Vísir - 01.09.1971, Side 5

Vísir - 01.09.1971, Side 5
f lSIR. Miövikudagur 1. september 1971. Spjallað og spáb um getraunir: Erfiðasti leikurinn í London milli Tottenham og Liverpool Þá er bað fiórði seðillinn! og eingöngu enskir leikir eins og síðast — nema h-'ð nú eru níu leikir úr 1. deild, en þrír leikir úr 2. deild og það leikir, sem maður hefur lítinn saman- burð frá síðustu árum. — En látum þetta nægja og snúum okkur beint að leikj unum. Chelsea—Coventry 1 Chelsea hefur haft tak á Coven- try frá því Miölandaliðið komst 'i 1. deild — unnið þrjá síðustu leik- ina á heimavelli sínum á Stamford VJ : Derek Dougan — formaður sam iaka enskra atvinnuknattspyrnu manna var bókaöur í leik Úlf- mna og C. Palace í gærkvöldi. Bridge, en hinum fyrrsta fyrir fjór- um árum lauk með jafntefli Coven- try tapaði illa á mámudag í Lund- únum fyrír West Ham og þó lið- inu hafi síðan bætzt góður styrkur, Chris Chilton, seaa keyptur var frá Hulj fyrir 92 þúsund pund, nægir það sennilega skammt gegn Chelsea. Everton—Derby X Derby hefur enn ekki tapað leik í 1. deildinni og þessi leikur við Everton er jafnteflislegur. í fyrra lauk -leik liðanna á Goodison Park með jafntefli, en Eí/erton vann árið áður, þegar félagiðisigraði í 1. deild- inni. Leicester—Manch City 2 Manch. City var í miklu stuði á laugardag og ef það stuð helzt ætti liðið að sigraií Leicester, þrátt fyrir þá staðreynd; að í þrjú síðustu skiptin, sem liðin mættust í 1. deild vann Leicester alltaf. En við höf- um trú á City-liðinu nú. Newcastle—West Ham 1 Á síðasta keppnistímabili gerðu þessi lið jafntefli I Newcastle — en árið áður var heimasigur. Það ætti einnig að vetrða nú, þrátt fyrir hinn góða sigur West Ham á mánu- dag. Nottm. Forest—Sheff. Utd. X Sheffield-Iiðið. er efst i' 1. deild og hefur aðeins tapað einu stigi í leik, sem það átti að vinna. Það er gott stuð á félaginu sem komst upp úr 2 deild í vor. En United hefur yfirleitt gengið illa í Nott- ingham og því spáum við jafntefli. Southampton—Huddedsfield 1 Dýrlingarnir voru mjög sterkir á heimavelli á síðasta keppnistíma- bili og unnu þá Huddersfield. Það sama ætti að verða uppi á teningn- um einnig nú. Stoke—Wolves X Tvö lið frá Miðlöndunum og því líklegur sjónvarpsleikur hjá okkur annan laugardág (Forest-United koma þó einnig sterklega til greina). í fyrra vann Stoke — ár- ið áður var jafntefli, og það eru líkleg úrslit nú. En Olfarnir hafa oft náð góðum árangri í Stoke — unnið þar þrisvar í síðustu sex leikjunum, og það er kannski rétt að hafa bak við eyrað. Tottenham—Liverpool X Þetta er sennilega erfiðasti leik- urinn á seðlinum, og bezt væri að þeiltryggia hann með þremur seðl- um Tottenham sigraði á síðasta keppnistímabili, Liverpool árið áð- ur. Liðin hafa aðeins gert eitt jafn- tefli f síðustu átta leikjunum inn- byrðis á White Hart Láne og nú er komið aö öðru. W.B.A.—Arsenal 1 Þarna mætast ekki aðeins liðin á vellinum, þetta verður lika bar- átta milli Don Howe og Bertie Mee, sem stjórnuðu Arsenal svo frábærlega vel á síðasta keppnis- tímabili. Howe er nú kominn aftur til síns gamla félags. en hann lék með WBA sem ba'kvörður um langt árabil og var þá éinftig énskur ’andsliðsmaður Við höfum meiri trú á honum og félagi hans. Hull—Blackpool 1 Blackpoo! er i efsta sæti í 2. deild en þarna fær liðið erfiðan keppinaut. SVðast þega'r liðin mætt- ust í annari deild — fyrir tveimur árum — vann Hull, og spáin er sú, að slíkt verði einnig nú Middlesbro—Fulham 1 Middlesbro er mjög sterkt lið á heimavelli, og fyrirliði þess á leik- velli nú er hinn skemmtilegi Nobby Stiles, fyrrum heimsmeistari, sem lék um langt árabi] með Manch. Utd. Síðustu átta árin hafa liðin aðeins mætzt einu sinni. Þá vann Middlesbro og það sama skeður nú. Sheff. Wed.