Vísir - 08.07.1971, Page 8

Vísir - 08.07.1971, Page 8
V í S IR . Fimmtudagur 8. júlí 1971. CJtgefandí: KeyKiaprenr nl Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltnli Valdirnar H lohannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símat 15610 11660 Afgreiösla • Bröttugötu 3b Sím) 11660 Ritstjórn: Laugavegi 178 Sfmi 11660 (5 tinur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöia Vtsis — ‘Edda hl Gott brautryðjendastarf í valdatíð íratarandi ríkisstjórnar urðu þáttaskil í málefnurn íslenzks iðnaðar. Mikilvægt er, að sú þró- un stöðvist ekki, heldur haldi áfram með sama afli. Útflutningur iðnaðarvara nam í fyrra nær tveimur og hálfum milljarði króna, eða.um 18 af hundraði alls útflutnings í stað 10 af hundraði árið áður. Mestan hlut átti að sjálfsögðu útflutningur frá álverksmiðj- unni, en annar iðnaður jók einnig hlut sinn verulega. Starfsemi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, sem hófst í byrjun þessa mánaðar, mun verða framhald og aukning þess gagnmerka starfs, semunnið hefur verið af Útflut' igsskrifstofu Félags íslenzkra iðn- rekenda. Útflutningsskrifstofan starfaði í nokkuð á þriðja ár, og mun nú lögð niður í núverandi mynd, en Útflutningsmiðstöðin mun verða aðnjótandi þeirrar aðstöðu og reynslu, sem aflazt hefur með starfsemi skrifstofunnar. Með stofnun Útflutningsskrifstofunnar var hafizt handa um úrbætur á meingalla í málefnum íslenzks iðnaðar. Útflytjendur hafa nú átt kost á aðstoð og þjónustu við starfsemi sína. Starf skrifstofunnar var með svipuðum hætti og gerist hjá sambærilegum stofnunum á öðrum Norðurlöndum, þótt það væri af eðlilegum ástæðum ekki jafn-umfangsmikið. Útflutn- ingsmiðstöðin getur komizt lengra í þessum efnum. Lög um Útflutningsmiðstöð iðnaðarins voru sam- þykkt á alþingi í marz síðastliðnum. Að stofnun henn- ar standa Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Samband íslenzkra samvinnufélaga og tvö ráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytin. Þarna er um að ræða sameiginlegt átak samtaka iðnaðarmanna og útflytjenda og ríkisvaldsins. Hlutverk Útflutningsmiðstöðvar er að efla útflutn- ing á íslenzkum jðnaðarvörum og veita honum fyrir- greiðslu. Meðal annars mun starfið beinast að því að kynna íslenzkar iðnaðarvörur á erlendum vettvangi með þátttöku í vörusýningum og á annan hátt og veita upplýsingar um útflutningsiðnað á íslandi. Miðstöðin mun gera markaðsathuganir erlendis fyrir íslenzk iðnfyrirtæki og leiðbeina þeim um útflutning og sölustarf á erlendum mörkuðum. Þá á Útflutningsmiðstöðin að skipuleggja sam- eiginlega útflutningsstarfsemi iðnfyrirtækja og greiða fyrir samvinnu milli þeirra. í samræmi viö athuganir sínar á hún að vekja athygli iðnfyrirtækja á útflutn- ingsmöguleikum og hvetja til hagnýtingar þeirra, annast milligöngu um sölu og stofnun viðskiptasam- banda. Hin tiltölulega smáu íslenzku iðnfyrirtæki hafa ekki ein síns liðs megnað að sinna nógsamlega jafn miklu verkefni og sölustarf á erlendum mörkuðum er orðið í harðri samkeppni við gróin erlend fyrir- tæki. Brautryðjendastarf Útflutningsskrifstofu Félags íslenzkra iðnrekenda hefur lagt þann grundvöll, sem nú ber að byggja á. Flótti sovézka visindamannsins: Er „Fedossejev" í rauninni geimvísindamað- urinn Nikitrin? Brezka og bandaríska leyniþjónustan hafa tek ið opnum Örmum sovézk um vísindamanni, sem fyrir skömmu flýði vest ur fyrir tjaldið. Hans hefur verið stranglega gætt, og engin blaðavið töl hafa verið tekin eða myndir birtar. Nafn hans hefur verið sagt Fedossejev. Nú er sagt, að Fedossejev sé ekki Fedossejev. Maðurinn heiti eitthvað allt annað. Farið með eftirlitsmann inn afsíðis Þýzka tímaritið Der Spiegel segir, að raunverulegt nafn Sov- étmannsins sé Ignatij Alexandr- owitsj Nikitrin, og sé hann 61 árs. 