Vísir - 07.08.1971, Blaðsíða 4

Vísir - 07.08.1971, Blaðsíða 4
4 V í SIR. Laugardagur 7. ágúst 1971. tJrval úr dagskrá næstu viku SJÚNVARP m Mánudagur 9. ágúst. 20.30 „Guð gaf mér eyra“. Guðrún Tómasdóttir syngur fs- lenzk þjóðlög úr safni' sr. Bjarna Þorsteinssonar í útsetningu eftir Ferdinand Rauter. Undir- leik annast Ólafur Vignir Al- bertsson. 20.45 Þótti og þröngsýni, Fram- ha’.dsmyndaflokkur frá BBC, byggður á skáldsögunni „Pride and Prejudice“ eftir Jane Aust- en. 3. og 4. þáttur. 21.35 Falklandseyjar. Tvær af fjórum myndum, sem sænska sjónvarpið hefur gert um fólk og fénað á Falklandseyjum við suður-odda Améríku. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. Þriðjudagur 10. ágúst 20.30 Kildare læknir. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir 21.20 Setið fyrir svörum. Um- sjónarmaöur Eiður Guðnason. 21.55 Iþróttir. M. a. mynd frá alþjóölegri dýfingakeppni. Umsjónarmaður Ómar Ragnars son. Miðvikudagur 11. ágúst 20.30 Steina'.darmennirnir. Meistaratitillinn. 20.55 Á jeppa um hálfan hnött- inn II. Ferðasaga í léttum dúr um leiöangur sem farinn var frá Hamborg til Bombay. 21.25 Skuldaskil. Bandarísk bíómynd frá árinu 1947. Aðalhlutverk Humprey Bogart og Lizabeth Scott. Föstudagur 13. ágúst 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Náttúrugripasafnið heimsækir bækluð börn. Jarðstjarnan Mars vannsökuð. Öryggi f næturumferðinni. Umsjónarmaður Örnó'.fur Thorlacíus. 21.00 Mannix. Hver drap mig? Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Erlend máiefni. Umsjónar- maður Ásgeir Ingólfsson. Laugardagur 14. ágúst 18.00 Endurtekið efni, Dansar frá ýmsum löndum. Nemendur úr fjórum dansskólum sýna dansa af misjöfnu tagi. 18.30 Shalom Israel. Kvikmynd, sem Ásgeir Long gerði í ísraei um jólaleytið árið 1969. Hann er jafnframt höfundur textans og þulur í myndinni. 2^.30 Dísa. Njósnarinn. 20.55 Réttur er settur. Laganemar setja á svið réttar- hö'.d í máli, sem rís út af skiptingu erfðafjár. Umsjónar- maður Magnús Bjarnfreðsson. 21.45 „Seinna þegar sólin skín“. Bandarísk bíómynd frá árinu 1952. Aðalhlutvérk David Wayne og .Tean Peters. Myndin fjallar um hálfrar aldar þróun bandarfskrar borgar og sama tímaskeið í ævi manns, er sezt þar að ungur að árum. ÚTVARP • Mánudagur 9. ágúst. 19.35 Um daginn og veginn. Sveinn Kristinsson talar. 19.55 Mánudagslögin, 20.25 Lundúnapistill. Pál'. Heiðar Jónsson segir frá. 20.45 Frá hollenzka útvarpinu. 22.15 Veðurfregnir. Búnaöarþáttur Óli Valur Hansson talar um blóma- og trjágarðarækt við heimahús. 22.15 Hljómplötusafnið f umsjá Gunnars Gúðmundssonar. Þriðjudagur 10. ágúst 19.30 Frá útlöndum. Magnús Þórðarson og Tómas Kar’.sson sjá um þáttinn. 20.15 Lög unga fólksins. Steindór Guðmundsson kynnir. 21.05 íþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. / Miðvikuuagur 11. ágúst 19.35 Norður um Diskósund. Ási í Bæ flytur frásöguþátt, þriðji hluti 19.50 Jussi Björling syngur lög eftir sænska höfunda. 