Vísir - 24.08.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 24.08.1971, Blaðsíða 8
8 V1 S IR . Þriðjudagur 24. ágúst 1971. VÍSIR Otgefandt KeyKiaprent nl Framkvæmdasttón Svelnn R Gviólfsson Ritstjórt ■ Jönas Kristiánsson Fréttastjón Jón Birgit Pétursson Ritstiórnarfuiltnli Valdimar H lóhanncssoo Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar • Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 Afgreiösla Bröttugötu 3D Simi 1166C Ritstiórn ■ Laugavesi 178 Simt I166C 'h unur) Askriftargjald kr 195 00 á mánuði innanlands ( lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiflla Visíc - Pdde lit Sjáanlegur árangur gkyndiferð Einars Ágústssonar utanríkisráðherra til Bretlands og Vestur-Þýzkalands hefur borið þann sjáanlega árangur, að málstaður íslands í landhelgis- málinu hefur verið kynntur í brezkum fjölmiðlum og rækilega í sumum þeirra. Þetta var mikil breyting til batnaðar. Síðan uppvíst varð, að íslendingar ætluðu að færa út landhelgina á næsta ári, hafa það nærri eingöngu verið hags- munaaðilar í brezkum fiskveiðum, sem hafa látið í sér heyra í f jölmiðlunum þar. Þeir hafa verið stóryrt- ir í garð íslands, eins og vænta mátti. Það var því orð- ið tímabært, að sjónarmiðum íslands væri komið i framfæri í brezkum fjölmiðlum. Einar Ágústsson hélt bæði almennan blaðamanna- fund og lokaðan fund með ritstjórum nokkurra þekkt- ustu dagblaðanna í Bretlandi. Ekki verður betur séð en honum hafi tekizt að gera skýra grein fyrir mál- stað íslands á tiltölulega sannfærandi hátt. Það, sem brezku blöðin skrifuðu eftir fundina, var yfirleitt ekki óvinsamlegt og sumt jafnvel vinsamlegt. Ekki var við þv íað búast, að höfuðblað Bretlands The Times, yrði sérlega vinsamlegt. Enda sagðiblaðið i leiðara, að einhliða útfærsla islenzku landhelginnar væri ekki réttlætanleg. En í leiðaranum kom líka fram skilningur á því, að þetta væri lífsspursmál fyrir ís- lendinga. Og annað höfuðblaðið, The Guardian, var tiltölulega vinsamlegt í garð hins íslenxka málstaðar. Þetta er hinn ljósi punktur ferðarinnar. Hvað snert- ir viðræðurnar við ráðamenn í Bretlandi og Vestur- Þýzkalandi, virðist enginn árangur hafa náðst. Það var að vísu ágætt, að Einar skyldi eiga viðræður við Walter Scheel, utanríkisráðherra Þýzkalands. Hann gekk á sínum tíma drengilega fram fyrir skjöldu í Efnahagsbandalaginu til að stuðla að því, að íslend- ingar fengju hagstæða samninga við það. Ekki er ó- eðKlegt að ætla, að hann telji það litlar þakkir fyrir stuðning á örlagastundu, að þýzkir togarar skuli nú verða reknir frá íslandsmiðum. En viðræðurnar við Einar ættu að hafa getað dregið eitthvað úr sárind- um í því máli. Hins vegar var afleitt, að Einar skyldi ekki ná tali af utanríkisráðherra Bretlands, sir Alec, hinni gamal- kunnu stjórnmálakempu, sem virðist nærri einráð um utanríkismál Bretlands, þegar frá er talin inngang- an í Efnahagsbandalagið, sem er hjartans mál Heath forsætisráðherra. Sir Alec er sá maður sem kemur til með að ráða viðbrögðum brezku stjórnarinnar, þegar til kastanna kemur í landhelgismálinu. Ein- hvern stuðning kunnum'við þó að hafa af því, að Heath forsætisráðherra er kunnugur aðstæðum á Is- landi, síðan hann var hér í boði Blaðamaimafélags- ins. En ferð Einars hlýtur samt að teljast jákvæð, þótt ekki sé nema vegna auglýsingarinnar, sem málstaður íslands fékk í brezku fjölmiðlunum. Niðurstöður bandariskra sérfræðinga vekja óígu vestra: Er gáfna- aðall að vaxaupp? Vesturlandabúar hafa um langan aldur trúað á jafnrétti, sem eina helztu undirstöðu þjóðskipr- lags síns. — Nú heft bandarískur sálfræðip j fossor, Richard Herr > stein að nafni, kippt fót unum undan þessari trú. Herrnstein heldur þ í beinlínis fram, að jafn- rétti í menntun og óhar.i inn hreyfanleiki fólks milli stétta m___leiða til nýs stéttaþjóðfélags með arfbundinni yfir- stétt. í septemberblaöi timaritsins Atlantic gefur