Vísir - 17.08.1971, Síða 6

Vísir - 17.08.1971, Síða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 17. ágúst 1971, Útvegsbankirin flytur í Álfheimahverfi Bankaútibú hefur verið opnað í Áifheimahverfi. Það er Útvegs bankinn, sem flutti með útibú sitt frá Grensásvegi 12 í hús Siila og Valda viö Álfheima og Suðurlandsbraut. Öll almenn bankaþjónusta er veitt í nýja útibúinu, m. a. gja’.deyrisvið- skipti, — þegar þau veröa tekin upp á ný, þvi skráning erlendrar valútu var felid niður í gær um stundarsakir eins og kunn- ugt er. Á myndinni er starfsmað ur Álfheimaútibús að afgreiða viðskiptavin. Verðlauna garða í Bústaðasókn Bræðrafélag Bústaðasóknar ætl ar að efna til verölauna' fyrir „snyrtiiega umgengni á lóð og húsi“ en hér er átt við smekk legt skipuiag lóða og ræktun, viðhald húss, girðingar og stíga. Dómnefnd fer um hverfið og skoðar sig um. Ábendingum ættu sóknarbörn að koma til skila til Ólafs B. Guðmundssonar s. 33912, Oddrúnar Pálsdóttur, s. 35507 og Sigríðar Axeisdóttur í síma 85570 eða 84570. Safnfræðingar gera meira en gæta safnanna „Það er æriö útbreiddur mis skilningur, að safnstörf séu ekki annað en gæzla, sem eigi litiö skylt við rannsóknir og vísindi," segir í frétt frá Sambandi nor- rænna safnmanna, en það sam- band heldur fund, sem hófst í gær í Reykjavfk. Söfn og rann- sóknir eru aðalumræðuefni fund arins og líklega ekki að ófyrir synju, samkvæmt framansögðu. 1 sambandinu eru 600—700 manns, en um 150 manns sækja fundinn, þar af 20 íslendingar. Þátttakendur munu fara f löng ferðalög um landið. Framkv.stj. fundarins er Ámi Björnsson, en formaður íslenzka félagsins er Þór Magnússon. Meðal heiðurs- félagia Sambands norrænna safn manna er 'Gústaf Svlakóngur. að ræna' farþegum, sem SAS ætti með réttu. Nú er SAS aftur á móti komið með í spilið og hefur nýlega boðið alls um 4000 félögum og samtökum feröalögin til New York, fram og til baka, fyrir 936 danskar krónur, eða liðlega 10 þúsund fslenzkar. Undirtektir við til- boði þessu eru góðar, — fólk vill gjaman spara peningana. Mark Watson gefur Þjóðminjasafni á ný W. C. Collingwood, listmál arinn, sem var hér á ferð 1897, tók ýmsar at'hyglisverðar ljós- myndir og hefur íslandsvinurinn Mark Watson nú gefið Þjóð- minjasafninu stækkanir þessar og sýna þær ýmislegt, sem Coffl ingwood þótti athyglisvert í þjóð lífinu. Watson hefur áður gefið safninu stðrgjafir, því fyrir nokkrum árum gaf hann safn vatnslitamynda Collingwoods. Ljósmyndir þessar verða sýndar í Bogasalnum 17. ágúst tffl 5. september og verður opið á sama tíma og safnið sjálft, þ. e. frá 13.30—16. „Betri vegi, takk“, segja Skagfirðingar Þungatakmarkanir þær, sem í gildi hafa verið á vegum m. a. í Skagafirði, hafa mjög farið í tau0arnar á bændum þar nyrðra eins og e t. v. er eðlilegt, því þá er flutningsþörfin brýnust hjá þeim. Á fundi í búnaðarsam bandi Skagáfjarðar nýlega var skoráð á vfirstjórn vegamála að M>stfty,um að veitt verði stör fa auknu fé til viðhalds vega í héraðinu. Krafðist fundurinn þess að ekki þurfi að takmarka öxulþunga bifreiða meira en við 7 tonn og úrbætur komi nægi- lega snemma til að þetta verði vorið 1973. Æ HELLU Bíl stolið Aðfaranótt sunnudags var bifreið stolið í Reykjavfk, blárri Sévrólett-bifreið, árgerð 1962. Um nóttina fékk bílþjófurinn aö aka um ótruflaður, og sást hvergi til ferða hans, enda þótt lögreglumenn væru á höttunum eftir farkosti hans. Um hádegið á sunnudag fannst bíllinn svo yfirgefinn, en ! þjófurinn er ófundinn. Blfflinn er óskemmdur. SAS í sjóræningjaskapi Fyrir eigi affllöngu þótti það hin mesta ósvinna er Loftleiö- ir buðu almenningi á Norður- löndum upp á ódýr fargiöld til Amerlku, — var þeim jafnvel líkt við sjóræningja, sem væru OFNINN ÁVALLT I SÉRFLOKKI HF. OFNASMIÐJAN