Vísir - 07.08.1971, Page 5

Vísir - 07.08.1971, Page 5
VTSIR. Lattgardagur 7. agosi t»rt. 5 Sr. Tómas Gudmundsson: A ég að gæta bróður míns? gjört þetta einum þessara minnstu, þá hafið þér ekki held ur gjört mér það“. (Matt. 25,45). Hvernig kemur þú kristinn maður fram við meðbróður þinn? Hugleið dæmi hundraðs- höfðingjans. Það kallar oss til ákveðinna sálgæzlustarfa, hvern eftir sinni getu. Þaö eru alltaf margir meðal vor, sem þarfnast hughreystingar og hvatningar og fá e.t.v enga hjálp, ef vér lát- um hana ekki í té. Vér getum hugsað oss fáein dæmi úr daglega lífinu um þaö, hvernig vér komum fram við það fólk, sem vér mætum dag- lega, eigum skipti við á einhvern hátt, án þess að þekkja það frek- ar. Hefur það aldrei hent þig að varpa ónotum að drengnum, sem færir þér dagblöðin á morgn anna, vegna þess, að hann kom ekki með þau á þeim tíma, sem þér hentaði bezt? Og er þú fórst til vinnu þinnar með strætis- vagninum gaztu ekki setið á þér og sendir vagnstjóranum tón- inn því hann var örlítiö á eftir áætlun. Og er þú gekkst inn i verzlun, þá varstu með háðs- glósur og nagg viö afgreiðslukon una, eins og það væri hennar sök þótt varan, sem þú ætlaðir að kaupa hefði hækkað í verði Þér fannst þú hafa alls. staðar á réttu að standa og varst ör- lítiö hreykinn af, hve vel þú komst að orði. Og þegar dagsverki þ'mu var lokið og þú kominn heim í nota- iega íbúö þina, þá varstu ánægð- ur með sjálfan þig og tilveruna, svo blessunarlega lokaður frá hinum líðandi heimi. Hugleið- ingar um annarra þjáningu var þér óþekkt hugtak þá stundina. En hvað hafðir þú gert? Hvert var dagsverk þitt ef til vill? Þú hafðir sært meðborgara þína, sem þú ekkj þekktir. Óafvit- andi að visu. Þú þekkir ekki þeirra hag, ert ekki kunnugur þeirra kjörum. sérð ekkj áhyggj ur þeirra og erfiðleika, skynjar ekki vonbrigði þeirra, söknuð eða sorg En ónærgætin orð þin höfðu sín áhrif komu e.t.v. eins og salt í opið sár. Þau eru lærdómsrík orð skáldsins: Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atlot eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt !íf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Þú sérð sjáifan þig, sem heið- arlega og virðingarverða per- sónu. En þú ert sekur fyrir hin um eilífa dómi. Vér skulum hafa hugfast, að það voru einstakl- ingarnir sem mæta þér, sem Jesús hafði ’ í huga, þegar hann gerði kunnugt hvernig það gengj við efsta dóminn. (Matt. 25 451. Hugsum oss hvaða þýð- ingu það hefði fyrir þjóð vora, ef vér hefðum ögn meiri samúð með meðbræðrum vorum, bæði þeim sem vér þekkjum og hin- um sem vér mætum á vegj vor- um. Allt samfélagið myndi breyt ast og ganga stefnufastara á eftír hirðinum mikla. Það er mikilvægt að vér skiljum og skynjum að Kristur vill nota oss tii að létta annarra byrgðar. En það er oss ómögulegt, nema vér eignumst hlutdeild í hugar- fari Krists. Um hann segir í Mattheusarguðspjalli: „En er hánn sá mannfjöldann, kenndi hann í brjósti um þá, því þeir voru hrjáðir og tvístraðir eins og sauðir sem engan hirði hafa. Þá segir hann við lærisveina sína: Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir. biðjið þvi herra uppskerunnar aö hann sendi verkamenn til uppskeru sinnar". (Matt. 9,36—38). Hrjáðir og tvístraðir. Hvar finnast þeir? Þú mætir þeim á götunni, á vinnustaðnum, á við- skiptastöðunum á heimili þínu. Og með