Vísir - 28.09.1971, Síða 8
>
V 1 S 1 R . Þriðjudagur 28. september 1971,
ISIR
Otgetanm: KeyK)aprenr at.
Pramkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfssoo
Ritstjóri- Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
RitstjómarfuUtrúi: Valdimar H Jöhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simai 15610 11660
Afgreiösla- Bröttugötu 3b Sími 11660
Ritstjóra: Laugavegl 178. Siml 11660 (5 linur)
Askriftargjald kr. 195.00 á mánuöi innanlands
I lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmiöja Vtsis — Edda hf.
Dauða höndin
Predikanir um vöruvöndun og vörugæði eru sérlega
algengar hér á landi, ekki hvað sízt í sambandi við
fiskveiðar og fiskvinnslu. Menn benda á sívaxandi
kröfur til fiskafurða erlendis og vaxandi verðmun á
fyrsta flokks vöru og annarri vöru. Síðan er bent á
leiðir til úrbóta, sem hafa átt erfitt uppdráttar hér á
landi, og spurt, hverju þetta seinlæti sæti.
Fiskkassarnir eru nýjung, sem allir eru sammála
um, að sé til mikilla bóta. „Þetta er örugglega bezta
aðferð, sem notuð er við geymslu á fiski“, sagði einn
frystihússtjórinn í viðtali við Vísi í vikunni sem leið.
Fiskurinn er slægður og ísaður niður í þessa kassa
um borð í skipunum og síðan liggur hann óhreyfður
í kössunum, unz hann kemst í vinnslu. Fiskurinn hef-
ur þá ekki orðið fyrir neinu hnjaski og er því hin
bezta markaðsvara, sem selst 'a háu verði erlendis,
Það er búið að tala lengi um þessa fiskkassa,
en samt eru þeir óvíða komnir í notkun. Sjómenn eru
óspart skammaðir fyrir seinlæti og skilningsleysi í
þessu máli. En það er ekki víst, að sökin sé aðallega
þeirra. Að vísu er oft erfitt fyrir menn að taka iipp nýj-
ar vinnuaðferðir Þær ganga stundum illa, meðan
verið er að læra þær, og oft vantar tæki og áhöld
til að nýta rétt hinar nýju aðferðir. Og svo gefast
menn upp, áður en þeir læra réttu tökin.
Meginskýringin liggur þó annars staðar. Hún er
sú, að sjómenn fá ekki þá verðhækkun, sem þeir eiga
að fá fyrir aukna fyrirhöfn og aukin vörugæði. Hér
á landi tíðkast ekki eins og erlendis, að fiskur sé seld-
ur á uppboði, þegar hann kemur í land. Á uppboð-
unum ræður framboð og eftirspurn, og verðmunur
er ákaflega mikill á góðum og lélegum fiski. Gæða-
fiskurinn er keyptur á háu verði, en lélegi fiskurinn
fer fyrir lítið, ef hann selst þá yfirleitt.
Hér eru það hins vegar ráð og nefndir, sem ákveða
fiskverð og taka ekki nándar nærri nóg tillit til gæða.
Verðmunur á góðum og lélegum fiski er allt of lítill og
endurspeglar alls ekki raunverulegt verðgildi á sama
hátt og uppboðin erlendis gera. Það er ekki von, að
sjómenn vilji taka upp endurbætur, ef þær gefa þeim
sáralítið í aðra hönd, annað en aukna fyrirhöfn.
Sama vandamálið er í landbúnaðinum, þar sem
ráð og nefndir ráða verði. Hneykslazt er á því, að
bændur vilji ekki bæta ullina sína og gera hana marg-
falt verðmætari. Því er hins vegar gleymt, að þeir fá
lítið spm ekkert meira fyrir góðu og verðmætu ullina.
Sjálfvirkni markaðsins er bannorð í þessu þjóðfé-
lagi hálfþjóðnýttra atvinnuvega. Hin dauða hönd hins
opinbera skipulags, kerfisins, hvflir á verðlagsmálum
sjávarútvegsins, eins og á ýmsum fleiri sviðum at-
vinnulífs íslendinga.
Áhugi Dana á klámi dvínar
— Nú eru það helzt útlendingar, sem kaupa,
eftir fjögurra ára reynslu af „frjálsu klámi"
Eftir nærri fjögurra ára
reynslu af „frjálsu klámi“ mun
Dönum almenn finnast beir hafi
staöið sig vel. Þeir séu í þeirri
eftirsóknarveröu aðstöðu aö geta
haft það, ef þeir vilja, eöa látið
það eiga sig, eins og flestir vlrö-
ast gera. Það er einungis lítiil
minnihiuti. sem enn virðist hafiu
teljandi áhuga á klámmyndum.
Flestir aðrir hafa misst áhugann
eftir stuttan tfma.
„Opnuðum dyrnar á dul-
arfulla herberginu“
Hvort sem það hefur verið til
hins betra eða verra, þá hafa
Danir óumbeðið lagt það á sig
að standa af sér allan tilfinninga
hitann, sem þessu fylgdi. Þeir
hafa sætt sig við, að verða „ai-
ræmdir" um allan heim sem
„klámþjóð", Nú segjast flestir
Danii* einfa'ldlega vera leiðir á
klámi, hafa fengið nóg.
„Við opnuðum dymar á lok-
aða, dularfulla herberginu i enda
gangsins, þar sem enginn hafði
mátt fara inn,“ er haft eftir
sálfræöingi í Höfn. „Það reynd-
ist ekki vera nærrj því jafn
skelfilegt að koma þar inn og
sumir höfðu búizt við. Það hef-
ur orðið greinileg breyt-
ing á afstöðunni, þega'r búið var
að losa fólk við hinn óeðlilega
ótta“.
