Vísir - 11.08.1971, Blaðsíða 4
ALLT ÚRSLiTALEIKIk?
Þótt 39 leikjum sé lokið ’i 1.
deildarkeppninni og því aðeins
17 eftir af ijinum 56 hafa enn
fimm lið möguleika til sigurs í
keppninni, Vestmannaeyjar,
Keflavík, Fram, Valur og Akra-
nes. Eyjamenn standa bezt að
vígi, hafa tapað sex stigum,
Keflvíkingar hafa einnig tapað
6 stigum, en hafa leikið einum
leik minna_ og betri er fengin
bráð en séð. Fram hefur tapað
sjö stigum, Valur átta og Akra-
nes tíu En við skulum nú líta
á hvaða leiki þessi lið eiga eftir
í mótinu.
Vestmannaeyjar:
Eyjamenn eiga eftir fjóra leiki
— tvo 'i Eyjum, gegn Fram og
Akureyri og tvo erfiða leiki á
útivöllum gegn Breiðabliki á
Melavellinum og £ Keflavík.
Leikurinn við Keflvíkinga er 21.
ágúst og staðan gæti þá verið
orðin slík, að um hreinan úrslita-
leik yrði að ræða.
Keflavík:
Keflvíkingar eiga eftir fimm
leiki. Tvo heima, gegn Vest-
mannaeyjum og KR, tvo á
Laugardalsvelli, gegn KR og
Val, og gegn Akureyringum fyr-
ir norðan. Síðasti leikur liðsins
er í Keflavík 5. september.
Fram: 5
Bikarmeistarar Fram eiga eft-
ir fjóra leiki — fyrst erfiðan
leik í Eyjum um næstu helgi,
og þrjá Ieiki, sem verða á Laug-
ardalsvelli, við Val og KR, og
síðasti leikur liðsins þar verður
við Akranes 12. september.
Valur:
Valsmenn eiga einnig þrjá
leiki eftir á Laugardalsvelli —
gegn Akranesi, Keflavík og
Fram — og svo leik norður á
Akureyri. Það verður síðasti
leikur liðsins 5. september.
• ••••••••• •••••(>«!•••••
Akranes:
íslandsmeistararnir frá Akra-
nesi eiga eftir tvo leiki á heima-
veil, sem ættu að geta gefið
fjögur stig — gegn KR og
Breiðablikj og tvo leiki á Laug-
ardalsvelli gegn Val, og Fram
hinn 12. september.
Þetta eru leikirnir, sem eftir
eru og möguleikarnir margir. Og
nú er bezt fyrir hvern og einn
að spá um úrslit fyrir sig eða
aðra — en þess má geta, að
fræðilegur mögu’.eiki er á því,
að öll þessi fimm lið geti orðiö
jöfn og efst með sautján stig.
— hsím.
Staðan í
1. deild
Staðan í mótinu er nú þannig
eftir leikinn í gærkvöldi:
ÍBV 10 6 2 2 24-12 14
Fram 10 6 1 3 24-14 13
Keflavfk 9 5 2 2 21—10 12
Valur 10 5 2 3 19—18 12
Akranes 10 5 0 5 20—20 10
Akureyri 10 3 1 6 17-22 7
Breiðablik 10 3 0 7 8—26 6
KR 9 2 0 7 6—16 4
Markahæstir eru nú þessir leik-
menn:
Kristinn Jörundsson, Fram, 8
Matthías Hallgrímsson, ÍA. 8
Steinar Jóhannsson Keflav’ík, 8
Ingi Björn Albertsson, Val, 7
Haraldur Júlíusson. Vestm., 6
Óskar Valtýsson, Vestm. 6
Bréf til blabsins:
Ur leik
EM í frjálsíþróttum hófst í Hels-
inki í gær. Tveir íslendingar
kepptu þá. Bjarni Stefánsson hljóp
100 m á 11.0 sek. og komst ekki
áfram en tímar í hlaupinu voru
yfirleitt slakir. Þá keppti Ingunn
Einarsdóttir í 400 m h'aupi og hljóp
á 61.3 sek og komst heldur ekki
fram.