20.20 Sumarvaka. a. Þegar við fluttum kolin til prestsins Finnur Torfi Hjörleifs son flytur síðari hluta frásögu Hjörleifs Guðmundssonar. b. Fjögur 'jóð. Höfundurinn, Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Bolungarvík, flytur. c. Kórsöngur. Söngfélagið Gígjan á Akureyri syngur nokk ur lög. Söngstjóri: Jakob Kristinsson. d. Skipafregn. Þorsteinn frá Hamri tekur saman þátt og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. 22.35 Nútímatónlist. Brezk tón- list. Halldór Haraldsson kynnir. FimmtiHagur 12. ágúst 19.30 Landslag og '.eiðir Hjörtur Tryggvason bæjar- gjaldkeri á Húsavik talar um Þeistarreyki. 19.55 Gestur í útvarpssal: Heinrich Berg leikur Píanósón- ötu í C-dúr op. 1 eftir Johannes Brahms. 20.25 Nafnlaust leikrit eftir Jökul Jakobsson. Leikstjórj Helga Bachmann. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Kristbjörg Kjeld, Brfet Héðinsdóttir og Helgi Skú'.ason. 21.15 Til lands að sjá. Ingólfur Kristjánsson les kvæði eftir Þorstein L Jónsson prest f Vestmannaeyjum. 21.30 í andránni. Hrafn Gunn- laugsson sér um þáttinn. 22.35 Hugleiðsla og popp-tónlist. Geir Vilhjálmsson sálfræðingur ’.eiðbeinir við hugleiðslu með tónum frá Quintessence hljóm- sveitinni. Föstudagur 13. ágúst 19.30 Má! til meðferðar. Vilhelm G. Kristinsson fréttamaður sér um þáttinn r 20.15 Kórsöngur. SplJpnfungkór- inn frá Svíþjóð syngur. 20.45 Norska prestskonan Gust- ava Kelland og ævistarf hennar, Hugrún flytur síðara erindi sitt. 21.10 Frá franska útvarpinu „Eurolight 1970“. „Krossinn" eftir Jacques Ledru. 22.35 Kvöldh'jómleikar. Solomon leikur Píanósónötu nr. 29 f B-dúr „Hammerklavier" eftir Beethoven. Laugardagur 14. ágúst 19.30 Sérkennilegt sakamál. Karen, Maren og Vilhelmine. Sveinn Ásgeirgson hagfræðing- ur segir frá. 20.00 Frá hollenzka útvarpinu. 20.45 Smásaga vikunnar: „Undrin í Kreppu“, gamansaga eftir Jón Kr, ísfeld. Guðmundur Magnússon les. 21.25 Harmönikuþáttur. John Molinari loikur. Nýjatízkaner málmbindi! SKDL AVÖRÐUSTÍG13. Laus staða Staða deildarstjóra lyfjamáladeildar heilbrigð is- og tryggingamálaráðuneytisins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfs- manna. — Umsækjandi hafi lyfjafræðings- menntun, enda er honum m.a. ætlað eftirlits- starf skv. lyfsölulögum. Umsóknir, með upplýsingum um mentnun og fyrri störf, sondist ráðuneytinu fyrir 15. sept. næstkomandi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. 6. ágúst 197L Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Handrita- stofnunar íslands lítur yfir sjónvarpsdagskré næstu viku: ÞETTfl VIL ÉG Sd4\ „Ég horfi nú aldrei mikið á sjónvarp“, hóf Jón- as máls. Það reyndust þó vera fjölmargir dag skrárliðir í sjónvarpsdagskrá næstu viku, sem hann hefur áhuga á að sjá: Sunnudagur: .. og blærinn söng í björkun um“. Ég hefði gaman af að hlusta á og sjá eitthvað af því, sem Hamrahlíðarkórinn hefur að flytja. Þetta ku jú vera ágæt- ur kór, enda getið sér frægöar í öðrum löndum. Sjónarspil: Þann myndlistar- þátt fýsir mig að sjá. Ég hef séð f sjónvarpinu marga góða myndlistarþætti, eins og t.d. þá sem eru í umsjá Bjöms Tin. Björnssonar. Því miður gafst mér aldrei tækifæri til að sjá