Vísir - 01.09.1971, Side 16
— Norburverk kaupir sildarverksmiðjuna á
Dagverðareyri undir starfsemi sina
Miðvikudajjur 1. sept. M
UM 20
ÞÚSUND
GESTIR
Alls hafa um 20 þúsund manns
séð alþjóðlegu vörusýninguna í
Laugardalshöllinni. Rúmlega
2200 manns heimsóttu sýning-
una í gærkvöldi, þrátt fyrir Kild
are lækni í sjónvarpinu og held
ur kaldranalegt veður fram eftir
degi. —JBP
„Við erum mjög á-
nægðir með þessi kaup,
en hingað til höfum við
aðeins haft eitt leigu-
herbergi á Akureyri fyr-
ir starfsemina“, sagði
Árni Árnason stjórnar-
formaður Norðurverks
um kaup fyrirtækisins á
síldarverksmiðjunni og
öðrum húsakynnum til*
heyrandi henni á Dag-
verðareyri.
Noröurverk keypti eignirnar
fyrir 6 milljónir og 250 þúsund
krónur. í kaupunum er innifalin
öll víkin að sögn Árna, bryggjur,
þrær, síldarverksmiðjan, vél-
hús. steypt þriggja hæða hús,
sem var notað sem mötuneyti og
skrifstofuhúsnæði o-g fleiri hús
á staðnum.
„Við reiknum með að flytja
þangað okkar vélastarfsemi, þeg
ar Laxá lýkur“, s'agði Árni enn
fremur, „og hafa viðgerðarverk-
stæði og vélageymslur þarna út
frá“. Árni sagði að vélaviðgerð
irnar yrðu í aðalverksmiöjunni
ásamt lager. Vélhúsið yrði notað
í vetur sem bílageymsla fyrir
einkahíla frá Akureyri eins og
tíðkaðist undanfarin ár, en þar
hafa verið geymdir 100—200 bíl
ar yfir veturinn. Hann sagði, að
húsin væru í góðu ásigkomul'agi
en samt yrði gerö veruleg um-
sköpun á húsnæðinu í samræmi
við breyttar þarfir. — SB
„Umferðarmálin
vandamál í líkingu
við krabhamein '
Samvinnufryggingar hvetja á 25 ára afmælinu
til stórsóknar gegn umferðarslysunum
„Umferðarmálin eru eitt erfiðasta
vandamálið, sem samfélag okkar á
í höggi við — í Iíkingu við krabba-
mein og aðra skæða sjúkdóma“,
sagði Ásgeir Magnússon, forstjóri
Samvinnutrygginga þegar hann og
Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS
og deildarstjórar Samvinnutrygg-
inga ræddu við blaðamenn í tilefni
af 25 ára afmæli fyrirtækisins sem
er í dag.
Bifreiðatryggingar eru mikiö
hitamál í dag, en Samvinnutrygg-
ingar tryggja um 40% af bílaflota
landsmanna, og eru þær tryggingar
um það bil fjórðungur af viðskipt-
um fyrirtækisins.
Kváðu forráðamennirnir það
stórmál að barizt væri enn harðar
gegn umferðarslysunum sem aukast
ískyggilega mikið. Með bættum
vegum ætti þetta að lagast talsvert.
Þá töldu þeir að herða þyrfti kröf-
urnar, sem gerðar eru tii manna
og kvenna, sem hyggjast leggja
það fyrir sig að aka vélknúnum
ökutækjum.
Það kom fram í viðtalinu að
Samvinnutryggingar hafa haft mik-
inn áhuga á að hér yrði reist full-
komið bifreiðaverkstæði eins og
gerist með erlendum þjóðum. Bæri
nauðsyn til að bílaverkstæöismál-
um væri lyft á annað og æðra plan
en þau mál eru á nú hér á landi.
