Vísir - 22.09.1971, Qupperneq 3
V1SIR. Miðvikudagur 22 september 197L
I MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÓND S MORGUN ÚTLÖND I MORGUN UTLÖND
titosjón: Haukur Helgason
Óvíst um stjórnarmyndun:
DANSKA STJÓRNIN TAPADI
Jufnudarmenn bættu við sig óttu þing-
*
mönnum og sósíalistur sex — Urslitin
velta á endurtalningu og úrslitum í
kosningum í Færeyjum 5. október.
Stjórn dönsku borgara-
flokkanna tapaði talsverðu
fylgi í þingkosningunum í
gær, en stjórnarandstaðan,
jafnaðarmenn og sósíalist-
íski þjóðarflokkurinn unnu
mikið á. Þegar grófri taln-
ingu var lokið í morgun,
kom í Ijós að stjórnarflokk
amir höfðu fengið 88 þing
menn kjöma en stjórnar-
andstaðan 87, svo að „fín-
talning“ ræður úrslitum,
þar sem fáum atkvæðum
munar víða. Hins vegar er
óvíst að Hilmar Bauns-
gaard forsætisráðherra
treysti sér til að halda sam-
starfi borgaraflokkanna á-
fram, þótt þeir kynnu að
hafa eins þingmanns meiri
hluta. Auk þess á eftir að
kjósa tvo þingmenn í Fær-
eyjum til setu á danska
þinginu.
Samkvæmt gróftalningunni í
morgun höfðu jafnaðarmenn fengið
70 þingmenn og bætt við sig 8, í-
haidsflokkurinn fékk 31 og tapaði
3, vinstri flokkurinn 30 og tapaði 4.
Flokkur Baunsgaards, Róttæki
vinstri flokkurinn fékk 27 þing
menn, sem er óbreytt, Sósíalistíski
þjóðarflokkurinn fékk 17 og bætti
við sig 6. — Þingmönnum hefur
verið fjölgað lítilsháttúr fná því er
áður var.
Stjórnarflokkamir höfðu fengið
46,7 af hundraði atkvæða og stjóm
arandstaðan 46,4 af hundreði. Auk
þess skorti Kristilega þjóðarflokk-
inn aðeins 754 atkvæði til að ná
tveimur af hundraði atkvæða og fá
þar með þingtnenn kjöma.
Þegar Hilmar Baunsgaard geng
ur fyrir konung um hádegisbilið í
dag er búizt við að hann geri eng
ar tillögur um stjórnarmyndun, held
ur verði beðiö eftir nákvæmari
talningu atkvæða og jafnvel kosn
ingunum í Færeyjum sem verða 5.
október.
Komst Kristilegi flokkurinn yfir
það lágmark atkvæða, sem lög á-
kveða, að þurfi til að fá þingmann
kjöma, getur þaö breytt tölu-
verðu. Flokkurinn mundi þé lík-
lega fá fjóra þingmenn og taka tvo
af jafnaðarmönnum, einn frá
Vinstri flokknum og einn frá Rót-
tæka vinstri flokknum.
Búizt hafði verið við fylgisaukn-
ingu jafnaðarmanna og sósíalist
Hilmar Baunsgaard forsætisráðherra — Þðtt stjómin tapaði, stóð
flokkur hans ístað.
íska þjóðarflokksins. Fylgisaukn-
ing hinna siðarnefndu má að miklu
leyti rætur í andstöðu flokksins við
inngöngu í EBE. Forystumenn
fiokksins bentu á, að Vinstri flokk
urinn hefði tapað mestu, en hann
berðist harðast flokka fyrir inn-
göngu í EBE. Það kom á óvart, að
flokkur Hilmars Baunsgaards skyldi
halda þingmannatölu sinni í kosn-
ingunum. Voru fréttaskýrendur
sammála um það í morgun, að
þetta væri persónulegur sigur fyrir
forsætisráðherrann.
