Vísir - 22.07.1971, Blaðsíða 16
jöfnunarsjóði
Skiptaverð til siómanna á fiski-
skipum haekkar um 18 til 19%
samkvæmt bráöabirgðalögum, sem
ríkisstjómin gaf út í gær. Fé þetta
er tekið úr Verðjöfnunarsjóði fisk-
iðnaðarins, en hlutverk sjóðsins er
að vera fiskiðnaöinum vöm gegn
verðsveiflum. Skuli nota hann, ef
verð sjávarafurða fellur. Skerðing-
in á Verðjöfnunarsjóði, sem af
þessu leiðir, er talin munu nema
ekki minna en 310 milljónum króna
á ári.
Fundur stjórnar og varastjórnar
Landssambands íslenzkra útvegs-
manna og formanna útvegsmanna-
félaga innan LÍÚ hefur mótmælt
þessum ráðstöfunum, Telur fundur
inn það hættulegt fyrir framtíð
sjávarútvegs að Verðjöfnunarsjóð-
ur sé notaður á þennan hátt. Þetta
sé ekki 1' samræmi við tilgang sjóðs-
ins að jafna verðsveiflur á sölu-
verði fiskafurða.
Með bráðabirgðalögunum er
felld niður greiðsla 11% kostnað-
arhlutdeildar til útgerðaraðila, sem
ekki kom til hlutaskipta. Fiskverð
verður hækkað til viðbótar þessu,
og verður heildarverðhækkunin
18 til 19% á aðalfisktegundum,
þorski og ýsu, frá og með 1. ágúst,
Greiðslur í Verðjöfnunarsjóð eru
iækkaðar sem fiskverðshækkuninni
nemur, — H!H
Hornið á Bankastræti og Lækjargötu eins og það er nú •
meðan breytingar standa yfir. Hallinn verður ekki tekinn •
af Bankastrætinu heldur fyllt upp í homin, og þar kemnr •
Lækjargatan yfir. *
•
■
Bankastrætishornið óbreyttl
Ibrátt fyrir breikkun
Friendshipvélarnar
SYNiSHORN AF STEIN-
OLÍUNNI SEND UTAN
• Breikkun Lækjargötunnar
er vel á veg komin, en
eystri akrein götimnar verður
tilbúin í haust. Gatnamálastjóri
sagði í viðtali við Vísi.f morgun,
£ aö Bankastiræti yrði alveg ó-
e breytt frá því 'sem verið hefur
J þrátt fyrir breikkunina. „Við
® höldum brekkunni óbreyttri og
• fyllum upp í hornin til að halda
götunni — eiginlega ætlum viö
að lyfta okkur upp yfir Banka-
strætishomið“.
Gangstéttin, sem nú er með-
fram girðingunni á Stjórnarráðs
blettinum verður á sínum stað
áfram — en eftir breytinguna
sem götueyja þar sem akreinar
verða beggja vegna viö hana.
- SB
■— Blikfaxi aftur flughæfur
Blikfaxi, eldri Friendshipflugvél-
in hjá Flugfélagi íslands fékk í gær-
kvöldi „grænt Ijós“ hjá sérfræðingi
Fokkerverksmiðjanna, sem hingaö
kom vegna þéttiefnisins, sem
flagnað hafði af eldsneytistönkun
um i flugvélunum. Heldur rætist
því úr í dag fyrir innanlandsfluginu
sem I gær átti sérlega erfiðan dag
með sundurleitan vélakost á helzta.
annatíma ársins.
Innanlandsflugi lauk ekki fyrr en
á fyrsta tímanum í nótt er leið, —
en önnur þotan létti mi' 'R undir,
flaug til Akureyrar mei Tþega
og tók aðra til baka.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi FI, sagði í morgun að þegar
eldsneytisgeymar Blikfaxa voru
opnaðir hefði komiö [ ljós að þar
var minna flagnað en í Snarfaxa.
Voru tankamir hreinsaðir, svo og
a'l’lar leiðslur og eldsneytissigti, en
sýnishom hafa verið tekin af stein
olíunni og send utan til rannsöknar.
Sveinn kvað þessa töf vai1«Aa fé-
laginu nokkrum búsifjum, en ekto
taldi hann að hér mundi hafa verið
hætta á ferðum, en eftirlit er
strangt með vélunum og kemst
fijóílega upp ef slíkt sem þetta á
sér stað. —JBP
VISIR
Fimmtudagur 22. júíí 1971.
