Vísir - 12.07.1971, Qupperneq 1
Víkingar nútímans
• Það var ekki spurt um haffæmisskírteini á dögum Eiríks
• rauða og Ingólfs Amarsonar, — en í dag heimta yfir-
• völd í Bergen allan útbúnað í Gauksstaðaskipið, sem
• leggja átti upp þaðan. — Annar nútíma víkingur er á
• baksíðunni í dag, — Daninn Tholstrup, sem kaus að
• fara um borð í Brúarfoss, rétt eins og Maraþon-hlaupr
• ari, sem fær að sitja aftan á vörubílspalli hluta úr leið.
• SJÁ BLS. 16.
NÝ RÍKISSTJÓRN
Stefnt að brottflutningi hersins i áföngum
Forseta Islands væntanlega afhentur
ráðherralistinn i dag
Þríflokkarnir hafa nú
komið saman málefna-
samningi og samningi
um skiptingu á ráðuneyt
inn milK flokkanna. í
málefnasamningi flokk-
anna, sem ekki lá á lausu
í morgun er m.a. gert ráð
fyrir brottflutningi vam
arliðsins í áföngum og
svo að sjálfsögðu út-
færslu landhelginnar í
50 mílur 1. september
1972 eins og flokkarnir
gerðu ályktun um á síð-
asta Alþingi.
Nýja ríkisstjórnin p'tur þannig
út:
Frá Framsóknarflokknum, ÓI-
afur Jóhannesson, forsætisráð-
herra, Einar Ágústsson, utanrík
isráðherra, Halldór E. Sigurðs-
son, fjármálaráðherra.
Aulc þessa hefur Framsóknar-
flokkurinn fengið dómsmálin og
Iandbúnaðarmálin, en ekki hefur
verið ákveðið enn, hverjir þess
ara þriggja manna taka við þeim
málaflokkum.
Frá Alþýðubandalaginu: Lúð-
vík Jósefsson, sjávarútvegs- og
viðskiptamál, Magnús Kjartans-
son iðnaðar-, heilbrigðis- og
tryggingamál.
Frá Samtökum frjálslyndra
Og vinstri manna: Hannibal
Valdimarsson, félags og sam-
göngumál, Magnús Torfi Ólafs-
son, menntamál og Hagstofa
íslands.
Þar sem forseti feíands var
norður í landi í morgun, hefiur
honum ekki verið afhentur miáll
efnasamningur hinnar nýju rik-
isstjórnar Oig samkomulagið um
skiptingu náðuneytanna milli
flokkanna þriggja, en búast má
við, að Ólafur Jóhannesson
gangi á fund hans seinnipart-
inn í dag eða í fyrramálið.
—VJ, HH
Cassius Clay
sigraði ríkis-
stjórnina
Mál Caissiusar Clay, — eða
Múhameðs Ali, og herstjórnar
Ðandarikjanna vakti mikla at-
hygíli. Margir telja, að þessi sið-
asti sigur meistarans sé hans
stænsti.
— Sjá bls. 8
12-15 punda
laxar
áberandi
— veiðimenn fengsælir
Laxirwi virðist emkar gráðugur
í sumar eftir því sem veiðimála-
stjórhm, Þór Guðjónsson, tjáði VŒsi
í morgun.
„Stór lax er orðinn nokkuð á-
berandi, mikið af þeirri veiði sem
Veiðimálastof n un i n hefur haft
spumir af, er 12 — 15 punda lax-
ar, en samt sem áöur virðiist sem
smálax sé strax farinn að ganga
nokkuð í ámar.“
Þurrkar drógu nokkuð úr veiði á
tímábili, en nú hefur rignt duglega
víða um land, þannig aö vatnsmagn
ánna hefur aukizt og aðstæður
verða betrj fyrir laxinn að ganga
7. júlí vom 385 laxar komnir á
land úr Laxá í Kjós og þann 3.