'VegabréfséftirlitsrtiáðúfihH "tí' Le Bourget-flugvelli við Paris var tortrygginn. Hann spurði Sovétborgarann, sem vildi fá stimpil á vegabréf sitt og kom- ast til London: „Eruð þér í raun inni Fedossejev?" Tveir fylgd- armenn Rússans í borgaraleg- um klæöum fóru með eftirlits- manninum afsíðis, og brátt var allt klappað og klárt. Sovétmað urinn fór sína leið yfir Ermar- sund. Spiegel segir, að þessi Sovét- borgari hafi tekið nafn félaga síns 1 Moskvu til þess að geta dulizt lengur þegar hann not- færði sér ferð á alþjóðlegu flug sýninguna i París til að komast úr landi. 80 Rússar kallaðir heim samstundis Sá maður, sem Spiegel segir, að sé Nikitrin, var kominn til Par- ísar V 25 manna sendinefnd hátt- settra Rússa. í hópnum voru með al annars tveir geimfarar, flug- málaráðherra og yfirmaður flug hersins Kutakow. 300 aðstoöar- menn voru í förinni, en áttatíu þeirra voru samstundis kvaddir heim til Moskvu, eftir aö sov- ézki sendiherrann Sorin hafði neyðzt til að skýra frá hvarfi Nikitrins. Illlllllllll m wsm (Jmsjón: Haukur Helgason Sovétmenn voru hreyknir af hljóðfráu þotunni sinni, sem þeir sýndu I Paris um þessar mundir. Nikitrin hvarf burt úr gisti- húsinu Carlton. Viku síðar hófst ferð Sojusar-Il, sem átti eftir að ljúka svo hörmulega. * «9 í.'ísí cja^ablMiiiuhlimieri nb Líkt við flótta Klaus Fuchs Nlkitrin er meðal fremstu geimvísindamanna Sovétríkj- anna. Hann var samstarfsmað- ur Leonid Ivanovitsj Sedovs, sem er kallaður „faðir spútnfkanna11. Blöð á Vesturlöndum sáu í flótta svokallaðs Fedossejevs jafnmerkilegan atburð og flótti Klaus Fuchs hafði verið á sín- um tíma. Brezki kjarnorkuvís- indamaðurinn Fuchs flýði aust- ur fyrir tjald, og er hann talinn hafa gefið Rússum mikilvægar upplýsingar um kjarnorkumái. Nikitrin fæddist 14. júní 1910 í þáverandi Pétursborg, sem nú heitir Leníngrad. Hann á konu og tvö börn í Moskvu. Hann stundaði um hríð nám í Cam- bridge I Bretlandi. Að loknu námj í Moskvu varð hann aö- stoðarmaður sovézka eldflauga- sérfræðingsins Anatoiij Arka- djevitsj Blagonrarovs, sem nú er fprustumaður geimvísinda- nefndar. í( Sovétmenn f6ru til Parisar til að kynna hljóðfráu þotuna sfca. Nikitrin var samstarfsmaður Sedovs, þess sem hefur ver- ið kallaður „faðir spútnik- anna.“ Nikitrin var einnig aðstoðar- maður helzta sérfræðings Sovét rikjanna á sviðj sjálfvirkni og fjarskipta, Boris Nikolajevistj Petrovs. Petrov var einmitt á fundum í Houston, bandarisku geimvís- indastöðinni, og ræddi við bandarlska starfsbræöur sina um samvinnu á ýmsum sviðum gelmvísinda, meðan Nikitrin samstarfsmaður hans fór huldu höfði I „einhverri útborg Lon- don" Niðurstaða viðræðna sov- ézkra og bandarískra geimvís- indamanna i Houston hefur ver ið í heimsfréttum og talin gefa góðar vonir um frekari sam- vinnu þessara stórvelda. Ástarsaga öðrum þræði? Eðlilega er flótti hins sovézka vísindamanns „spennandi“. — Fréttastofur hafa skýrt fiá þv* *i og haft eftir ónafngreindum „á- reiðanlegum" heimildum, að Fedossejev hafi verið spurður spjörunum úr af leyniþjónustu mönnum, brezkum og bandarísk um. Svo háttsettur vísindamaö- ur ætti einnig að geta miölað ýms um fróðleik um framvindu mála í heimalandj sínu, ef hann vilL 1 fyrstu gengu hvers konar reyfarasögur um flótta Rússans. Blöðin voru fljót að álykta, að þetta væri ástarsaga öðrum þræði. og Rússinn hefði skipt um heimaland vegna ástar á einhverri vestrænni stúlku. — Engin staðfesting hefur síðan fengizt á þessum sögum. Þá voru f upphafi á ferðinni a'Lls konar sögusagnir um ævintýra legan flótta Rússans. Hann hefði verið hundeitur af löndum sín- um sem heföu reynt að ræna honum eða myrða. Ætlar að snúa heim ti! Moskvu? Undanfarna daga hafa flest- ar þessar sögur „gufað upp“. — Frásögn tímaritsins Der Spiegel gefur til kynna, að þetta hafi ekki verið slíkt „ævintýri“ og menn vildu vera láta. Fjölskylda Rússans í Moskvu hefur skrifað Elísabetu Breta- drottningu og virðist fjölskyld- an álfta. að einhver brögð séu i taf'i. Der Spiegel telur sig vita, að Rússinn Nikitrin ætli að snúa aftur til Sovétríkjanna innan skamms, en segir ekki frá neim- ildum fyri.r þeirri frétt sinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.