Hugleiðingar að ioknum síðasta landsleik
frá Hreggvibi Jónssyni KRR
Eru einkenni íslenzkrar knatt-
spymu ráðin? Mun varnarleikur
einkenna leik landsliðs íslands í
náinni framtíð? Þetta eru spurning
ar, sem ýmsir knattspyrnuáhuga-
menn velta fyrir sér þessa dag-
ana. í þeim tveim landsleikjum,
sem hér hafa verið leiknir í sum-
ar af landsliðinu. hefur varnarleik
Svolítið „stressaður“,
blessaður?
Hann Ómar Ragnarsson er á-
reiðanlega svolítið stressaður,
blessaður. Hann hefur mikið að
gera, og landið er æði stórt. —
Hann F.ýgur á eigin vél á milli,
— og stundum verða máltiíðirn-
urinn verið ráðándi þáttur í leik
liðsins. Hver er skýringin? Hefur
verið ’.ögð svo rík áherzla á vörn
ina vegna þeirrar ástæðu að við
stöndum svo langt að baki þess-
um þjóðum, erum ekki jaínokar
þeirra? Eða verður að leita skýringa
á þessu í vali liðsins og röngum
leikaðferðum? Ég þykist vita, að
allir fyrstudeildarþjálfararnir
myndu fúslega vilja koma saman,
ásamt framámönnum KSÍ og þeim
mönnum öðrum, sem þættu lið-
tækir, til að ræða þessi mál sér-
staklega og finna leiðir til bóta.
í leiknum Island —Frakkland gátu
Frakkarnir vegna varnarleiks I-
lands t. d. leikið 2—4—4 stóran
hluta úr leiknum, af þeirri ein-
földu ástjæðu að íslenzka Iiðið
ar eins og þessi hér, ísinn í
hægri hendi, pylsa í þeirri
vinstri, — og á litla puta hang
ir skjalataskan hans Ómars. —
Myndin var tekin á þjóðhátíð-
innj í Eyjum, þar sem Ómar
renndi við og skemmti, Þetta
atriði var þó utan dagskrárinn-
ar. — Ljósm. Ástþór.
Bæklingur eftir Benedikt
kominn út í Osló
1 blaðinu Nato-Review sem ný-
lega er komið út, segir frá nýj-
um bæklingi eftir Benedikt Grön
dal, Iceland from Neutrality to
Nato Membership, heitir hann.
Rætt er um varnarmál íslands
gegnum aldirnar, sagt frá því
þegar íslendingar lýstu yfir „æ-
varandi hlutleysi“ 1918, er stóð
þö aðeins í 22 ár. Rætt er um
stöðu íslands £ NATO. Þá er
rætt um viðskipti íslendinga og
bandaríska varnarliðsins, einn-
ig um Þorskastríðið við Breta,
deilur vegna sjónvarps vamar-
liðsins o.s.frv. Það er Universiets
forlaget í Osló, sem geíur út og
kostar bæklingurinn 24 norskar
krónur.
Oslóborg gegn
Hallgrímsturninum
Ekki mun Hallgrímskirkjuturn
sjást berum augum í Osló. Engu
að síður virðast Norðmenn
mjög á móti kirkjusmíðinni
okkar og lýsti menningarfull-
trúi Oslóborgar sig andvvgan
því að Oslóborg styddi söfnun-
ina, sem stendur yfir í Noregi
um þessar mundir Hafa sveitar
félögin verið hvött til að kaupa
5000 kr. (ísl). gjafabréf í þessu
skyni, en menningarfulltrúinn
vill ráða borginni frá slíku
bruðli með peningana sína. —
Hins vegar megi taka betta til
athugunar, verði fulltrúa Osló-
borgar boðið til hátíðahaldanna
vegna kirkjuvígslunnar. Endan-
leg ákvörðun verður tekin í
þessu mikla máli á morgun.
Endurskoða allt
tryggingakerfið
Sérstök nefnd manna hefur ver
ið skipuð af heilbri'gðis og trygg
ingamálaráðuneytinu. Verkefni
neíndarinnar er að endurskoða
allt tryggingakerfiö, m.a, með
það fyrir augum að greiðslur
almannatrygginga verði hækk-
aðar að því marki að þar nægi
til framfæris bótaþegum, sem
ekki styðjast við aðrar tekjur.