Íhaldsmenn og Vinstri flokkurinn
svonefndi sem er borgaralegur
flokkur, biðu mestart ósigur í kosn
ingunum. Að sumu leyti er þetta
talið merki um vaxandi andstöðu
við inngöngu í EBE, en auk þess
hefur hinn nýi kristilegi flokkur
tekið fylgi af þeim, einkum frá
Vinstri flokknum. Hansen fjármála
ráðherra og Poul Hartling utan-
ríkisráðherra hörmuðu í morgun að
flokkar þeirra heföu tapað svo mjög
Hartling sagði, að það þæri ógæfu
legt að nú væri ekki unnt að benda
á skýrar línur um stjórnarmyndun.
Ýmsir smáflokkar buðu fram 1
kosningunum, svo sem kommúnist-
ar, er fengu 1,4% atkvæöa og eng
an þingmann en þeir höfðu haft
einn á seinasta þingi, eftir að hann
gekk úr öðrum flokki yfir til komrn
únista, Flokkur Sósíalista fékk
1,6% og engan kjörinn, Réttar-
sambandið 1,7% og engan ing-
mann og Slésviski flokkurinn 0,3%
atkvæöa. _
Samkvæmt gróftalningunni skipt
ust atkvæðin þannig milli stærri
flokkanna:
Jafnaðarmenn 37,3%, áður 34,2%
Róttæki flokkurinn 14,3%, áður
16,0%
fhaldsflokkurinn 16,7% áður 20,4%
Vinstri flokkurinn 15,6% áður
18,6%
Sósíalistfski þjóðarflokkurinn
9,0% áður 6,1%
Baunsgaard sagði í nótt að ékki
kæmi til greina, að núverandi stjórn
sæti áfram, ef hún yrði að styðjast
við Kristilega flokkinn á þingi. —
Jens Otto Krag foringi jafnaðarmanna viil minnihlutastjórn þeirra.
Foringi jafnaðarmanna, Jens Ottol
Krag, sagðist vænta þess, að
Baunsgaard mundi biðjast lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sittt. Stjórnin I
heföi orðið að gjailda fyrir stefnu
sína i efnahagsmálum. Krag æskti
eftir minnihlutastjóm jafnaðar-
mannaflokksins.
Orðrómur um sjúkleika
Maos og upplausn í Kína
Orörómur er á kreiki um, að Mao
Tse Tung, formaður kínverska
kommúnlstafiokksins sé alvarlega
sjúkur eða jafnvel látinn. Orðrómur
þessa efnis hefur raunar komiö
upp fyrr á árum og reynzt ósann-
ur. Starfsmaður kfnverska sendi-
ráðsins í Ottawa segist ekkert hafa, verska alþýðulýðveldisins. Þar hafi
um þetta frétt frá Peking. 1 innanlandsflug legið niðri í þrjá
Fréttamenn hlustuðu á hvert orð daga, og nú sé ógerningur að ná
I kínverska útvarpinu í morgun, en sambandi við Chou-En-Lai forsætis-
ekkert var sagt um sjúkleika Maos.1 ráðherra.
Aðrar fréttir herma, aö mikil
ólga sé í Peking, höfuðborg Kín-
Sósíalistískur
meirihluti í Osló
Sósíalistfskir flokkar munu á-
fram hafa meirihluta í borgarstjórn
Osló, en þar lauk talningu í nótt.
Samkvæmt grófri niðurstöðu hef
ur Verkamannaflokkurinn fengið
35 fulltrúa og tapað 2, Hægri flokk-
urinn 30 og tapað 3, Sósíalistíski
þjóðarflokkurinn 8 og unnið 2.
Vinstrí flokkurinn tapiar 1 og fær
3, Miðflokkurinn fær 2 og vinnur
1, Kristilegi flokkurinn fær 5 og
bætir viö sig 1 og vinstri sósíalistar
fá 1 kjörinn, og náttúruverndar-
menn 1.
Þá verða fulltrúar sósíalistískfa
flokka 44 á móti 41 fulltrúa borgara
flokka.
Mao Tse Tung
Var sagt, að hætt væri við há-
tíðahöld á þjóðhátíöardaginn 1.
október, en fréttamaður japönsku
fréttastófUnna^. í Peking neitar
þessu.