Vísir - 24.08.1971, Síða 5

Vísir - 24.08.1971, Síða 5
VíjSIR. Þriðjudagur 24. ágúst 1971. ftí eru allar vonir Fram úr sögunni í 7. deildinni — eftir fjórða tapleikinn i r'óð — Valur vann i gærkvöldi 2-1 Síðasta von Fram um ís- landsmeistaratitilinn í knattspyrnu fór í gær- kvöldi, þegar þeir töpuðu fvrir Val á L^ugardalsvell- inum, o§ liðið, er eitt sinn stóð svo vel að vígi hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Liðið stendur enn á Í3 stigum eins og fyrir nokkrum vikum, þegar Fram var með þriggja stiga forustu í mótinu. Og engir hafa farið verr með Fram en Valur í sumar — Vals- menn hafa sigrað í báðum leikjunum. Þetta var þó varla verðskuldað ur sigur hjá Vai í gærkvöldi — en sigur 2 — 1 og Valur færist nær efstu liðunum án þess þó að geta gert sér nokkra Vtín um sigur í mótinu. Nú geta V^fámenn nag að sig í handarbökin vegna þeirra mörgu stiga, sem liðiö tapaöi fyrir ■neöstu liðunum í 1. deild fyrr í mótinu. Mikil breyting var gerö .á Fram liðinu gegn Val og fimm af þeim mönnum, sem verið hafa fastir \ liðinu í sumar, iéku nú ekki með. Þeir Jóhannes og Þorbergur Atla synir af persónulegum ástæðum — en Erlendur Magnússon, Arnar Guð laugsson og Jón Pétursson hófu heldur ekki leikinn, en Jón kom þó inn sem varamaður. Hermann Qunnarsson lék ekki með Val. Það var meiri léttleiki yfir Fram með hinum ungu piltum en oftast 'áður hefur verið í sumar, en hins vegar vantaöi þaö öryggi, sem lengi vel einkenndi Fram-liðið framan af sumri, þótt annað hafi verið uppi á teningnum í síðustu leikjum. Fram sýndi góð tilþrif framan af og aðeins góður leikur Sigurðar Dagssonar í marki Vals kom í veg fyrir mörk — reyndar má segja, að Sigurður hafi öðrum fremur lagt grunninn aö sigri Vals í leiknum. Leikur hans var mjög traustur og eins og eitthvert sjötta skilningar- vit komi oft til hvað staðsetningar snertir Sigurður er greiniiega bezt- ur markvarða okkar — og hefur stöðugt unnið á síðustu vikurnar. Hins vegar var nokkuð einkenn andi framan af hjá Val þessi ,,sjúk leiki“, sem svo oft kemur fram V leik liðsins — þaö er eins og leikmenn hafi Iítinn sem engan á- huga á leiknum beinlínis mega ekk ert vera að þessu og margir Vals menn leggja sáralítið á sig. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik, en Fram hafði heldur bet ur og hefði verðskuldað forustu í hjéi — minnsta kosti eitt mark. En það var ekki raunin og svo skoraði Fram spjálfsmark strax í byrjun síðarj hálfleiks, *— Það var kempan Ingvar Elísson, sem þá lék skemmtilega á tvo varnarmenn Vals innan v’itateigs og lagði vel á Þórir Jónsson. Hann gaf strax tii Bergsteins út á vítateigslínu. Bergsteinn spyrnti mjög fast i átt að marki, en innar í vítateignum ætlaði Marteinn að spyrna frá, en Hörður Helgason stóð vel í marki Fram og verður ekki sakaður um mörkin. Ljósm BB. hitti illa og knötturinn fór í stórri beygju efst f markhornið — óverj andi fyrir hinn unga markvörð Fram, Hörð Helgason, sem oft varði vel i leiknum, þó taugaspenna væri mikil hjá honum Eftir þetta heppnismark Vals fóru leikmenn liösins aöeins að sækja í sig veðrið og á 26. mín. tókst Jóhannesi Edvaldssyni að skora með föstu skoti frá Vítateig eftir hornspyrnu. Knötturxnn lenti neðst i markhorninu. Jóhannes var búinn að gera margar tilraunir í leiknum og þarna heppnaðist hon um Ioksins að koma knettinum í mark — annað mark hans í sumar í 