I nefndinni eru þessir menn:
Geir Gunnarsson, alþm., formað-
ur, Adda Bára Sigfúsdóttir, veð
urfræðjngur, Halldór S, Magnús
son, viðskiptafræðingur, Tómas
Karlsson, ritstjóri og Páll Sig-
urðsson ráðuneytisstjóri.
Fengu aflp' átinn til
að sk’óta sér í land
Þegar Flugfélagj íslands tókst
ekkj að skjóta amerískum blaða
mönnum til Reykjavíkur á laug
ardaginn var (ófært var til Eyja)
voru góð ráö dýr. En umboðs-
manni Loftleiða í Eyjum tókst
það sem engum öðrum hefði
líklega tekizt. Hann fékk mann
aðan aflabátinn Halkion og með
honum fóru b’aðamenn til meng
inlandsins, og þaðan í bí! til
Reykjavíkur eftir vel lukkaða
þjóöhátíð. Yfirleitt munu sjó-
menn í Evjum ekki hreyfa sig
neitt þennan tiltekna laugardag.
spilaði svo aftarlega, að bakverð-
inir frönsku þurftu ekki lang-
tímum saman að spila sem bak-
verðir, heldur gátu tekið þátt i
sóknaraðgerðum liðsins. I leiknum
ísland—England virtist ekkert leik
skipulag til hjá íslenzka liðinu,
nema ef það skyldi telja að venju
iega voru fimm íslenzkir vamar-
menn á vítateigslínunni. Liðið lék
eiginlega 5—2—2(3) (einn var
alltaf týndur). Með slíkri leikað-
ferð er ekki hægt að ná undirtökum
í leik. Það þýði ekki að teF.a
,,Caro-Kann“ vörn í öllum skák-
um án tillits til, hvort heldur teflt
er með hvítu eða svörtu eða án
tillits til, hver andstæðingurinn er.
Hér ætti að nægja að benda á,
hvemig Englendingar einangruðu
sig. með einhæfu spili og leikað-
ferðum og töpuðu á endanum fyrir
Ungverjum á Wembley 6—3, 1953
og í Budapest 7—2, 1954.
Fyrir síðasta leik var ég á ðnd
verðum meiði við val einvaldsins
og valdi mér til gamans lið þannig
skipað: Markmaður: Magnús Guð
mundsson. KR, bakverði: Steinþór
Steinþórsson, Breiðablik og Ólaf
Sigurvinsson, IBV. Miðverði: Guðna
Kjartansson, ÍBK og Þórð Jóns-
son KR. Miðjuspilara: Óskar Val
týsson, ÍBV og Jóhannes Eðvalds
son. Val. Framlínumenn: Atla Héð
insson, KR, Harald Júlíusson, iBV,
Steinar Jóhannsson, IBK og Tóm
as Pálsson, ÍBV. Þetta val er auð
vitað gert án þeirra hjálpartækja,
sem einvaldurinn og þjálfari lands
liðsins hafa yfir að ráða, svo sem
þrekmælingar leikmanna og nánari
viðtala við þjálfara viðkomandi
liða. sem búa yfir upplýsingum um
einstaka leikmenn, sem aðrir hafa
ekki aðgang að. Eða er valið ekki
framkvæmt með þessum hjálpar-
tækjum?
Ég held að það væri æskilegt,
að skipt væri um einvald og þjálf
ara landsliðsins með vissu milli-
bili til að koma í veg fyrir stöðn
un og til að gefa þeim mönnum,
sem hafa til að bera þekkingu og
lærdóm, reynslu og hæfileika og
jafnvel eru viðurkenndir af fær-
ustu mönnum í knattspymuheimin
um, kost á að spreyta sig. Við
eigum mann eins og t. d. Karl
Guðmundsson, sem er án efa einn
af okkar færustu mönnum á þessu
sviði og er starfa einvalds og þjálf
ara vaxinn, enda hefur hann marg
oft sýnt það. Eða mann eins og
Áma Ágústsson. sem nýlega leiddi
unglingalið til frækilegs sigurs, i
enn eitt skiptið, £ viðskiptum við