Vísir - 14.08.1971, Síða 3
VlSIR . Laugardagur 14. ágúst 1971.
,Hundadagurinn mikli
„ Verklýsing ekki tilbúin"
— en einhvernveginn verður hundum komið
burt af borgarsvæðinu
„Hundadagurinn mikli“
nálgast. Hundavinir og
eigendur eru farnir að
óttast um sinn hag, og
velta fyrir sér hvort lög-
reglan muni ganga í hús
og slíta af þeim hundana
þeirra, án miskunnar.
Viö hringdum í Ásgeir Frið-
jónsson_ fulltrúa lögreglustjóra.
„Lögreglan er framkvaemdaaðil
inn í þessu máli, og það liggur
fyrir ákvörðun borgarráðs og
borgarstjórnar um, að þeir menn
sem hafa hjá sér hunda, skuli
hafa losað sig við þá fyrir 1.
september — elia hirðir lög-
reglan þá hunda, þar sem til
þeirra næst.“
— Gengur þá 'lögreglan í hús
að skjóta hunda 1. september?
„Ég er nú ekki tilbúinn með
verklýsingu, en það gefur auga
leið að við verðum einhvern veg
inn að gera þetta. Ætli við byrj
um ekki á þvf að kynna okkur
hvar hundar eru, gera okkm'
skrá — við vöðum ekki f hús
af handahöfi."
— Nú munu hundavinir fara
fram á endurskoðun f þessu
máli, þeir hafa lagt fram ný
gögn í málinu — og sömuleiðis
hefur Dýraverndunarfélagið far-
ið fram á endurskoðun.
„Ég vil nú segja það, að mér
finnst þessir aðilar furðulega
seinir að koma fram með beiðni
um endurskoðun, einkum þegar
þess er gætt, að nú er funda-
hlé hjá borgarstjórn." —GG
Mengunin rædd á norrænni
læknaráðstefnu um helgina
Stórmál verða tekin til meðferð
ar á norrænu þingi embættislækna
sem haldið verður f Reykjavík
um helgina. Baldur Johnsen, forst.
maður Heilbrigðiseftirlits okisins
hefur framsögu um „Mengunarmál-
in og þátt héraðslækna og ann
arra embættismanna í baráttu gegn
vandamálum þessum“_ Þá mun
Brynleifur Steingrímsson, héraðs-
læknir á Selfossi hafa framsögu,
þegar rætt verður um „Hvert
stefnir læknaþjónustan utan
sjúkrahúsanna?"
Alls koma hingað 80 læknarfrá
Norðurlöndunum, en með þeim kon
ur og böm, þannig að hópurinn
verður nær 140 manns.
Er þetta 14. ráðstefnan af þessu
tagi, en ráöstefnumar eru haldnar
annað hvert ár. Ráðstefnan fer
fram á Hótel Loftleiöum, en Ferða
skrifstofa ríkisins hefur haft veg I unni lýkur á mánudag, en hópmr
og vanda af undirbúningi og skipu inn mun ferðast nokkuð um ná-
lagningu ráðstöfunnar. Ráðstefn- | grenni Reykjavíkur. —JBP
NORÐMENN FLYTJA
ÚT ÍSMOLA
Kristaltærir ismolar úr hreinu
fjallavatni verða nú útflutnings-
vara í Noregi. Kaare ödegaard
verkfræðingur hefur komið á lagg
irnar framleiðslu á ísmolum við
Bukkestrande í Romsdal.
Tilraunaframleiðsla er vel á veg
komin, og fyrsta sendingin hefur
þegar farið til Hollands. Stefnt er
að því að selja ísmolana stórum
hótelum í Evrópu.
Stór hringur á heimsmarkaðnum
hefur áhuga á sölunni, en fyrir-
tæki, sem kallast Norway Crys-
tal Ice Company hf. annast fram-
leiðsluna í Noregi; sem er hin
fyrsta sinnar tegundar f Evrópu.
—HH
«)«•««
e>
iÆvintFraíerð um Rinarlönd
furt og fjögurra daga ferð um
R'inarlönd, hlaut Geir Haligeirs-
son, Hólmgarði 16, Reykjavík.
