Vísir - 14.08.1971, Síða 8
VISIR . Laugardagur 14. ágúst 197t
VISIR
Otgefandl: Reykjaprenr nf.
ftramkvæmdastjöri: Sveinn R EyjöHssoe
Ritstjöri: Jónas Kristjánsson
PWttastjöri: Jón Birgir Pðtursson
RftstjórnarfuUtrúi: Valdlmar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessoo
Auglýsingar : Bröttugötu 3b Sbnar 15610 11660
Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Stmi 11680
Ritatjörs: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 Uaur)
Askriftargjaid kr. 195.00 á mánuði innaniands
f lausasðlu kr. 12.00 eintakið
Prentsmifiia Vtsis — Edds ht.
Múrverkið mikla
Tíu ár voru í gær liðin, frá því að stjómin í Austur-
Þýzkalandi stöðvaði frjálsar samgöngur milli hinna
tveggja hluta Berlinar og hóf byggingu hins alræmda
Berlínarmúrs. í Austur-Berlín töldu menn af þessu
tilefni ástæðu til að útdeila heiðursmerkjum til þeirra,
sem stóðu að múrverkinu á sínum tíma.
Múrinn var reistur til að hindra flótta fólks vestur.
Snemma morguns var verkið hafið og brátt höfðu
verið skorin sundur bönd fjölskyldna og ástvina.
Berlínarbúar höfðu ekki búizt við slíku þótt mörg
váleg tíðindi hefðu orðið.
Það var mikil lífsreynsla að vera í Berlín þennan
dag. Útlendingar fengu enn að fara yfir til Austur-
Berlínar, þótt borgarbúar mættu það ekki. Austan
Brandenborgarhliðs úði og grúði af sovézkum skrið-
drekum. Skammt frá, undir húsveggjum, stóðu þöglir
Austur-Berlínarbúar og horfðu á hervirkið eins og
væm þeir við útför náins vinar.
í örvæntingu reyndu margir að flýja þennan dag,
og blóð rann í síkjunum.
Það var átakanlegt að vera áhorfandi þessa harm-
leiks, þótt hann vekti um leið þakklæti fyrir það, að
íslendingar hafa aðeins þurft að horfa á í fjarska.
Síðan þá hefur múrinn hringað sig um Berlín eins
og kyrkislanga. Hann heldur hátt á aðra milljón
manna í helgreipum sínum. Visnuð blóm jg kransar
vestan megin minna á þá sjö tugi manna, sem hafa
látið lífið í tilraun til flótta yfir múrinn.
Það er Berlínarbúum lítil huggun, þó að austur-
þýzk stjórnvöld geti frá sínum sjónarhól fundið rök
fyrir múrverkinu. Fólksflóttinn frá Austur-Þýzka-
landi var orðinn svo mikill, að til stórvandræða horfði
í efnahagsmálum og atvinnulífi. Það voru ekki sízt
menntamenn, sem fóru vestur.
Austur-Berlínarbúum var þann dag sagt, að þetta
væri „varnarveggur“ gegn ásókn auðvaldssinna. Því
fögnuðu ungir kommúnistar í gær þessu afmæli. Frá
bæjardyrum Kommúnistaflokksins var ekki um að
sakast. Múrinn hafði náð tilgangi sínum. Varla nokk-
ur maður gat lengur komizt burt úr ríki þeirra. „Fjár-
festingin“ í múrnum hafði gefið arð.
Willy Brandt kanslari Vestur-Þýzkalands sagði
fyrir skömmu, að góðar vonir væru um lausn Berlínar-
málsins fyrir árslok. Hann batt vonir við fund fjór-
veldanna, sem staðið hefur undanfama daga. Enn
hefur þó ekkert frétzt af þeim fundi, sem bendir til
skjótrar niðurstöðu.
Vestur-þýzka stjómin hefur sett samkomulag um
Berlín sem skilyrði fyrir staðfestingu á samningi sín-
um við Sovétstjómina. Sovétmenn leggja mikið upp
úr, að samningurinn verði staðfestur. En fyrir það
verða þeir að losa kverkatökin á Berlín.
