Vísir - 12.07.1971, Page 8
8
V í SIR. Mánudagur 12. júlí 1971,
VISIR
Otgefandi: Reykjaprem ní.
Framkvæmdastiöri: Sveinn R Eyjölfsson
Ritstjórl- Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltröi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660
Afgreiösla Bröttugötu 3b Slmi 11660
Ritstjón • Laugavegi 178 Sfmi 11660 (5 ifnur)
Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands
f Iausasölu kr. 12.00 eintakiö
PrentsmiÖÍB Vfsfs — Eddp hf.
Ný vinstri stjórn
Jjjóðin hefur fengið yfi. J3 nýja vi- :i stjórn. Þessi
stjórnarmyndun er fljótt á litið ekki óeðlileg afleið-
ing þingkosninganna, þar sem ríkisstjórn Sjálfstæð-
is- og Alþýðuflokksins missti meirihluta sinn. Þó varð
fæðing vinstri stjórnar erfið. Mikil vandkvæði voru
á því að fá samstöðu flokkanna um málefnásamning
og skiptingu ráðherraembætta. Undirrót þess er sá
ágreiningur um grundvallaratriði, sem er milli þess-
ara þriggja flokka. Erfið fæðing Ólafíu kemur held-
ur ekki á óvart í ljósi ferils vinstri stjórnarinnar
gömlu.
Fæstir þeirra, sem minnast vinstri stjórnarinnar frá
árunum 1956 til 1958, munu fyllast tilhlökkun við
hugsunina um valdaskeið þessa arftaka hennar. í
engu stjórnarsamstarfi hefur ríkt slíkur glundroði.
Engin dæmi hafa verið um slfk óheilindi í samstarfi.
Óheilindin komu berlega í hðs í tveimur mikilvæg-
ustu viðfangsefnum þeirrar ríkisstjórnar, land'helgis-
málum og efnahagsmálum. í landhelgismálum báru
ráðherrar svik hver á annan. I efnahagsmálum vann
hver höndin gegn annarri. Innan stjórnarinnar virtist
samstaða vera um það eitt að reyna að leyna vand-
anum fyrir þjóðinni og fela þá gengisfellingu, sem
raunverulega hafði orðið á krónunni.
)
Endalok vinstri stjórnarinnar urðu einnig í sam-
ræmi við feril hennar. Stjórnarsamstarfið leystist
upp á miðju kjörtímabili. Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra fann enga samstöðu innan stjórnarinnar um
neinar aðgerðir í efnahagsmálum. Þá var því stjóm-
arsamstarfi formlega slitið, sem um langt skeið hafði
ekki verið annað en nafnið eitt. Hlaupið var frá vand-
anum og honum velt yfir á eftirkomandi ríkisstjórtiir.
Tafi nokkru sinni verið unnt að segja, að ríkis-
stjórn hafi gefizt upp, þá var það í þetta sinn.
Spor vinstri stjórnarinnar gömlu hræddu svo, að
næstu tólf ár voru fáir formælendur nýrrar ríkis-
stjórnar þessara flokka.
Þessi hrollvekja hefur að nokkru leyti liðið kjós-
endum úr minni á því árabili, sem liðið hefur. Að vísu
ganga sumir forystumanna flokkanna nú tregir til
vinstra samstarfs. Þó hefur það sjónarmið orðið ofan
á, að þeim bæri skylda til að reyna þá leið til hins
ýtrasta með tilliti til óvæginnar stjórnarandstöðu
þeirra. Erfiðum ágreiningsmálum var því skotið á
frest, og fórnfæringar framdar á altari málamiðlunar.
En vandamál stjórnarsamstarfsins eru enn í eðli
sínu þau sömu og þau voru í tíð gömlu vinstri stjóm-
arinnar.
Eg get ekki sakfellt þá"
I slagnum við rikisstjórnina sigraði Cassius
Clay með rothóggi i siðustu lotunni
Múhameð Alí, sem er enn þekktari sem Cassius
Clay, beið ósigur í hringnum fyrir Joe Frazier, en
nokkru seinna vann hann sigur, sem er endanlegri
og vafalaust mikilvægari fyrir Alí. Hann sigraði
ríkisstjórnina fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Mál
hans kom við grundvallaratriði í deilunum um her-
skylduna og stríðið í Víetnam.
Cassius Clay
Breytt afstaða til
herskyldu
Með þátttöku Bandarikja-
manna í stríðmu í Víetnam varö
verulega breyting á afstöðu
ungra manna til herkvaðningar.
í fyrri styrjöldum mun allur
þorri ungra manna hafa látið
sér saemilega líka að vera
kvaddur í herinn. Þegar óvin-
sældir og efasemdir um stríöið
í Víetnam uxu, fór taJsverður
hluti ungra manna að tregðast
við að vera sendur þangað aust
ur. Vandamálið hefur siifellt vax
ið, og nú munu þeir fleiri, sem
telja það í hæsta máta tilgangs
laust að setja sjálfan sig í þræl
dóm og Iffsháska í striðinu í
Víetnam. Margir tala um að af-
nema herskyldu.
Cassius Clay var einn þeirra
mörgiu, sem neituðu að fara í
herinn. Hann bar það fyrir sig,
að hann værj friðarsinni af
trúarástæðum og gæti ekki til
þess hugsað að taka þátt í mann
drápum.
