Vísir - 28.09.1971, Page 4

Vísir - 28.09.1971, Page 4
/ 4 V I S I R . Þriðjudagur 28. sentember 1971. Leeds vann Derby 2-0 Loks vann Leeds góðan sigur. I gærkvöldi mætti liðið Derby á heimavelli sínum í deildabikarnum og sigrað; með tveimur mörkum, sem Peter Lorimer skoraði. Fyrri leik liðanna í þessari 2. umferð lauk með jafntefli 0 —0 í Derby. Þá kom talsvert á óvart í gær í brezku keppninni, að skozka lið- ið Airdrie sigraði Manch. City 2—0. Fyrri leik liðanna í Manchester lau|k með jafntefli 2—2, svo City er þar með úr keppninni. Hins veg- ar vann Huddersfield t Morton í gær 2—1 og sló Morton úr keppn- inni. Einn leikur var í 2. deild. Millvall og Sheff. Wesd. geröu jafntefli 1—1. Leika gegn FH Á fimmtudagskvöld fer fram leikur í Hafnarfirði f handknattleik milli FH og úrvalsliðs, sem blaða- menn völdu. Leikurinn er fjáröfl- unarleikur vegna þátttöku FH í Evrópukeppninni. Pressuliðið verður skipað þessum leikmönnum: Ólafur Benediktsson, Val, Guðmundur Gunnarsson, ÍR, og Guðión Eriendsson, Fram mark- menn, Ólafur Jónsson, Gísli Blön- daj og Stefán Gunnarsson. Val, Björgvin Björgvinsson, Sigurður Einarsson og Axel Axelsson. Fram, Einar Magnússon, Guðjón Magnús- son og Sigfús Jónsson, Víking, Brynjólfur Markússon, ÍR, og Stefán Jónsson, Haukum. Jack Bodell EM-meistari 1 gær kepptu brezku hnefaleik- ararnir Joe Bugner og Jack Bodell um Evrópumeistaratitilinn í þunga- vigt í hnefaleikum — og jafnframt um brezka og samveldistitilinn. Hinn 21. árs Joe Bugner hélt öllum þessum titlum. En í gærkvöldi á Wembley hafði hann litla möguleika gegn hinum reynda Bodel] — og vann aðeins eina lotu af 15. Bodell vann örugg- lega á stigum og nvr Evrópumeist- ari hefur verið krýndur. Bugner tókst að slá Bodell niður í 12. lotu, en tókst ekki að fylgja því eftir, en þáð var l’ika í eina skiptið. sem þessi ungi risi sýndi tennurnar í keppninni. Finnar góðir Á frjálsíþróttamóti í Tammer- fors um helgina stukku tveir Finn- ar 2.16 metra í hástökki. Það voru þeir Asko Pesonen og Johannes Lathi — og árangur hins síðar- nefnda er nýtt, finnskt unglinga- met. Seppo Simola og Matti Yrjola vörpuðu kúlu báðir 19.17 metra og Risto Miettinen kastaði sleggju 66 50 metra. Á móti í Raumo á sunnudag varpaði Bo Grahn kúl- unni 19.14 metra', en Simola, finnski methafínn, varð annar með 19.01 m. As"o Pesonen stökk þá 2.15 m í hástÖkJci. Þama eru framtíðarmenn íslenzkrar knattspyrnu, íslenzka unglingalandsliðið, sem sigraði írland 4—3, ásamt þjálfurum sínum, Liðið Ieikur í Dublin 20. október. Ljósmynd BB. Bikarkeppni K.S.I. í gær var spennandi augna blik fyrir íslenzka knatt- spyrnumenn og þá ekki síður fyrir forustumenn fé laganna, þegar dregið var í 1. umferð Bikarkeppni KSÍ. Fjögur lið úr 1. deild inni lenda saman í umferö inni. en þrjú voru heppin og fá að sitja yfir í um- ferðinni. Hins vegar munu Þróttarar i Reykjavík ekki telja sig heppna, þvl þeir veröa að fara austur á Norðfjörð til að leika þar við nafna sinn — Þrótt Neskaupstað -f- og það lið, sem sigrar í þeim leik kemst beint í 2. umferð ásamt Akranesi, Vestmannaeyjum og Víking, sem sitja yfir 5 1. umferð- inni. í 1. umferð eru fjórir leikir og var drátturinn þannig: Völsungar—Valur ísafjörður—Akureyrí Keflavík—Breiðablik Fram—K.R. Þau lið, sem talin eru á undan eiga heimaleikinn. Valur verður því að fara norður á Húsavik og leika þar, og Akureyringar til ísafjatöar. Fram og KR. mætast á MelaveBin- um, en Keflavík og Breiðablik værtt anlega á grasvellinum í Keflavík. Þegar þessum fjórum leikjum er lokið komast sigurvegaramir 1 hattinn í 2. umferð ásamt öðru hvoru Þróttar-liðinu, ÍA, ÍBV og Víking. Áður en landslcikurinn milli íslands og írlands hófst á sunnudag léku Ármann og Akranes — kvennalið félaganna í knattspyrnu og veittu áhorfendum góða skemmtun. Framför er mikil hjá stúlkunum frá því fyrsti kvennaleikurinn var háður. Ekki tókst þeim þó að skora á sunnudag, en það var mest vegna stórgóðrar markvörzlu Akranes-stúlkunhar. Ljósmynd BB Danir sigruBu Norðmenn 4-1! Danir unnu auðveldan sigur gegn Norðmönn- um í landsleik í knatt- spyrnu í Osló á sunnu- daginn — skoruðu fjög- ur mörk gegn einu. Þó var Leschley Sörensen, formaður landsliðsnefnd arinnar dönsku, engan veííinn ánægður með leik sinna manna, en mótstaðan var liins veg- ar léleg. Aðeins 11 þúsund áhorfendur sáu leikinn. Schriver skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Dani eftir aðeins 9 min. og á 16. mín. Kristen Nygaard. Ivar Schriver bætti við þriðja marki Dana áður en Jan Fuglset skor- aði fyrir Noreg. í síðari hálfleik skoraði Schriver fjórða mark Dana. I frétt frá NTB um leikinn segir — og það er svo dæmigert fyrir Norðmenn í sambandi við okkur íslendinga — „leikur Tom Jacóbsen sýndi, að norsk knattspyrna á enn efni, sem geta komið okkur á aðeins hærra stig en ísland og Liedht- enstein". Þá vitum við það. íslendingar eru að áliti Norðmanna jafn- góðir Liechtensteinum, þar sem knattspyrna varla þekkist I dvergríkinu við landamæri Austurrikis. En þetta er ekkert nýtt i skrifum norskra — það er leitun á þjóð í heiminum, ef hún þá finnst, sem lítur eins niður á okkur íslendinga og ein- mitt þessir „frændur" okkar. En hverju þeir hafa af að i — það er spurning. I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.