Vísir - 23.08.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 23.08.1971, Blaðsíða 1
' \ x sitja á skólabekk á sumrin Ágústmánuður fer hjá mörg- um kennurum í að sitja á skóla bekk. Þá eru það þeir, sem taka við „ítroðslunni“, læra allt um nýjungar í kennsluháttum og undirbúa vetrarstarfið, sem nú er framundan. SJÁ BLS. 13 Kerfi og raunveruleiki Póstmálin hafa verið talsvert til umræðu I blaðinu að undan förnu Vísir er um þessar mund ir að hefja athugn á þv-í hvaö hæft sé í, að póstkerfið og raun veruleikinn fari ekki saman en póstþjónustan vill oft halda fram ýmsu, sem almenningur tel ur sig svo ekki kannast við í sambandi við hraða þjónustunn ar og öryggi. SJÁ LEIÐARA BLS. 8 Borgin á 536 íbúðir Ýmsar býsna fróðlegar tölur eru birtar i grein í blaðinu í dag um félagsmálastarf Reykja vikurborgar, sem kostaði 500 milljónir á s-íðasta ári. Þama má sjá t. d. að borgin á 536 íbúðir, 1663 voru á framfærslu styrk. — Reykvíkingum fjölgaði um 3767 á íimm árum, — en íbúðunum í borginni um 3162 á sama tíma. SJÁ BLS. 9 Spennandi knattspyrna Það var mikið um að vera í knattspyrnunni um helgina, — leikir voru æsispennandi á öll um vígstöðvum, KR reyndj að forðast fallið, en Breiðablik hef ur iíklega kvatt fallbaráttuna í 1. deild, Keflvíkingar tryggðu stöðu sína á toppnum. SJÁ BLS. 5 OG 6 árg. — Mánudagur 23. ágúst 1971. — 189. tbl. Eins árs og á von á 25 millj. í arf Lftil stúlka i Svíþjóð, Lilljimy Sundquist Hendrix, veit vís-t minnst af öllu stappinu, sem er i kringum hana þessa dagana. Móðir hennar heldur þv*i fram, að hún sé dóttir Jimi Hendrix og heimtar arf eftir hann barninu til handa. SJÁ BLS. 2 Kennararnir ■ var álit bankamanna i morgun — „gengið enn fljótandi / morgun", segir Jóhannes Nordal, sem telur að málin muni skýrast með morgundeginum „Við opnum gjaldeyr- isdeildir hér á fslandi eft ir hádegið strax“, sagði dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, er Vís ir ræddi við hann í morg un, „gjaldeyrismarkaðir eru þegar búnir, eða í þann veginn að opna í Evrópu núna um 10 leyt ið, nema hvað þeir munu ekki vera búnir að opna í Sviss.“ — Hvemig verður þá krónan skráð gagnvart dollar? „Viö vitum það ekki -fyrir víst ennþá og munum eflaust ekki geta sagt til um það fyrr en á morgun. Samt æt-lum við að opna og málin skýrast eflaust er líða tekur á da-g.“ — Nokkuö hægt aö segja til um hvort krónan lækkar veru lega — hvort varningur s-tígur að marki í verði? „Nei. Það var samt Ijós-t rétt fyrir helgi, að breytingin yröi ekki eins mikil og haldið var í fyrstu — sennilega mjög óveru- leg breyting." „Við opnum hér fyrir gjald- eyrisviðskipti um leið og við get-um — og viö von-umst tii aö þaö verði eftir -hádegið í dag — getur hugsanlega eitthvaö dreg- izt“, sagði Sigurður Örn Einars- son, skrifstofustjóri gjaldeyris- deildar Seölabankans er Vísis ræddi viö hann um 10.30 í morg- un, „því miður getum við ekki enn sagt til um á hvaða verði dollarinn eða pundiö verður selt hér. Pundið hefur aðeins hækkað gagnvart dollar, um 1,7 prósent, eða svo, pundið var áður skráð 2.40 gagnvart dollar en þeir selja það núna á tæpa 2.45 — við er- um hér al-ltaf að taka á móti gengi frá útlöndum á telex, en þetta er ennþá fl-jótandi, — Þetta 1,7% en innan stofngeng is og hækkar ekki meira hér.