Vísir - 22.07.1971, Blaðsíða 10

Vísir - 22.07.1971, Blaðsíða 10
w Afhenti trúnaðarbréf Nýskipaður sendiherra Hollands barón Willem J.G. Gevers afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt í skrifstofu forseta í Alþingis- húsinu að viðstöddum Einari Ágústssyni utanríkisráðherra. Síðdegis þá sendiherrann heim- boð forsetahjónanna að Bessastöð um ásamt nokkrum fleiri gestum. i -. ■ Skólavörðustígshornið ennþá í deiglunni Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin enn um, hvað verði uppi á teningnum við byggingu hússins á gatna mótum Skólavörðustígs og Bankastrætis, sem svo mjög hefur borið á góma að undan förnu. | Munnlegt samþykki lá fyrir leyfi til byggingar hússins. en éftir var aðeins að ganga endan- lega frá samkomulagi um bíla- stæði við húsið, og var því eig- anda leyf-t að hefja verklegar framkvæmdir. Þær' voru hins vegar stöðvað- 'ar fyrir nokkruni vikum, þegar fram komu ábendingar um. að útsýni upp að Skólavörðuholti og Hallgrímskirkju sem fékkst þegar eldra húsið var rifið, yrði stórlega spillt, þegar upp risi þarna ný 3ja hæða bygging. Umræöur um húsið hófust að nýju í bygginganefnd borgar- innar og með skipuiagsyfirvöld- um og fyrri afstaða til bygg- ingaleyfsins tekin ti! endurskoð- unar. Lokaákvörðunarvaid liggur þó í höndum borgarráðs, og er bú- izt við því. aö það muni útkljá málið á einhverjum næstu fund- um sínum. — GP Lítill nýsmíðaður sumarskáli eða veiðihús til sölu. Tilbúinn til flutnings. — Sími 83449. V í S I R . Fimmtudagur 22 júlí 1971. —... ÁRNAB HEILLA • Séra Eiríkur Eiríksson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum, er 60 ára í dag, 22. júlí. Séra Eiríkur er Vestmannaeyingur og lauk hann guðfræöiprófi 1935, gerðist kennari að Núpi í Dýrafirði eftir framha'.dsnám í Basel og á Norð- urlöndum. — Sóknarprestur var hann lengi að Núpi, en frá 1959 hefur hann gegnt embætti þjóð- garðsvarðar og jafnframt verið sóknarprestur þar frá því 1960. Séra Eiríkur hefur unniö mikið og gott starf fyrir ungmennafé- lagshreyfinguna í landinu, var m. a. sambandsstjóri UMFÍ frá 1938. VISIR 50œ fyríot Tapast hefir úr Laugarnesgirð- ingunni brúnn úrvals reiðhestur, vekringur og töltari. Mark: gat á báðum eyrum, k'.ippt I. S. ofar- lega á síðuna. Með honum strauk grá hryssa. Bæði hrossin ættuð frá Kirkjubæ á Rangárvöllum. Allar uppl. sendist gegn þóknun Ingvari Sigurðssyni Laugaveg 20A. Sími 571 og 406. (Auglýsing). Vísir 22. júlí 1921. FUNDIR • Hjálpræðisherinn, Fimmtudag kl. 8.30 almenn samkoma. Séra Jón Bjarman talar. Söngur, vitn- isburður. AMir velkomnir. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 8.30. Ræðumenn Gerða Martin- son og Ásgrímur Stefánsson. Bræðraborgarstígur 34. Kristi- leg samkoma í kvöld kl. 8.30. — Heimsókn frá Færeyjum. Allir velkomnir. HEILSUGÆZLA • Kvöldvarzla helgidaga- og sunnudagavarzia á Reykjavíkur svæðinu 17.