Vísir - 14.08.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 14.08.1971, Blaðsíða 9
* iðiR . Laugöitnígui íit. ctgtrst nrn / £j** ^ .ií %rr. Ekki þarf að kvíða eilífðinni, efhúnersvona — spjallaö við ibúa við Sporðagrunn, fegurstu götu Reykjavikur Ég segi eins og karl- inn: Ekki þarf maður að kvíða éilífðinni ef hún er ekki verri en þetta. Ég er vel kunnugur allt ég vildi heldur eiga hús á fremur en hér í Grunn inu, sagði Steingrímur Pálsson, sem við hittum með orf og ljá úti í garði hjá Baldvin Einarssyni, forstj. Almennra Trygg- inga, Sporðagrunni l. — Steingrímur er sem kunnugt er bróðir Er- lings Pálssonar, lögreglu þjóns og sundkappa en þeir bræður áttu lengi vel heima inni í Laugar- nesi, þar sem nú þykja hvað fegurst hverfi í bænum. húsin, segja þær Ragnhildur Pálsdóttir og Guðrún Guðjónsdóttir, sem lágu í sólbaðí framan við Sporðagrunn 12. ekki mjög langt frá þar sem ég hafði búið. — Og ég er tnikið þakklátur þeim manni, sem ég veit raunar ekki hver er, eða kannski það hafi verið forlögin, sem úthlutuðu mér þessari lóð við endann á Sporðagrunninu. Steingrímur kann frá mörgu að segja og tengir þetta háborg- aralega, tiltölulega nýtfzkulega hverf; við gamla tímann, þar sem hann röltir um með amboð sín og hirðir töðu af blettunum ofan i tvær merar, sem hann hefur uppi að Elliðavatni. • ' Og frúrnar bregða sér út á blett í sólbað eins og þessi á númer 13, Katrín Kolbeins. frá Öræfum og upp í Kollafjörð og ég veit ekki um neinn stað, sem Cteingrímur býr við endann á Sporðagrunni, þar sem sér suður eftir þessari fegurstu götu bæjarins. Og favað ætti svo sem að vera líkara himnaríki en þvíiíkt útsýni. Steingrtmur og þeir bræður hans mega heita feður þessarar götu og hverfis- ins því að þeir bjuggu allir þarna l grenndinni fyrrum. — Það var eitthvað, sem laðaði okkur alla að laugunum, sagði Steingrímur. meöan við röltum eftir götunni í átt að húsi hans. Við settumst að viö sitt hvert hornið á Iauginni. Erlingur bjó lengi að Bjargi, sem margir þekkja, en ég fékk smá land- spiidu skammt frá Hóium, byggði þar hús og kallaði Reyk- hóla. Það hús er nú komiö upp að Árbæ. — Þetta var árið 1925. Síöan var ég svo að Elliðavatni með hæliö þar um alllangt skeið. Þegar fór að byggjast hér innfrá þá ámáigaði ég það við bæjaryfirvöld að fá hérna lóð, íbúar götunnar voru margir útivið og varla hefur það spillt útivistinni aö sóla sig í fegursta umhverfi sem fyrir- finrist í borginni... . í Á Sporðagrunrii býr margt Váliífkttnnra manna. Við nefnd- um áöan Baldvin forstjóra Al- mennra trygginga, í næsta húsi viö hann býr Ragnar Sigurðsson, læknir og út úr húsi númer 15 þar næst við, sjáum við hvar kemur Broddi Jóhannesson, skólastjóri Kennaraskólans. Hann hefur á lofti alpahúfu sína þegar við mætum honum og gengur greitt. enda orðinn of seinn á fund niðri í ráðuneyti. Við verðum að sætta okkur við að málefni Kennaraskólans teljist mikiivægari en fegurð Sporöagrunnsins og sjáum á eftir Brodda bruna í jeppa sín- um austur götuna. Við snúum okkur þess í stað að húsi númer 16 og heilsum þar upp á Björn Tryggvason, bankastjóra hjá Seðlabankanum og Kristjönu Bjarnadóttur konu hans. Þau sitja eins og fleiri úti V garði og njóta góöviörisins. Garðkollum er skotiö undir blaðamenn og fyrr en varir er frúin búin að hella uppá. — Það eru allir hér í götunni mjög ánægöir með þessa út- nefningu segir Kristjana — og stolt af, enda hugsar fólk hér yfirleitt mjög vel um garðana sína og húsin. Rykiö af Dal- brautinni hefur angrað okkur ansi mikiö og skemmt fyrir okk- ur gróður, aö minnsta kosti í görðunum, sem snúa þangaö. — En það stendur tij bóta, þar sem nú á að fara að malbika. Byggingarframkvæmdir við þessa götu hófust 1955. Þá voru þar auðvita einungis holt og mýri. Steinana úr holtinu má víða sjá I göröunum, sumir standa óhreyföir, annars staðar hafa þeir veriö notaðir í hleöslu og jafnvel f tröppur og stíga. — Við vorum með þeim fyrstu sem byrjuðum aö byggja þéma. Ég^ mafi^þ^ var á sjó- mannadagjnn 1955 'að ég hafði fengið. gröjfu frá baénum til þess að gra?fa hérna fyrir grunninum, Við vorum á leið hingað inn eftir ég og félagi minn. Þá sjá- um við allt i einu heljarmikinn vatnsstrók bera við himin. — Grafan hafði þá tekið í sundur vatnsæð seih lá hér inn að verk- smiðjunni að Kletti. Þetta varð eins konar skfrnarathöfn. \Ti6 röltum yfir götuna þvera ’ og virðum fyrir okkur vel hirta garðana. Krakkar eru hvar- vetna að leik í klettum og runn- um. Bömin munu ekki sízt vera prýði götunnar, því hér búa bammargar fjölskyldur. Okkur er tjáð að þama séu allt upp í 9 börn f heimilj og hér þykir ósköp hóflegt að eiga fimm börn. Lítil stelpa fræðir okkur á þVi að hrekkjusvín fyrirfinnist hér ekki — nema stundum, seg- ir hún. Þeir sem era hrekkju- svln eru það ekk; ailtaf. — Og það eru vissulega mikil meðmæli með þessari ágætu götu. En að húsabaki hittum við frú l sólbaði Katrínu Kolbeins. — Við eram búin að eiga heima hérna í tíu ár og eigum sennilega einna stytzta búsetu þeirra sem hér eiga heima. Fólk flyzt ógjarnan héðan. — Kemur það ekki mikið i hlut kvennanna að hirða garð- ana? — Fjölskyidumar í þesSirhúsi skiptast á um að hugsa um garðinn. eitt ár í senn. Og þá reynir auðvitað hver að gera það eins vel og hann má. Ég á ekki heiðurinn af útliti hans í ár, þvV það kemur ekki að okkur fyrr en á næsta ári. Og þó að ólíklegt sé að Fegr- unamefnd Reykjavíkur útnefni Sporðagrunn aftur „fegurstu götu Reykjavíkur" aö ári, þá má sjá það á öllu að íbúamir munu gera sitt bezta til þess að viðhalda því orði sem hún hefur fengið. — JH Hér eru aiíir stoltir af götunni, segja þau Kristjana og Björn Tryggvason, sem buðu upp á Og þarna er Steingrímur Pálsson aö siá gras ofan í merarnar kaffi úti í garði. sínar á blettinum hjá Baldvin í Almenna. 9 l I i t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.