Vísir - 27.07.1971, Side 8
V í SIR . Þriðjudagur 27. júlí 1971.
*
VÍSIR
Otgefandi: Reyk]aprenr of.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjðifsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jðn Birgir Pétursson
Ritstjðrnarfulltrúi: Valdimar H. Jðhannesson
Augjýsingastjóri; Skúli G, Jóhannesson
Auglýsingar : Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóm: Laugavegi 178 S(mi 11660 (5 línur)
Askriftargjald kr. 195.00 ð mfinuöl innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakifl
Prentsmiflia V(sis Edda hf
Lifa iyrir líðandi stund
gú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að taka fé úr Verð-
jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins til að greiða hækkun
fiskverðs og kjarabætur til sjómanna hlýtur að orka
tvímælis. Kjör sjómanna þurfti að bæta, og eðlilegt
er, að þeir njóti sem aðrar stéttir ávaxtanna af bætt-
um hag þjóðarbúsins og háu verðlagi á útfluttum
sjávarafurðum. Sú aðferð, sem ríkisstjómin beitir, er
hins vegar vafasöm og gefur tilefni til uggs um fram-
tíðina í slíkum efnum.
Nauðsynlegt er, að álmenningur geri sér grein fyr-
ir því, sem þama hefur gerzt. Til að greiða kjarabætur
sjómanna er tekið fé úr varasjóði, sem er sameigin-
leg eign sjómanna og útvegsmanna, varasjóður sjáv-
arútvegsins, er hefur það hlutverk að vera trygging
gegn verðlækkunum á útfluttum sjávarafurðum í
framtíðinni. Tilgangur sjóðsins er að tryggja hag sjó-
manna og útvegsmanna, þegar illa árar. Hætt er við,
að enn einu sinni sé að færast í sama óheillahorfið
og áður var.
Einn mesti ljóður á ráði íslendinga hefur jafnan
verið, í hversu ríkum mæli þjóðin hefur lifað frá degi
til dags. Orsakir þessa „happdrættissiðgæðis“ erú
margar og meðal annars verðbólgan og eðli atvinnu-
vega, þar sem sjávarútvegur og landbúnaður eiga
mikið undir árferði og óvissum aflabrögðum. Þess
vegna hefur okkur hætt til að eyða jafnóðum því,
sem aflazt hefur, og vera síðan óviðbúnir hvers kon-
ar áföllum. Verðbólgan hefur rýrt sparifé fólks, þar
sem verðbólgan hefur oft verið meiri en vextir af
sparifé. Menn lifa að því leyti mikið til fyrir líðandi
stund og láta sér nægja að vona hið bezta um morgun-
daginn.
Þar sem svo skammt er liðið, síðan þjóðarbúið varð
fyrir einum þeim mestu áföllum, sem um ^Ctur, ætti
ekki að þurfa að rekja þá sögu nema í stórum drátt-
um. Alb'r v{<° að í góðærinu fyrir árjð 1967 var í
mikið ráðizt. ísien• eigni'v á gjaldeyrissjóði,
sem námu um tveimur milijárðum króna. Hins vegar
voru ekki sérstakir varasjóðir að neinu marki til að
mæta áföllum á erlendum mörkuðum og aflabrögðum,.
þegar til þeirra kom.
Stjórnarandstæðingar börðust gegn þeim aðgerð-
um, sem ríkisstjómin reyndi að gera í þessa átt.
Stjómarandstæðingar beittu sér meðal annars gegn
bindingu fjár í Seðlabanka. Þeir vildu eyða öllu jafn-
óðum.
Óþarft er að fjölyrða um það, hversu mikill hagur
það hefði verið íslenzka þjóðarbúinu, ef við hefðum
átt sterka varasjóði árið 1967 og 1968. Þá hefðu á-
föllin hvergi nærri orðið jafntilfinnanleg öllum al-
menningi og þó fyrst og fremst sjómönnum og út-
gsrðarmönnum.
Það er því varasamt að taka meira en 300 milljónir
af verðjöfnunarsjóði sjómapna og útgerðarmanna til
að greiða með kauphækkun.