—23. júli: Lyfjabúð- ið Iðunn — Garðsapótek. — Opið virka daga til kl. 23, helgi- daga kl. 10—23. Tannlæknavakt er f Heilsuvemd arstöðinni. Opið laugardaga og sunnudaga kl, 5—6. Sími 22411. Sjúkrabifreið: Reykjavfk. sfmi 11100. Hafnarfjörður. simí 51336, Kópavogur. sími 11100. Slysavarðstofan. simi 81200, eft ir lokun skiptiborðs 81213. Kópavogs. og Keflavíkurapótek eru opin virka daga kl. 9—19. laugardaga 9 — 14. helga daga 13-15. Næturvarzla lyfjabúða á Reykja víkursvæöinu er í Stórholti 1. — sími 23245. SÝNINGAR • Sýning Handritastofnunar Is- lands 1971 Konungsbók eddu- kvæða og Flateyjarbók. er opin daglega kl 1.30—4 e.h. f Áma- garði við Suðurgötu. Aðgangur og sýningarskrá ókeypis. Ingibjörg Einarsdóttir frá Reyk holti heldur sýningu 1 Mokka. Sýningin verður út júlímánuð. Ljósmyndasýning á ballc-nmynd um Morgens von Haven er l Nor- ræna húsinu. Sýningin verður op- in til 25. júlí. Ásgrinissafn Bergstaðastræti 74, opið daglega frá kl. 1.30—4 til 1. september. tilkynnim:\r • „Ökuþór“ blað Féiags isl. bif- reiðaeigenda er nýkomið úr. Efni blaðsins er m.a. „Hvað er efst á baugi hjá FÍB?“, „Málmtæring í bifreiðum", „Hvers konar ökumað ur eruð þér?“ „Hugleiðingar um gildi tímans í umferöinni“, „Hvað er verðið á bílunum?", Viðtal við Guðlaug Björgvinsson, framkvsti. FÍB. „Kappakstur" og margt fleira. Neyðarvakt: Mánudaga — föstudaga 08.00— 17.00 eingöngu í neyðartilfellum, sími 11510. Kvöld- nætur- og helgarvakt: Mánudaga — fimmtudaga 17.00— 08.00 frá kl. 17.00 föstudaga til kl. 08.00 mánudaga. Sími 21230. Laugardagsmorgnar: Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema í Garða stræti 13. Þar er opið frá kl 9 — 11 og tekið á móti beiðnum um lyfsezla og þ.h. Sími 16195. Alm. upplýsingar gefnar i sim- svara 18888. SKEMMTISTADIR • Þórscafé. Gömlu dansarnir í kvöld. Polka kvartettinn leikur. Röðull. Hljómsveitin Haukar ieikur fyrir dansinum. TemplarahöIIin. Bingó i kvöld kl. 9. Tónabær, Opið hús frá kl. 8— 11. Unglingar fæddir '57 og eldri. Aðgangseyrir 10 kr. Diskótek og leiktækjasalur. Leiktækjasalurinn er opinn frá kl, 4. Glaumbær. Diskótek. HóteJ Loftleiðir. Opið í kvöld. Hijómsveit Karls Lilliendahls leik ur, söngkona Linda C. Walker. Ferðafélagsferðir. — Á föstudags kvöld: 1. Kerlingarfjöll — HveraveHir. 2. Laugar — Eldgjá — Veiði- vötn. Á '.augardag: 1. Þórsmörk. 2. Hlöðuvellir — Hlöðufell. 3. Kjölur — Sprengisandur. 6 dagar. Ferðafélag jslands, Öldugöfu, Símar: lr' I179S. BELLA Þú mátt ekki skella tólinu á bara af því að þú hefur valið skakkt númer.... þannig byrja jú mörg okkar beztu kynna ... BIFREIÐASKOÐUN • Bifreióaskoðun: R-13651 til R- 13800. t ANDLAT Elin Sigurðardóttir, Hagamel 28, andaðist 16. júlí 60 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Nes- kirkju kl. 1.30 á morgun. Sigurður Jónsson, múrari, Þykkvabæ 11 andaðist 18. júlí 58 ára að aldri. Kveðjuathöfn fer fram frá Fossvogskirkju kl. 10.30 á morg UTt. Kári Guðmundsson, fiugumferð- arstjóri, Nökkvavogi 36, andaðist 18. júlí 26 ára aö aldri. Hann verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni kl. 10.30 á morgun. Hjalti Finnbogason húsgagna- bólstrari, Hát'úni 4. andaðist 17. júií 64 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 1.30 á morgun. Guðríður Hansdóttir, Laugateigi 42, andaöist 15. júli 67 ára að aldri. Hún verður jarðsungin frá Laugar- neskirkju kl. 3 á morgun. -----------------------t--------------------------- Eiginmaður minn KÁRI GUÐMUNDSSON, flugumferðarstjóri er lézt af slysförum, sunnudaginn 18. júlí, verður jarðsungínn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 23. júlí ki. 10.30. Unnur Jónsdóttir. ••••«»«••••••••••••••«,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.