með dauðsföiMum af völdum krabbameins, heldur einn ig því hverrar tegundar sjúkdóm urinn er, því að krabbamein ei margir sjúkdómar. Þessi skráning er því miki'l uppspretta vísindalegra upplýsinga og í 'henni fe'last mögu leifear tiil nær óendan'legrar vís- indalegrar úrvinnslu. —ÞB Síld og makríll úr Norðursjó — 37 islenzkur bátur landaði ytra 31 íslenzkt veiðiskip landaði síld úr Norðursjó í Danmörku og Þýzkalandi s.l. viku. Heildarverðmæti þessa afla vik- una 14.—19. júní reyndist vera 26 milljónir 344.731 króna og meðalverð á hverju kg. var 15,92 kr. Hæsta meðalverði náði Helga Guðmundsdóttir 20,04 kr. 73 tonn af aflanum fór í bræðs'u, en einnig veiddist talsvert af makríl, eða um 10 tonn. Frá því veiðar hófust í Norður- sjó í vor, hafa alls 36 íslenzk skip landað afla í Danmörku og Þýzkalandi, en talsverður verð- munur er á síldinni i þessum lönd- um, en verðið í Þýzkalandi er all mi'kki lægra, efeki nema 11,50 Vr - GG Bandaríkjamenn heim frú Víetnam Bandaríska öldungadeildin samþykkti í nótt að skora á Nixon að kalla heim bandaríska hermenn frá Víetnam, gegn því eina skilyröi, að N.-Víetnamar og Þjóðfrelsishreyfingin láti lausa alla stríðsfanga. Nánar er um þetta á b's. 3 í Vísi í dag. Schneider, Twiggy, Hitler, Brcsun Á annarri siöunni í Vísi í dag má lesa um kvikmynda- leikkonuna Romy Schneider, sem á nú fangelsisdóm yfir höfði sér, um Adolf Hitler sál- uga og ástkonu hans Evu Braun, um tízkudömuna Twiggy, sem lítur út eins og pípuhreins- ari og raunar fleira fólk. — Sjá bls, 2. Fræðslusjónvar” um gervihnetti Þótt sumir segir, að fólk verði sljótt og vankað af sjónvarps- glápi, gera aðrir sér vonir um, pA sjónvarp megi nota við að leysa eitt af helztu vandamálum tnannkynsins, á þann veg að hægt sé að koma menntuninni til allra. í framtiðinni hafa menn hugsað sér að not gervi- hnetti í þessu skyni. Sjá bls. 8. Beðið föstudags Þjóöin bíöur næsta föstudags, en bá munu stjómarandstæöing ar aftur hittast og reyna að mynda stjóm. Engir fundir hafa verið þeirra á milli sfðan á laugardag, og hefur staðið á Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Fundur þing- flokks þeira er nú ákveðinn á morgun. Forystumenn Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna vilja ekkert segja opinberlega um af- stöðu sína fyrr en eftir fund þingflokksins. — HH shmuaJ i sm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.