Verða að vera andvígir
öUum styrjöldum
I Bandarfkjunum hefur verið
viðurkennd undanþága frá her
skyldu, ef menn eru „af sann-
feeringu" friðarsinnar og áherzla
í því sambandi lögð á, að menn
séu „andvígir ölilum styrjöld-
um“. Þess vegna eiga menn ekki
að sleppa. þó að þeir teljj stríð
ið í Indó-Kina óviturlegt. Þeir
verða að vera sama sinnis um
öll stríð.
Það er auglljóist, að þetta er
vandasamt úrskurðarefni fyrir
dómstólana, sem fá slík mál til
meðferðar. Grunur hefur leikiö
á, að það væri nokkuö tilvilj
Umsjón: Haukur Helgason
unarkennt, hverjir kæmust upp
með að neita herþjónustu og
hverjir ekki. Múhameð Ali var
einn þeirra, sem fóru illa út úr
fyrstu lotu málsins. Reyndar tap
aði hann öllum lotunum, þar
til kom að þeirri síðustu. ÖJíkt
þvi sem í hnefaleikum gerist,
skipti hin slðasta lota öllu.
Boða „heilagt stríð“
Múhameð Ali er í flokki
„svartra múhameðstrúarmanna"
og tók hann hið nýja nafn, þeg-
ar hann gekk I þann flokk. Sam
kvæmt trú sinni sagðist hann
ekki mega né geta tekið þátt
í striði.
Ríkisstjórnin taldi þessa af-
stöðu ekki rökrétta, með tililiti
til þess, að svartir múhameðs-
trúarmenn boða „heilagt stríð“,
sem þeir kalla „jihad“ til að
sigrast á andstæðingum sin-
um. Dómsmálaráðuneyti Banda
ríkjanna hólt því fram, að and
staða Alis við herþjónustu væri
einungis „stjómmáMegs og
kynþáttalegs eðlis“. Hann væri
enginn friðarsinni „af sannfær-
ingu“.
Með þessum rökum fékk rfk-
isstjórnin framgengnt, að Múha-
eð Ali var árið 1967 dæmdur
fyrir aö neita herskyldu. Dómn
um var áfrýjað, en áfrýjunar-
réttur komst að sömu niður-
stöðu.
Áður en mál Alis kom fyrir
hæstarétt, höfðu stjómvöld látið
nobkuð undan síga. Þau viður-
kenndu nú, að þetta væri ekki
hræsni ein saman. Hins vegar
stóð stjómin á þeirri kenningu,
að Múhameð Afli værj reiðulbú
inn að heyja „heilagt stríð“ fyr
ir trú sína. og þess vegna gaeti
hann ekki notið réttar friðar-
sinna og fengið undanþágu frá
herskyldu.
Svartir múhameðstrúarmenn
hafa talsvert fylgi í Bandarikj-
unum, þó að fremur hafi dreg
ið úr afli þeirra vegna klofn-
ins imdanfarin ár. Tiil þessa
flokks taldist svertingjaforinginn
Malcolm X, er var myrtur, eftir
að hann Mauf sig frá flokknum.
Mál Múhameðs Aúi varð próf-
máj fyrir alla svarta múhameðs
trúarmenn í Bandarikjunum.
Þeir greiða nær aidre; atkvæði
í kosningum í Bandaríkjunum,
og þá fýsir ekki að fara í striö
,;fyrir hvítingja".
Hæstiréttur vísaði algerlega:
á bug kenningunni um „heiilaga
stríðið“. Dómstólllinn úrskurð- >
aði, að máliið hefði verið'flEefet'
og þvff spillt á fyrri stigum þess’
með röngum ásökunum stijóm
arinnax á hendur Alis og efa-
semdir um heiðarleik hans. Með
þessu var kollvarpað ölum fyns
dómum í rnáli Alis.
Mikið fjártjón
Hnefaleifearinn er nú oTöinn
29 ára. Hann er þvi kominn yf
ir hámarksaldur herskyldu, sem
er 26 ár. Þvl mun engin til-
raun verða gerð til að taka
málið upp.
Keppnisbann og fangelsun hef
ur oröið Múhameð Alj dýr. Þeg
ar forystumenn hnefaleikasam-
bandsins sviptu hann heims-
meistaratitlinum vegna þessa
máls, var hann ösigrandi á
tindi frægðar sinnar. Hina mifelu
snilli sina hefur hann sýnt nú,
er hann hafði nærri hreppt titil
inn aftur þjálfunarlítill og nofek-
uð þyngri á sér en áður vegna
keppnisbannsins. Þótt ekki sé
hugsað til annars tjóns, þá er
aug'jóst, að Ali hefur orðið af
stórum fjárfúlgum vegna þessa
síðustu árin.
Dómur hæstaréttar varpar
einnig ljósi á óréttmætan og
flausturslegan úrskurð hnefa-
leikasambandsins að svipta hann
titlinum og varpa honum út i
yztu myrkur f þrjú og hálft ár.
Nu er sitthvað gert til aö
bæta úr skák, og Ali virðast
flestir vegir færir. Enginn hefur
þó haft fyrir að biðja hann af-
sökunar.
Ali er anna stóryrtastur, þeg-
ar hann talar um vesöld keppi-
nauta sinna og eigin snilld. Það
er því óvænt umburðariyndí
þegar hann nú segir: „Þeir
gerðu ekki annaö en það, sem
beim fannst réttast á þeim tíma,
Ég gerði það, sem mér fannst
réttast. Það er alít og sumt. Ég
get ekki sakfeJlt þá.**