Vísir - 01.09.1971, Síða 8

Vísir - 01.09.1971, Síða 8
8 VISIR . Miðvikudagur 1. september 1971. Otgefandi: ReyKiaprenr nt. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstiómarfulltrúi: Vaidimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. .Tóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simar 15610 11660 Afgreiðsla • Bröttugötu 3b Sími 11660 Ritstjórs: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands * initsasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiitja Visis — Edda hi. Umferðarslys og afbrot ^ði margir munu vera þeirrar skoðunar að umferð- armenningu okkar íslendinga sé enn mjög ábótavant, þótt ýmsir telji að um nokkra framför sé þar að ræða síðustu árin. Tillitsleysi og glannaskapur er enn mikill ljóður á ráði margra ökumanna. Og það er staðreynd sem ekki verður mótmælt, og bæði lögregla og trygg- ingafélög hafa margsinnis staðfest, að mikill fjöldi árekstra og stórslysa í umferðinni, bæði í þéttbýlinu og úti á þjóðvegunum, skeður vegna óg:;tilegs akst- urs. Það er t.d. furðulegt, hve sumir ökumenn sýna mikið kæruleysi í framúrakstri og tefla bar oft á tæp- asta vað. Alltof margir virðast aka nákvæmlega eins hvernig sem vegir og aðstæður eru. Enginn vafi er t.d. á því, að mörg rúðubrot orsakast af of hröðum akstri, þegar bílar mætast. Virðist þá oft ekkert tillit tekið til að- stæðna. Það ætti þó að vera hverjum ökumanni auð- skilið, að hættan á slíkum óhöppum er margfalt meiri þar sem lausamöl er og vegir þurrir og aurhlífar þeyta grjótinu í allar áttir. Og samkvæmt upplýsingum lög- reglumanna verða flest rúðubrotin af völdum bíla, sem koma úr gagnstæðri átt og aka of hratt þegar mætzt er. Hér er um óafsakanlegt kæruleýsi að ræða, þegar þess er gætt að þetta getur bæði valdið slysum og miklu eignatjóni. Frá því hefur verið skýrt í blöðum að einn steinn geti valdið frá fjögur þúsund og a,llt upp í tuttugu þúsund króna tjóni eftir gerð rúðunnar. Á- byrgðartrygging bifreiðarinnar, sem tjóninu veldur, geiðir tjónið því aðeins að ökumaðurinn, sem fyrir því verður, hafi vitni að atburðinum, en það reynist i fjölmörgum tilvikum ógerningur að leggja fram slíka sönnun. Á það skal minnt að hægt mun vera að tryggja gegn rúðubrotum og er sú trygging fremur lág. ÞaÖ kom mjcy skvrt í útvrr^r/iðtali við r.r.- ferðarlögreglumann um ríðv.stu iielgi, að vandamálin af ógætilegum akstri og slys af þeim völdum fara sí- vaxandi. Hér virðist því rík ástæða til einhverra rót- tækra aðgerða, þótt vafalaust sé hægara sagt en gert að finna þar þau ráð sem duga. Hér eins og svo oft endranær er það hugsunarhátt- urinn, sem þarf að breytast. Ábyrgðartilfinningin verður að vaxa. Virðingarleysi fyrir lífi og eignum náungans er löstur, sem þarf að reyna að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Þetta kemur fram í þjóð- lífinu í mörgum myndum. Afbrotaaldan, sem riðið hefur yfir síðustu árin, er geigvænleg. Sá dagur líður varla að ekki sé í fjölmiðlunum skýrt frá ein- hverjum ódæðisverkum, innbrotum, þjófnaði og líkamsárásum. Virðist orðin rík ástæða fyrir for- eldra að byrja á því í tíma að innræta börnum sínum það hugarfar, sem eitt getur breytt þessari þróun, en margt bendir til að sú fræðsla hafi víða gleymzt í vel- r'ðr."tu áratuga. — James Reston segir Kínverja litinn áhuga hafa á heimspólitik — jbeim mun meiri á innanlandsmálum # Allt í einu virðast Nixon og hans menn þar vestur í Bandaríkjunum vera "arnir að hugsa hlý- lega austur til Kína. Svo langt er vinskapurinn jafnvel genginn, að talað er um að Nixon fari þang- að austur að heimsækja Maó. Hvort af því verður alveg á næstunni er óvíst, en alla vega hefur Kín- verjum þótt að því fengur að fá í heimsókn James Reston, ritstjóra og greinahöfund við New York Times, eitthvert virtasta dagblað, sem gefið er út þeim megin við Kyrrahafið. 