Vísir - 08.07.1971, Síða 9

Vísir - 08.07.1971, Síða 9
9 VÍSÍR. Fimmtudagur 8. júlí 1971. Vondar manneskjur eru til Þorgeir Þorgeirsson ræðir v/ð danska rithöfundinn Knud Holten í nankinsfötum og leðurstígvélum með dökk- an topp framá ennið lítur hann varla út fyrir að vera deginum eldri en 17 ára. Ummæli blaðanna hljóma allt frá því að segja hann fallegasta rithöfund Danmerkur til þess að kalla hann eina núlifandi séníið í dönskum bókmenntum. Þrátt fyrir sitt unga útlit hefur Knud Holten gefið út þrjár skáldsögur, tvær ævintýrabækur og tvær barnabækur auk þess sem smásagnasafn, ljóðabálkur og barnabók eftir hann eru nú í prentún og koma út með haustinu. Um það leyti sem tíundu bók- inni hans verður dreift i bóka- búðirnar heldur þessi athafna- sami rithöfundur uppá 26. af- mælisdaginn sinn. Listasjöður danska rxkisins hefur þegar verð launað hann 6 sinnum með starfsstyrkjum og einu sinni þessutan auk þriggja ára styrks uppá 75 þúsund krónur danskar. Sakar ekki að geta þess að hérlendis er hann staddur til aö eyða ferðastyrk, sem Norræni Menningarsjóðurinn hefur veitt honum til að kynnast íslandi. Sjálfhverfni mannsins stafar undarlegt nokk ekki af því að hann sé orðinn spilltur lygi- legri velgengni heldur hinu að hann veit sjaldgæflega vel hvað hann vill og getur. í honum starf ar þrotlaus uppspretta skáld- . skapar. Þessi uppspretta er dag- legt viðfangsefni hans. Sautján ára gamall strauk hann að heiman og réði sig létta dreng á farþegaskip. Það skip sigldi til Jónfrúreyja. en Jón- frúreyjar eru líka áfangastaður bókanna, sem færðu Torkil Han- sen bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í fyrra. Á Jónfrúreyj- um strauk Knud Holten af skip- inu og faldi sig þangað til hann var orðinn svo sólbrunninn að hann skar sig ekki að ráði úr í hópi innfæddra, flandraði síðan um eyjarnar, komst yfir til Mexico og þaðan til Kalifomíu þar sem hann lauk háskólanámi í blaðamennsku 1965. Síðan 1967 starfar hann ein- göngu sem rithöfundur. í framhaldi af rabbi okkar um St. Thomas berst talið að Torkil Hansen og þrælabókun- um hans. — Þetta á ekkert skylt við bökmenntir, segir Holten. Þvert- ámóti er þetta ekki annaö en skipulagslaus flótti frá að skrifa almilegar bókmenntir. — Er þetta nú ekki nokkuð mikið sagt? — Nei. Hann þykist vera að skrifa heimildarskáldskap. Ég sé samt ekki betur en hann föndri bara af fullkominni ósvifni við svokallaða sannfræöi. Hann seg- ist stefna að algjörlega hlutlaus um og hreinræktuðum doku- mentarisma, en hreinræktaður heimild'arskáldskapur er bara ekki til — einsog þú veist ef þú hugsar úti það. Heimildasöfmm verður að hafa einhvern tilgang, einhvem tendens, ejnþy^jg merkingu. Yngri höfundar. sem ástunda heimildarskáldskap eru að sýna framá eitthvað, eitthvað sem kemur manni við, tam. Charlotte Strandgárd. Hún skrif ar raunsætt um eiturlyfin í fé- lagslegu og pólitfsku samhengi svo manni kemur það við. En ef heimildarskáldskapurinn á ekki annað markmið en sjálfan sig þá hafna menn bara eins og Torkil Hansen í því að breiða sig fööurlega yfir efnið og dekra við það ómerkilegasta í lesaran- um. — Bittnú! — Þetta eru ekki bókmenntir — bara simplasta afþreying. Flótti. Það er ekki nokkur minnsti ákafi í framsetningu þessara skoðana. Það er engu líkara en þetta sé yfirveguð niðurstaða og skipti auk þess sáralitlu máli. Mig fer að langa til að hreifa ögn við þessum ósvífna ungl- ingi. — Þú talar um flótta, en hvað skrifarðu sjálfur? Fantasíubók- menntir, sem gera-st í óraunveru legri framtíð eöa á öörum hnött um og svo ævintýri. — Áttu við að ég sé á ein- hverjum flótta? — Ekki bara það. Mér skilst að heill hópur af yngri höfund- um í Danmörku fáist við að skrifa svona fantasíur, framtíð- arsýnir og geimferðafagurbók- menntir. — Rolf Gjedsted, Ib Michael og fleiri eru í þessu líka, ég á við þetta fantastíska. Ég trúi það birtist í þessu viss hnatt- rænn hugsunarháttur eða jafn- vel meira. Við hugsum jafnvel út fyrir jörðina. Hins vegar eru l’ika jafnaldrar okkar, sem skrifa annars konar bókmenntir, raun sæjar pólitískt og félagslega mjög ákveðnar bókmenntir — en ég er ekkert viss um að þær séu í sjálfu sér neitt nærgöngulli. Annars er mikil breidd í nýlegri bókmenntum okkar sem stend- ur. Það er gott. - En í þessum tilhneigingum ykkar