Vísir - 08.07.1971, Side 2

Vísir - 08.07.1971, Side 2
Beverley Kelly, 16 ára stefnir til Frakklands. Hún synti kr öftuglega í fyrstunni, ailt þar til kuldinn í sjónum varð henni yfirsterkari — og svo var hún líka svo hrædd við marglyttumar. Berir menn í Ermarsundi — nektardýrkendur reyndu að synda yfir sundið, en urðu að gefast upp á miðri leið & Stirling Moss missti ökuleyfiö Sú fræga kappaksturshetja, Bretinn Stirling Moss missti öku leyfiö um daginn. Var ökuleyfiö tekíð af honum til sex mánaöa þar sem hann teföi þrisvar sinnum s. 1. ár ver ið gripinn við aö brjóta umferð- arreglur gróflega. Moss hefur fyrir nokkru hætt þátttöku i aksturskeppnum, en hann varð 10 sinnum Bretlands- meistari í hraðakstri og tvisvar sinnum var hann næstur því að hreppa heimsmeistaratitii. Þegar iöggan gómaði Moss um .laginn í þriðja sinn, var hann svo ó- þeppinn aö vera að aka framúr bíl, þar sem veginum var skipt með óslitinni hVitri línu. Þar er, sem menn vita, bannað að aka framúr — og þótt Stiriing kunni þá list vel, þá fór jila fyrir hon- um 1 þetta skiptið, þar sem sá sem hann ók framúr, var lögreglu maöur — reyndar á frívakt og akandi eigin bfl, en lögga samt og hann kæröj Moss, Hann var sektaöur um 16.000 ísl. krónur og leyfið tekið. Moss var hress þrátt fyrir öku- Jeyfismissinn, sagöi bara: „Þetta merkir sko ekki, að mér sð að fara aftur sem ökumanni“. V Kcðjubréf með nýju sniði Keðjubréf eru, eins og allir vita, því eölj búin, aö bréfakeðj- una má ekki slíta. Heldur má ekki birta opinberlega innihald þeirra. Samt sem áður ætlum viö hér aö opinbera innitoáld eins keöjubréfs, sem í urnferð er og borizt hefur blaðinu. Vissulega eigum við þá yfir höföi okkar bölvun Faraóanna, eins og segir í bréfinu, en við látum slag standa: „Kæri herra: i hreinskilni sagt þá er þetta keðjubréf. Ólíkt flest um ÖÖrum keöjubréfum, þá kost ar þetta enga peninga. Sendu bara afrit af þessu bréfi til 6 kvæntra kunningja þinna, sem eru allir ámóta þreyttir á l'if- inu. Síöan skaltu vefja konunni þinni inn í böggul og senda hana tii mannsins sem skráður ér efstur á listann og bæta síðan þínu eigin nafni neöst á list- ann. Þegar þitt nafn kemst efst á listann, muntu fá sendar 16.459 konur, og einhverjar þeirra hljóta að vera glaðværar. Taktu þetta bréf bókstaflega og trúðu á áhrifamátt þess, þá mun vel fara. Slittu ekki keðjuna — annars muntu leiður verða! Arundel J. TThwaith í Sydney 1 ÁstraMu sieit keöjuna og fékk sína konu senda aftur! í einlægni - gööur vinur.“ « Þau eiga allan heiður skilinn fyrir sanna hugprýði og ákveðni. En einbeitnin og hraustleikinn nægðu þeim ekki að þessu sinni til áð þau gætu synt allsber yfir Ermarsund. Kuldinn tók í taum- ana og hrakt; þau upp úr sjónum og um borð í bátinn. Það geröist um daginn í Bret- landi, að hópur ungra nektardýrk enda ákvað að synda ýfir Ermar- sund í Evu- eða Adamsklæöum eft ir atvikum. Markmiöið var númer eitt að afla fjár til góðgeröar- starfsemi og í öðru lagi aö setja heimsmet: Enginn hefur enn synt allsber yfir Ermarsund, a. m. k. ekki svo vitað sé. Hingað til höföu sexmenning- arnir beru aldrei synt annars staöar en i ylvolgu lauginni í Wat ford í Herts, þannig aö Ermar- sundið hefur kannski komið þeim nokkuð á óvart. \ ' Rauð af kulda Þau skelltu sér í sjóinn við Dov er, og fyrstur stakk sér foringi þeirra, John Newman, slökkvi- liösmaður á bezta aldri. Hann var einbeittur á svip þegar hann stóö á bakkanum og spyrnti sér í fögr- um boga út í sjóinn. Hann var ekki alveg eins einbeittur þegar hann rak trýnið upp úr öldunum og skrækti: Það er helv... kalt! Næstur stakk sér 19 ára gamall sölumaður, Nigel Lacey — og hann lét sig engu skipta hæðnis- legar athugasemdir félaganna, en þeim fannst sem hann væri und- arlega fölleitur yfir lendarnar. (Lendarnar á sölumanni þessum voru reyndar orðnar rauðleitaT þegar hann gafst upp 'fyrir kuldan- um). Og þá kom hin 16 ára Beverley Kelly, sem í upphafi hafði ekki áhyggjur af kulda, heldur mar- glyttum. Þá stakk sér Sean Hayes 15 ára stráklingur og á eftir hon- um Charles Green, 16 ára og loks yfimuddari sundkappanna, Shar- on Poole. Ekkert heitt að drekka Þau stungu sér í sjóinn áður en almenningur í Dover fór á stjá en um það leyti sem sólin kom upp, voru allir sundkapparnir farnir að skjálfa innilega af kulda og dauðlangaði að vippa sér upp í bátinn. Vont fannst þeim líka að foringi leiðangursins hafði alveg steingleymt aö taka með sér að heiman eitthvað heitt aö drekka. Þegar Charles hinn ungi haföi þrjózkazt við kuldafaðmlög ægis- dætra var hann dreginn upp í bátinn og vafinn innan i öll til- tæk ullarteppi. Beverley varð önnur til að gef-1 ast upp: Mér varö allt í einu kald ara og kaldara", sagöi hún, „og á endanum fann ég ekki lengur fyrir því að ég hefði útlimi“. Sundþraut þessi endaði rétt í þann mund, sem þeim hafði tek- izt aö svamla hálfa leiðina. Og þar sem þeim hafði þó tekizt að komast svo langt, ákváðu þau aö sigla áfram, þannig að enginn gæti á eftir sagt að þau hefðu aldrei komizt iil Frakklands. Rétt áður en þau tóku land viö Cap Cris Nez, skelltu 4 allsberir kropp- ar sér í sjóinn og reyndu að svamla í land — en þá tók ekki betra við. Strandvörður einn, franskur, sá til feröa þeirra og kom stormandi niður í fjöruna með vasabók á lofti. Ekki vildu beru mennirnir lenda í klónum á honum, svo þau sneru við og fóru aftur upp í bátinn, „Við urðum öll fyrir vonbrigð- um með ferðina“, sagði foringinn, iNewman, slökkviliðsmaður eftir á, „krakkarnir reyndu allt hvað þeir gátu til aö komast yfir. Okkur hafði veriö lofaö 170 pundum alls fyrlr sundið, tækist okkur að kom ast yfir. Viö vonum núna að við fáum helminginn af þessu fé, þar sem við komumst þó hálfa leið“. John Newman varð að fá aðstoð við að komast upp úr jökul- köldum sjónum. AU-PAIR stúlka óskast til skozkrar fjölskyldu með 2 börn, frá byrjun september. Eigiö herbergi. Svar sendist til Mrs. R. Ross 104 Beech Avenue Newton Mearns Glasgow, Scotland

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.