júlí vom 227 komnir á land úr
Miðfjarðará — hafði Veiðimála-
stofnunin engar fréttir af aflabrögð
um nýrri en þessar en Þór Guð-
jónsson sagði að á veiðimönnum
væri að heyra að veiðj væri óvenju
góð. —GG
Rigningin getur orðið þrálát
Hún var á leið til vinnu sinnar í morgun þessi, —- og regnhlífin kom loks í góðar þarfir. Stúlkan
heitir Katrín Ólafsdóttir og við sáum á eftir henni inn á skrifstofu Eimskip. (Ljósm. Ástþór)
— mesta úrkoma i nótf i meira en mánuð
„Þetta getur orðið þrálátt,
jafnvei einhverjir dagar, við
sjáum ekki fyrir endann á því“,
sagði Knútur Knudsen veður-
fræðingur um veðrið í morgun.
Reykvíkingar vöknuðu upp við
gamalkunna sjðn í morgun, rign
ingu og dumbung eftir að hafa
verið dekurböm veðurguðanna
um langt skeið.
1 nótt mældist úrkoman níu
miíllimetrar, sem er mesta úrkoma
í Rfsykjavik á einni nóttu í a. m. k.
nærri því einn og hálfan mán-
uö.
1 nótt var meiri og minni úr-
koma á svæðinu allt vestan Eyja-
fjarðar, vestur og suður til Vestur
Skaftafellssýslu. Mest rigndi að
jafnaðj í Reykjav’ik á þessu svæði.
Veðurstofan spáir hægfara breyt-
ingum á veörinu á Suðvesturiandi
og Vestfjörðum en betra veðri fyr
ir austan. —. SB
Sonur Bourguiba bjargaði Hassan — Sjá bls. 3
Tveir stórir
sigrar — og
ósigrar
Óvænt lúrslit urðu í 1. deild-
innj um heilgina — tvö lið, sem
talin voru sterk á swellinu, Akra
nes og Valur, urðu að bíta _í
það súra epli að tapa fyrir and-
sitæðingum sínum með geysileg
um mun. Senniilega hefur það
verið hvað súrast fyrir Vals-
menn að tapa á heimaiveiMi með
0s5 fyrir Akureyringum, sem
iléku þá sundur oig saman. HalH-
ur Símonarson segir frá viðburð
um helgarinnar í íþróttunum á
bls. 5 og 6. Eiittibvað hefur Boggi
blaðamaður Mka að segja ofckur
um knattispyrnuna.
— Sjá bls. 12
Hvar eru
mestu
hættuslóðir
umferðar-
innar ?
Það er staðreynd að sumir
staðir i umferðinni eru öðrum
hættuilegri. Þannig er Miklatorg
sérlega hættulegt, — það á
metið í umiferðaróhöppum á síð
ast ári. Tíu „vinsælustu" á-
rekstrahomin í borginni eru
talin upp 1 grein á bls. 10, —
þar er rætt við Guttorm Þormar
um aðgerðir til að fækka slyis-
um.
Sjá bls. 10
Tvær stærstu
heimsfrétt-
irnar reynd-
ust gabb
Það merkilega geröist um helg
ina, að tvær stærstu heimsfrétt-
irnar reyndust gabb. Fyrri ffétt-
in var, aö Hassan konungur í
Marokkó hefði verið myrtur, og
vissi heimsbyggðin ekki annað
um langt skeið. Kom i Ijós, að
uppreisnarmenn höfðu tekið út-
varpsstöðina I Rabat, höfuðboig
Marokkó, og sagt konung lát-
inn. Kóngur var að vísu hætt
kominn.
önnur frétt var um flugvélar-
rán þar sem sagt var, aö flug-
vél heföi verið rænt með 135
farþegum. Þetta var gabb eitt,
en áhöfn vélarinnar vissi ekki
betur en satt væri. Miði fannst
á salerni flugvélarinnar, þar sem
sagt var, að vélin yröi sprengd
í loft upp, ef ekki yrði strax
flogið til Norður-Víetnam. —
Urðu menn skelfingu lostnir, en
engin sprengja fannst í vélinni,
þegar leitað var á Shannonflug
velli.
— Sjá bls. 3