Vísir - 11.08.1971, Blaðsíða 13
VlSIR . Miðvikudagur 11. ágúst 1971.
73
Sundbakki eða „Stöðin“ í Viðey árið 1925. Nú eru þar rústir einar. Hvítu blettirnir, lengst til vinstri á myndinni eru salt-
fiskreitir þar sem fiskurinn var þurrkaður, svarta húsið við sjóinn var fiskþvottahús en bak við það eru tvö saltfisks-
verkunarhús, þá er aflangt hús þar sem var geymt salt, næ st kemur hús með ljósum gafii í því voru skrifstofur og verzl-
im, stóra húsið við sjóinn á miðri myndinni var kolageymsla fyrir dönsku varðskipin. Handan við bryggjuna er önnur
bryggja og við enda hennar olíugeymsla. Þegar ofar dregur á eyjuna eru íbúðarhús. Stóra tvílyfta húsið var kallað Glaum-
bær og þar bjó aðkomufólk, sem kom til Viðeyjar í byrjfun. vertíðar í febrúar—marz og vann þar fram á haust þar til
búið var að verka fiskinn, oft bjuggu milli 60—70 manns í þessu húsi. í fremsta húsinu í húsalengjunni til hægri við það
bjó framkvæmdastjóri Kárafélagsins á þessum tíma Ólafur Gíslason en það er sonur hans Gfsli Ólafsson rltstjóri, sem
veitti upplýsingar um húsin á myndinni. Bak við það hús eru íbúðarhús eyjarskeggja. í litla húsinu til vinstri við Glaumbæ
var hús Guðbjarts beykis, eins af íbúum eyjarinnar.
Fleirí Viðeyingar en fólk gmnar
— Eitt sinn var blómlegt þorp í Viðey, Sundbakki
að nafni, en í daglegu máli kallað „Stöðin“ — nú
eru íbúar löngu famir og rústir einar eftir — talað
við Örlyg Hálfdánarson um Viðey og Viðeyjarfélag.
Tjeir, sem ganga um Viðey, og
þeir hafa verið allmargir,
sem hafa gert það siðan ferðir
Jiófust ú± í eyjuna, 'hafa kannski
íasrðað sig á húsarústunum á
austurenda eyjarinnar gegnt
Gutfúnesi. Ókunnugum dettur
várla í hug, að þarna hafj ver-
iö blómleg byggð í eina töð,
útgerðarstöð og mannfólk, sem
hafóS atvinnu af. Enn sjást þó
lejfar af iþyggð og gamla bama-
skölahúsið stendur enn eftir
eyðilegt og yfirgefiö.
Þá kann það að furða marga,
aö það eru hvorki meira né
minna en .háttiji„annaö hundrað
manns, sem eru f nýstofnú^u
átthagafélagi eyjarinriar VH5-
eyirtgafSfagirtU, íftofnuðu á' '4.1.
vetri. Þetta fóík er margt hvert
faett og uppalið á eyjunni og
hefur allt haft þar búsetu að
minna eða meira leyti.
'C’inn af meðstjórnendum
þessa nýjasta átthagaféiags
er bókaútgefandinn Örlygur Háif
dánarson. Fjölskyldusíðan náði
tali aif honum og sagöi hann
ýmislegt frá starfi félagsins og
drap um leið örfitið á „Stöð-
ina“, en það var þorpið Sund-
bakki á eyjunni kailað í dag-
legu máli. Getur það verið til
fróðleiks fyrir þá, sem eiga enn
eftir að saekja eyjuna heim, en
þangað er t.d. tilvalið að fara
með gesti sem koma utan af
landi, því það er einu sinni svo,
að Viðey og saga hennar er
. flestujjj„ íslendingufn ' áhugaefni.
oetur utbunir til að gerast leið-
sögumenn um eyjuna geta leitað
sér frekarj upplýsinga t. d. í
bók Áma Óla.
í Viðey var mikil útgerðar-
99 stöð sem var rekin þar
allt upp úr aldamótum og fram
yfir 1930“, segir Örlygur, „og
mikill landbúnaður var rekinn á
Viðeyjarbúinu. í Viðey fluttist
mikið af fólki, og það eru fleiri
sem hafa tengsl við eyjuna, hafa
unnið þar eða alið aldur sinn
þar í skemmrj eða lengri tíma,
en fólk almennt gerir sér grein
fyrir.
Það hefur lengi legið i loftinu,
að þetta fólk kæmi saman í
Reykjavík tij að endumýja
gömul kynnj, og þetta gerðist
svo 1 vetur, að gamlir Viðeying-
ar stofnpðu Viðeyingafélagið.