1. deild. Sigur Vals blasti nú við en Fram var ekki á því að gefa sig, og þeg ar Ásgeiri Elíassyni tókst að skora gullfallegt mark með hörkuskoti frá v’itateig á 35 mín. kom aftur spenna í leikinn en Fram tókst þó ekki að jafna. Valur getur meira en liöið sýndi í leik þessum og þetta var heldur „ódýr“ sigur. Sigurður Dagsson bar af í liðinu, en Halldór Einarsson, Sigurður Jónsson og Bergsveinn Alfonsson voru einnig góöir. Ungu piltarnir hjá Fram eru skemmtileglr leikmenn og þar sýndi Ágúst Guð mundsson hvað beztan leik sem miðherji og það kom á óvart, þeg ar honum var kippt út af. Það er greinilegt aö Fram á mikið af efni legum leikmönnum, og nær sér áreiðanlega áftur á strik, þegar rétta ,,blandan“ finnst. Göður dóm ari leiksins var Magnús Pétursson. —hsím Staðan í 1. deild eftir Keflavík leikina 11 7 um 2 helgina: 2 29—15 16 ÍBV 12 ■t 2 3 31-18 16 Valur 12 6 2 4 23-22 14 Fram 12 6 1 5 26—22 13 Akranes 12 6 1 5 24—23 13 Breiðablik 12 4 1 7 9—27 9 Akureyri 12 3 1 8 19-26 7 K.R. 11 2 2 7 9—17 6 Jöfn stig eftir fyrri daginn í sundkeppninni í Dublin — Fimm Islandsmet voru sett ' "SiP Finnur Garðarsson Hörkubarátta var í lands keppni írlands og íslands í sundi í gær í Dublin og eft ir fyrri daginn stóðu löndin jöfn að vígi — bæði höfðu hlotið 65,5 stig. Keppninni lýkur í kvöld, og jafnframt fer fram í Dublin lands- keppni íra og íslendinga í frjálsum íþróttum. Keppt var í 25 metra laug og íslenzku keppendurnir unnu mörg góð afrek að venju Fimm glæsi- !eg íslandsmet voru sett — öll í s’igildum sundgreinum. Finnur Garðarsson syntj 100 m skriösund á 54.5 sek. og bætti met sitt um næstum sekúndu, Guðmundur Gísla 'son synti 200 m flugsund á 2:16.4, sem erglæsilegur árangur, og þá var ekki síðra hjá Guðjóni Guðmunds- syni að synda 100 m bringusund á 1:10.1 mín Salóme Þórisdóttir setti íslandsmet í 200 m' baksundi 2:35.5 mín. og loks setti íslenzka landssveitin Guðmundur, Guöjón, Hafþór og Finnur, nýtt íslandsmet í 4x100 m fjórsundi 4:13.4 mín. Keppnin byrjaði mjög vel fyrir Islenzka liöið. í fyrstu grein 400 ni skriðsundi unnu Vilborg Júlíus- dóttir og Guðmunda Guðmunds- dóttir tvöfaldan sigur og 1 næstu grein vann Finnur Garðarsson yfir burðasigur í 100 m skriðsundi Stað an var þá oröin 14.5 stig gegn 7.5, en síðan fór írska sundfólkið að síga á. írsku stúlkurnar sigruöu í | 200 m baksundi, en ’i fjórðu grein var Guðmundur Gíslason á ferðinni og sigraöi auðveldlega í 100 m nak sundi á 1:05.2 min. Staðan var þá 24.5 gegn 19.5. Eftir tvöfaldan írskan sigur í 200 m flugsundi kvenna kom að beztu grein Islands 200 m bringu sundi og þar urðu þeir Guðjón og Leiknir í tveimur fyrstu sæt unum, Guðjón á glæsilegu Islands meti, en Leiknir synti á 1:11.4 mín. Staðan var þá fsland 36.5 gegn 29.5. Hin kunna írska sundkona O’ Connor sigraði í 200 m bringusundi kvenna 2:52.3 m’in. en Helga Gunn arsdóttir fylgdi benni fast eftir, synti á 2:54.4 mín. — . glæsilegur árangur. 1 200 m flugsundi sigraði Guðmundur og setti met sitt, en í 100 m flugsundi kvenna hlutu írsku stúlkurnar tvö fyrstu sætin og staðan fyrir boðsundin var jöfn, 49.5 gegn 49.5. ísland sigraði í karlaboðsundinu, en írsku stúlkurn ar í 3x100 m skriðsundi I kvöld lýkur kennninni og má búast við mikilli k: ini. Þetta er þriðja lands keppni Islands og Irlands og sigr- aði ísland i þeim fyrri.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.