Vísir - 24.08.1971, Síða 16

Vísir - 24.08.1971, Síða 16
Byggðu mótel „í leyni" Hrunamenn reyna fyrir sér á ferðamannamarkaðnum Flúðir í Hrunamanna hreppi eru að verða að eftirsóttum ferðamanna- stað. Og ekkert undar- legt við það — miklu fremur hitt, að þar skuli ekki þegar vera mýgrút ur af ferðamönnum, inn lendum sem erlendum að sleikja sól á sumrin, eða velta sér í heitri úti- laug. ^ „Ekkert auglýst — mikil aðsókn", segir hótelstjór- inn, „enda gott að dorma í heitum polli við svefnher bergisgluggann“. Flúöir eru eins konar skóla- þorp. Þar er barna- og unglinga skóli Hrunamanna og einnig fé- lagsheimili, verzlanir, gróöurhús og sitthvað fleira forvitnilegt. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á þessum slóöum rétt fyrir síðustu hel'gi gerði Ingólfur Pét- ursson, hótelhaldari á staðnum sér það ómak aö rölta þar um byggingar og skýra frá aðstöðu til ferðamannamóttöku. „Hreppurinn hefur rekið gisti- ‘og veitingaþjónustu í félagsheinr ilinu og skólanum síðustu 4 árin — og þrátt fyrir þaö að meiri hluti þeirra gesta sem hingað koma, sé hér aöeins fáeinar mínútur — kannski klukkutima að snæða hádegismat —'þá hef- ur starfsemin fyllilega risiö und ir sér, og orðið okkur hvöt til að reyna að gera enn betur fyrir þetta fólk sem hér vill vera. Það eru aðallega Loftleiðir og ferða skrifstofur, sem hingað koma með útlendinga í snæðing á sumrin og þeim hefur líkað vel við okkur — held ég“. — Stendur til að byggja hér hótel? „Við erum byrjaðir á nýj- 'ung hér-sem ekkert hefur veriö auglýst. Við létum til reynslu nokkrir áhugamenn í sveitinni, byggja ein 6 lítil hús — eins konar mótel, nema hvað þau eru samföst og gengið inn í þau öll um einar dyr. Hver gestur hefur svo eitt herbergi og bað til umráða. Úr þessu herbergi eru dyr út í garð og þar er heitt ker, stórt setkar — og hefur hver þessara smáíbúða garðholu og kar út af fyrir sig“. — Hvers vegna hafið þið ekki auglýst? „Engin þörf verið á því. Þetta spyrst út meöal kunningja — núna eru t.d. svo til upppantaðar allar nætur hér í júní og júlí næsta ár“. —GG verður og leitað nákvæmlega Ekki fékk fólkið upplýst að hverju væri leitað svona kappsamlega, en það kvisaðist út meðal far þeganna, að skæri hefðu verið tekin af einum manni. Allur stærri farangur fór ó- skoðaður út f flugvélina, cn þó var engin taska sett inn I bana, án þess að eigandi hennar befði gefið sig fram og gengíy.t við ' •- ' i henni Ekki fengu farbegar nein ar skýringar á þessu. Hjá skrifstofu BEA í Reyitja vík fékk Vísir þær upplýsingar, að leit á borð við pessa væri framkvæmd daglega 1 einhverrh af þeim vélum, sem fara frá Lundúnaflugvelli, og hefði t;l- viljun ráðið þvi að einmitt þessi vél varð fyrir valinu. —ÞB Allur handfarangur farþeg- anna var vandlega rannsakaður, snyrtiveski kvenfólksins opnuð Farþegar, sem komu meö BEA-flugfélaginu, heim til ís- lands frá London í fyrradag urðu að ganga gegnum mik- inn hreinsunareld á Lundúna flugvelli. UPP EÐA NIÐUR? ■ Gagnlegt tæki talsíminn. — Þama er ungur maöur að nota símann við að æfa sig í hástökki hvort hann er áleiðinni upp eða niður, liggur ekki ljóst fyrir, en íþróttafræðingar blaðsins segja, að maðurinn sýní' mikil tilþrif. Árangurinn er allgóður, og stökk hæðin svipuð og hjá Gunnari á Hlíðarenda hér forðum daga, en þess ber að gæta að Gunnar stökk án þess að njóta stuðnings frá símanum. ■ Stulkan, sem hefur tekið sér stöðu uppi á símaklefanum not- aði tækifærið og flutti ávarp yfir hausamótunum á nærstöddum, sem gerðu góðan róm að máli hennar. Á meðan var lítið um, að fólk kæmi í símaklefann til að hringja, enda hafa venjulegir vegfarendur sennilega haldið að búið væri aö breyta hlutverki símaklefans við Lækjartorg. Ljósm. Ástþór. Nýjung í hótelrekstri — að Flúðum hafa verið byggð sex hús eins og þessi, nokkurs konar mótel með heitu keri í garðinum. Nýja kjötið „gömlii verði44 „Litil verðhækkun", segir framkv.stjóri verð- lagsráðs um sumardilkana, sem köma i búðir á morgun a Búizt er við að nýja kjötið verði komið á markaðinn í Reykjavík á morgun, eða fimmtu daginn, en sumarslátrun dilka er hafin á Selfossi, þar sem hún fer fram vegna brunans í slátur húsi Sláturfélagsins hér í Reykja Aö sögn Sveins Tryggvasonar framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins verður ekki mikil hækkun á kjötinu frá því í fyrra, en þá kostaði súpukjöt kr. 200 kg, það er að segja við sumarslátrun. Verðlagsráð átti hins vegar eftir aö ganga endanlega frá verðinu og veröur það ekki tilbúið fyrr en í kvöld eöa á morgun, að sögn Sveins. Búast má við að slátrun venði heldur minni í ár en var á síðasta ári vegna hins góða heyafl’a. — Bændur munu nú setja á fé öfugt við það sem almennt gerðist í fyrra, en þá skáru bændur viða nið ur af fjárstofni sinum vegna hey- leysis. Af framleiðslu síðasta árs hafa verið fluttar út 2800 tonn af dilkakjöti til Norðurlandanna, aðal- lega, Bretlands og V-Þýzbalands. Af framleiðslu þessa árs má varla búast viö miklum útflutningi. þar sem búast má viö að kjötfram- leiösla geri ekki miklu meira en svara þörfum innanlands. —JH ISLAND EIGI FRUMKVÆÐIÐ Á fundi landhelgisnefndar í dag 23. ágúst, lagði fulltrúj Sjálfstæðis flokksins í nefndinni, Jóhann Haf- stein, fram eftirfarandi tillögu: „Ég legg til að ísland eigi frum kvæði að því að flytja tiilögu á næsta fundi undirbpningsnefndar að hafrétfarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973 um sérstakan rétt strandríkis til fiskveiði landhelgi á landgrunni þess, þegar líkar að- stæður eru og hér á íslandi, að þjóð byggi afkomu sína eða efnahagslega þróun á fiskveiðum og nauðsyn ber til að takmarka veiðar til vemdar fiskistofnum. Verði leitað samvinnu við aðrar þjóöir um slikan tillögu- flutning." Tiliagan er til nánari athugunar i nefndinni. Skæri tekin af flugfarþega! — Leit i farangri farþega BEA til Islands á sunnudag

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.