Vísir - 23.06.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 23.06.1971, Blaðsíða 4
VISIR. Miðvikudagur 23. júní 1971 Jóhannes Geir í Casa Nova Jóhannes Geir Jónsson opnar í dag málverkasýningu í salar- kynnum Menntaskólans i Reykjav’ik (Casa Nova). Eru þar sýndar 55 pastelmyndir (pastel- krít), allar máiaðar á seinustu árum svo og tíu olíumálverk. Jóhannes Geir hélt siðast sýningu í Unuhúsi sumarið 1968, en síðan hefur hann næst- um algerlega helgað sig pastel- myndum, — og er það árangur þeirrar vinnu, sem hér kemur almennipgj; fyrir sjónir. Það má. heita sjaldgæft hér á landi, að-'Sj^ svo stóra sýningu á pastelmyndum eingöngu, og má geta þess, að fyrsta sýning Jóhannesar áriö 1953 var einnig paste'sýning. Síðan hefur hann haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum hér heima og erlendis. Sýningin veröur opin daglega millj kl. 14 og 22, frá 23. júni til 7. júlí n.k. Þjófurinn slapp naumlega Hurð skall nærri hælum þjófs, sem ýar á leiðinni að brjótast inn í Brauöhúsið að Laugavegi þegar hann var að búa sig undir að skríða inn um gluggann, og gerðu þeir lögreglunni viðvart. Þegar lögreglan kom að, tók maðurinn til fótanna og tókst að forða sér á burt. Hans var leitaö í nágrenninu, en án ár- angurs. Skólamenn og prestar þinga Dagana 18.— 20. júnf var haldin 1 Skálholti ráðstefna skólamanna og presta um kristna uppeidismótun i skólum. Nefnd kjörin af síðustu presta- stefnu gekkst fyrir ráðstefn- unni, Sérstaklega var fjallað um stöðu kristinna fræða í skyldu- námsskólum og kennaramennt- un. Framsöguerindi fluttu Helgi Þorláksson skólastjóri, dr. Bjarne Hareide, forstöðumaður uppeldismálastofnunar norsku kirkjunnar, sr. Helgi Tryggvar - son og**' Jóhann Hannesson og voru þeir sammála um nauð- syn náins samstarfs kirkju, skóla og heimila. Byggt eftir 2. verðlaunum Vegna fréttar í bla(Sinu 4. júní 1971 um fvrirhugaða kirkju byggingu í Ásprestakalli, vil'l stjóm Arkitektafélags íslands biðja ufh, að eftirfarandi komi fram: Efnt var til samkeppni um teikningar að kirkju fyrir Ás- prestaka'M vorið 1966, en í þeiiri samkeppni fékk 1. verðlaun til- laga teiknuð af Skarphéðni heitnum Jóhannssyni arkitekt og Guömundi Kr. Guðmundssyni arkitekt. Teikning sú er nú hefir verið samþykkt í byggingamefnd er byggð á tiMögu þeirri, er 2. verð laun hlaut. 126. Nágrannar sáu til hans, prófes^(i;.,Þátt(gkendur voru 25, Ferðaskrifstofur þenjast út eins og bankar Vöxtur og viðgangur ferða- skrifstofa í landinu virðist nú vera viðlíka og bankanna, en þessar tvær tegundir stofnana setja nú æ ríkari svip á mið- borgina sem og minjagripaverzi anir. Ferðaskrifstofan Úrval hef- ur nú stóraukið skrifstofuhús- næði sitt í Eimskipafélagshús- inu, hefur yfirtekið húsnæðið, þar sem Hvannbergsbræður hafa um áratugi haft skó- verzlun sína. Önnur ferða- skrifstofa I Hafnarstræti hefur einnig nýlega aukið mjög á hús- næði sitt þar, eða Ferða- skrifstofa Zoega, sem yfirtók húsnæði sem Rammagerðin hafði áður og bætti við fyrra húsnæði sitt. Aðeins rúmt ár er nú liðið síð- an Flugfélag íslands og Eim- skipafélag íslands opnuðu Úr- val, en starfsemin hefur aukizt svo mjög á þessum tt'ma, að stækkun varð nauðsynleg. Að- eins 2—3 starfsmenn unnu á skrifstofunni fyrsta sumarið, en þeir eru nú orðnir 7 með far- arstjórum. Starfsári Sinfóníuhljóm- sveitarinnar að Ijúka Starfsári Sinfóníuhljómsveitar fslands er nú að Ijúka og hefur hún, auk reglu'legra tónleika í Háskólabíói, haldið tvenna Fjöl skyfldutónlei'ka og skólatónleika og leikið utan Reykjavfkur. Hún hefur haldið tónlefka að Minni- Borg, Akranesi, Borgarfirði, Keflavik, og Selfossi. Fínunfcu daginn 24. júnf heldur hljóm- sveitin tónleika f Félagshermð- inu Ámesi í Gnúpverjaforeppi og hefjast þeir M. 21. Stjómandi verður Bohdan Wodíczko og ein leikari Gfsli Magnússon pfanó- leikari. Flutt verða verk effiir Sdhuhert, Mozart, Sowfcana, Weber og Berifoz. HANDEÓK HÚSMÆDRANNA VÍSIR i VIKULOKIN er orðin 360 síðna litprentuð bók í fallegri möppu, sem inniheldur allt sem viðkemur konunni og heimilinu. VÍSIR í VIKULOKIN fylgir aðeins til fastra áskrifenda. Vönduð mappa getur fylgt á kostnaðarverði. VÍSIR í VIKULOKIN er afgreiddur án endurgjalds frá byrjun til nýrn áskrifenda. (nokkur tölublöð eru þegar uppgengin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.