JÉð árekstrar
ú 25 dögum
Slysafárviðri, sem geisað hefur
í umferðinni í veðurblíðunni í
Reykjavík að undanfömu, slotaði
loks i gær eftir 25 daga linnu-
lausa árekstrakeðju.
286 árekstrar urðu í Reykjavik
á 25 dögum, og 61 slasaðist í þess
um óhöppum.
„Sjaldan er ein báran stök", seg
ir máltækið, og skoðun reyndra lög
reglumanna er sú, að slys og itra-
ferðaróhöpp komi i hryðjum — en
fáir þeirra minnast jafnlangrar
lotu. þar sem þeir hafa vart getað
litið upp í 25 daga ?rá árekstmm
og s'.ysum.
En i gær datt allt í dúnalogn, og
i mörg ár hefur varla runnið upp
jafnóhappalítill dagur. — Aöeins
tveir árekstrar voru tilkynntir til
lögreglunnar síðasta sólarhring í
Reykjavik. — GP
CIA-njósnari" sendur
r
,Við Rómanoffar erum hundeltir um öll lönd'
„Rómanoff heiti ég, þeir
voru hér að taka af mér
atvinnuleyfið á íslandi,
af því að ég njósnaði fyr
ir CIA“
„Ertu þá Ameríkani?“
„Nei, nei, ég er Pólverji
með belgískan ríkisborg
ararétt. Ég var orðinn
svo þekktur sem njósn-
ari, að þeir sendu mig
hingað upp til íslands að
njósna. Ég kom mér í
samband við fallega
stúlku í f ranska sendiráð
inu. Svo tóku þeir mig
þar, þegar ég var að
stela þar pappírum.“
Vísismaður hittj Rómanoff,
meintan njósnara Bandaríkj-
anna niðri við höfn og fékk að
heyra hrakningasögu hans og
lfka að hann væri nú orðinn illa
blankur og þar að aukj kven-
mannslaus. Við hringdum í út-
lendingaeiftirlitiö og spurðum
um Rómanoff. — „Hann Róm-
anoff?" sagði Árni Sigurjóns-
son í útlendingaeftirlitinu,
„hann er sko ekki njósnari frek-
ar en ég. Hann kom ti[ okkar
og fékk aðstoð til að fara úr
landi. Hann er sjúklingur og
haldinp O'fsóknarbrjálæði".
Téður Rómano.ff fullyrti að
svo væri nú komið hinni keisara-
legu rússnesku ætt, að Róman-
offar væru hundeltir um öll
lönd, þeir gætu ekki einu sinni
snúið sér við á íslandi án þess
að einhver útsendari ræki ekki
í þá augun til að koma þeim
undir manna hendur og senda
þá til allra hugsanlegra staða,
netna heim, heim tfl Kremiar
að stjórna Rússlandi. —GG
LARSEN KYARTAR
UM HITA, HÆÐ
OG ÞUNNT LOFT
Bent Larsen segir, að það hafil
verið mikill mistök, að hann sam
þykkti, að einvígið við Bobby Fisch |
er skyldi fara fram í borginni Den;
ver. Margt hafi bagað sig þar. Borg-
in sé meira en 1600 metra yfir
sjávarmáli og hitinn hafi komizt
upp í 37 stig á Celsíus. Þá hafi
þunna loftið verið sér til ama.
Bobby Fischer er vann Larsen 6:0
segist vilja ijúka af-sem allra fyrst
einvíginu, sem hann muni tefla við
annan hvorn Rússanna Petrosjan
fyrrum heimsmeistara eða Korts-
noj. Fischer segist vilja keppa sem
fyrst við Boris.Spasskij heimsmeist
ara og vinna af honum titilinn. Petr
osjan og Kortsnoj voru enn jafnir
með fjóra vinninga hvor þegar síð
ast fréttist í morgun.
Verði Bobby Fischer heimsmeist
ari, verður endi bundinn á einveldi
Sovétmanna, sem hafa átt heims-
meistara í skák allar götur síðam
skömmu eiftir strið.
Einvigi Spasskijs og keppinautar
hans verður 24 skákir.
Vísir datt hrottalega inn í fram-
tíðina í fyrradag, þegar við sögð
um að Fisoher hefði unnið sjöttu
skákina og þar með einvígið með
6:0. Stafaði þetta af ruglingi á
fréttaskeyti. Þessi frétt átti bins
vegar heima í Maðinu í gær, en hún
átti ekki heima í blaöinu í fyrra-
dag. —HH
Kjarabætur sjómanna
greiddar úr Verð-