Vísir - 12.07.1971, Side 5

Vísir - 12.07.1971, Side 5
Varnarleikur Fram er sterkur og það sýnir þessi mynd vel. Þorbergur grípur knöttinn og ef eitthvað bregóur út af eru þrír varnar leikmenn reiðubúnir á marklínunni. Ljósmynd BB. jr Fram & 3&Í Oo | mur a I ýi •'fcWi*-* íír»Me — og sigraði Akurnesinga örugglega með 4-0 á Skipaskaga Leiftursókn Fram fyrstu mínúturnar í leiknum á Akranesi á laugardag kom heimamönnum í opna skjöldu. Eftir aöeins þrjár mín. hafði Fram skorað 2 mörk og síðan gátu leik- menn liðsins algjörlega ein beitt sér að þeirri leikað- ferð, sem hentar liðinu bezt — leikið sterkan varnar- leik með snöggum sóknar- lotum á milli. Og Fram vann stórsigur 4—0 og hef- Göður sigur Árrhenninga Ármann vann góðan sigur á fsafirði í 2. deild á laugardag — vann heimamenn 4—1. Smári Jóns son skoraði eina markið í f. h. fyrir Ármann. Strax í byrjun s. h. jafnaði Guðmundur Níelsson fyrir I’safjörð, en Ármenningar skoruðu brjú, síðustu mörkin i leiknum — Sigurður Leifsson tvö og Smári eitt. Síðast í leiknum fengu fsfirð ingar víti, en Garðar, markvörður Á. varði. Leikurinn var nokkuð harður og varð dómarinrí, Brynjar Bragason. að vísa einum leikmanni ísfirðinga af lei:kvelHi. ur ekki í annan tíma í ár sýnt jafnheilsteyptan og góðan leik. Það verður erf itt fyrir önnur lið að koma í veg fyrir, að Fram hljóti íslandsmeistaratitilinn í ár. Það fer ekki á-miklli mála, að Fram er fastmótaðra lið en önnur hér. Þar er engin „stór.stjarna“. en allir leikmennirnir vinnan allan t'im ann — agi virðist miklu meiri en bjá öörum liðum og leikmenn krefj ast mikils hver af öðrum, krefj- ast þess, að allir geri sitt bezta. Þar er aldrei gefið ertir, og árang- urinn er eftir því. Fram hóf lei'k í fegursta veðri á Skipaskaga og eftir aðeins 20 sekúndur lá knötturinn í marki Akraness. Erlendur gaf knöttinn eft j ir upphafsspyrnu til Marteins og | Siíðan geystust sóknarleikmenn ! Fram upp að vítateig. Marteinn I spyrnti langt fram — inn í vita- teig — Þröstur skallaði frá rétt út fyrir teiginn ti] Kristins, sem þegar sendi á Ásgeir. Hann lék nær markinu og reyndi markskot — en knötturinn fór í varnarmann og beint til Erlends, sem skoraði með föstu, fallegu skoti rétt undir þverslá. Þetta var eins og kö!d gusa fyrir. áhorfendur og leikmenn Akraness — og svo skoraöi Fram annað mark á 3. mín. eftir gull- fallegt upphlaup. Erlendur náði knettinum á miðju •— gaf til Ás- geirs, sem dró að sér haigri bak- vörðinn, en sendi svo framhjáhon um til Kjartans, sem var alveg frír á kantinum. Hann lék hratt upp að vítateignum og þegar varn armennirnir urðu að koma á móti honum losnaði um Arnar á hinum kantiríum. Kjartan var fljótur aö sjá það — og gaf yfir til Arnars, sem var alveg fr'ír í vítateigshom inu. Og Arn^r lék nær markinu og skoraði með föstu, óverjandi jarð arskoti. Nú var leikurinn Fram. Vörnin var þétt og miðjumerín Akraness fengu nokkuð frjálsar hendur í leiknum, en það var lítill broddur í sókninnj — enda sóknartilraun irnar mjög einhæfar og reynt að komast í gegn þar sem vörn Fram er sterkust — á miöjunni — með háspyrnu inn í vítateig. Og þannig var þetta allan leikinn — ekki hugsað, og ekki bættj svo úr skák fyrir Akurnesinga, að Matthías sást varla í leiknum — hættulegasti sóknarmaður þeirra. Fyrst var hann miðherji, en Marteinn var algjör ófjar.l hans og þegar Matthías flutti sig út á kantinn tók Baldur Schev- ing hlutverk Marteins að sér. En sóknartilraunir Fram voru mjög hæt.tulegar og reyndar furðu legt, að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk í f. h. Kristinn komst í gegn, en steig á knöttinn á v*ita teignum — lét svo Davíð verja frá sér innan markteigs, en verst fór Ásgeir að ráöi sínu, þegar hann beinlínis gat gengið með knöttinn jnn í markið — en ,,fraus“ furðulega