Vísir - 11.08.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 11.08.1971, Blaðsíða 8
8 VI SIR . Miðvikudagur 11. águst 1971, WBT:1 Otgefandl: ReyKlaprenr ní. Framkvæmdastjóri: Svelnn R Eyjólfsson Ritstjórl: Jónas Kristjánssoo Fréttastjörl: Jón Birgir Pétursson PiHtjórnarfulltrúi: Valdimar H. lóhannessoo Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla ■ Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjóra: Laugavegi 178 Simi 11660 f5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 ð mánuði innanlands r tausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiðja Vtsis — Eddp hf Endurnýjum Geysi l^andsmönnum til óblandinnar ánægju er Geysir far- inn að ræskja sig á nýjan leik eftir sjö ára hlé. Ekki getur hann þó talizt leiðitamur, frekar en fyrri daginn og þarf bæði mikla sápu og sérstök skilyrði til að geta gosið. En fyrstu gosin eftir hléið hafa að sögn sjónarvotta verið með allra myndarlegasta móti og hafa vakið á ný vonir um, að hægt sé að koma Geysi í sitt gamla horf. Geysir var mjög fjörugur í tvo áratugi um síðustu aldamót, en lá niðri milli 1916 og 1935. Þá var hann endurvakinn með því að grafa rauf úr hverskálinni og lækka yfirborð hans. Það minnkaði vatnsþrýst- inginn í hvernum og auðveldaði honum að ná gosi. Þessi aðferð tókst mæta vel, þótt hún yrði ekki til U'.ngframa. Sigurður Hallsson efnaverkfræðingur ranncakaði Geysi ýtarlega árið 1958 og einnig við og við síðan þá. Hann hefur mælt með því, að Geysir verði færður í sama ástand og hann var í fyrir einni öld með því að lækka hverskálina. Kísillinn, sem kemur upp i gosunum, hefur sífellt verið að hækka skálina og gera hvemum erfiðara fyrir. Með því aö nema kísilinn burt að nokkru leyti mætti líklega koma Geysi aftur í sitt gamla og fræga horf. Sigurður telur þetta eðlilegri og áhættuminni að- gerð en að bora í hverinn, eins og sumir vilja láta gera. Hann telur hættu á, að borun geti breytt gos- eiginleikum Geysis, sem hann er frægastur fyrir. Trausti Einarsson prófessor, sem einnig hefur rann- sakað Geysi ýtarlega, telur hins vegar, að bæði borun í botn hversins og losun kísilsins úr skálinni komi til greina. Borun í botninn á að hreinsa ii.nrennslisrásina, sem gæti hafa stíflazt af kísil og aðskotahlutum, sem fólk hefur hent í hverinn. Slík borun var mjög árang- ursrík í goshvernum Strokki á sínum tíma. Skoðanir sérfræðinga eru mjög skiptar í þessu máli. Fyrir nokkrum árum virtist Geysisnefnd vera komin á þá skoðun, að óhætt væri að bora, en þá bannaði náttúmverndarráð, að það yrði gert. Það virðist ein- sýnt, að fara beri varlega í allar aðgerðir, svo að Geysi verði ekki spillt. Hins vegar hljóta allir að vera sam- mála um, að æskilegra sé að hafa Geysi lifandi en dauðan. Vísir leggur til, að þeir menn, sem mest hafa rann- sakað Geysi verði fengnir ásamt fleimm til að gera vandaða rannsókn á því, hvaða áhrif bomn mundi hafa, og að sú rannsókn verði látin skera úr um, hvort borað verði í Geysi. Jafnframt fullvissi vísinda- mennirnir sig um, hvort óhætt sé að lækka skálina, og verði það gert, ef niðurstaðan er jákvæð. í næstu fjárlög þarf að setja nokkra fjárhæð til að kosta þessar rannsóknir. Á meðan bíða íslendingar í ofvæni eftir því að sjá Geysi, sinn gamla vin, hraust- an og hressan eftir aðgerðina. | TÖLVUR SPÁ ILLA UM FRAMTÍÐ ) „Lifsskilyrði" náðu hámarki árið /969 og / munu svo rýrna, segir tölvan — Mengun ( árið 2060 sex sinnum meiri en nú MANNKYNS Tölvur, sem hafa fengiö mengunarmál og önnur vandamál til meðferðar, spá ekki jðu um framtíð mann- [ kyns. Edward Pestel prófess- or í Hannover skýrði blaða- mönnum fyrir skömmu frá niðurstöðum. Mengun mun samkvæmt tölvunum ná há- marki árið 2060 og þá vera sex sinnum meiri en nú er. Reikningsdæmið, eða „módelið" sem við er miðað er kennt við Forrester nokk- um prófessor við tæknihá- skólann í Massacusetts, MIT. Þar em fjórir þættir at- hugaðir: Uppurð hráefna jarð ar, mengun, offjölgun og matvælaskortur. „Ólgan í heiminum, af því ’.ð við erum á niður- leið“ Tölvan fjallaöi um lifsgæöin í almennum skilningi, svo sem efnahag fólks, matvæli á hvem mann á jöröunni og þéttbýli og mengun. Samkvasmt þeim niö urstöðum náðu „lífsskilyrði“ há marki árið"Í969. "Pesteí Segir 1 Ef' tiI viiréf '-V&andi''ÖYga^ r1 heiminum til komin af því að við finnum, að við erum á niður leið.