Vísir - 07.08.1971, Qupperneq 8
VÍSIR. Laugardagur 7. ágúst 1971,
Cíísef-andi: ReyKlaprenr ol.
ítafitítvænidastióri: Sveinn R Eyjölfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfuiltrúi • Valdimar H. lóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 'Jb Símar 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi U68C
Ritstjóf!): Laugavegi 178 Simi U66C '5 linur)
Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands
r lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmiöia Visis — Edda hl
Hinir dularfullu Arabar
]V[eÖferðin á uppreisnarmönnum í Súdan vekur eink-
um athygli fyrir tvennt. í fyrsta lagi, hversu ógeðs-
leg hún er, og í öðru lagi, hversu táknrænt málið er
fyrir Arabaríkin og kommúnismann.
Skyndidómar og aftökur uppreisnarmanna er eitt
hið ógeðslegasta, sem dæmi eru um á seinni tímum,
og minnir Vesturlandamenn á hryllilega fortíð sína í
þessum efnum, því að eitt sinn var algengt að fólk
væri brennt á torgum úti, hengt eða sundurlimað fyr-
ir skörum ákafra áhorfenda.
Hins vegar er sú afstaða Araba til kommúnisma,
sem hin misheppnaða uppreisn í Súdan vitnar um,
mjög táknræn fyrir samskipti forystumanna þessara
ríkja og kommúnistaríkjanna um þessar mundir.
Það voru kommúnistar, sem stóðu að uppreisnar-
tilrauninni í Súdan, og það eru kommúnistar, sem nú
eru ofsóttir af stjórnvöldum þar í landi. Nú hefðu
menn ætlað að góð sambúð ríkti milli Egypta og
Sovétmanna. Eru það ekki Sovétríkin, sem hafa verið
helzti bandamaður Egypta og veitt þeim eldflaugar og
önnur vopn í baráttunni við ísraelsmenn?
Þó hefur það komið fram, að istjórn Egyptalands
beitti sér fyrir því, að tvö þúsund hermenn frá Súdan
sem dvöldust í Egyptalandi, voru í skyndi fluttir flug-
leiðis til Súdan. Það voru þessir hermenn, sem bældu
niður uppreisn kommúnista. Það hefur jafnframt
komið í ljós, að stjórnvöld í Egyptalandi og Líbíu voru
reiðubúin að skerast sjálf í leikinn og hindra valda-
töku kommúnista í Súdan, ef annað hefði ekki dugað.
í Sovétríkjunum var áður fyrr jafnan talað um
Numeiry forseta Súdan sem bandamann í baráttunni
við heimsvaldasinna. Nú hafa verkamenn farið mót-
mælagöngur í Sovétríkjunum, og blaðið Pravda talar
um atlögu gegn lýðræðissinnum og andstæðingum
heimsvaldastefnunnar.
Rétt er að rifja upp í þessu sambandi valdatöku
Nassers og þjóðnýtingu hans á Súezskurðinum, sem
leiddi til „Súezstríðsins" árið 1956. Þá sögðu margir
Vesturlandamenn, að Nasser væri „kommúnisti og
ekkert annað“. Þetta sjónarmið virðist hafa ráðið
miklu í Bandaríkjunum, þegar Bandaríkjamenn misstu
af tækifærinu til að styrkja Nasser við byggingu As-
wan stíflunnar og létu Rússum það hlutverk eftir.
Þó gekk Nasser allt tíð fram af mikilli hörku gegn
kommúnistum í Egyptalandi og öðrum Arabaríkjum.
Hundruð egypzkra kommúnista voru jafnan í fanga-
búðum, og Nasser eyddi áhrifum kommúnista í Sýr-
landi af miskunnarleysi.
Komúnistaflokkurinn er aðeins leyfður í einu Ar-
abaríki, Líbanon. Alls staðar annars staðar er starf-
semi hans bönnuð.
Þawmg. hefur myndazt sú hversöen í Arabaríkjun-
um, áð hin róttækari þeirra hafa Sovétmenn sem
helztu bandamenn sína á sama tíma og innlendir
kommúnistar sæta grimmdarlegum ofsóknum.
