Vísir - 22.09.1971, Side 16
—7
v
22. scpt. mi
vinlega í
fremstu
víglinu"
— Steingrimur svarar
svari Braga Asgeirssonar
Veiddi lax með berum höndum
Kært til sýslumanns vegna óvenjulegrar veiði-
aðferðar við fossinn Glanna i Norðurá
Þó að stangaveiði hafi
verið með afbrigðum
góð í Norðurá í sumar
virðist það ekki hafa
nægt sumum veiðimönn
um. Maður nokkur hef-
ur nú verið kærður fyrir
allóvenjulega og ólög-
lega veiðiaðferð við foss
inn Glanna í Norðurá.
Þannig háttar til viö Glanna,
þegar vatn er Ktið í ánni, aö
laxinn getur verið nokkuð lengi
að sprikla upp og er þá oft
auðvelt að ná honum, jafnvel
með berum höndunum. M'aður
þessi er ákærður fyrir að hafa
notfært sér þetta og krækt sér í
laxa þarna með guðsgöfflunum
og öðrum tiltækum tólum, sem
ekki samræmast reglum um lax-
veiði í ám.
Að sögn sýslumanns í Borg-
arnesi, Ásgeirs Péturssonar, er
rannsókn málsins að ljúka og
verður ákæran send saksóknara
til ákvörðunar. Það var Stanga-
veiðifélag Reykjavíkur, sem
kærði manninn en vitnaleiðslur
hafa farið fram vegna málsins
og munu tveir menn hafa orðið
sjónarvottar að þessum óvenju
legu veiðiaðferðum. — JH
Sonja
að fæða
Sonja krónprinsessa, eigin
kona Haralds ríkisarfa f Nor
egi, var í morgun flutt í fæð
ingardeild ríkissjúkrahússins
í Osló til að ala bam sitt.
Norðmenn bíða spenntir.
Þeim hjónum hefur ekki áð-
ur orðið bams auðið. —HH
Steingrímur Sigurðsson, listmál-
ari og Bragi Ásgeirsson, listmál
ari og gggnrýnandi em komnir
í hár saman.
Steingrímur segir Braga hafa
..allt í einu farið út“ er sá síðar-
nefndi kom að skoða sýningu þess
fyrrnéfnda í Casa Nova. Bragi seg-
ist aldrei hafa gengið um salar-
kynnin, heldur hafi hann vikið frá,
þegar hann hittj Steingrím, óupp-
iitsdjarfan, þar sem hann sat utan
við sýningarsalinn og hafði engan
f?est að skoða sýninguna.
Steingrímur segir Braga fara
með ósatt mál, þegar hann kallar
salina tóma. Hann segir Braga líka
fara með ósatt mál. þegar hann
segir Steingrfm óupplitsdjarfan,
..augnaráðið var flóttalegt og ve-
rældarlegt", segir Bragi.
„Ég hef aldrei þótt óupplitsdjarf
ur að ég held, og ævinlega verið
eldlínu þau 46 ár sem ég hef lif-
að“, segi,- Steingrímur, „og ég hef
aldrei fengið orð fyrir annað en
að horfa beint framan í fólk af
hvaða sauðahúsi sem það er. Ég
horfj líka beint framan í Braga og
bá klíku sem hann kemur fram
cyrir“.
Steingrímur kallaði Braga engan
ii'tdómara, þar sem hann væri
menntunarlaus í listfræðum.
Bragj sagði Steingrím skrökva
bví, þar sem, Hhann heföi verið
'imm ár ( listaháskóla.
Steingrímur segir áð Bragi hafi
kannski verið í fimm ár á Ítalíu,
en hvað var Bragj að geite þar?
'ar hann i skóla?“
— Þetta virðist vera gersamlega
óleysanlegt mál — enda stendur
“kki til að sætta hér deilur milli
tveggja listamanna og kannski
‘veggja hópa sem öndverðir eru
um listir, og mælist Vísir hér með
til þess, að þeir listamenn láti
deilu þessa liggja f láginnj í bili.
- GG
Vilja fá gesti á skíðatimanum
Góð nýting hótela á Akureyri i sumar
Hótelpláss á Akureyri hefur
verið vel nýtt í sumar frá júní
byrjun og fram í miðjan sept-
ember.
Hjá hótelstjóranum á K'EA feng-
um við þær upplýsingar að í sumar
hefði verið meira og minna fullt og
veriö svo fram að 10. september en
þá heldur farið að draga úr því.
Helgarnar hafa þó yfirleitt .verið
upppantaðar og til dæmis var allt
fullt um síðustu helgi, en þá hélt
Félag ísl. bifreiðaeigenda aðalfund
sinn á Akureyri. Um næstu helgi
veröur einnig allt hótelpláss upp-
pantað á Akureyri en Samband
ungra sjálfstæðismanna mun þá
þinga þar.
Varðandi veturinn vonuðu þeir
á KEA að áhugi á vetraríþróttum
yrði til þess að fleiri myndu sækja
til Akureyrar á skíði, ef svo yrði er
ekki vafi á því að það yrði mikil
lyftistöng fyrir hótelin á Akureyri.