samúð þinni vill Kristur mæta þeim og létta byrði þeirra. Það er ekki spurningin um að gera stórvirki. Það sem hér um ræðir er aðeins persónu leg vinsemd og hlýja, sem þó veltir stærri steinum úr götu en oss grunar, Kain er ekki fyrirmyndin. Það er Kristur, göði hirðirinn, sem bendir oss lífsvesinn eina, leiðir oss til eil'ifs lífs. ef vér í trú og einlægni viijum fylgja honum. Guð gefi oss náð tij þess að fylgja hirðinum góða og hjálpa meðbræðrum vorum að gjöra slíkt hið sama. Frækorn í útvarpsþættinum „Lífsskoð un mín“ sagði frú Sigurlaug Jónsdóttir frá því. að Matttías hefði ort til hennar eftirfarandi vísu: Ef þú, b!íða, unga snót, elskar Guð af hjartans ról* óttast þarft ei eggjagrjót, englar styðja veikan fót. Haystið 1918 flutti próf Guð- mundur Hannesson ræðu við setningu Háskólans. og lauk máli sínu me.ð þessum orðum: Lífið er ekki til þess að elta aura, þó skylt sé að vera efna lega sjálfstæður, og heldur ekki til þess að leggjast i iöjuleysi og öskustó. Það er of dýrmætt tij þess. Lífið er til þess, að starfa með þreki og trúmerjnsku að einhverju göfugu og góðu verki, einhverju sem miðar að þvf að „hefja land og lýð“. þeir verða fyrir þeirrj ógæfu, sem því miður er ekki óalgeng, að börn þeirra á unglingsaldri sleppi sér í skemmtanaiðu. — Koma heim síðla nætur, e.t.v. undir áfengisáhrifum, eða and lega niöurbrotin eftir áföll, sem orðið hafa. Þá getur mild hönd og hlý orð grætt sár en ónot verið sem olía á eld. Oss er þörf á að hafa stöðugt hugföst orð Einars Benedikts- sonar: ..Aðgát skai höfð í nær- veru sálar“. Til að mannkynið nái þvi marki, að fylgja frelsar- anum nokkurn veginn sameinað, verður hver að gæta bróóur sins með þvi hugarfari sem Biblían kennir. Hún má ekkj Iiggja ó- lesin. Vel þekktar frásögur Nýja testamentisins draga oft fram raunsæjar myndir af nútíma- lífinu. Má þar til nefna frásög- una af þvi, er Jesús eitt sinn kom til Kapernaum. Kom þá til hans hundraðshöfðingi og bað hann lækna svein sinn, er væri lamaður. Bæninni er svarað og undur skeður: Hinn lamaði verð- ur heilbrigður. Vér hugieiðum ekkj lækninguna sjálfa nú Þess í stað skulum vér veita athygli umhyggju hundraðshöfóingj^ns-i fyrir sveinj sínum eóa þjóni. Það var ekkt siöUf^feéjjp, u'nia. að hafa áhyggjúr úf af’ liðan þjóns. Það var ofurauóvelt aó fá annan í staðinn, ef hann for- fallaðist. En þetta atriðj frásögunnar beinir að oss óþægilegum spurn ingum. Erum vér umhyggjusöm? Leggjum vér á oss erfiði og fyr- irhöfn til að bæta úr neyð þeirra meðbræðra vorra, sem ekki eru oss beint skyldir eða tengdir? Spurningamar höggva nær, en vér gerum oss grein fyr ir. Með síauknu þéttbýli breyt- ast þjóðfélagshættir og smátt og smátt kemur fastara skipulag á alla hluti Þv*i fylgir sú hætta, að vér lítum þannig á málin, aö vér þurfum ekki lengur að bera umhyggju fyrir öðrum. Vér hugsum sem svo: Ríki, bæjar- og sveitarfélög sjá um þessa hluti, hafa m.a.s. starfslið, sem hjálp- ar þeim bágstöddu. Vér borgum vorn skerf í sköttum og erum svo laus allra mála. En er ekki þarna einmitt hættan á, að ein- staklingurinn glati hæfileikan- um til að taka þátt í annarra vanda? Hæfleikanum til að skynja neyð náungans. Og á ég þar við hina andlegu neyð. Hlut tekning er að taka þátt í ann- arra sorg og vanda. Finna til með öðrum. Það er þýöingar- mikið atriði í mannlegu sam- félagi