Einholti 10. — Simi 21220. Hópferðir Margar stæröir hópferðabíla alltaf til leigu. Umferðarmiðstöðinni. Simi 22300 Óhugnanleg girðing við íþróttavöllinn Melabúi einn hringdi í gær: „Við erum alltaf að reyna að hafa snyrtilegt í kringum okkur hérna vestur frá. Eitt finnst okkur þó ófríkka umhverfið töluveit, — það er bárujárns- girðingin kringum Melavöllinn. Girðingin er ómáluð á kafla held ég, alla vega er hún í heild illa máluð og hreint út sagt ó- geðsleg á að horfa. Ég trúi því varla að borgin sjái sér ekki fært. — í tilefn; af fegrunarvik- unni, þó ekki væri nú annað, — að láta mála þetta Það væri strax mjög til bóta.“ Þetta sagði Melabúinn og vonaðist til að mega láta fylgja þakklæti fyrir- fram fyrir málninguna, sem hann og fjölmargir aðrir á Mel- unum mundu verða þakklátir fyrir. Skápamir í Höllinni bara fyrir míní. Sundlaugamar hafa verið mikiö sóttar í sumar og nýja Laugardalssundhöllin komið í góðar þarfir Ekki er þar með sagt að allir séu ánægðir. Kona nökkur hringdi tffl blaðsins í gær óg lcvartaði undan aðstæöunum í Laugardalssundhöllinni. Hlið- stæðar kvartanir hafa að vísu heyrzt áður, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. „Ég las það !i Vísi nú um daginn, að einhverjum útlend- ingum, sem hér voru á ferð, fyndist Laugardals'laugin ekki mjög falleg bygging og aö sama skapi ekki heldur sérlega ódýr að sjá. Nýlega er búið að halda í sundlauginni sundmót, sem sagt er að sé meö stærri mót- um, sem haldin eru á albióöa- vettvangi. Eigj að siður var aO- sóknin ekki meirj en það, að á- horfendur fyffltu rétt eitt hornið af hinum gífurlega stóru áhorf- endapöllum, sem gína yfir laug- innj eins og nátttröll. — Ekki skal það vanþakkað aö þessi laug skyldi byggð. Ég er ein þeirra, sem hef mikið notað hana í sumar. En það hvarflar að mann; að nær hefði verið að gera búningsklefana betur úr garði og láta þessa ógurlegu á- horfendapalla bíða. Ef ætlunin hefur verið að fólk lægi þama í sólbaði þá er slíkt út ’i loftið, því yfirleitt er það mikil gjóla þarna uppi að enginn helzt þar við Hins vegar eru búningsklef- ar kvenna að minnsta kosti mið- aðir viö mínitízku einvörðungu. Það er ógjömingur að hengja upp venjulega kvenkápu, nema böggla henni saman inni í skápn um. Nú verður þessu ekki breytt auðvitað, nema byggt verði eitt- hvert skýli við hliðina á sjálfri höllinni. Á sumrin, þegar hlýtt er, er miklu betra að afklæðast úti í sólskýlinu, heldur en inni í þessari rassboru. Hins vegar verður þar dálítið kuldalegt yfir vetrarmánuðina. Vonandi verð- ur ráðin einhver bót á þessu á næstunni. Gæti arkitektinn, sem teiknaði þessar voðalegu stein- tröppur upp 1 loftið tekið sig til og teiknað eitthvað niðri á jörðinni, þar sem fólk hefði not af húsakynnunum?“ Sundkona. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðn um 16. þ. m. verða lögtök látin fram fara fyrir van- greiddum opinberum gjöldum, skv. gjaldheimtuseðli 1971, er féll í eindaga þ. 15. þ. m. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, kirkju- gjald, kirkjugarðsgjald, slysa- og lífeyristrygginga- gjald atvinnurekenda, skv. 40. og 28. gr. alm.trygginga laga, sjúkrasamlagsgjald, atvinnuleysistryggingagjald, alm. tryggingasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignaútsvar, að- stöðugjald, iðnlánasjóðsgjald, launaskattar og iðnaðar gjald. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem á- kveðnar hafa verið til ríkissjóðs og borgarsjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 16. ágúst 1971. Kjötafgreiðslumaður Vanur kjötafgreiðslumaður ósliar eftir vinnu strax. Upplýsingar í síma 82927. Ráðs!fona og nðsfoðiarstýlkg óskast á hótel við borgina. — Uppl. í síma 36066.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.