“ Fræðimenn verða að sjálf- sögðu að semja þau dæmi, sem tölvan fær til lausnar. Hvort niðurstaðan er raunhæf, fer eítir þvi hvort uppsetning dæmisins er raunhaef eða ekki. Þeir geta til dæmis metið á grundvelli þróunar á undanfömum árum og áætlunum um framtíðina, hversu hröð iðnvæðingin verði í heiminum næstu áratugi eða öld. Síðan geta þeir byggt á niðurstöðum tölvunnar um iðn- væðingu og reynt að reikna, hve mikil mengunin verð; orð- in, þegar tiltekinn fjöldi iðju vera hefur bætzt við á jörð- inni. Til dæmis má segja, aö til þess kom; að iðjuverin verði orðin svo mörg og spúi slíkri eimyrju yfir mamnkyn að ekki verður íengur unnt að bæta lífskjör fólks með því aö fjölga iðjuverum á jörðinni. Skref, sem þá yrði tekið til að bæta „Iffskjör" mundi valda „mengunarkreppu'* og leiða til þjóðfélagslegra byltinga og hruns Hlýða menn kallinu um hófsemd í framleiðslu- aukningu og fólks- dæmis þyrftu menn að sætta sig við að draga úr framleiðslu aukningu á vélum og fjárfest ingu almennt um fjörut'iu af hundraði og draga úr aukningu matvælaframleiðslunnar um tutt ugu af hundraði, segir Pestel. Það þýðir ekki, að framleiðslan minnkj heldur að framleiðslan með fjölgun iðjuvera. þurfi að vaxa um 40 eða 20 prósentum hægar en hún nú gerir. Auk þess þyrfti að draga mjög úr fjölgun fólks. Mannfjöldinn óbreyttur, um 3500 milljónir „Þá væri unnt,“ segir Pestel, „að halda mannfjöldanum f heiminum stöðugum eitthvað nálægt 3500 milljónum manna. Þá mundi mengun varla aukast, auðlindir mundu þverra mjög hægt, og eftir nokkura hnign- un á núverandi tug aldarinnar, mundu lífskjör í víðustu merk- ingu fara aftur batnandi." „Því miður bendir ýkja margt til þess, að þjáningar mannkyns verði að verða til mikilla muna meiri, áður en slíkar aðgerðir verða gerðar til að draga úr hagvextinum." „En rannsókn okkar sýnir, að það er mjög vafasamt, hvort þá yrði enn tækifæri til að sigrast á vandanum. Vandamálið yrði þá orðið ógurlegt, og gæti ver- ið orðið of seint fyrir okkur að snúa við blaðinu og gera það, sem þarf til að við getum varðveitt núverandi lífsskilyrði okkar.“ Klaus Boisseres mengunarsér fræöingur skýrði þingnefnd þar fyrir skömmu frá niðurstöðum. Hann sagði, að mengunin væri að komast á algert hættustig i sumum borgum landsins oghún heföi f sumum þeirra farið yfir markið. Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á hættu þá, sem heiisufari fólks stafar af mengun. Hans Werner Sohlipköter í DUssel- dorf segir, að mengun í Ruhr- héraðinu sé þegar farin að koma fram f heilsuleysi bama. „Það er sannað,“ segir hann, „að efni, sem valda krabba-i meini, eru f ioftinu, sem bömin anda aö sér." Grimmer prófessor)' Hamborg tekur fyrir hina feikilegu aukn ingu á dauðsföllum af völdum krabbameins í lungum f Vestur- Þýzkalandi. Þessi dauðsföll eru nú þegar tvöfalt hærri en dauðs föl'i í umferöarslysum og fjöldi þeirra tlfaldast á aðeins tíu árum. Orsakir vaxandi dauðsfalla af völdum krabbameins teiur hann einkum vera umhverfisþætti, svo sem sígarettureykingar og mengun í stórborgunum. Efni, sem valda krabbameini, fyrir- finnast ’i útblæstri bifreiða, reyk IIBBBHimi Umsjón: Haukur Helgason fjölgun? Tölvan fékk margs konaar verkefini af þessu tagi til með- ferðar eða eins og sérfræðingar kalla, var „prógrammeruð‘‘ á ýmsan hátt. Hagstæðari niður- staöa fékkst ekki en sú. að unnt yrði að viðhalda núverandi lífskjörum í víðustu merkingu. með þvi að gerðar yrðu ýmsar róttækar ráðstafanir. „Það er hins vegar mikið efarnál," seg ir Eduard Pestel, „hvort fólk nútímans verður reiöubúið til að Wýða kallinu um hófse.rni.“ Ti! „Efni, sem valda krabba, í loftinu, sem börnin anda að sér“ Mengun er vandamál, sem mönnum er tíðrætt um Hún lætur i vaxandi mæli á sér kræla og tekur to’l. Ein afleið ingin er krabbamein, og hefur nýlega verið skýrt frá athugun um í stórborgum Vestur-Þýzka- lands á sambandinu millj vax- andi mengunar og vaxandi dauðsfalla af völdum krabba- meins. frá brennandi hlutum, svo sero í bræösluofnum iðjuvera. olíu ofnum, þegar oiían brennur ekki a'.veg upp. Hann leggur áherzlu á. að bæta þurfi olíuhitun, svo að brennsluefnið brennj jafnan alveg upp. Dr. Zahn, sem starfar við Hoechst-efnaverksmiðjurnar i Frankfurt hefur fja'.lað um hætt- una, sem grænmetj og gróðri stafar af mengun. Hann teiur að 35 þúsund hektarar af skóglendi hafi orðið fyrir spjöl.l um af völdum mengunarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.