Aftökur í Nígeríu — Foringi kommúnista í Súdan leiddur til lífláts.
Opinberar aftökur koma
/ stað áróðarsorðsins
Forystumenn i Araba- og Afrikurikjum hafa
dálæti á daubadómum — Þróunin
öfug vib Vesturlönd
Böðlar eru önnum kafnir í
Mið-Austurlöndum og Afríku.
Víða draga opinberar aftök-
ur til sín þúsundir „spenntra“
áhorfenda á sama hátt og tíðk
aðist á Vesturlöndum á mið-
öldum. Að undanförnu hafa
verið iréttir a." aftökum í Súd
an eftir misheppnaða bylting
artilraun komúnista og stuðn
ingsmanna þeirra. Marokkð-
konungur lét lífláta marga eft
ir tilraun til að steypa honuni
af stóli. 1 Gíneu gengu stjðm-
vöid fyrir skömmu hart fram
í að lífláta andstæðinga sína,
og svo mætti lengi telja dæmi
frá ríkjum f þessum heims-
hluta. En líflát tíðkast enn
sem fyrr víða annars staðar.
Böðullinn „úr þjálfun“
Þó var eitthvert klandur í Ar-
abarfkinu Líbanon. Þar tók böö
ui'l af lífi glæpamann nokkum
en verkið tók margar klukku-
stundir vegna æfingarleysis böð
uls, sem ekki haföi unnið slíkt
verk í tóif ár.
í svertingjarfkinu Nigeríu hafa
fjömtíu stigamenn veríö líf-
látnir á þessu ári. Þeir hnigu nið
ur fyrir kúlum aftökusveita, og
tugþúsundir áhorfenda fylgdust
með á torgum og fþróttavöHum.
Dómstólar Sekou Toures í svert
ingjaríkinu Gineu á vesturströnd
Afríku hafa á sjö mánuðum
dæmt til dauða yfir eitt hundr
að „gagnbyltingarmenn“ og
nokkrir þeirra hafa verið Ifflátn
ir opinberlega.
Tyrkneska stjórnin hyggst
taka að nýju upp dauðarefsingu
að margi en síðan 1961 hafa að
eins tveir menn verið lfflátnir
þar. Nú vofir líflát yfir 14 glæpa
mönnum og 21 skæruliða.
Dauðarefsing hefur verið mjög
á döfinni að undanförnu bæði
í Bretlandi og Bandaríkjunum. í
Bretlandi vilja margir leiða
dauðarefsingu í lög að nýju, og
í Bandaríkjunum eru sumir á-
hugasamir um að fara að taka
af lffi einhverja af þeim mikla
fjölda, sem þar situr í fangelsum
og hefur hiotið dauðadóm en
aftökur hafa ekki verið þar í
landi um árabi!, svo aö hópur
hefur „safnazt fyrir“ í dauða-
klefum.
Dauðarefsing í lang-
flestum löndum
Dauöarefsing er enn í lögum
í langflestum ríkjum heims. —
Hún hefur einungis verið afnum
in í rúmum tug hinna 150 ríkja
heims. Hún er ekki umdeild í
lögum Múhameðstrúarmanna.
Ðiblíuna má víst útleggja á ýmsa
vegu í þessum efnum, en Kóran
inn, hin helga bók Múhameðs
trúarmanna kveður ótvírætt á
um líflát vegna morðs. í Líbanon
einu Arabaríkjanna hefur verið
vafi, enda er stór Muti þjóðar
innar þar i landi kristinnar trú
ar.
Hins vegar er dauðadómur
ekki framkvæmdur lengur í fjöl
mörgum ríkjum Evrópu og Norð
ur- og Suður-Amerfku, þótt viða
sé hann í lögum. Fyrir utan
kommúnistaríkin eru böðlar að-
eins við störf í Grikklandi,
Spáni, íríandi og Fralddandi,
þótt þeir hafi þar næsta lítið að
gera 1' seinni tið. Franski innan
ríkisráðherrann Marcellin vill þó
láta eiturlyfjasala sæta dauða-
refsingu, þótt svo sé ekki nú.
