Vísir - 12.08.1971, Side 10

Vísir - 12.08.1971, Side 10
m V í S I R . Fimmtudagur 12. ágúst 1*974. MINNINGARORÐ UM BJORN ÞORARINSSON Bjorn Þórarinsson lé25t 7. þ m. eftir áratuga langa og erfiða bar- áttu við illkynjaðan sjúkdóm. Er útför hans gerð í dag frá Fossvogs- kirkju Við Björn áttum mrkla sam- vinnu í Hagstofu íslands um 11 ára skeið. Vegna þeirrar samvinnu minnist ég hans, er hann kveður hinztu kveðju, Bjöm var fæddur 11. ágúst 1914. Foreldrar hans voru Þórarinn B. ' ****■ - 0 Þorláksson listmálari og kona hans Sigríöur Snæbjarnardóttir. Systur átti Björn tfvær Guðrúnu lengi prestskonu í Saurbæ á Hvalfjarðar strönd og Dóru ekkju Gests Páls- sonar leikara. Báöar voru þessar systur Björns honum mjög ná- komnar. Björn tók stúdentspróf frá Menntaskólanum i Reykjavík 1933. Um haustið sama ár hélt hann til Kaupmannaháfflar til náms í efna- fræði. er hann stundaði þar V tvö ár, og síðan önnur tvö ár í Þýzka- landi Fyrstu árin eftir aö hann kom heim frá námi vann hann viö efnarannsöknir á framleiðslu síld- arverksmiðja við Húnaflóa á sumr- um, en á veturna við skrifstofu- störf hjá opinberum stofnunum i Reykjavík. Eftir að síldarverksmiðj ur á vestanverðu Noröurlandi hættu störfum, var Biörn starfsmaður á opinberum skrifstofum í Reykjavík, er hann naut heilsu og starfskrafta, lengst á Hagstofu íslands (1954— 1964), og síðan á Skattstofunni 1 Reykjavík, þar sem hann starfaði til dauðadags. Frá hlutaðeigendum á Skattstofunni hef ég þá vitneskju, aö Björn hafi þar annazt ábyrgðar- mikil og vandasöm störf, sem hann rækti með dugnaði og kostgæfni. Er mér falið að bera fram þakkir stjórnar og starfsliðs Skattstofunn- ar fyrir gott samneytj og samstarf. Björn hafði frábæra stærðfræði- gáfu og var auk þess öruggur og leikinn um alla meðferð á tölum. Hann var því frækur skrifstofu- maður. Hann var einnig kappsamur verkmaður og vann það oftast upp með löngum vinnutíma og vinnu- hörku við sjálfan sig er tapaðist i veikindum hans. Vegna öryggis hans og leikni um meðferð talna, varð það samkomulag með okkur hagstofustjóra að ég leitaði helzt aðstoðar Björns, þegar á mig kom að vinna mikið með tölur. Ég var orðinn roskinn, er ég hóf störf i Hagstofunni og hafði fram á fimmtugs aldur lítið sýslað með tölur og skortj til þess leikni og öryggi þó að ég teldist hafa frem- ur gott stærðfræðiskyn. Samvinn- an við Björn kom mér mjög vel, og lærði ég margt af honum í þeirrj samvinnu minnist ég ekki annars en kurteisi og góðvilja af hans hálfu, þó að í því, er hann vann með mér, sjálfri reiknings- listinni, gætt; ailtaf yfirburða hans, en ég ætti að stjóma verkinu. Get ég þessa sérstaklega vegna þess, að sffkt er ekki ailra kunnátta og er auk þess virðingarveröur mann- dómur. Mat ég það enn meir vegna þess, að við Björn vorum óííkir í skoðunarhætti. Til marks um það er, að Björn sagði eitt sinn við mig, að hann þekkti ekki menn með rangsnúarj skoðanir en Þingeyinga, nema ef það væru samvinnumenn eða sumir framsókarmenn, og þegar þetta allt kæmi saman, þyrfti ekki að sökum að spyrja. Hafa má til marks um, hve mkils ég mat það. er mér þótti gott um Björn, læt ég þess getiö, að ég fyrirgaf honum þessa.umsögn hans og hafðj við hann mörg viðskipti eftir að hann hafði þetta sagt, og hef ég þó fyrir lífsreglu að fvrir- gefa aldrei það, sem mér Ííkar verulega illa, og hafa ekki við- skipti að .nguðsynjalausu yið þá. sem ég hef 'þvílikar sakir við að erfa Við þetta bættist þó það, að ef stjórnmál komu til umræðu við Björn (en sliks var að visu gætt, að ekki kæmi oft fyrir innan Hag- stofunnar), tók hann ævinlega nvál- stað Sjálfstæðisflokksins, hver sem hann var og hvernig með hann var farið. | Aðalstarf Björns var annars að- stoð hans við hagstofustjóra, meðal annars er Hagstofunni voru fengn- ar í hendur af rYkisstjórninni meiri hagfræðilegir útreikningar í sam- bandi við fyrirhugaðar efnahags- ráðstafanir en nokkur einn maður gat komizt yfir á þeim tíma er til var ætlazt að þeir væru af hendi leystir. Við siika útreikninga vann Björn oft nótt með degi, ef heilsa hans leyfði, en ef heilsa hans brást, fannst þaö á. að ekk; var