Vísir - 14.08.1971, Síða 13

Vísir - 14.08.1971, Síða 13
vl sriK . Laugardagur 14. agúst 1971. 73 Nú er tími til að þurrka blóm fyrir veturinn — og alltaf finnst verkefni i garbinum Tjegar fólk fer að Hta á gras- flötina sína um leið og það gengur um hana í góða veörinu sér það e.t.v. að mosi er kom- inn V grasflötina, grasið gulnar og hættir að vaxa. „Það bendir til þess, að grasið hafi það ekki gott“, segir Ólafur, „og senni- lega er áburðarleysi um að kenna. Grasflöt, sem slegin er 10—20 sinnum yfir sumarið vantar næringu en þaö eyðist, sem af er tekið. Þessum gras- flötum þarf að gefa köfnunar- efnisáburgð. Á vorin ber maður venjulegan blandaöan garðáburð á blettinn og köfnunarefnisáburð, sem hægt er að fá hjá Söiuféíagi garð yrkjumanna 2—3 sinnum yfir sumarið. Það þarf þó ekki að bera mikið á, 3 kiló nægja á 100 fermetra. Áburöinum þarf að dreifa í rigningu eða vökva blettinn eftir að honum hefur verið dreift. Það er í síðasta lagi að fara að gera þetta núna, venjulega ráðleggur maður fólki að gera þetta í síðasta lagi um mánaðamótin júlí—ágöst. •<6að*.-' þekkist lika að rrtosi komi þár sem skuggj'- fellúr' á*'g¥a§ið'áf" trjám og ef framræsla er léleg og of mikil bleyta 1 jarðvegin- um.‘‘ Við getum bætt við þessar ráðleggingar, sem nota má Blómm geta verið augnayndi á margan hátt og margir njóta nú ánægju af þeim í göröum borgarinnar. næsta sumar. aö maöur einn fékk það ráð í fyrrahaust að bera mold á mosann í grasflöt- inn sinn og í sumar losnaði hann alveg við þennan hvim- leiöa farartálma sláttuvéla úr garðinum. það eru litrík blómin, sem ekki sízt gleðja garðeigand- ann. í dönsku blaöi rákumst við á skemmtilega hugmynd, en hún er einnig til að framkvæma næsta sumar. Það er að hafa sérstakt béð í garöinum fyrir blóm. sem á aö klippa af og sétja í Vasa inni. ;Þetta ráð er g'ðttj' þú'“ hefur 'éftir sem áðúr blómabeðin þín í garðinum til augnayndis og s'iðan hefurðu beöið þar sem þú sækir blóm í til að hafa í vasa. Með þessu móti geturðu haft blóm bæði úti og inni allt sumarið. Ólafur bendir á, að það hafi mikið að segja fyrir blómstrun plantna, að visin blóm séu jafn- óðum tínd af þeim. Það sé eöli blómanna að koma með blóm í stað hvers þess. sem fallið er af vegna fræframleiðslunnar og með því að klippa visnuðu blóm- in jafnóöum af sé hægt að fram- lengja blómstrunina mikið. Sem dæmi megj nefna stjúpur þar sem þetta sé mikið atriði. i'lg eitt er mjög timabært að gera núna en það er að safna blómum til að þurrka fyr- ir veturinn og koma fyrir í vös- um. „Það eru til plöntur, sem bein- línis er hægt að rækta til þess að þurrka,“ segir Ólafur. „Það eru skrautgrös, héraskott, hjartagras, sem er einært og silkibygg. sem er fjölært. Þessi strá eru tekin og hengd upp yfir miðstöð eða einhversstaðar þar sem hagkvæmt er að þurrka þau.“ En það eru ekki garðplöntur einar, sem komá til greina. Plöntur sem vaxa villtar eins og melgrasið og snarrótarpunt- urinn eru mjög fallegar þurrk- aðar og einnig randagrasið. Svo eru aðrar jurtir eins og t. d. sveipstjarnan og blóðkollur en þessar plöntur veröur að taka áður en þær byrja að falla. Ólafur segir. að það sé ákaf- lega skemmtilegt að nota fræ- stöngla til að þurrka, t. d. af vatnsbera og gullhnappi. Það eru ýmsir blómstönglar fallegir til að þurrka, blómstöngullinn er það, sem eftir er þegar blóm- ið er fallið af plöntunni. Sem dæmi má nefna alls konar hvannategundir sem geta verið geysifallegar í gólfvösum og blómskipunin af Venusvagni getur verið mjög falleg. Við sjáum, að blómin geta verið yndisauki þó að blómið sjálft sé fallið, stöngull og fræ- skipun falleg og hægt að hafa til prýði þurrkuð og sumir safna fræjum af sjaldgæfum plöntum til að sá aftur. En það er full ástæða til að benda á þennan möguíeika með þurrk- uðu blómin. „Fólk gerir allt of lVtið af því að þurrka blóm en hins vegar er það að kaupa alls konar þurrkaðar útlendar plönt- ur sem hafa fengizt í verzlunum hér“. - SB TV’ú er sá tími sumarsins, sem garðeigendur geta notið hvað mestrar hvíldar og ánægju úti í garði sínum — það er að segja þeir, sem hafa unnið vel í garðinum allt sumarið og þurfa nú ekki að hafa af honum á- hyggjur. Það eru engin sérstök verkefni sem bíða, en auðvitað er alltaf hægt að dútla smávegis. Þeir, sem taka sig nú á í góða veðrinu og kannski V tilefni fegrunarviku finna eflaust verk- efnin, það þarf að slá garöinn, snyrta og kannski hefur ekki verið hreinsað til í honum lengi, e.t.v. huga þeir hinir sömu að girðingunni eða útliti hússins um leið. En eins og minnzt var á áður er alltaf hægt aö gera eitthvað nýtt 1 garðinum og garðvinnan getur verið ágæt til að fá hreýf- ingu úti í sólskininu í staðinn fyrir að liggja marflatur allan timann. Fjölskyldusíðan leitaði til Ól- afs B. Guðmundssonar eins stjórnarmanns í Garðyrkjufélagi Islands, sem eru samtök áhuga- fólks um garðyrkju, og sameig- inlega tókst okkur að grafa upp ýmislegt, sem gæti komið garð- eigendum að notum að vita ef ekki til að framkvæma núna þá til að gera það næsta sumar. ”í upphafi skyldi éudirinn skoða” HEILBRIGÐI ÞID GETIÐ SJÁLF BÆTT LÍKAMA YKKAR -jif- Trimmæfingar it Megrun ir Styrkæfingar i? Vöðvaæfingar ic Saunabað Komið í reynslutíma yð ur að kostnaðarlausu Opið frá kl. 10—21 e.h. virka daga og laugardaga 10—16 e.h. Hringið í síma 14535 eða lítið inn. HillSURÆKTARSI ðM CDU við Nóatún Ódýrari en aárir! SHOÚfí uioan AUÐBREKKU 44-46. SIMI 42600. MERCA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.