Vísir - 08.07.1971, Blaðsíða 13
V í S IR . Fimmtudagur 8. júlí 1971
13
Óbyggðaferðir
frá 10.900 kr.
til 15.800 kr.
Þrjár ferðaskrifstofur segja frá ferðum
Cumir útlendingar hafa séð
meira af íslandi en íslend
ingar sjálfir. Sérstakiega
hafa þeir verið duglegir viö
að koma sér í fjallaferðir. —
Með vaxandi ferðamannastraumi
tii landsins hefur ferðafélögum,
sem annast slíkar ferðir fjölgað.
Nú er þvi' um nokkur þeirra aö
ræða. Segja má að hægt sé að
komast meö þessum ferðafélög-
um á flesta staði landsins. —
Ferðirnar eru skipulagðar þann
ig að margt má sjá á tiltölulega
skömmum tíma. Þægindin í þess
" "" "" s sw vf \ í .. \ \ ' v, \\ \ \ . vj j%\
osíw \ |i
um ferðum hafa aukizt og þarf
fólk varla að leggja annað til
en fötin sem það klæðist. —
íslendingar hafa verið í minni
hluta í þessum ferðum fram að
þeseu — en það er enn ekki
oröið of seint að panta sumar-
leyfisferð um óbyggðir þótt mik
ið sé bókað í sumar ferðimar og
fullt í nokkrar.
/^uðmundur Jónasson er með
' J þrjár tegundir ferða. — 10
daga ferðir, 12 daga ferðir og
13 daga ferðir. Lagt er til fæði
Þaö er náttúran hrein og ómenguö, sem heillar ferðamanninn í óbyggðum.
•mf r. // ‘ ’/ ijj
og tjöld. 10 daga feröin kostar
12.750, 12 daga ferðin 14.500 og
13 daga ferðin 15.800 krónur.
Böm f fylgd með fullorönum fá
afslátt eftir samkomulagi.
1 tíu daga ferðinni er fariö
frá Reykjavík norður Sprengi-
sand að Mývatni, Heröubreiðar-
lindum, Öskju, Hallormsstað og
um Austfirði, Hornafjörð, Öræfa
sveit og flogið til Reykjavíkur
frá Fagurhólsmýri. f hinum ferð-
unum er farið enn víöar um ó-
byggðir og byggðir.
j
Ijkrðaskrifstofa Úlfars Jakob-
sen er með tvenns konar ferð
ir, n'iu dága hringferð um land-
M $ I jí ý'- n . ,
ið og 12 þrettán daga feröir
og er fullbókaö í sjö þeirra.
Ferðaskrifstofa Úlfars leggur
til fæði, tjöld og allan viðlegu
útbúnað, svefnpoka og vindsæng
ur. Níu daga ferðin kostar kr.
10.900 fyrir manninn en 13
daga feröin 14.000 kr. Börnum
innan tólf ára aldurs er gefinn
helmings afsláttur.
1 níu daga feröina er farið
frá Reykjavík um Þingvelli,
Gullfoss og Geysi, um Kaldadal
tíl Borgarfjarðar og Ólafsvíkur,
Blönduós, Dalvík, Mývatn, Breið
dalsvík, Höfn í Hornafirði og
flogið til Reykjavíkur. I þrettán
dag^ ferðinni er farin Sprengi-
sandsleið og 'tíl baka um Kjöl
og viðkoma. á ýmsum öðrum
stöðum á leiðinni Landmanna-
laugum, Eldgjá, Þórsmörk o. fl.
\ ndrés Pétursson stendur fyr
ir feröum, sem hann nefn
ir þjónustuheitinu „Arena
Tours“. Hægt er að panta í
þær ferðir hjá Feröaskrifstofu
Zoega. Þrjár þrettán daga ferð
ir eru á dagskrá f sumar og
eru þær allar eins. Ferðin kost
ar 14.500 fyrir manninn. Ferða
fólkið þarf aö leggja til svefn-
poka. í ferðinni er eldhúsbill
eins og hjá hinum ferðaskrif-
stofunum en auk þess annar
blll, sem er tvískiptur en þar
er snyrtideild — auk þess er
séð fyrir svefnbekkjum í tjöld.
Leiöin liggur frá Reykjavík
um Sprengisandsleið með við-
komu á mörgum stöðum í ó-
byggð, um Mývatnssveitina, fyr-
ir Tjörnes til Akuréyrar, Siglu-
fjarðar, Skagafjarðar og um
Kjöl, Gullfoss og Geysi, um
Kaldadal í Börgarfjörð og til
Reykjavíkur.
Þessi feröafélög hafa það sam
eiginlegt að faafa heita máltíð á
kvöldin, aðalmáltíð dagsins,
morgunveröur og hádegisverð-
ur eru kaldir. ■—SB
Hvers vegna aö leita
langt yíir skaaunt?
Borðstofuhúsgögnin
fáið þér hjá okkur
UIU
Sími-22900 Laugaveg 26