Samvinnutryggingar minnast af-
mælis síns í dag og gefa starfsfólki
sínu m.a. rausnarlega gjöf, 500 þús.
krónur til að byggja sumarbústað
í HreðaVatnslandi. — JBP
Sauðfé sækir til byggða
á Norðausturlandi
Nokkur bröigð munu vera að því
•ð sauöfé sé farið að sækja til
byggða á Norður- og Noröaustur-
’mdi. Sveinn Hallgrímsson, sauð-
fjárræktarráðunautur hjá Búnaðarfé
Dómcarafulífriíar
jæftu við að hæfta
Dómarafulltrúar hafa fallizt á
:aö að fresta uppsögnum sínum til
áramóta. Þeir hugðust láta af störf-
um um bessi mánaðamót. Ræddi
stjóm Félags dómarafulltrúa við
dómsmálaráðherra, sem fór þess á
leit við stjórnina, .að hún færi fram
á frestun gildistöku uppsagnanna
við félagsmenn til þess að hægt
væri að finna lausn á kjaramálum
bcirra. Hafa félagsmenn tekið já-
kvætt í þessa beiðni. — SB
lagi íslands, sagöi að á nokkrum
stöðum einkum á Norðausturlandi
væri jafnvel óeðlilega mikið um
það að sauðfé væri fariö að sækja
til byggða.
Væri hretinu sem kom um dag-
inn trúlega mest um að kenna, og
þaö flýtt fyrir því að sauöfé leit-
aði til byggöa jafn snemma og raun
ber vitni.
Annars hefði sumarið verið gott
hvað snerti sauöfé á landinu í heild.
Á nokkrum áfréttum einkum norð
an Sprengisands hefðu verið þurrk
ar og þar af leiöandi minni spretta.
Ætti þetta eflaust líka nokkurn
þátt í sókninni til byggða.
Hafa bændur þurft að fara að
afréttargirðingum og sækja þangaö
það fé sem leitað hefur til byggða.
Hímir féð gjarnan í einum hnapp
við girðinguna og lítur ekki við
beit. Verður því að halda auka-
réttir og beita því fé heima viö, sem
leitað hefur til byggða. —JR
Óttazt var í gærkvöldi, að stórslys hefði orðið í Gnoðarvogi, þegar mönnum álengdar sýnd-
ist í myrkrinu, að tveir strætisvagnar og tveir fólksbílar hefðu lent í árekstri á mótum Skeiö
arvogs. — 2 lögreglubílar, 2 sjúkrabílar og nokkur Iögreglubifhjól voru kvödd á staðinn 03
múgur og margmenni safnaðist í skinið af rauðum aðvörunarljósum, sem vörpuðu bjarma
á umhverfið.
?Mætti nota kalkipapp-
ír við skýrslugerðina44
— segir lögreglan um umferðaróh’óppin
Gnoðarvogurinn var upp-
ljómaður af rauðum varúðar-
ljósum lögreglubíla, sjúkra-
bíla og lögreglubifhjóla í gær
kvöldi, vegna áreksturs, sem
orðið hafði á horni hjá Skeið-
arvogi, en í fyrstu var hald-
ið, að 2 fólksbílar og 2 stræt-
isvagnar hefðu lent þar sam-
an.
í ljós kom síðan, að strætis-
vagnarnir höfðu numið staðar
hjá fólksbílunum tveimur. sem
rétt um kl. 22 höfðu lent í
árekstri á gatnamótunum. —
Tvennt slasaðist 1 bílunum og
var flutt á slysadeild Borgar-
sjúkrahússins.
„Ástæðan var sú sama og í
flestum árekstrum. — Það liggur
við, að nota megi kalkipappír
við skýrslutöku af ökumönnum
orðið“. sagði einn lögregluþjónn.
Ökumennirnir sáu nefnilega
hvorugur annan.
Öðrum bílnum var ekiö vestur
Gnoðarvog. en hinn kom frá
hægri á leið suður Skeiðarvog.
Sá fyrri hefði átt að víkja, en
ökumaðurinn var upptekinn í
samræðum við farþegann, og sá
ekki hinn bílinn. Ökumaður
hins bílsins hefði ef'til vill get-
að gert ráöstafanir til að koma í
veg fyrir áreksturinn, ef hann
hefði bara séö hinn bílinn, en
það sagðist hann ekki hafa gert.
— Hvorugur gat gert sér nokkra
grein fyrir, hvernig áreksturinn
varð. — GP