Herrnstein yfirlit um rannsóknir síðustu áratuga á þessu sviöi og kemst að þeirri niöurstöðu, að greind sé aö verulegu leyti erfö, að greind hafi veruleg áhrif á stöðú manna í þjóöfélaginu. Hann segir að yfirstéttirnar séu þeg- ar orðnar mun greindari en al- menningur og að þessi munur sé óðum að verða skýrari. Sálfræðingar og uppeldis- fræðingar hafa lengi deilt um, hvort greind gangi <í arf eða sé áunnin í umhverfi heimilis og skóla. Það vakti gífurlega at- hygli fyrir tveimur árum, þegar bandari'ski sálfræðingurinn Artiiur Jensen skýrði frá rann- sóknum, sem bentu til þess, aö greind gengi að mestu leyti í arf. Og mikiö uppistand varð af þeirri kenningu hans, að svert- ingjar séu að meðaltali minna greindir en hvítir menn. Stað- reyndin er sú. að greindarpróf sýna stöðugt 15 vísitöIunSga minni greind hjá svertinff^n, en margir telja þennan nwui stafa af ákveðnum .fátagslegum skekkjuvöldum i greindarmæl- ingum. Herrnstein heldur því fram, að þVi betur, sem þjóðfélögum takist að jafna aðstöðu allra bama til menntunar, þeim mun meiri verði stéttaskiptingin. Vegna hins mikla hreyfanleika í stéttaskiptingunnj eigi hin greindu böm tiltölulega auðvelt að komast upp á tind auðs og frægðar, en hin greindarlitlu safnist fyrir neðst í þjóðfélags- stiganum. Meginforsenda þessarar kenn- ingar er sú niðurstaða Jensens, að 80% greindar séu erfð og 20% áunnin. Því meira, sem foreldrum og skólum takist að lyfta þeim hluta greindar barna, sem er áunninn þeim mun meiri líkur eru á að hin erfðu 80% ráði úrslitum um væntan- lega þjóöfélagsstöðu barnsins, þvf að hin 20% verða þá nokk- um veginn jöfn hjá ölium. Hermstein telur afleiöinguna verða þá, að þjóðfélagasstaða muni verða ættgeng. Hreyfan- leikinn í þjóðfélagsstiganum Arthur Jensen: Hvít börri eru greindari en svört. muni ekki breyta þessu. Æöstu stéttirnar muni smám saman soga til sín greindustu ein- staklingana úr lægri stéttunum og hrinda niður heimskustu ein- staklingunum úr hærri stéttun- um þannig að ættgeng greind muni safnast fyrir i vaxandi Greindarpróf. Er það greind föður og móður, sem ræður úrslitum um framtið drengs- ins? Richard Hermstein: Gáfu- mannaðallinn er á leiðinni. mæli á tindi þjóðfélagsins. Hin- ir heimskustu muni safnast fyr- ir neðst niöri og missa atvinnu sína vegna aukinnar sjálfvirkni í nútíma atvinnulífi. Þannig geti meira að segja atvinnuleysi orðið ættgengt. Stéttaskipting fyrri aldra byggðist ekki á greind, þótt hún væri oftast ættgeng, því að við- miðunin var ekki greind. Þess vegna var mikið greindarmagn meðal lægri stétta og það gerði byltingar kleifar. Hin nýja greindar-yfirstétt getur hins veg- ar séö viö öllu slíku, svo að byltingar veröa ekki framar, þegar hún hefur styrkt aðstöðu sína. Þannig sér Hermstein framtíðina. Rök Jensens og Hermsteins eru óneitanlega sterk. Jensen bar saman 122 eineggja tvíbura, sem voru aðskildir snemma á ævi sinni og voru aldir upp á sitt hvoru heimilinu Þrátt fyrir mismun aðstöðunnar, var greind' arvísitala hverra tvfbura tiltölu- lega svipuð. Þessi forsenda og ýmsar fleiri rökstyðja þá kenn- ingu, að 80% greindar gangi í arf Allt er nú á öðrum endanum meðal fræðimanna þar vestra út af þessum niðurstöðum. Ráð- izt hefur verið á Herrnstein fyrir „kynþáttafordóma“. Sjálf- ur segist hann vel skilja, að mörgum finnist, að ekki ætti að skrifa um svona mál, þar sem bau séu svo viðkvæm. En hann segist ekki telia. að loka eigi fyrir rannsóknir á erfðum og kynþáttum, þótt sumir halda, að vanþekking sé betri en ó- bægileg þekking Megum viö þá eiga von á, að heimi framt’iðarinnar verði stjórnaö af greindaraðli og hæfi leikaað'i? Sumum jafnréttisvin- um mun þykja það óhugnanlea tilhugsun og í ósamræmi við lýðræðishugsjónir nútímans En Herrnstein segir sjálfur: „Innra með mér er ég ekki viss um, að þetta sé svo slæm þróun.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.