Vísir - 23.08.1971, Blaðsíða 10
m
Vl s i K . Manudagur 23. ágúst 1971.
vism sm
Hvaða gjaldmiðli
fyndist yður, að ís-
Ienzka krónan ætti að
fylgja?
Guöni Sigurbjartsson, málm-
steypumaður: — Ég hef nú svo
lítið kynnt mér þessi gjaldeyr
ismál, að ég treysti mér ekki
til að svara því.
Óskar Sörlason, bílstjöri: — Ja
... það er er það_ Ég er nú
svo lítið inni í jáessum málum,
að ég kýs, að láta ráðamenn-
ina okkar alveg um að ráða
fram úr því.
Steingrímur Hauksson, márara-
nemi: — Ég hef nú ekki mikið
spekúlerað í þessu. En svona I
fljótu bragði kemur mér hejzt
í hug, að dollaranum væri heiíla
drýgst aö fylgja.
Haraldur Pétursson, starfsm. hjá
Skeljungi: — Dollaranum. Hann
er öruggastur gjaldmiðlanna.
Ólafur Ingvason, kennari: —
Því er nú erfitt að svara. —
Við fylgdum pundinu síðast og
ég heföi helzt viljaö að svo
væri áfram.
Þráinn Haraldsson, vélvirki: —
Það veit ég ands ... ekki.
I>að að fylgja dollaranum gæti
sjálfsagt gefið nýju ríkisstjórn-
kuti ágæta tylliástæðu til að
fella gengið . . .
Útlendingarnir sækja
á á Norðurlandamótinu
KVÖLD
tírslit í 8 umferð Norðurlanda-
mótsins í skák urðu þau að Jón
Kristinsson vann Gundersen, Nor-
egi, Ivarsson, Svíþjóð vann Ny-
kopp, Finnlandi, Barda. Noregi,
vann Josepson Svíþjóð. Biðskák
varö hjá Freysteini og Sejer Holm,
Danmörku og stendur Freysteinn
þar höllum fæti. Einnig varð bið-
skák hjá Svíanum Ákvist og Jen-
sen Danmörku og á Daninn þar
unnið tafl. Friðrik Ólafsson og
Björn Þorsteinsson eiga einnig bið
skák og stendur Friörik betur að
vígi. Björn átti um tíma öllu betri
stöðu en Friörik i þessari skák,
en lék ónákvæmt og tapaði niður
forskotinu.
Friðrik er nú efstur á rnótinu
meö 51/2 vinning og eina biðskák.
En erlendu keppinautarnir hafa
mjög 'sótt á síðustu umferðirnar.
Til dæmis hefur Svíinn Jonny Ivars
son unnið þrjár skákir í röö og
er nú með 5 vinninga. Sejer Holm
hefur ennfremur sótt mjög í sig
veðrið og viröast þeir ætla að
blanda sér í baráttuna um efstu
sætin ásamt íslendingunum
Teflt er í Norræna húsinu og
hefjast umferöirnar klukkan 6 á
kvöldin. —JH
Jazzballet skóli
Sigvalda
MEGRUN OG LÍKAMSRÆKT
fyrir konur á öllum aldri
JAZZBALLETT
barnaflokkar — unglingaflokkar — framhaldsflokkar
og frúarflokkar. — Innritun daglega Sími 14081.
Framtíðarstarf
Félagsstofnun stúdenta óskar aö ráða fastan starfs-
mann á skrifstofu stofnunarinnar, karl eöa konu.
Starfið er fjölbreytt og gerir kröfur til góðrar vél-
ritunar- og tungumálakunnáttu og hæfni til að vinna
sjálfstætt. Umsóknir sendist skrifstofu Félagsstofn-
unar stúdenta, Gamla garöi viö Hringbraut, fyrir 1.
september n.k.
Félagsstofnun stúdenta
Skrifstofuhúsnæði
2 skrifstofuherbergi á bezta stað við Höfnina
til leigu strax.
Uplýsingar í síma 24340.
2 afgreiðslustúlkur
óskast, önnur hálfan daginn. — Uppl. hjá
kaupfélagsstjóra.
