Vísir


Vísir - 14.08.1971, Qupperneq 5

Vísir - 14.08.1971, Qupperneq 5
 í SYNIR SOLARINNAR STOÐU UNDIR NAFNI OG SIGRUÐU — herzlumuninn vantaði i leik islenzka liðsins, og fveir af tengiliðunum brugðust. Japan vann 2-0 Synir sólarinnar reynd- ust o'iarlar íslenzkra knatt spymumanna og sigruðu í landsleiknum í gærkvöldi með 2—0. Við því var kann ski að búast, þvl lið, sem varð í þriðja sæti á Ólym- píuleikum og tapar aðeins með eins marks mun á Idretsparken, getur ekki verið skipað neinum auk- visum. Japönsku leikmennirnir skoruöu tvívegis meö stuttu miilibili um miöjan síðari hálfleik — einmitt þeg-ar íslenzka liðiö var aö ná tök- um á leiknum og hafði sótt mjög mínúturnar á undan. Fyrra markið kom á 20. rnin. Japanir fengu innkast, sem var strax tekið og gefið inn í eyðu í hominu. Þar kom einn jap- önsku leikmannanna að — og gaf þegar fyrir markið. Otherj- inn vinstra megin kom á fleygi- ferð inn í vítateginn, kastaði sér fram og skallaði framhjá Þor- steini Ólafssyni í mark. Það var raunverulega í fyrsta skipti, sem Þorsteinn þurfti að verja í síð- ari hálfleiknum. Og aðeins þfem- ur mjnútum síðar skoraði sami leikmaður annað mark Japana, þegar vörnin íslenzka opnað- ist illa og Sugiyama komst einn innfyrir. Þetta var rothögg á ís- lenzka liðið og því tókst aldrei að rétta sinn hlut. Fyrri hálfleikur var oft skemmti legur og hraði talsverður. Það voru japönsku leikmennirnir, sem oft- ast höfðu frumkvæðið, og ef skot- fimi þeira hefði verið í samræmi við aðra getu þeirra á vellinum er hætt við því, að ísland hefði verið I—2 mörkum undir í hálfleik. Japanir léku létta og skemmti- lega knattspyrnu — með stuttum og löngum sendingum á víxl — og leikni flestra var mun betri en okkar manna. Leikur liðsins var allt að því „prófessonial" á köflum. Samt lék íslenzka liðið betur i þessum hálfleik en gegn Englandi á dö.gunum, en það var eins og ein hvern herzlumun vantaði til aö þaö félli saman og léttleiki var ekki nógu mikill. Fyrsta upphlaup íslenzka liðsins, sem var hættulegt átti sér stað á 8. mín. þegar þeir fléttuðu saman Matthías og Eyleifur, sem síðan gaf knöttinn til Jóhannesar Atlason ar. Hörkuskot hans hafnaði ofan á stöng. Rétt á eftir átti Hermann hörkuskot, af um 25 mettai.-fasjri, en hinn frábæri,'japanski markvörð ur varði glæsilega með þvi að slá yfir. Næsti leikkafli var Japana og þeir sóttu stíft án þess að skora og fengu þó góö færi — og það var ekki fyrr en á 20. mín. að íslenzka liðið átti skot á mark. Eftir skemmtilega samvinnu Jóhannesar Eðvaldssonar, Ásgeirs og Eyleifs barst knötturinn til Ásgeirs, sem spvrnti á markið neðst í hornið, en Yokoyama varði. Nokkrum sek. á eftir munaði hársbreidd, að Her- mann næði knetinum fyrir opnu niarki, en það heppnaðist ekki — eins og flest annað þegar að mark- inu kom. Annað hvort var mark- Fyrirliðar liðanna, Jóhannes Atlason og Kamamoto, takast í hend- ur áðUr en ieikurinn hefst og á milli þeirra sést skozki dómarinn, Marshail. Ljósmyndir BB. ■— vörðurinn f veginum eða spyrnt var framhjá. í síðari hálfleik sótti íslenzka lið ið mun meira framan af og litlu munaði að liðinu tækist að skora. Þannig lék Tómas skemmtilega á annan bakvörðinn, en þegar hami ætlaöi að spyrna á markið komst annar varnármaður fyrir á síöustu stundu. Þannig sluppu Japanir og svo kom hið övænta mark — eins og köld skvetta framan í áhorf- endur, sem héldu nú loks að sigur mundi vinnast, en þeir voru 5854. Eftir þetta mark og hið næsta, sem fylgdi í kjölfarið lögðu jap- önsku Ieikmennirnir megináherzlu á vömina, sem skrljanlegt var. En þeir áttu þó af og til snögg upp- hlaup og í einu þeirra varði Þor- steinn snilldarlega — en þess má geta, að hann hafði mun minna að gera í leiknum, eh hinn japanski — sem vann eitt snilldarafrekið síðast í leiknum, þegar hann varði hörkuskot Hermanns. Eins og áður segir vantaði herzlu mun, að ísl. liðiö næði saman, og rnest fyrir það að tveir tengi- liðanna Eyleifur og Jóhannes, náðu sér aidrei á strik í leiknum. Hins vegar var Ásgeir Elíasson, sem lék einnig í þeirri stöðu, bezti maður liðsins. Vörnin var allsæmileg og eink- um var þó. hlutur Þrastar góður gegn hinum hættulega og góöa leik nianni Kamamoto. Guðni átti einnig góðan leik, en hins vegar verður ekki það sama sagt um Jóhannes Atlason, sem átti í miklum erfið- leikum • viö hinn eldfljóta Sugiy- Japanski markvöröurinn Yakoyama var hreinn snillingur í hlut- verki sínu, kattliðugur og snöggur. Markvarzla hans var óað- finnanleg og því við erfiðan mann að eiga fyrir fsl. leikmennina. '■ví'nt ■ •*' ■ •• Framíinan var hins vegar laka.sti hluti liðsins, hverju sem um er aö kenna, því þar-vorú vissulega góö- ir einstaklingar eins ög Matthías ög Hermann. Hinn ungi Vestmanna- eyingur Tómas Pálsson var þeirra hættulegastur, þá sjaldan hann fékk knöttinn, en Tómas var bein- línis „sveltur" í leiknum. Undir lokin fór Eyleifur út af og inn á kom Steinar Jóhannsson, en fékk litlu sem engu áorkaö þær mín. sem hann var inn á. Hins vegar kom þessi skipting mjög á óvart, því Steinar hafði alls ekki verið vatlinn upphaflega í sautján manna hópinn. Um japanska liðið er margt gott að segja. Leikmenn liðsins voru mun fljótari okkar mönnum og leikni mikil. Þá var leikaðferð liðs- ins svo miklu betur útfærð en okk ar mánna — enda liðið nú að koma úr langri og strangvi keppnisför, sem reynzt hefur liðinu hinn bezti skóli. Dómari í leiknum var skozk- ur, Majshall að nafni, og skilaði hann hutverki sínu vel, svo og línu verðirnir Valur Benediktsson og Guðmundur Haraldsson. -hsím Tómas Pálsson var hættuiegasíur íslenzku sóknarmrinnanna þá sjaklan hann fékk knöttinn. íiér sést hann leika á bákvörðinn Kikukawa — og komst í skotfæri, en miðverðinum japanska Yamaguchi tókst á síðustu stundu að koma í veg fyrir mark.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.