Mjög svipuð svör fengust hjá
FJALLVEGIR
TEPPAST
en snjór minni en i ágústhretinu
Fyrirboði vetrar Iætur ekki
standa á sér á þessum árstíma enda
byrjar haustmánuður á morgun. —
Víða á landinu hefur snjóað í fjöll
og frost verið á nóttum. í gær teppt
ust fjallvegir á Vestur- og Austur-
landi.
Þorska'fjarðarheiði og Trölla-
tunguheiði voru ófærar ’i morgun
en verða ruddar í dag. Veghefill
var kominn af stað f morgun til
að ryöja snjó af Námaskarði. Vaöla
heiöj var aðeins keðjufær vegna
hálku.
I morgun voru fjöll í nágrenni
Akureýrar alhvít niður undir bæi,
og hér sunnanlands hefur gránað
í fjöll. Ekkj er þetta eins mikil snjó
koma norðanlands eins og í hret-
inu, sem gerði seinnihluta ágúst-
mánaðar. Búast má við að fært
verðj á fjallvegum í dag að mestu
og snjó taki upp.
I nótt var næturfrost víða um
land. Mesta frostið var á Hvera-
völlum 6 stig. 5 stig á Grímsstöð
um á Fjöllum og 3 stiga frost i
Kvígindisdal og á Akureyri var
eins stigs frost.
Sólskin var á sunnan- og vestan-
verðu landinu í morgun en skýjað á
Norður- og Austurlandi. — SB
hótelstjóranum á Hótel Varðborg.
Sagði hann að mest væru það ís-
lendingar, sem gistu hótelið þegar
komið væri þetta langt fram á
haustið, væru það vinnuhópar í
helgarfríum og einnig nytu þeir
góðs af þeim fundahöldum, sem
hafa verið og eru ráðgerð á næst-
unni.
Hópur brezkra ferðaskrifstofu-
manna hefði gist hjá þeim fyrir
nokkrum dögum, hefðu þeir verið
í boðsferð á vegum Loftleiða. Sagð
ist hótelstjórinn vona að ferða-
mannatíminn myndi lengjast og
þeir fá fleiri gesti yfir vetrartím-
ann. Ef snjóleysi hrjáir Sunnlend-
inga áfram þá má búast við því að
fólk fari að sækja meira til Akur-
eyrar á skíði, eða svo vonuðu þeir.
— JR
Öll skólabörn
fengu réttafrí
0 í gær var gefið frí í öllum
barnaskólum borgarinnar til
þess að kra'kkarnir kæmust I rétt-
ir, en í gaer Var réttað f Hafravatns
rétt og var þar að vonum æði
margt um manninn. — Lætur
nærri að fólkið hafi verið fleira
að höfðatölu en kindumar.
0 í dag er réttað í Kollafjarðar-
rétt og þangað liggur mikill
fólksstraumur. Þótt ekkj sé gefið
frf f barnaskólum skyldustigsins,
er það siður á sumum barnaheimil-
um að fara með elztu krakkana f
réttir og verður þá Kollafjarðar
rétt fyrir valinu
# Fríið, sem gefið er í barna-
skólunum á raunar að heita
mánaðarfri og hefur verið gefið
frf þennan þriðjudag nú um árarað-
ir, enda sækja krakkarnir það stíft
að fá að komast í réttir. — JH
DANIR SLÁ OKKUR
GJÖRSAMLEGA YIÐ
— Reykja fimmfalt magn af vindlum miðað við okkur
Á þessari mynd sjáum við glögglega hversu mikill munur er á
frammistöðu okkar íslendinga við vindlareykingar í samanburði
við afköst Dana.
Mikið vantar enn upp á til að
við íslendingar náum að kom
ast með tærnar þar sem Dan-
ir hafa hælana, hvað vindla-
reykingar áhrærir. Á síðasta
ári voru reyktir hér nær 57
vindlar yfir árið á hvert
mannsbarn í landinu, eða 5
vindlum meira en á árinu
1967 er Danir svældu niður
hvorki meira nA ^^na en 254
vindla á lands-
mann.
Eitthvað mun hafa dregið úr
tóbaksneyzlu viðast hvar næstu
tvö til þrjú árin á eftir. Árið
1969 voru t.d. reyktir hér fjöru-
tíu og níu og hálfur vindill á
hvert mannsbam, en strax á ár-
inu þar á eftir höfðu \<ndla-
reyking'amenn náð sér aftur á
strik hér sem erlendis og reykf
um við þá sem fyrr 57 vindla á
mann. Enn sem fyrr er það þó
aðeins sem krækiber í helvíti f
samanburði við atorkusemi
Dana.
Við Islendingar þurfum þó
ekki að blygðast okkar að öllu
leyti fyrir frammistöðu okkar.
Norðmenn standa okkur t. d.
iangt að baki, reykja árlega
rétt um átta vindla á mann. —
Meira að segja Englendingar og
Svíar ná ekki aö reykja eins
marga vindla og við á ári og við
erum eilítið framar en sjálfir
Ameríkumenn á því sviði
Þjóðverjar, Hollendingar og
Svisslendingar eru hins vegar
framar Hollendingar fremstir
með um 120 vindla reykta á
ári á hvern landsmann. —ÞJM