Hörð barátta um
Timaritið Newsweek segir frá stöðunni i
deilum Bandarikjanna og rikja Subur-Ameriku
og landhelgismálum almennt
„Valdsvæði ríkja end-
ar, þar sem vopnavaldi
þeirra lýkur“, sagði hol-
lenzkur lögfræðingur ár-
ið 1703. „Réttur hins
sterkari“, sem þessi orð
lýsa, var lengstum sá
réttur, sem gilti í alþjóða
samskiptum, og er enn
að miklu leyti ráðandi.
Þeta er ein spurningin í
Iandhelgismálum okkar
og annarra: Ræður sá
sterki enn eða skiptir nú
meira máli, hvað er sann
gjarnt og réttmætt?
„Alþjóðadómstóllinn
gagnslaus“.
Bandaríska tímaritið News-
week fja'lar um landhelgismálin
í síðasta hefti og einkum um
landhelgismál Suður-Ameríku-
ríkja, sem sum hver hafa fært
út einhliöa í 200 sjómílur. Tíma-
ritið segir að „sem betur fer
sé líklegt að lögfræöingar óg
„diplómatar'1 muni brjóta málið
tíj mergjar" f” Genf,: þar' sem
fulltrúar 86 rikja hafi setið
á fundum í meirá en tvær vik-
ur og undirbúið ráðstefnu, sem
verði árið 1973. Sú ráðstefna
verði þriðja tilraunin á fimmtán
árum til að fá úr því skorið í
eitt skipti fyrir öli_ hver ráði
liverju á, í undir og jafnvel
yfir höfunum.
„Alþjóðadómstóllinn í Haag
er gagnslaus í þessu tilviki",
segir tímaritið, þar sem ákvarð-
anir hans séu þvi aðeins bind-
andi, að málsaðiiar skuldbindi
sig fyrirfram til að hlíta úr-
skuröi hans.
„Endurskoða efnahags-
aðstoð við Ekvador“.
Newsweek segir, aö sumir
Ktj á Bandaríkin, Sovétríkin og
ýmis önnur mikil siglingariki
sem ofbeldisseggi, sem ræni frá
vanþróuðu ríkjunum alls konar
auöæfum í hafinu, og telur
tfmaritið þetta skritið.
25 ríki heims hafi aðeins
þriggja sjómílna landhelgi og
44 hafj tólf sjómílur. — Þá
ræðir tfmaritið um deilurnar
milli Suður-Ameri'kuríkja og
Bandarfkjanna um þessi mál.
Ekvador hafi til dæmis tekið
26 bandarísk fiskiskip á þessu
ári. Bandaríska stjómin hafi
svarað þvf með því að hætta
vopnasendingum til landsins og
hóta að „endurskoða" efnahags-
aðstoðina við Ekvador, en hún
nemi 25 milljónum dollara (2200
milijónum króna). Þá hafj stjórn
Ekvador, rekið úr landi alla
hemaðarsendinefnd Bandarikj-
anna, 37 manns.
Brasilía endurnýjar
flotann.
Ötfærsla Brasilíu í 200 sjó-
mílur hafi tekið gildj i júnimán-
Uðj siðastliðnum. Stjórnvöld þar
hafi þegar í stað gert út skip og
... softikho* "'Cf
200 (>.«
u.s. . ■ i
ÍTfí'i Itottí ta i '
. . . ,»i -Oof* tikfkíitbiHi
. MtWO l i
flugvélar tij að reka , burt veiði- “
þjófa (sem tímaritið hefur inn-')2
an gæsa-lappa). Fiskiskip frá
Japan, Suður-Kóreu, Guyana og
Súriam hafi hraðaö sér brott en: i2/>S, ytnt'f
ekki bandarísku skipin. Banda-
rísk skip hafi hunzað útfærsluna,
og lagt net s’in. Bandaríska þing-
ið hafi frestað lagasetningu, sem; / ,. ,
ætluð hafi verið til að hjálpa \
Brasilíu og öðrum kaffirikjum A
tij að halda kaffiveröinu óeðli-: \
lega háu. Þingmenn á þingi ^
Brasilíu urðu æfir. Brasilíustjórn '—j
hyggst verja nær 30 milljörðum f’ttn/h r
króna til að endurbæta flota;
sinn til að takast á við hvern
þann, sem seilist inn fyrir land- 4 ^
helgina. ͧ
Truman - tilkall til
landgrunnsins.