Á bak við hvert kær- leiksorö, hvert kærleiksverk, slær alltaf hjarta sem hefur hæfileika til hluttekningar, hjarta, sem skynjar Kristshug- arfarió. En vér eigum svo auðvelt með að 'útiloka annarra líðan frá vor um hugsunum. Það er. talað um járntjaldið, sem ákveðna víg,- girðingú. En eru þau ekki ótal mörg? Og bak við þau sitjum vér og kópum i vorri eigin sjálf ánægju, teljandi sjálfum oss trú um. að vér gerum ekki á hluta neins. Vér gleymum oft hinum alvarlega dómi Krists yf- ir þeim sem ekkert gjörðu: ,,Sannar!ega segi ég yður, svo framarlega, sem þér hafið ekki „Ég er góði hirðirinn, góði hirð- irinn leggur Hf sitt í sölurnar fyrir sauðina“. (Jóh. 10, 11). Áheyrendur Jesú þekku hjarð mannalíf og skildu þessa lík- ingu hans, — þó varla til fulls Hvernig mátti það líka vera, vér skiljum hana varla enn, Vér skynjum varla, að eini lífsveg- urinn er, að einblína á og fyigja hirffinum góða, Jesú Kristi. En vér skulum nú athuga á- kveðinn þátt ( sambandi við þessa Likingu og leitast við að svara mikilsverðri spurningu: Hver á afstaða einstaklinga hjarðarinnar að vera innbyrðis? Hver á afstaða vor til náungans að vera? 1 fyrstu Mósebók er sagt frá samtali: Drottinn segir við Kain: Hvar er Abel bróðir þinn? Kain svarar: „Það veit ég ekki, á ég að gæta bróður míns?“ Svar kristins manns hlýtur skilyrðislaust að vera jákvætt. Spuminguna á ekki að þurfa að ræða. Samt er hún alltaf á vegi vorum. Vér gerum oss svo oft ekki grein fyrir, hversu marg- þætt hirðisstarf hvers kristins marms er. Vér getum tekið fá- ein dæmi, sem vér þekkjum: Kennari í skóla er leiðsögumaö- ur bama- eða unglingahóps, ekki aðeins í hinu ytra tilliti hann hefur Hka mikilvægt sálgæzlu- stacf meö höndum Hann þarf að eiga trúnað nemenda sinna og geba leyst úr þeirra vanda. Söma tnáli gegnir um skipstjóra, vErfestjóra og aðra, sem manna ftffiláð halfa. Og ekk, hvað sízt mb foreldia. Þeim er mikill vandi á höndum, sér í lagi, ef I tfl tilefni af þvf, að Skálholts tíðin var haldin 25 júlí sl. á það ekki illa við að Kirkjusíðan birti mynd af líkaninu af Skál- holti framtíðarinnar. Af þeim byggingum sem þar sjást eru þrjá þegar risnar: Dómkirkjan (1), skólastjóraíbúð o. fl. (2) og prestssetrið (10). Hinar bygging arnar em bókhlaðan og vistar- verur hins tilvonandi Skálholts skóla, sem nú er byrjað að reisa. 1 þeim húsum, sem ætlað er að komist undir þak i sumar verða kennslustofur og aðstaða til heimavistar fyrir 15—20 nem- endur. Mun það kosta tæpan milljónatug. Er það fé mest kom ið frá Skálholtsvinum á Norður- löndum en frá mörgum bæði hér og eriendis hafa Skálholti bor- izt rausnarlegar gjafir. — Þeir hafa í verkj sýnt trú sína á það, að enn eigi þessi ,.forni helgi- og höfuðstaður landisins eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki i islenzku þjóðlifi með því að verða að nýju aflvaki og afl- gjafi trúar og þjóðlegrar menn- ingar“. Vonir standa til að Skái holtsskóli getj hafið störf hausl ið 1972. Skólastjóri verður séra Heimir Steinsson frá eyðisfiröi. Hann dvelst nú ytra við að kynna sér rekstur og starfsemi lýðháskóla á Norðurlöndum í Skálhoitsfélaginu eru nú á þriðja hundrað félagar víðs veg- ar um landiö, flestir bó í Reykia vík og Árnessýslu. Formaöur þcss er Þórarinn Þórarinsson fyrrum skóiastjóri á Eiöum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.