Rfki Araba og Afrikumanna
eru nú á svipuðu stigi og Evr-
ópuríki voru fyrr á öldum. —
Stjómarskipti verða ekki í þess
um ríkjum nema með beitingu
ofbeldis, og þeir sem falla úr
valdastóli, týna yfirleitt þar með
lífinu. Herforingjar af ýmsu tagi
eru víðast hvar æðstir manna
eða þá, að þeir halda við völd
rikisstjómum konunga og stjórn
málamanna. Hermönnum finnst
eðlilega minna til þess koma en
öðrum, að andstæðingum sé
stillt upp við vegg og þeir skotn
ir.
Setja hroll í hugsanlega
uppreisnarmenn
Glæpafræðingurinn Armand
Merger sagði árið 1963: ,,Þró-
unin í Evrópu gengur í þá átt,
að aftökur verði sem sársauka-
minnstar og áhorfendur sem
fæstir". Þróunin f Afríku og As-
íu hefur verið í öfuga átt. Á
seinustu áratugum nýlendutím-
ans .oru menn twknir af lífi bak
við fangelsismúra. Eftir að ríkin
fengu sjálfstæði hafa valdhafar
þar gert aftökur opinberari.
Tveir morðingjar dóu f gálga
Umsjón: Haukur Bdgason
árið 1964 í höfuðborg frans, Te-
herran, fyrir opnum tjöldum. Mo
bútó forseti Kongó lét lífláta
fjóra fyrrverandi ráðherra á
knattspymuvelli árið 1966 fyrir
„fullu húsi“ 100 þúsund áhorf-
endum. Tugir þúsunda horfðu
árið 1969 á aftöku njósnara í
Bagdad höfuðborg íraks. Sama
ár var gífurlegur mannfjöldi viö
staddur aftöku þriggja glæpa-
manna þar á meðal einnar konu,
f höfuðborg svertingjarfldsins
Dahomey. íbúar höfuðborgar
Afrfkuríkisins Sómallfu gétu
fylgzt með aftöku hermanns, er
sakaður var um morð í fyrra.
Stjórnvöld þessara ríkja telja
sig geta náð hámarksáhrifum
með þessum hætti og hætt hugs
anlega uppreisnarmenn í fram-
tíðinni, svo að þeir láti ekki á
sér kræla. Aftökur uppreisnar-
manna á íþróttavöllum eiga að
setja hroJl í þá sem steypa vilja
ríkisstjóminni. Opinberar aftök
ur eiga að sumu leyti að koma í
stað áróðursorðsins í þessum
efnum meðal íbúa, sem flestir
eru fákunnandi og ólæsir.
„Gálginn höfðar tfl
dulins sadisma fólks“
Engum þarf að korna á óvart
áhugi almennings á að horfa á
aftökur sem þessar. Þótt margir
mundu ekki láta sér vel lfka, ef
glæpamenn yrðu líflátnir opin-
berlega í Evrópu, þá ætla menn
að ekki mundi skorta áhorfend
ur að sl’ikum „sýningum" ef þær
væru gerðar. Rithöfundurinn
Arthur Köstler segir til dæmis:
„Mynd gálgans höföar til hins
dulda sadisma fólks á sama
hátt og klám höfðar til dulinna
kynhvata".
Það eru heldur ekki aðeins Ar
abar og svertingjar sem taka
menn af lífi fvrir afbrot. Hvítir
ráðamenn Suöur-Afríku draga
í hverri viku að meðaltali tvo
menn, yfirleitt svertingja, til
gálgans. Öll komúnistaríkin
hafa dauöarefsingu og taka
menn af lífi í einhverjum mæli,
bótt Karl Marx hefði verið henni
andvíkur, þar sem hann taldi at-
hafnir einstaklinga orsakast af
þjóðféiagslegum aðstæðum. svo
að sökin væri ekki svo mjðrt öjá
einstaklingnum, sem áfbrot
fremdi. — í A-Þýzkalandi hafa
yfir 200 verið dæmdir til dauða
síðan 1949.