til aö staðsetja sögur og persónur í framandi umhverfi gæti verið fólginn viss flótti frá veruleikanum í kring, frá vanda- málum þjóðfélagsins? — Ég skal ekki svara fyrir aðra en sjálfan mig. Vandamál þjóðfélagsins eru ekki neitt önn ur en vandamál manneskjunnar. Seinni bækurnar mínar gætu k'anske við yfirborðslega skoðun sýnst vera flótti frá veruleikan- um, fagurkeraháttur, eitthvaö fjarlægt og óviökomandi. Samt held ég að nánari skoðun leiöi annaö í ljós, allt_ annað. Veistu hvað? Ég er bara svo tðklt andskoti þræddur. Líklega er ]>að {írélHrt riiísskilninguf'að ég skUli hafa^rðið kynþfoska, - ég er alltaf svo hrædcfur. - Við hvað? — Allt mögulegt. Fólkið í búð unum til dæmis. Kanske fer ég inní búð til að kaupa mér brúnt belti. Svo kemur búðarmaðurinn meö eiturgult belti og sýnir mér. Ég kaupi það af honum þó ég aldrei noti gul belti, bara af hræðslu. Ég er líka hræddur við fyllirafta, tollþjóna. bankastarfs- menn. Ég neitaði líka að fara í herinn vegna þess að ég er hræddur Við að drepa fölk og ég vil ekki láta þjálfa mig til þess. Hershöfðingja ég alveg sér- staklega hræddur við. Og veistu - ég held við megum vel vera hrædd við herforingja. Fyrir hundrað árum var engin leiðað fyrirfara heiminum en núna gæti einn herforingi tortímt öllu með því bara að þrýsta á hnapp. Ég hef alveg ótakmarkað hugmyndaflug sem hjálpar mér til að flýja Iangt inní sjálfan mig því ég er viökvæmur og finn fyrir því hverslags óskapnaður veröldin í kringum mig er, full af ofbeldi. Þessi innri heimur er í bókum mínum og þar er það einmitt sem flóttinn snýst við. Móti öllu þessu sálarlega og líkamlega of- beldi hlýt ég aö skrifa þó ég sé náttúrlega pólitísk vonbrigða- skepna, Pólitík er orðin að tæki í sjálfu sér og löngu gleymd upprunaleg tilætlun hennar. Pólitíkus í dag er ekkert annaö en pólitíkus. Þaö er bara at- vinna. í þeim skilnlngi er ég ekki pólitískur. Samt finn ég mig knúinn til að berjast gegn ofbeldinu á minn einfeldnings- lega örvæntingarfulla hátt. Þannig verða bækurnar mín- ar til. Hann er staðinn upp og talar út um gluggann um leið og hann slær í gluggakarminn. — Þú ert þá móralisti, prédikari? — Varla. En það er þó eitt móralskt vandamál sem aldrei skilur við mig: Vondar mann- eskjur eru til. Það er ógaman að vera rithöfundur uppá þessi býti. Sá klofningur, sem er að gerast f heiminum gerist líka í bókum mínum. Góða fölkið er gott og vonda fólkið e^ óskap- lega vont. Það er nú raunsæi, skal ég segja þér. Má ég sítera sjálfan mig? í skáldsögunni SUMA- x segir einhversstaðar: Mannvonskan er afar raunveruleg. Til þess að lifa og nærast þarf hún á andstæðu sinni að halda. Það e? nú orðið hennar stóra vandamál". Og margt fleira sagði þessi ungi Ewni meðxsamv.^Kú.þeims- iris í sjálfhverfni sinni. Loks >þerst í?illO ^aö tilefni þefes að hann kom hér og að norrænni samvinnu i framhaldi af því. — Heldurðu ekki að allir þess ir fjármunir til Norrænnar Samvinnu geti oröið til þess að við lokumst hér inní einhvers lags Skandínavískri sveita- mennsku í staðinn fyrir að fylgi ast með heiminum? spyr ég.. — Samnorræn sjálfsánægja er ákaflega áleitin. Samt held ég varla að þessi hætta sé neitt yfirvofandi. Mér finnst t, d. ánægjulegt að hafa fengið þetta tækifæri til að endurskoöa hug- myndir mínar um ísland. Ferð- in hefur vakið náttúrlegan á- huga hjá mér um ísland. Er það ekki meginatriði að áhugi okkar sé náttúrlegur, ekki þvingaöur? Nú langar mig t.a.m. til þess aö lesa nýjar fslenskar bók- menntir í dönskum þýðingum og rek mig þá á það að þær eru ekki til. Við eigum handhægar sýnisbækur af nýjasta skáldskap frá Norður-Afríku og Suður- Ameríku en enga sýnisbók nýrra íslenzkra bókmennta. Úr þessu gæti Norræni Menningarsjóður- inn kanske bætt. Þetta er und- arlegt misræmi. Eigið þið hér nokkra sýnisbók nýrra danskra bókmennta í frambærilegri þýö- ingu? — Nei, og heldur ekki ann- ara þjóða. raunar. , Og Knud Holten tekur af mér ómakið með að spurja hvort nokkuö sé að lokum. — Ég sé þú hefur verið að \ skrifa niður samtalið okkar, seg- ir hann. Ef þetta er fyrir eitt- hvert blað þá gleymdu ekki að geta þess að ég er fallegasti rithöfundur Danmerkur og sá eini sem hefur til að bera snilii- gáfu. — Þess get ég fyrst og síðast. V

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.