Að minnsta kosti virðast ráða-
menn landsins þess fullvissir,
að með þessum óvenjulegu að-
ferðum, sé þeim að takast að
temja villidýrið.
90% til útlendinga
Það selst nú miklu minna af
klámi I Danmörku en var fyrir
tveimur árum. Árið 1969 var á-
ætlað, að klám hefði selzt fyrir
sjömilljarða Islenzkra' króna. Nú
mun talan vera nær þremur
milljörðum. Margir telja, að eftir
svo sem fimm ár veröi „aðdrátt
arafl" klámsins að mestu úr sög-
unni nema ef til vill fyrir for-
vitin ungmenni. Klámkaupmenn
í Kaupmannahöfn telja útlend-
inga kaupa 90 af hundraöi allr-
ar framleiðslunnar annaðhvort
ferðamenn, sem þangað koma
eða útlendingar, sem panta
þessa framleiöslu. Danir eru iðn-
ir í útflutningi á klámi, til dæm-
is til Þýzkalands og Bandaríkj-
anna. þar sem lög eru enn sera
komið er strangari en í Dan-
mörku.
Margir hafa haldið, að Dan-
mörk; væri ein á báti i þessum
efnum. Raunar er löggjöf nú
svipuS íJmSvíþjóð, þótt minna
hafi borið á þvíi Klámverzlunin
llllllllllll
M) MIM
Umsjön: Haukur Helgason
dafnar stöðugt í Bandaríkjunum
og Vestur-Þýzkalandi og f Bret-
landi eru lfklega álíka margar
verzl. er bjóða þessa vöru og í
Danmörku, en í Bretlandi þurfa
menn yfirleitt að heimsækja
bakherbergi verzlana til þess
ama, og verðið er þar ef til vill
sex sinnum hærra.
Hefur gildi á víðara sviði
í Danmörku sýna margir
klúbbar „lifandi sýningar“ á
kynmökum, og þeir auglýsa
sýningarnar 1i hinum virðuleg-
ustu dagblöðum. Þá skortir vfst
ekki klámkvikmyndir í litum i
hátt I tfu kvikmyndahúsum i
Höfn. Hið merkasta við „dönsku
tilraunina" er ekki, hversu
greiðan aðgang áhugamenn eiga
að klámi, heldur hitt, að dönsk
stjómarvöld hafa gert þetta
frelsi að úthugsaðri aðferð í fé-
lagsmálastefnu sinni. Samkvæmt
dönskum lögum getur sérhver
borgari, sem kominn er yfir 16
ár, séð hvers konar klámfram-
leiöslu, sem hugsazt getur, allt
út í afbrigðileika af ýmsu tagi.
Þessi tilraun hefur þvf gildi
langt umfram það, hvort menn
koma höndum yfir klám eða
ekki. Hún er einstakur vettvang
ur fyrir athugun á þvf, hvernig
menn bregðast við fullkomnu
frelsj á einhverju sviði.
Danir veltu frá upphafi fyrir
sér sömu rökum og aðrir, með og
móti. Hvaða áhrif hefur þetta á
bömin? Leiðir frelsið til auk-
innar lausungar og kæruleysis
gagnvart kynferðismálum? Eyk-
ur það kynferðisglæpi? Þing-
nefnd var f tvö ár að kynna sér
gögn málsins og skoðanir úr
öllum áttum, áður en hún mælti
loks með því árið 1967, að bann-
ið skyldi upphafið.
57% fylgjandi lögumim
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem gerð var í fyrra, voru 57
af hverjum 100 Dönum sato-
þykkir frelsinu eftir þá reynslu,
sem hafðj fengizt 16 af 100
voru óákveðnir, 25 af 100 and-
vfgir frelsinu, og flestir hinna
sfðastnefndu mótmæltu auglýs-
ingum í búðargluggum, sem
þeim fundust oft móðgandi.
Jörgen Langkilde, sem var for
maður f þingnefndinni, var spurð
ur, hvort hann mundi aftur
mæla með frelsinu, ef hann
fengi að ráða. Hann sagði að
fjögurra ára reynsla hefði ekki
breytt áliti nefndarinnar, sem
var á þá leið, að klám væri ekki
skaðlegt og það væri órétt af
rfkisvaldinu að skipta sér af
því, hvað einstaklingnum fyndist
hann mega horfa á. Hann rifj-
aði upp, að ein aðalorsökin fyi
ir nýju löggjöfinni hefði verið,
hversu erfitt það reyndist fyr
dómstóla að úrskurða hin enda
lausu mál um skilgreiningu á
klámi. Langkilde sagðist hafa á-
hyggjur af því, að sennilega væri
ekki nægilega fylgt fram þeirri
reglu, sem nefndin setti, að
klám mætti ekki sjást frá göt-
um. Úr þessu þyrfti að bæta.
Hann sagði, aö unga fólkið virt
ist ekki hafa mikinn áhuga á
kláminu.
Ekki snúið aftur
Ole Barfoed skólastjóri f mið
skóla í Höfn segir, að klám hafi
aldrei verið vandamál í skólan-
um, þótt búð væri á næsta
götuhorni. Eftir að nýju lögin
voru sett virtist áhugi ungmenna
hafa minnkað til mikilla muna.
I rauninni virðist einsýnt, að
meirihluti Dana telur ekki, að
frelsið hafi verið til tjóns. Enn
eru þó margir andvígir því,
þótt yfirleitt beri ekki mikið á
þeim umræðum. Hvað sem ö>Iu
líður, þá eru ekki taldar TTkur a,
að breytt verði aftur til hins
gamla í Danmörku.