þættina um dauðasyndimar sjö, en ég geri mér vonir um að geta séð eitthvað af þessum fram- haldsmyndaflokki.. að sjá fyrir hvaða svörum hann situr á þriðjudaginn. Það fer svo eftir atvikum hvort ég fylg ist með þættinum eða ekki. — Mér finnst að það mætti geta J>ess, hér í dagskránni um hvað umræðurnar munu snúast... Miðvikudagur: Steinaldarmennirnir: ,,Það eru mörg ár síðan ég hætti að horfa á teiknimyndimar um þá“ sagði Jónas og hló við. Á jeppa um hálfan hnöttinn II: Ég hugsa að ég horfi á þennan þátt. Jeppinn er lfka að komast til Gribk- lands, en þangað hef ég komið og hefði því gaman af að sjá þær leifturmyndir sem þarna kann að verða brugðið upp frá landinu. Jónas Kristjánsson er búinn að fá nóg af Kildare lækni og Dísu. — Einnie Steinaldarmönnunum. Mánudagur; „Guð gaf mér eyra“: Ef ég kemst í færi við sjónvarpið þeg ar Guðrún Tómasdóttir syngur þar, ætla ég að hlýða á söng hennar. Hún fer einkar vel með þjóðlög af þvi taginu, sem verða á efnisskrá hennar á mánudag- inn. Þótti og þröngsýni: Ekki sá ég fyrsta þáttinn í þessum mynda- flokki og gerj ráð fyrir að sú verði raunin á að svo verði einn ig um þá þætti sem á eftir fylgja Ég hef aldrei getað fylgzt með myndaflokki af þessu tag; hjá byrjun ti'l enda. Faiklandseyjar: Stundum horfi ég á þætti um fjarlæg lönd og vel getur svo farið, að ég sjái þennan líka. Mér væri það líka í mun, að fá börn mín til að sjá þennan þátt, því svona þættir eru afar fræðandi. — Þvi miður eru þeir þó ekki að sama skapi vinsælir hjá börn- unum. Þriðjudagur: Kildare læknir: Varla horfi ég á Kildare fremur en endtanær. Ég sá raunar fyrstu þættina með honum af forvitni en síöan hef ur mér þótt ástæðulaust að horfa á meira úr þeirri áttinni. Þessir þættir verða svo líkir hver öðrum og þreytandi er fram f sækir. Setið fyrir svörum: Þessi um- ræðuþáttur hefur verið ágætur og Eiöur er góður sjónvarpsm. svo að ég ætla að minnsta kosti Skuldaskil: Ég geri síöur ráð fyrir að horfa á bíómyndina. Ég þekki hana ekki en veit hins vegar að Humprey Bogart var góður leikari. Það þarf þó ekki að vera trygging fyrir góðri mynd. Þeir áttu nú til að leika í æði misjöfnum mvndum þessir góðu leikarar. Föstudagur: Nýjasta tækni og visindn Það eru ágætir þættir og á þá horfi ég oft með börnunum mfnnm, okkur oftast til gagns og gam- ans. — Einkum fýsir mig að sjá að þessu sinni myndina um Mars. Mannix: Á þær myndir horfa börnin mín einsömul. Oft hafa mér fundizt þessar myndir — eða það sem ég hef séð af þekn — vera á takmörkunum með að vera fyrir börn, en það límir bömin einmitt enn fastar upp að tækinu, svo að það er efcki gott að taka fyrir það. að þau sjái þær. Ekki getur maöur held ur séð fyrir um hvað myndimar fjalla. Laugardagun Shalom Israel: Ég var ánægður meö þá kvikmynd, þegar hún var sýnd á sinutn tíim. Dísa: Nei, nei, nei, neí. Eg er búinn að fá nóg af henni fyrir löngu. Seinna þegar sólin skin: Það fer eftir atvikum hvort ég horfi á þá mynd“, sagði forstöðumað ur HandritastofnuÐariaaar að lokum. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.