Kaupfélag Kjalamesþings. Sími 66-226
Á myndinni sjást Katherine Schofield, Peter Craze og John Bry-
ans í hlutverkum sínum í hinni heimsfrægu sögu Emile Zola
„Nönu“.
SJÓNVARP KL. 21.10
Þoð
er meira „sex" í bessum
„Þetta er ævisögubrot franskr
ar gleðikonu. Þaö gengur á ýmsu
hjá henni, stundum er hún at-
vinnulaus, en stundum hefur hún
nóg aö gera og þar af leiöandi
nóg af peningum,“ sagöi Hermann
Jóhannesson hjá sjónvarpinu, þeg
ar blaðið hringdi í hann til að
forvitnast um nýjan framhalds
myndaflokk, sem hefur göngu
sína f sjónvarpinu í kvöld Fram
haldsmyndaflokkur þessi er brezk
ur og er frá BBC og nefnist
Nana. Þátturinn er geröur eftir
hinni heimsfrægu samnefndu
skáþJsögu. eftir franska rithöfund
inn Emile Zola. „Gleðikonan Nana
kemst i topphlutverk í söngléik,
sem verið er að sýna í París og
er hann nefndur „Blond Venus“.
Nana slær í gegn, en það er ekki
fyrir söng sinn, sem hún gerir
það. heldur fyrir þann mikla
þokka, sem hún hefur til að
bera. ueikurinn gerist í Paris ár-
ið 1860,“ sagði Hermann. Hann
sagði einnig að þessi framhalds-
myndaflokkur væri frábrugðinn
þeim, sem á undan hafa komið
að það væri meira sex í þessum,
svo kæmu mjög dapurlegir kaflar
á milli. Nana er ein af alfrægustu
bókum Zola, og þessi saga hans
Nana er fyrsta bók hans, sem
náði verulegri frægð. Emile Zola
er fæddur 2. apríl 1840 Hann
dó árið 1902. — Zola skrifaði
„Nönu“ árið 1880. Aðalhlutverkið
Nönu leikur Katharine Schofield.
Freddj Jones, Roland Curram, Pet
er Craze og John Bryans leika
einnig stór hlutverk í þáttunum.
Leikstjóri er John Davis. Þessi
fyrsti þáttur framhaldsmynda-
flokksins, sem sýndur verður í
kvöld nefnist „Leikkonan". —
Bríet Héðinsdóttir þýðir þættina.
SKEMMTISTAÐIR •
Þórscafé. B.J. og Helga leika og
syngja.
Rööull. Hljómsveitin Haukar
leikur og syngur.
Templarahöllin. Bingó í kvöld
kl 9.
Tónabær. Leiktækjasalurinn er
opinn frá kl. 4.
VEÐRIfi
i DAG
Hægviðri fyrst,
síðar vestan gola.
Hiti 9—12 stig.
tilkynnin:\r
Fimmtudaginn 26. ágúst. Hring
ferð um Hofsjökul, 4 dagar. Gist
í sæluhúsum allar nætur. Ferða-
félag íslands, Öldugötu 3, Slmar:
19533 - 11798.
6IFREIDASK0ÐUN
R-16801 — R-16950
Miðstöð viðskipta
austurs og vesturs
Kaupstefnan-Leipzig
Þýzka Alþýðu-
lýðveldið
5.-12.9.1971
Á alþjóðlega tækni-sýningarsvæðinu:
Efnavörur —r Efnaverksmiðjur — Plastyélar —
Pappirsgerðarvélar— Prent- og bókbandsvélar
— Bifreiðahlutir — Brunavarna-vagnar —
Trésmiðavélar — Tæki fyrir lækninga- og
efnarannsóknastofur — Kennsluáhöld og
skólahúsgögn — Húsgögn — Tómstunda- og
iþróttatæki — Vmsar samsýningar erlendra ríkja
— Útflutningsskrifstofur.
A alþjóðasýningunni i miðborginni:
Neyzluvörur i 22 vöruflokkum.
Kaupstefnuskirteini og upplýsingar um ferðir,
m. a. beinar ferðir frá Kaupmáhnahöfn,
fást hjá umboðinu
KAUPSTEFNAN — REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 13,
— SÍMAR: 24397 OG 10509.