„Framhald af baráttu
Noregs gegn Hitler44
— heitt er i kolunum i Noregi i deilum um umsjón: Haukur Heigason
aðild oð Efnahagsbandalaginu '
„EBE þýðir hærri framfærsIukostnaður“, stendur á skiltinu,
sem kröfugöngumenn í Osló bera.
Norðmenn eru engan
veginn á eitt sáttir um
það, hvort þeir eigi að
ganga í Efnahagsbanda-
lagið. 30 af hundraði vita
enn ekki, hvort þeir era
með því eða móti.
Norska þingið hefur jafn
an verið hlynnt aðild, en
í ráði hefur verið, að
þjóðaratkvæði færi fram
um málið. Slagurinn
stendur því um hylli
þeirra kjósenda, sem
ríkisstjóm Noregs hefur verið
borgaraleg stjóm eða stjóm
Verkamannaflokksins (jafnaðar-
manna)
Fækkar í sjávarútvegi
og landbúnaði
Þó yrðu mikil vandamál fyrrr
sjávarútveg og landbúnað Norð-
manna vegna aðildar að banda-
iaginu. Þetta eru hinar „hefð-
bundnu" atvinnugreinar toregs,
Aðild að EBE kynni að verða
til að flýta þróuninni, að því
fólki fækkaði sem ynni við
sjávarúitveg en þó einkum við
landbúnað.
Síðustu tvo áratugi hefur sí-
fellt fækkað í sjávarútvegi og
landbúnaði. Fiskimönnum mun
hafa fækkað um nær helming
Menn muna, aö ríkisstjórn
borgaraflokkanna féll á EBE-
málinu, eftir að Per Borten for-
saetisráðherra haföi verið of
lausmáll við forystumann and-
stæðinga aðildarinnar og sýnt
honum „leyniskýrslu", þegar
þeir áttu samleið í flugvél. Síð-
an hefur Verkamannafiokkurinn
myndað minnihlutastjórn
Samþykkt á þremur
kjörtímabilum
Andstæðingar aöiidarinnar
beita harðvítugustu aðferðum,
sem um getur í norskum stjórn-
málum um langan aldur. Málið
er mikið hitamál. Tii dæmis
hefur Ragnar Kalheim, varafor-
maður „þjóðfylkingarinnar gegn
aðild Noregs að EBE“, sagt, að
„þessi barátta sé sem framhald
baráttu Norðmanna gegn Hitl-
er“
Þjóðfylkingin varar Norð-
menn við „innrás stórkapitalista
frá meginlandinu svo sem Vest-
ur-Þýzkalandi, ef Noregur geng-
ur í Efnahagsbandalagið. Fylk-
ingin segir, að Norðmenn mundu
þá opna gáttir fyrir rányrkju
fiskimiða og landbúnaður
standa höllum fæti. Við blasi
nýir fjötrar á borö við fjötra
dansks og sænsk valds fyrr á
öldum eða kúgun nasista.
S’iðustu níu árin hefur yfir-
gnæfandi meirihluti stórþingsins
á þremur kjöriímabilum sam-
þykkt að stefna að aöild að
Efnahagsbandalaginu á sama
hátt og Bretland geri, og þetta
hefir verið samþykkt, hvort sem
aö minnsta kosti fjórðung. Þessi
þróun hefur sumpart verið afleið
ing aöildar Norðmanna að
EFTA, sem hefur stuðlaö að iðn-
væðingu landsins og flýtt .henni.
Áhugi norskra stjórnmála-
foringja á aðild að Efnahags-
bandalagi Evrópu er ein afleið-
ing iðnvæðingarinnar. Varla
ófæri áhuginn mikiil, ef Norö-
menn byggðu enn mestallt • sitt
á landbúnaði og sjávarútvegi.
„Aftur í ánauð“
Engu síöur er heitt í kolunum
um málið. Andstæðingar aðildar
hafa gengizt fyrir mótmæiaaö-
gerðum, sem hafa verið róttæk-
ari en gerzt hefur 1' Noregj um
langan aldur. í þjóðfylkingunni
gegn aðild eru menn úr öllum
flokkum, allt frá kommúnistum
og vinstri sósíalistum tiil hins
hægfara miðflokks og kristilega
flokksins. 1 einu blaði mið-
flokksins (sem áður var bænda-
flokkur) flokks Per Borten, seg-
ir í ljóöi frá lesanda: „Meiriblut-
inn á þingj vill selja okkur. Við
eigum að fara aftur í þrældóm,
en við viljum ráða okkur sjálf.”
f Suður-Noregi á þvi svæði,
sem oft hefur verið kallaö
„bibiíubeltið", veifa strangtrú-
aðir biblíunni í mótmælaaðgerð-
um gegn Efnahagsbandalaginu.