Stefanía Reinhartsdóttir, Sunnu-
braut 39, Kópavogi, hlaut^ flug
far frá Reykjavík til Akureyr-
ar. Sigurjón Jóhann Sigurðsson,
Eyrargötu 8, ísafirði, hlaut flug
ferð frá ísafirði til Egilsstaða og
Sigrún Inga Sigurðardóttir,
Flugumýri, Skagafirði Mlaut flug
ferð frá Sauðárkróki til Reykja
víkur. Geir Hallgrímsson fór
sfna verðlaunaferð til Rínar-
landa 10.—15. júlí. Margt fróð
legt og skemmtilegt bar fyrir
augu, sem að líkum lætur. Auk
borgarinnar Frankfurt am Main
var háskólaborgin Heidelberg
heimsótt, svo og Koblenz og
Köln. Siglt með skipi eftir Rín
framhjá hinum fræga Lorelei
kletti og fl. og fl. Með Geir f
ferðinni voru Grímur Engilberts
ritstjóri Æskunnar og Sveinn
Sæmundsson, blaðafulltrúi. Frá
sögn af hinni ævintýralegu ferð
Geirs mun birtast í Æskunni
næsta vetur ásamt mvndum úr
ferðinni.
Myndin var tekin er Geir
lagði af stað í hið ævintýralega
ferðalag sitt til Rínarlanda,
Eins og mörg undanfarin ár,
efndu Flugfélag íslands og barna
blaðið Æskan til verðlaunasam-
keppni sl. vetur. Keppnin var
í spurningaformi og voru spurn
ingarnar um flugmál, um Þýzka
land og samband íslands og
Þýzkalands fyrr og nú. Þátttaka
W
varð mjög mikil og bárust rúm
lega 6 þús. lausnir. Þar af reynd
ust tæplega 3 þús. lausnir rétt-
ar. Hinn 15. júní var dregið úr
réttum lausnum á skrifstofu
Æskunnar í Reykjavík.
Fyrstu verðlaun, flugferð með
þotu Flugfélags íslands til Frank
. *
9
Hlynur Birgisson, 6 ára Reykjavíkurstrákui komst þama f
kynni viö hvutta í sveitinni fyrir nokkrum dögum. Innan skamms
verða ferfætlingarnir útlægr gerðir af götum borgarinnar hans
Hlyns.
Yill láta opna
götuna að nýju
Njarðargötunni, frá mótum Hring
brautar að gamla Tívolf, var lokað
snögglega fvrir nokkrum árum, og
var þetta óneitanlega til baga fyrir
þá fjölmörgu, sem eiga erindi suð-
ur á Reykjavíkurflugvöll, að ekki
sé talað um íbúana suður í Skild
inganesi.
Nú er komin fram í borgarstjóm
tillaga frá Albert Guðmundssyni
þess efnis aö gatan verði opnuð
á ný. Albert sagði f gær um þetta
mál: „Ég fæ ekki séð að nokkur
rök liggi að því að menn þurfi
endilega að fara þennan stóra
hring til að komast suður á flug-
völl. Meðan hægt er að notast við
Njarðargötuna og hún er ekki í
vegi fyrir framkvæmdum finnst
mér eölilegt aö gatan sé notuð borg
Tafirnar á
Vesturlands-
[urunum til mesta hagræðis," sagði
Albert, sem taldi að vel kæmi til
mála að leggja olíumrlarlag á þenn
an spotta, ef hann fengist opnaður.
-JBP
vegi
Svo sem Vísir skýrði frá á mið
vikudaginn, hefur steypufram-
kvæmdum á Vesturlandsvegi aö-
eins seinkað, og hefjast þær 16.
ágúst f stað 9., sem áætlað hafði
verið.
Töfin stafar ekki af því, að Aðal
verktakar, sem annast framkvæmd
irnar séu ekki tilbúnir að byrja,
heldur hefur undirbúningsvinnu Að-
albrautar sf. eitthvað seinkað.
—GG
£T
HELLU
AVALLT I SÉRFLOKKl
HF. OFNASMDÐJAN
Einholti 10. - Simi 21220.
II