auðvelt að fá annan eða aðra til að veita bessa aðstoð af jafnmiklum dugnaði Samvinna þeirra hagstofustjóra og Björns við þessi störf virtist þeim, er utan við stóðu, a'ltaf vera góð, enda voru þeir vinir frá þvi á bernskuárum, og hagstofustjóri lét sér alltaf mjög anrvt um Bjöm í Skrifstofur vorar verða lokaðar e. h. í dag vegna jarðarfarar Kjartans Thors f ramkvæmdast j óra. Landssamband íslenzkra útvegsmanna, Félag íslenzkra botnvörpuskipaeígenda. Lokað í dag vegna jarðarfarar Kjartans Thors, fram- kvæmdastjóra. Samtrygging íslenzkra botnvörpunga. veikindum hans, og sá þá oft um hann sem nánasta venzlamann sinn, En það gat borið þeirra á milli, að hagstofustjóri vildi, að skoðanafrelsi væri f Hagstofunni, en Birni var það áhugamál. að þar væru menn með réttar skoðanir. Þvílíkur ágreiningur getur verið skiljanlegur hér á landi, en ekki var öllu starfsfólkj Hagstofunnar fullkom.'ega sama um skilning Björns á þessum málum. >ó naut hann þeirrar vinsemdar þar, að hann var af öllum kallaður gælu- nafni s'inu frá barnæsku, Bii. Amór Sigurjónsson. Tvær síöustu sumarleyfisferðirnar 19.—22. ágúst, 4 dagar. Laka- gígar—Eldgjá—Landmannalaugar. 26.—29. ágúst, 4 dagar, Norður fyrir Hofsjökui. Farið verður norð ur Kjöl, um Laugafell, Nýjadai og suður Sprengisand Ferðafélag íslands, Ö'.dugötu 3, Símar 19533 og 11798, SKIP4ÚTGCRB RIKISÍNS Ms. Hekla fer austur um land i hring- ferð 14. þ. m. Vörumóttaka fimmtudag og árdegis á föstu dag, til Hornafjarðar. Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöövar- fjarðar Fáskrúðsfjarðar, Reyðar fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavíkur, Akureyrar og Si'glu fjaróar. Ms. Esja fer vestur um land í hring- ferð 20. þ. m. Vörumóttaka alla virka daga nema laugardaga til Vestfjaraðhafna, Norður- fjarðar, Siglufjaröar, Ólafs- fjarðar og Akureyrar. HELLU AVALLT 1 SÉRFLOKKI HF OFNASMIÐ.IAN Einholti 10. — Simi 21220. Lofum VEÐRIÐ i OAG Austan gola, bjart með köflum. Hiti 7—14 stig. BELLA Hve niörg slög é gslæ á minútu? Láturn okkur sjá ... M-í-N-tJ-T-A en ég kom hingað áðan til að taka ... sex! VISIR 50 8IFREIÐASK0ÐUN @ Bifreiðaskoðun; R-15751 til R- 15900. SKFIV1MTISTAÐIR • Þórscafé. Gömlu dansamir í kvöld Polkakvartettinn leikur. Röðull. H'jómsveitin Haukar Ieikur. Glaumbær, Diskótek. Hótel Loftleiðir. Hljómsveit Karls Lilliendah! leikur, söngkona Linda C. Walker. Big Ben skemmta. Tónabær. Opið hús kl. 20— 23. Unglingar fæddir ’57 og eldri. — Aðgangseyrir 10 kr. Diskótek og leiktækjasalur. Leiktækjasalurinn opinn frá k’. 4. fyrir arum Rúmstæðj með dýnu og servant ur ti! sölu. Grundarstíg 15B. — Hittist kl. 8 síðdegis. Visir 12. ágúst 1921. FUNOIR Hjálpræðisherinn. Almenn sam- koma i kvöld kl.‘ 8.30 að Kirkju- stræti 2. Fíladelfia. Almenn samkoma i kvöld kl. 8.30. Hu’.da Stefánsdótt ir, Þorsteinn Einarsson og Gunnar Þorsteinsson tala. — Tvísöngur Hertha Hag og Hulda Stefánsdótt Hildur Hallsdóttir, Skipholti 26, andaðist 6 ágúst 45 ára að aldri. — Hún verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju kl. 10.30 á morgun. Bjarnj Þórarinn Marinó Magnús- son, Baugsnesi 1A, andaðist 3. ágúst 4S ára að aldri Hann verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju kl. 1.30 á morgun. Öfeigur Ólafsson, húsasmiður, Melabraut 38, Seltjarnarnesi andað ist 4. ágúst 51 árs að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju k! 1.30 á morgun. KFUM — KFUK. Opið hús verð Ófeigur Eyjólfsson, Kirkjusandi ur fyrir félaga og gesti þeirra í fé andaðist 5. ágúst /1 árs að aldri. lagsheimilinu við Holtaveg i kvöld Bálför fer fram frá Fossvogskirkju ki. 8.30. kl. 3 á morgun. Jarðarför eiginkonu minnar HELGU MARKÚSDÓTTUR, Hagamel 2, fer fram frá Neskirkju n. k. laugardag 14. þ. m. kl. 10.30 árdegis. Sveinn Guðmundsson. 5 tilefni fegrunarviku @ Falleg borg er allra yndi @ Snotur garður, menning í húsi 0 Fegrum borgina. Herbergi óskast Stúlku, sem stundar nám í Verzlunarskólanum, vantar gott herbergi næsta vetur. Æskilegur aðgangur að eld- húsi. Reglusemi heitið. Uppl. á miHi fcl. 18 og 20 í síma 30649.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.