og ætlaði að senda knött inn á Kristin, en mistókst. Akur- nesingar áttu eit.t opið færi — á 30. mín. þe’gar Teitur spyrntifram hjá, ,en auk þess átti F.yleifur skot. utan á stöng. Fram byrjaði kröftuglega í s. h. Erlendur átti skot fram hjá á I. mín. Jón Gunnlaugsson biargaði á línu frá Kristni rétt á eftir. og á 10. mín. skoraði Kristinn, en var dæmdur rangsfæður. Síðan tóku Skagamenn við og sóttu nokkuð stSft — en án árangurs. Þá bjarg- aði Jóhannes eitt sinn á marklínu hjá Fram — en svo skoraði Fram sitt þriðja mark. Á 22. mín. lék Erlendur upp, lyfti knettinum yfir varnarvegg inn og Jón Pétursson seystist í gegn — fékk knöttinn á víta- teignum, tók hann glæsilega niö ur á fullri ferð og renndi honum síðan í markið fram hjá Davíð. Mjög vel gert hjá Jóni. fjrslit voru nú ráðin og þaö breyttu litlu er áhorfendur héldu því fram, að knötturinn hefði far- ið yfir markl'inu, þegar Eyleifur átti hörkuskot undir þverslá og knötturinn skall niöur á marklínu og snerist út. Og 1 síðasta upp- hlaupi leiksins skoraði Fram fjóröa markið. Ágúst, sem þá var kom- inn inn fyrir Arnar. lyfti knettin- um inn í vítateig og Kristinn skall aði laglega yfir Davíð markmann 4 — 0. Nokkur harka var í leiknum og hinn ágæti dómari, Guðmundur Haraldsson, bókaði fjóra leikmenn, tvo úr hvoru liði. Sigur Fram vár góður í þessum leik og leikur liðsins allur til fyrir myndar. Vörnin var mjög sterk .að venju, en nú komu sóknarmennirn- ir á óvart. Értendur lék sinn bezta leik með Fram — vann nær hvert einasta skallaeinyígi gegn Þresti og var með í öllum mörkunum — og sama er að se'gja um Kristin, En. Ásgeir var eins og oftast sá, sem faHegustu hlutina gerir. Hinn góði sóknarleikur Fram stafaöi’ta's vert af því hve Sþagavörnin er slök -- én samt sem áður. má ekki einblina alveg á það. Hjá Ákra- nesi er ’erfitt að hæla nokkrum -— liðiö átti ekkert svar gegn þraut- hugsuðum og góöum leik Fram. héðinn stiga- hæstur Héraðssambandið Skarphéðinn varð stigahæst á landsmóti Ung mennafélags fslands, sem fór fram á Sauðárkróki um helg- ina, hlaut 244 stig. Mikill fjöldi manns var á mótinu, þátttak endur um 700 og áhorfendur um 10 þúsund, þar á meðalfor setahjónin. Bezta afrek kvenna á mótinu vann Kristín Bjömsdóttir UMSK en hún stökk 1.50 í hástökki og hlaut fyrir þaö 836 stig. Hún var jafnframt. stigahæst kvenna með 16 stig. Karl Stefánsson vann bezta afrek karla, stökk 14.38 m í þrístökki og hlaut 818 stig. Stjgahæstur karl- manna var Stefán Hallgríms- son. I úrslitaleiknum í knatt- spyrnunríi vann UMF Keflavíkur UMSK með 1—0. Nánar verður sagt frá mótinu i blaðinu á morgun. , Trevino meístari Bandarískl golfleikarinn Lee Trevino bætti einni skrautfjöð ur I hatt sinn á laugardag, þeg- ar hann sigraði á brezka meist- aramótinu í golfi i Southport. Á nokkrum vikum hefur hann þvi orðið bandarískur meistari — á opna golfmótinu —j kana- dískur meistari og nú brezkur. Trevino sigraði í Southport á 278 höggum. Næstur var Kwan Lou, Formósu, með 279 högg og þriðji Tony Jacklin, Eng- landi, með 280 högg. Dave Bedford frábær Dave Bedford, hinn 21 árs enski hlaupari, setti nýtt Evrópu met í 10009 m hlaupi í lands- keppni Englands og Frakklands í Portsmouth á laugardag — hljóp á hinum frábæra tíma 27:47.0 mín., scm er næst bezti tími, sem náðst hefur í heim inum. Aðeins heimsmet Ron Clarke, Ástralíu, er betra 27:39.4. Dave Bedford setti einnig nýlega Evrópumet i 5000 m. hlauni og er tvímæla laust mesta efni, sem nokkru sinni hefur komið fram í lang- hlaupum. Hann náði þessum ár- angri í Portsmouth keppnislaust — var hring á undan hinum ágæta hlaupara Tagg. Frakkar sigruðu í landskenoninni með 5 stiga mun. Eldra EM-metiö i 10000 m átti Þjóðveriinn Haase, og var það 28:04.4 mín.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.