Þeir telja sig hafa orð biblíunn-
ar fyrir því, að Efnahagsbanda-
iagið sé sent af hinum
„yonda”.
Þjóðaratkvæðagreiðsla mun
væntanlega fara fram næsta ár.
Slðan mun þingið taka endan-
lega afstöðu. Samningaviðræður
haida sífellt áfram við BBE-
menn, og er að vænta niður-
stöðu innan skamms. Aðild að
Efnahagsbandalaginu þarf
þriggja fjórðuhluta atkvæöa
meirihluta á þing,. þar sem litið
er á það sem stjómarskrák-
breytingu aö Noregur gerist
þátttakandi í bandalaginu.
Búizt við samkomulagi
um fiskveiðar
Þessi þingmeirihlutj hefur
jafnan verið til staðar, en þó
gæti orðið mjótt á mununum, og
fer flest eftir því, hvaða kjör
Norðmönnum verða boöin í ein-
stökum atriðum. Til dæmis
hefur Verkamannaflokkurinn,
sem nýtur stuðnings nærri
heimings kjósenda, jafnan að
langmestum hluta stutt viðræður
við EBE og aöild, ef nægilega
hagstæðir skilmálar næðust.
Innan flokksins er þó talsverð-
ur hópur, einkum á vinstra armi,
sem er andvígur aðild.
tJrsilitin munu mest fara eftir
þeim kjörum. sem norskum
sjávarútvegi verða boöin. Stefna
Efnahagsbandalagsins í land-
helgismálum hefur aö undan-
fömu verið, að öll ríkin hefðu
sama rétt um veiðar, það er
mættu veiöa innan fiskveiðiiög-
sögu hvers annars, ef heima-
menn hefðu þann rétt, svo sem
innan tóif mílna. Þetta hefur
verið erfitt mál f viðræðum
Norðmanna við EBE-menn. Þó
hefur vænkazt um málamiðlun
s'iðustu vikur, og búizt er við,
að samkomulag náist I málinu,
sem flestir þeir stjómmálamenn
geti sætt sig við, sem á annað
borð hafa áhuga á aðild. Norska
stjórnin hefur stefnt að því. að
fiskimenn frá öðrum EBE-Iönd-
um mættu eftir inngöngu Nor-
egs þvl aöeins veiða innan
norskrar landhelgi, að þeir sett-
ust að í Noregi.
Olíuefnaiðnaður örðug-
ur án aðildar
Annaö ámóta erfitt vandamál
er norskur landbúnaður. Noreg-
ur er harðbýlt land, og fram-
leiðni minni en er í löndum
Efnahagsbandalagsins. Landbún.
aöarmálin hafa alltaf verið erf-
itt vandamál innan Efnahags-
bandalagsins, sem fram hefur
komiö í fjölmörgum mótmæla-
aðgerðum og uppþotum bænda,
einkum í Frakklandi. í ráði er,
að norskur landbúnaður verði
sem fyrr styrktur af hinu opin-
bera, en landbúnaöurinn verður
samt aö verulegu leyti að laga
sig aö landbúnaði á meginland-
inu og auka framleiðni. Á sam-
eiginlegum markaði EBE eftir
stækkun mundi hlutur Noregs
af landbúnaðarframleiðslunni
aðeins nema um 0,5 prósentum.
Hins vegar yrði hlutur Nor-
egs af framleiðslu stækkaðs
Efnahagsbandalags á sjávaraf-
urðum jafnmikiil og allra
megin'andsríkjanna í bandalag-
inu tiil samans.
Þaö er hinn vaxandi og öflugi
iðnaður í Noregi, sem berst fyr-
ir aöild að EBE. Ein rökin eru,
að án aðildar væri erfitt að
reisa í Noregi olíuefnaiðnaö,
sem nýtti þá olíu, sem Norö-
menn eru nú sem óðast að fá
úr hafsbotni við Noregsstrend-
ur.