—Portsmouth 1 Tvö gamalfræg lið, sem lengi léku í 1. deild. Wednesday hefur enn ekki unnið leik í 2. deild nú — reyndar tapað öllum þremur, en nú er komið að sigri Sheff. Wed. vann Portsmouth á hinum glæsilega velli í fyrra — velli, sem sennilega er hinn fullkomnasti á Englandi. — hsím. Nobby Stiles — nú fyrirliði Middlesbro og var bókaður á laugardag. Fást úrslit í 2. deild í kvöld? í kvöld leika Ármann og FH í annarri deild og verð ur leikið á Melavellinum. Leikurinn hefst kl. sjö. — Þetta er mjög þýðingar- mikill leikur fyrir bæði lið in, því að það sem sigrar hefur möguleika á að ná Víking að stigum — þó að Iíkurnar séu ekki miklar. Víkingur hefur nú hlotið 21 stig og á eftir tvo leiki, en Ármann og FH geta komizt í 21 stig með því að sigra í öllum leikjum sínum sem eftir eru. Verði hins vegar jafntefli í leikn- um í kvöld eru úrslit ráðin með fyrsta sætið í deildinni. Þá geta liðin ekki náð Víking. sem jafn- fram yrði um leið sigurvegari í deildinni. Þess má geta, að Víking- ur á í tveimur síðustu leikjum s'ín- um að leika, við FH og Ármann. Fyrri leikurinn verður í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag — en síð- asti leikurinn í 2 deild verður milli Víkings og Ármanns og verður ekki leikinn fyrr en 19. september á Melavellinum. Hinn þýðingarmikli leikur milli Þróttar, Neskaupstað og Selfoss um fallsætið í deildinni, verður austur á Neskaupstað 12. septem- ber — eða sVÖasti leikur liðanna f deildinni og má því segja, að móta- nefnd KSÍ hafi verið heppin með þessa niðurröðun leikja í 2. deild. — hsím. Nýliðarnir frá Sheffield halda áfram á sigurbraut — en Manchester United tapaói sinum fyrsta leik i gærkvöldi Nýliðamir í 1. deildinni ensku, Sheff. Utd, halda á- fram sigurgöngu sinni. I gærkvöldi léku þeir við annað Yorkshire-lið Hudd- ersfield, sem er í neðsta sæti í 1. deild, en án vinn- ings, og var Huddersfield lítil hindrun fyrir United- leikmennina, sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og hafa nú þriggja stiga for- skot í deildinni. Það voru þeir Dearden, Wood- ward (vítaspyrna) og Colqhoun, mið vörður liðsins, sem skoruðu mörkin í gærkvöldi og greinilegt, að það þarf meira en lítið til að stöðva lið ið frá stálborginni. Manch. Utd. tapaði sínum fyrsta leik í gærkvöldi í Liverpool á Godi son Park fyrir Everton. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum. Hinn ungi miðherji Everton, David John- son, sem tekið hefur stöðu Joe Royle f liðinu, skoraði það á 37. min. og þar við sat. Áhorfenda- fjöldi var 62 þúsund — það mesta, sem hefur verið á leik á þessu keppnistímabili, enda stutt á milli Liverpool og Manchester í Lancas- hire. Þetta er fyrsti Ieikurinn, sem Manch. Utd. skorar ekki mark í og eftir hann hafa aðeins tvö lið í 1. deild ekki tapað leik — Sheff. Utd. og Derby County. Derby lék í Ipswich í gærkvöldi og var jafntefli í þeim leik án þess mark væri skorað. Sama var einnig uppi á teningnum í Notting- ham, þar sem Forest lék gegn Stoke City. Þá léku Úlfarnir á heimavelli gegn Crystal Palace og sigruðu með eina markinu, sem skorað var í leiknum. Það var fyr- irliði Úlfanna, Mike Bailey, sem skoraði markið snemma leiks. Þetta var fyrsti leikur hans með Iiðinu, en hann hefur verið meiddur síð- ustu vikurnar. Nokkrir leikir verða háðir í kvöld og er þar aðalleikurinn milli Man. City og Liverpool á Maine Road. — Einnig leika Chelsea og WBA í Lun dúnum — Peter Osgood hefur ver- ið tekinn af sölulista Chelsea — Leeds og Newcastle, og Leicester og Southampton. Þrír leikir voru háðir í 2. deild í gærkvöldi. Leikmenn Cardiff fóru yfir brúna í Bristol-flóa og léku við liðiö að austanverðu við hann — Bristol City. Aldrei þessu vant sigraði City í viðureigninni — skor aði tvö mörk gegn einu. í Lundún- um léku Queens Park og Fulham og var leikiö á velli síðarnefnda liðsins. Það kom þó ekki í veg fyrir stórsigur QPR 3—0. — Og Middlesbro — þar sem Nobby litk Stiles er nú fyrirliði sigraöi Shef- field Wed. 2—1, en bæði þau Kð eru frá Yorkshire. — hsim.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.