Vísir - 08.07.1971, Page 6
6
AUGMéykrtk
með gleraugum frit
Austurstræti 20. Simi 14566.
Þessir vösku menn horfa
greinilega vondjarfir fram á
við, enda ástæða til. Þeir standa
þarna fyrir utan Hótel Windsor,
en því viröulega nafni hét hótel,
sem eitt sinn var og hét. Stóö
hótelið í Nauthólsv'ík og var þar
í braggabyggingu. Síðar fékk
hóteliö nafniö Ritz. Loftleiöa-
hótelið er því ekki fyrsta hótel
ið á flugva’.larsvæðinu.
Ungu mennirnir voru fyrstu
starfsmenn flugmálastjórnarinn-
ar en embættið var stofnaö
flugmálunum okkar og hafa all
ir haldið áfram á þeirri braut.
Lengst til vinstri er Ásbjörn
Magnússon, sölustjóri Loftieiöa
þá Björn Jónsson, sem einnig
starifar hjá Loftleiðum, en síö-
an koma þrir menn, sem allir
hafa starfað óslitið hjá flugmála
stjóra, Arnór Hjálmarsson, yfir
flugumferðarstjóri, Gunnar Sig-
urösson, flugvallarstjóri og Lár-
us Þórarinsson varðstjóri í flug
stjómarmiðstöð. Lengst til
hægrj er Sigfúg hcitinn, Guð^í'
RITSTJÓRN
LAUGAVEGI 178
SÍM! 1-16-60
1945 Qg þaðj djí Var myndin4ek ,nThndsfoh, en hann lézt áf slys
in; A-llir erujjktmnir menni "í förilm'i Baris*‘íyri|’«iiekl6Mim ái>s ->1: v
um. v
I upphafi skyldi
éndirinu skoöa”
SBS.ÍUT.BÍK.
Frumherjar í
flugmáhim
V1S IR . Fimmtudagur 8. júlí 1971.
„Það er
gaman að
börnunum"
— M. Ben. skrifar um
Keflavikursjónvarp:
„Nýlega heyrði maður það til-
kynnt í fjölmiölum, að útvarps
ráö heifði ákveðið að leitast við
að Vallarsjónvarpið skyldi mið
ast við Keflavíkurflugvöll. —
Reykvikingar og nágrannar
skyldu ekki hafa möguleika á
að njóta þess.
Manni verður á að spyrja
þessa háu herra, hvað er i vegi?
Lifum við ekki í frjálsu landi,
þar sem ríkir málfrelsi, ritfrelsi
og valfrelsi? Þetta Mýtur að
jaðra við brot á manniréttindum.
Það hljóta allir að borga afnota
gjöld af sínum sjónvarpstækj-
um, svo að ekki er það það sem
um er að ræða.
Hvað er það þá? Ég skora á
útvarpsráð að svara og það strax
og færa gild rök fvrir sfnu máli.
Það eru víst allflestir, sem fylgj
ast með fréttum sjónvarpsins,
sem eru mjög vel fluttar af fær
um mönnum. Svo er margt sæmi
legt og sumt gott, og svo er lfka
margt, sem er nauöa ómerkilegt
og finnst manni furðulegt, hvað
hægt er aö bjóða „normal“ fólki.
Dagskrárstjóri sjónvarpsins virð
ist ekki vandanum vaxinn, oft og
einatt. Það var hér ekki alls
fyrir löngu, að safnað var und
irskriftum þeirra, sem vildu fá
að njóta Vallarsjönvarpsins, og
það voru tugþúsundir, sem voru
á þvi plaggi, svo að maður býst
við að tekið verði tiflit til þess
fjölda. Þá risu upp sextíu sið-
ferðispostular og töldu þetta
voða einn fyrir hina íslenzku
þjóð. Þeir urðu hinir sterku, þess
ir sextíu á móti tugþúsundum,
sem voru með Vallarsjónvarp-
inu.
„Það er gaman að bömun-
um“, sagði karlinn, sem átti
fjögur fífl og fimmta umskipt
ing. Hér eru ríkjand) afrs kon
ar boð og bönn. Maður veit ekki
hvort það má í dag, sem mátti
í gær. Það er furðulegt, hvernig
ráðamenn þjóöarinnar virðast
vera glórulausir f hvfvetna. Það
er hfegið að kreddunum og vit-
leysunum út í frá.
Ne;, góðir hálsar, þið eruð
orðnir þreyttir menn. Þið eigið að
gefast upp og láta yngri menn,
sem einhverja glóru hafa í
bausnum taka við. Það er rétt
ur gangur, þegar menn era
búnir að starfa í embætti um
aldur fram.“
Með „prívat“ sund-
laug í götunni
íbúar við Þjórsárgötu f
Skerjafirði síma:
„Eftir 30 ára búskap í hverf-
inu kom borgin með malbik til
okkar. Hitaveitan var komin
nokkrum áram áður. Við föram
að flokkast undir siðmenntað
fólk hvað úr hverju. Þetta er nú
ágætt og ber að þakka það. En
svo þurfti einn vinnuflokkurinn
að rífa Þjórsárgötuna upp á
einum stað f vetur sem teið og
að aðgerö lokinni var malbikað
ofan á. Ekki tókst þó betur til
en svo að sig kom í sárið og nú
er komin anzi myndarleg „prív-
at“ sundlaug fyrir hverfið. Við-
komandi aöilum hefur verið bent
á þessa missmíð en ekkert hef-
ur verið aðhafzt enn. Einnig
hefur verið bent á þann galla
að vatnshallinn af götunni er all
ur á holræsi sem er beint fyrir
framan hlið eins hússins. Mynd
ast þarna ágæt tjöm, þegar rign
ir, sem að vísu hefur veriðbless
unarlega sjaldgæfuir hlutur upp
á síðkastið. Vildum við beina
því til yfirvaJlda að lagfæring
verði gerð, enda er það borginni
tíl hneisu að láta sjá önnur eins
vinnubrögð og þarna voru fram
kvæmd.“''
Ingi Ú. Magnússon, gatnamála
stjóri tjáði blaðinu f gær að við
gerð á þessu yrði gerð við fyrstu
hentugleika, þannig að fbúamir
ættu að fá lausn á sfnum mál-
um.
HRINGID í
SÍMA1-16-60
KL13-15
I-
f
Trésmiðjan VÍÐIR
auglýsir:
KASJPIÐ ÓDÝRT!
SVEFNHERBERGISSETT sem allir geta eignazt
Greiðsluskilmálar 1.500 kr. útborgun og 1.500 kr.
á mánuði.
Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt.
Verzlið í VÍÐl