“ —GG Gengis- málin — sjá nánar á bls. 3 Tekið á móti upplýsingum um gengi erlendis. Stúlkan stjórnar „telexinu“ og hjá henni standa starfsmenn| gjaldeyrisdeildar Seðlabank ans. ► Lögreglumenn d eftirlitsferð fundu brunulyktinu — sjá bís. 16 VISIR „Mjög óveruleg hækkun" Tveir menn stórslasast í bílveltu Tveir menn slösuðust alvar- lega, þegar bifreið á 90—100 km hraða fór í loftköstum út af Reykjanesbraut sunnan við Set bergsbrekkuna í Hafnarfirði í gærkvöldi. 4 menn voru í bifreiðinni, sem var á leið til Rey-kjavíkur, en lenti út af veginum, þegar henni var ek- iö fram úr annarri bifreið, og öku- maðurinn missti viö það vald á bílnum. Ökumaöur hins bílsins sá ú eftir bifreiðinni, þegar hún ók beint út af veginum, og skrönglaðist yfir grjót og misjöfnur meðfram veginum 40 — 50 metra vegalengd, áður en hún valt og hvolfdi og rann þann- ig 45 metra spöl til viðbótar. Þegar bifreiðin nam loks staðar, hentust báðir farþegarnir í aftur- sætinu út úr bilnum sitt hvorum megin, og komu niður hvor um sig f 15 metra fiarlægð frá honum. Svo virðist, sem ökumaðurinn hafi ekki haft vald á bílnum, þeg- ar hann ætlaði að beygja fní miðju vegarins út að kantinum aftur, eftir að hafa farið fram úr hinni bifreiöinni. sem ekið var fað halda sér fast í mælaborðið og I Hinir tveir hlutu al-varleg meiðsli á 80 km hraða. sætin meðan bíllinn var í lo-ftkös-t- og voru lagðir inn á slysadeild Ökumanninum og þeim, sem hjá unum, og sluppu þeir -lítið eöa Borgarsp’ítalans. — GP honum sat frammi í -bílnum, tókst | ekkert meiddir. | BRJALÆÐISLEGUR AKSTUR UM MIÐBÆINN Lögreglan leifar að rauðum Volvo Ama zon Þeir sem voru staddir í mið- bænum um sjö-Ieytið í gærkvöldi, urðu vitni >að óhugnanlegu aksturs- lagi. Fólksbifreið var ekið á ofsa- hraða eftir Austurstræti, og ekki var dregið úr feröinni, þegar .bíll- in kom að mótum Aðalstrætis og Austurstrætis. ökumaðurinn lagði í beygjuna á fullri ferð. „Örugglega á 100,“ segja sjónarvottar, og það hvein og söng í öllu. Bíllinn rann til á malbikinu og hallaðist iskyggilega, en þegar hann var að því kominn aö velta, rakst hann utan í hand- riðið, sem er fyrir utan húsin i Aöalstræti, og náöi þá að komast aftur á réttan kjöl. Annars munu handrið þessi þó til annars ætluð en að aðstoða ökumenn við að ná beygjunni inn á Aðalstrætið Fólk var á leið yfir gangbraut, sem liggur yfir Aðalstræti, og töldu sjónarvottar ekki annað sýnna, en bíllinn mundi lenda á því. Svo giftusamlega tókst þó til, að fólkið slapp, en bifreiðin geystist áfram á fleygiferð, illa ' útleikin á hliö- inni eftir að hafa lent utan í hand- riöinu, og hjólkopparnir skoppuöu hver í sína áttina. Sjónarvottar stóðu eftir högg- dofa, og ætluðu vart að trúa sín- um eigin augum, því að svona akst- upr sést ekki á hverjum degi í miðbænum, þrátt fyrir að ekki séu allir ökumenn til fyrirmyndar. Lögreglan var látin vita af þess- um atburði, og nú leitar hún að þeim manni, sem ók rauðri bifreið af gerðinni Volvo Amazon þarna um miöbæinn í gærkvöldi. Bifreið- in ætti að liera einhver merki eftir aksturinn — ÞB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.