9 James Reston er kominn heim eftir sex vikna dvöl í Kína og ekki að spyrja að dugnaðinum í þeim karli frekar en fyrri daginn. Dag eftir dag birtast eftir hann Kína-greinar í New York Times og víð- ar, og er greinilegt að Kína-ferðin hefur verið blaða manninum hin mesta upplifun. „Ekki er annað að sjá en að ríkisstjórn Kína sé trygg ’i sessi — grundvölluð á andlegri yfir- stjórn Maós formanns, afli al- þýðuhersins og reynsiu og- stjórnvizku forsætisráöherrans, Chou En-lai“, segir Reston. „Það er greinilegt, áð þessi ríkisstjórn Kína, sem nú situr, nýtur stuðnings kínversku þjóðarinnar. En hvað um fram- tíðina? Hvaö, þegar þessir leið- togar á sjötugs eða áttræðis- aldri eru farnir í hina Vikina? í meira en heila öld hefur kín- versku þjóðinni veriö lýst sem bambustré: Þegar hann blæs að vestan. þá hneigja þeir sig í austur Þegar hann blæs á aust an, þá hneigja þeir sig í vestur. Og þegar iogn er þá hneigja þeir sig alls ekki ...“ Ekki gefinn fyrir að stríða „Eftir að hafa ferðazt um Kína í sex vikur eða meira". segir Reston ,,þá hefur maður það á tilfinningunni, að þessi „sofandi risi“ sé glaðvakandi, en hafi hins vegar ekki sérlega mikinn áhuga á að „hrista til veröldina“. Það er satt, að um alit Kína, frá Mansjúriu í norðri til Kanton 1 suðri, heyrir maður and- bandarískan áróður Kínverskt fólk er brýnt að „sameinast gegn amerískum heimsvalda- sinnum og þeirra gjammandi hlaupatíkum“, • en ef hlaupatík- urnar heyrðu greinilegar. á tal kínverskra foringja, þá kæmi í ljós, að þeir hafa minni áhuga á því að stjórna heimsbyltingu en að leysa tvö eða þrjú vanda- mál sem við er að eiga á heima- vígstöövum. í fyrsta lagi eru Kínverjar ekki aðeins að reyna að sjá sínum 750 milljónum sálna fyrir nægilegri fæðu og menntun — heldur eru þeir á sama tíma að reyna aö flytja þessa Þjóö nær nútímanum. Byltingin stendur enn, þv*i aö býltingu þarf tii aö breyta jafnvel persónueinkenn- um eins fjórða af mannkyninu. Allt þetta er svö stórfenglegt, að bylting Franklíns Roosevelts í Bandaríkjunum virðist bara smávægileg lagfæring. í öðru lagi hugsa Kinverjar dálítið um þessa milljón (eða þar um bil) sovézku hermenn sem bíöa reiðubúnir á landa- mærunum í norðri og ögn hugsa þeir líka um herstyk Japana sem hröðum skrefum eflist. Kínverjar gleyma nefni- lega ekki fortíðinni. t þriðja lagi reiða Kínverjar sig á hjálp þeirra Maós og Chou En-lais við að leysa öll vanda- mál — og eftir því sem Reston segir, þá er það eitt vandamálið enn, því þeir gömlu leiðtogar (Maó er 76 ára og Chou er 73 ára) ejga erfitt með að færa völd sín í hendur næstu kyn- slóð á eftir. Öll þessi heimilisvandamál skilja litinn tíma afgangs handa Kínverjum að hugsa um hægri byltingu í Bólivíu eða að virkja hungruðu milljónirnar í Afríku í byltingu, eða þá hungruðu milljónimar í Asíu og S.-Ame- ríku gegn sovézkum endurskoð- unarsinnum og amerískum heimsvaldasinnum. Kenning Maós Maó Tse-tung hefur kenni Kínverjum orðtak sem segir, að þeir skuli láta fortíðina þjóna framtt'ðinni og umheiminn Kina. Samt liggur þ%im mikið á að útskýra, að þeir fari algjðrlega eigin leiðir, óháðir því sem ann- ars staðar gerist — stæli ekki IIIIIBIiIlll IM) WIM Vesturlönd eins og Japanir, endurskoði ekki sanna sóslalist iska stefnu eða sækist eftir á- hrifum utanlandsfrá eins og Sovétmenn eða Bandarfkin — og haldi sannarlega ekki her- mönmun sínum út um allar trissur eins og tvö „risaveldi“. Engar Monroe-stefnur handa Kínverjum og heldur engar Brésnevs-stefnur. Vont að stríða við alla í einu Reston segist ekki hafa orðið þess var í sinni Kinareisu, að Kínverjar hafi tekið upp vin- samlega stefnu gagnvart USA vegna þess að sambandið við Moskvu, Tokyo og Sameinuðu þjóðirnar sé með versta móti núna. „Manni finnst ’ bara“, segir Reston, „að Peking hafi verið farið að finnast, að þaö væri ekki beint æskilegt ástand að stríða við alla í einu“. — GG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.