Það var haldin samkoma f
Slysavarnafélagshúsinu og þar
skeðj hið óvænta, að samkomu-
salurinn fylltist alveg og meira
tii af áhugasömum Viðeyingum.
1 félaginu era núna hátt á
annað hundrað manns Stjóm
félagsins var kosin á þessum
fundi og er Kristjana Þórðar-
dóttir formaður en meðstjóm-
endur Gísli Ólafsson, ritstj.,
Ellert Skúlason framkvæmda-
stj. Ásta Gísladóttir og Örlygur
Hálfdánanson. Siðan félagið var
stofnað höfum við gert dálítið
af því að leita uppi gömul gögn,
sem snerta Viðeyinga og gamlar
myndir og orðið dálítið ágengt.
Annað það, sem við höfum
gert var að fara út í Viðey i
vor eftir að hafa fengið leytfi
borgaryfirvalda og hreinsa
drasl, sem hafði rekið á fjörur
og brenna.
í sunnudaginn héldum yið aft-
ur út í Viðey og sóttum
messu hjá séra Bjama Sigurðs-
syni, við hvöttum okkar fólk að
koma og kirkjan var troðfull.
Formaðurinn setti altarisdúk á
altarið við þetta tækifæri og
það var leikið á orgelið, sem
Viðeyingar gáfu kirkjunni árið
1923, og gladdi það mörg Við-
eyingahjörtu. Við héldum, að
það væri alveg ónýtt, og það
þarf reyndar að setja það í við-
gerð og höfum við fengið heim-
ild til þess og mun kirkjan taka
þátt í kostnaðinum. Jafnfram
sáum við að uppistöðumar sem
halda uppi klukkunum, sem era
í klukknaporti ofan á kirkjunni
þarfnast endurbóta svo að erf-
iðislaust gangi að hringja þeim
við messu.
Eftir messu fengu allir kirkju-
gestir kaffj og þá flutti Ámi
Óla viðamikið ermdi um Viðey
og sögu hennar. Síðan fóram
við niður að „Stöð“ eins og út-
gerðarstöðin var kölluð og þar
var brenna.“
Örlygur er fæddur og uppalinn
á „Stöðinni“ Hann er fæddur
1929 og var í Viðey til tóíf ára
aldurs.
„Þegar mitt minni byrjar og
ég er að vaxa úr grasi er út-
gerðarstöðin hætt og fólk farið
að flytjast burtu. Þá var blóma-
skeið „Stöðvarinnar“ nær á
enda runnið — togaraútgerðar-
félagið og saltfiskverkunin lögð
niður, en útgerðarfélagiö rak
fyrstf Miilljónafélagið, Kárafélag-
ið og einhver fleiri. I „Stöð-
inni“ voru mörg íbúðarhus,
barnaskóli, verzlun og nokkuð
mannmargt f þorpinu Sund-
bakka. sem í daglegu tali var
alltaf kallað „Stöðin“, t.d. var
talað um að fara niður á „Stöð“,
ef maður var staddur vestur á
eyjunni Þar voru einnig tvær
stórar hafskipabryggjur olíu-
tankur og olíuport, saitfiskreit-
ur o. fl. Það var árið 1941, sem
ég flyzt úr eyjunni og þá voro
allflestir fbúanna farnir.
Að lokum má geta þess, að
það er ágætt að heita á Viðeyj-
arkirkju, ég hef reynslu fyrir
þvtf en peningana má setja í
bauk, sem er i kirkjiunni.“
- SB
Skrífstofustúlka
Stúlka óskast til almennra skrifstofustarfa, góð vél-
ritunarkunnátta nauðsynleg. Tilboð með upplýsingum
um menntun, aldur og fyrri störf sendist blaðinu fyrir
föstudagskvöld, merkt „Stundvís“
Trésmiðir
óskast í mótauppslátt í Kópavogi, og 2 vanir
byggingaverkamenn.
Sími 40379 eftir kl. 7 e. h.
I—
Loffum 55
þeim að liffa
Verjum
gróður
Bókbindari óskast
Kassagerð Reykjavíkur.
Laus staða
Umsóknarfrestur um stöðu skrifstofustjóra
Þjóðleikhússins et framlengdur til 25. ágúst.
Laun samkvæmt 22. launaflokki.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist menntamálaráðunejd-
inu.
Menntamálaráðuneytið,
9. ágúst 1071.