Vísir - 22.09.1971, Síða 13
V í SIR. Miðvikudagur 22 september 1971.
•••••••••••• t
„Vil bólusetja með varúð"
— segir Halldór Hgnsen, læknir á barnadeild
Heilsuverndarstöðvarinnar um bólusetningu
gegn bólusótt
T erlendri frétt í blaðinu í gær
* var haft eftir talsmanni Al-
þjóðlegu heilbrigðismálastofnun-
arinnar 'i Genf að í þeim ríkjum,
sem heilbrigðismál væru í góðu
lagi væri án áhættu hægt að
hætta reglubundinni bólusetn-
ingu við bólusótt.
1 þessari frétt er einnig haft
eftir talsmanni þessum, áö í lönd
um eins og Bretlandi og Banda-
ríkjunum sé áhættan við bólu-
setningu talin meiri en hættan á
að veikjast af sjúkdómnum —
Bretar hafi fyrir árj hætt skyldu
bólusetningu og búizt er við, áð
Bandaríkjamenn fetj í fötspor
þeirra.
P'jölskyldusíðán sneri sér til
Haildórs Hansens læknis á
barnadeild Heilsuvemdarstöðvar
innar og spurðj hann hvort gætt
hefðí veikinda sökum kúabólu
setningar hérlendis.
„SVðustu tíu árin hefur ekki
gætt alvarlegri veikinda af kúa
bólusetningu en smákvilla. Frum
bölusetningin er innan tveggja
ára aldurs barnsins samkvæmt
lögum, og er yfirleitt bólusett
með varúð og sleppt þeim börn
um. sem ekki þykir ráðlegt að
bólusetja og eitthvað sérstakt er
að, t.d. eksem, hjarta- eða nýma
sjúkdómar.
Önnur hafa verið bólusett, þeg
ar þau eru í góðu standi til
þess“.
— Hvenær er svo bóhisett i
annað sinn?
„Venjulega í skólunum, þegar
þau eru tólf ára en skylda er,
að það sé gert fyrir fermingu".
Halldór sagði, að þegar ís-
lenzku lögin um skyldubólu-
setningu gegn kúabólu hefðu
verið sett hefðu þau verið dá-
lítið umdeild og þá á hvaða aldri
frumbólusetning færi fram, tal-
að hefði verið um áldurinn 1—4
ára en það atriði væri umdeiit
viðar en hér.
— Hvert er persónulegt álit
yðar á kúabólusetningu?
„Það er aö ég vil bólusetja
meö varúð“.
Halldór telur að öðru máli
skipti hérlendis en erlendis, þar
sem um fjöldabólusetningar
væri að ræða og læknum erfitt
um vik að skoða fólk á undan
og eftir og vita um umhverfi
þess. „í fámenninu hér er miklu
auðveldara að hafa samband við
fólk og fylgjast með því, sem
gerist. Hér er skoðaður hver
einstaklingur og maður veit allt
um hann í stað þess, að erlend-
is er læknirinn í þeirri aðstööu
að bólusetja' hvern útréttan hand
legginn af öðrum“.
Halldór upplýsti ennfremur
að hér væri skyldubólusetning
við mænusött. barnaveiki, kíg-
hósta og stífkrampa.
— SB
it, w ;* i 1 '' " ' 1 i
7 3
Skoðun á barnadeildinni.
- ÞETTIEFNI -
Þriggja ára reynsla hérlendis hefir sannað, að BAKERSEAL
er í algjörum sérflokki meðal þéttiefna.
BAKERSEAL, er árangur þrotlausra tilrauna í leit að þétti-
efni, sem þyldi þann gífurlega þrýsting, titring og hita, sem
fram kemur í olíulögum bortuma, enda heldur efnið 750 KG
þrýsting á amerískum fittings, án hamps. Hins vegar held'-
ur það auðveldlega 4 KG, án hamps á evrópskum fittings.
Almennt gildir að nota lítinn hamp og grunnan skurð.
BAKERSEAL, þolir 315 gráðu hita, án þess að harðna og er
því tilvalið sem þéttiefni á pakkningar útblástursgreina og
headpakkningar. Aðaluppistaðan í efninu eru fínmuldar
teflonagnir, en teflon er meðal annars notað til þess að sóla
með strokjám og steikarpönnur. Teflonið hefir auk þess
þann eiginleika aö þenjast út í gengjurnar og þolir því
að slakað sé lítillega á herzlu án þess að leki komi fram.
Af þessum sökum er BAKERSEAL líka tilvalið sem sraurn-
ing á bolta og rær, sem ekki mega bíta sig fasta, t.d. felgu
bolta.
BAKERSEAL er eina þéttiefnið sem er þrifalegt I notkun
og sérlega drjúgt i notkun. Fáanlegt i 3 og 8 oz. túpum.
Smasala: Heildsala:
Isleifur Jónsson hf. HÁBERG HF.
Bolholti 4. Skeifunni 3e
Sími 36920 Sími 33345.
Atvinnurekendur
-Ungan mann vantar vel borgaða aukavinnu við akstur
Er vanur akstri stórra vörubifreiða. Er með meira
próf. Akstur á eigin bifreið kemur til grc'..a. Góð með
mæli fyrir hendi. Uppl. í síma 17796.
Óskum eftir oð ráða
2 stúlkur til afgreiðslustarfa. Vaktavinna.
Uppl. í dag og á morgun frá kl. 14—18.
Söbechsverzlun, Búðargerði 9.
Skóli Emils
hefst 1. október
Kennt á hormoniku, munnhörpu, gítar, píanó,
melódiku. Hópatímar og einkatímar. — Inn
ritun í síma 16239 kl. 6—8.
Hef einnig hljóðfæri til sölu.
Emil Adólfsson, Nýlendugötu 41.