Newsweek bendir á. að fall-
byssur dragi nú langt fram yfir
þrjár milur, gömlu landhelgis-
mörkin. Tækniframfarir við
fiskveiðar hafi jafnframt gert
fiskimið fjarr; landi mun hag-
kvæmari en áður var. Reyndar
hafi þaö veriö Bandaríkja-
menn sjálfir, sem manna fyrstir
hafi viðurkennt þessr breyting-
ar og Harry Truman forseti
Bandaríkjanna gerði árið 1945
tilkall til einkaréttar Bandaríkj-
200
Harry Truman fyrstur af stað
111111111111
fl® SffiEI
■ ■■■■■BfilBIEBEg
Umsjón: Haukur Helgason
anna á landgrunni sínu, sem nær
50—150 mílur út af austurströnd
Bandarfkjanna. Slíkt landgrunn
sé ekkj viö vesturströnd Suður-
Ameríku, en Chile, Ekvador og
Perú hafi vitnað til Truman-
yfirlýsingarinnar árið 1952, þeg-
ar þessj ríki gerðu Santiago-
samþykkt sína um tilkalj til
einkaréttar á fiskveiöum í 200
sjómílur. Með þeirri útfærslu
hafi ríkin náö til Humbolt-
straumsins, þar sem eru einhver
auðugustu fiskimiö heims
Nú geri tíu ríkj Suður-Ame-
riku tilkall til 200 sióm'Ona fisk-
veiöilögsögu. Þessi ríki leggi sig
fram um að fá stuðning ríkjanna
Útfærsla Suður-Ameríkurikj-
anna — Tölumar sýna, hve-
nær fært var út og hve marg-
ar mílur hin einstöku ríki
eigna sér.
í „þriöja heiminum“, Asfu og
Afríku. Gínea hafi lýst yfir
130 mílna landhelgi út af vest-
urströnd Afríku, og Afrikuríkið
litla Sierra Leone hafi f ár fœit
út f 200 mllur.
„Skrítin bandalög“
Tímaritiö hefur það eftir John
R. Stevenson, sem er foimaður
bandarísku sendinefndarinnar á
Genfarfudinum og sá, er lagði
fram bandarísku tillögumar í
síðustu viku, aö væru 200 sjó-
’mílur reglan mundi „millj 25
og 50% hafanna falla undir
landhelgj einstakra ríkja“.
Minnt er á tillögur Bandaríkj-
anna um tólf mflna landhelgi,
en. sagt, að á því séu mikil
vandkvæði. Síðan ræðir News-
week nánar um bandarísku til-
lögurnar um reglur á sundum
og siglingaleiðum.
Newsweek bendir á, að þessi
deila hafi leitt til skrítinna
bandalaga. Til dæmis séu Banda-
ríkin og Sovétríkin harðir keppi-
nautar á höfunum, en sem flota-
veldi standi þau saman í and-
stöðunni viö 200 sjómflna land-
helgi. Á sama hátt leiti stjómir
í Suður-Ameríku, sem sumar
séu mjög hægri sinnaðar, nú
samstöðu við hlutlausu ríkin.
Kínastjórn styíVi 200 mílna
menn þótt landiÖ sjálft hafi tólf
mílna iandhelgi, og Pekingstjóm
in tali um „samsærj Bandaríkja-
manna og Sovétmanna" í þess-
um efnum.
„Vilja/taka 188 og gefa
okkur 12“.
Þeir ætli. segir Pekingstjórnin,
aö skipta höfunum á milli sín.
Suöur-Amerikumenn muni
ekki sæt.ta sig við þá lausn, sem
Bandarfkin lesgia til. Tímaritið
hefur eftir starfsmanni í utanrík"
isráðunevti Perú: „Bandaríkin
vilja skipta 200 mílunum. Gefa
okkur tó’f en hafa sjálfir 188.
Ef við værum svo heimskir að
sambykkia þá mundu stór-
vejdin sölsa undir sig hafið“.
((