Vísir - 28.09.1971, Síða 16

Vísir - 28.09.1971, Síða 16
Jr Veghefillinn haggaðist ekki en fólks- bíllinn kút- veltist Veghefill lenti í hörðum árekstri uppi á Hellisheiði í gærkvöldi um kl. 20.20, þegar fólksbíil, sem mætti honum, rakst utan í hefiltönnina. Við áreksturinn kútveltist fólks- bíllinn og fór þrjár veltur eftir veginum, en hefillinn haggaðist varla. I fólksbílnum voru þrír menn og hefilstjóranum til mikillar undrun- ar skriðu þeir allir út úr bílflakinu, ( einn alls ómeiddur og hinir tveir ' lítilsháttar skrámaðir. Bíllinn, sem var nýlegur. var gjörónýtur eftir áreksturinn og loftferðina. — GP // Kaupkröfurnar geigvænlegar — Þýða 30-50°]o hækkun, segir Barbi Frið- riksson, skrifstofustjóri Vinnuveitendasam- bandsins Kröfur verkalýðsfélag- anna eru geigvænlegar, að okkar áliti, sagði Barði Friðriksson, skrif stofustjóri Vinnuveit- endasambandsins í við- tali við Vísi í mórgun. Með kröfunum er farið fram á 30—50% kaup- hækkun í viðbót við þá 28% útgjaldaaukn- ingu á kaupgreiðslum, sem orðið hefur á síð- ustu átján mánuðum. — Þetta þykir mönnum í- skyggileg þróun að von- um. Atvinnurekendur munu taka afstöðu til kröfugerðar verka- lýðsfélaganna á fundi stóru framkvæmdastjórnar Vinnuveit- endasambandsins, en hana skipa 40 menn. Munu vinnuveitendur sttia væntanlega svara kröfun- um á næsta samninga'fundi, sem boðaður hefur verið á fimmtu- daginn Barði sagðj að samkvæmt út- reikningum Vinnuveitendasam- bandsins þýddi minnsta kaup- hækkunin, sem farið væri fram á 30% hækkun. Þá væti vinnu- tímastyttingin reiknuð sem 10% hækkun, en deilitala í mánaðar- Ósanngjarnt að refsa okkur ef FÍ-þotu skortir verkefni — segja Loftleiðamenn, sem eru nú að kaupa Norðurlandabotu 0 Loftleiðir munu nú í þann veginn að reka endahnútinn á kaup „Norðuriandaþotunnar“ svokölluðu, en það er þota af gerðinni DC 8-55, sem félagið ætlar í framtíðinni að fljúga milli Islands Og Skandinavíu. Þota þessi tekur 180—190 manns í sæti, og verður önnur þotan sem Loftleiðir eignast. Að sögn Helgu Ingólfsdóttur hjá Loftleiðum, fór Alfreð Elíasson, for- stjóri félagsins til New York í gær að reka endahnútinn á þessi kaup. Loftleiðir hafa ekki haft leyfi til að fljúga á hinum lágu fargjöldum sem félagið er frægt fyrir til Skandinavíu, en nú mun ætlunin að fljúga fimm sinnum í viku til Skandinavíu héðan og þá á jafnháum fargjöldum og IATA flugfélögin. Loftleiðir hafa sent frá sér grein Nóg fyrir aðra botuna „Ekki fullnægjandi verkefni fyrir báðar" „Við höfum verkefni fyrir aðra þotuna — meira en nóg fvrir hana. Og svo viss verkefni fyrir hina botuna — ekki kannski fullnægj- andi verkefni, en það er ýmislegt í deiglunni sem kann að koma á daginn síðar“, sagði Örn Johnson, forstjóri Flugfélags íslands, er Vísir hafði af honum tal í morgun. Örn kvaðst ekki geta neitt sagt um greinargerð Þá sem Loftleiðir hafa sent frá sér, vegná uppá- stungna um að önnur þota F.I. yrði nýtt í ferðir fyrir Loftleiðir, þar sem hann værj nýkominn frá út- löndum, og vissi því ekki um hvað málið snerist. — GG argerð, sem er svar við hugmynd er sett hefur verið fram í Tíman- um. Birti Tíminn fyrst frétt undir fyrirsögninni „Er stórstyrjöld is- lenzku flugfélaganna að hefjast?" — og var í þeirri frétt spurt, hvort ekki væri þjóðhagslega hagkvæmt að Loftleiðir leigðu aðra þotu F.í. til Skandinavíuferðanna í stað þess að leigja stærri þotu og erlenda til notkunar á þessari flugleið. Svara Loftleiðamenn því til, að þeir geti ekki notað þotu F.í. á þessarí leið, hún sé of lítil og hafi ekki nægilegt flugþol til aö fljúga í einum áfanga milli íslands og Bandaríkjanna. Einnig segja Loft- leiðamenn að ekki geti þaö sann- gjamt talizt að refsa Loftleiöum fyrir það að ekki séu nægjanleg verkefni til fyrir F.í. þotuna — væntanlega hafi sú þota verið keypt til að mæta vaxandi þönf F.l. — og raunar fráleitt að F.í. reikni með öðm en að ráðstafa sjálft flugkosti sinum í samræmi við eigin áætlan- ir um hagkvæman rekstur. — GG Skaut að gamni sínu í öryggishjálm verkamanns — Dýrt „spaug", sem kostaði byssu og byssuleyf, 0 Þegar verkamenn, sem vinna í nýbyggingu Lands- bankans á Akranesi, komu úr kaffihléi sínu í fyrradag brá beim illilega í brún. 0 Einn þeirra fann gat eft- lr byssukúlu í öryggishjálmi sínum, þar sem hann hafði hengt hann upp, á meðan hann var í kaffi. Lögreglunni var gert viðvart, því að mönnum leizt ekki vel á að stunda störf sín uppi á nýbygging- unni, sem er risin upp á þriöju hæð, á meðan einhver brjálæðingur hefði þá að skotmarki á meðan. Með því að hengja hjálminn aft- ur á þann stað, þar sem hann rafði verið, þegar skotið lenti í honum, tókst lögreglunni að miða út skot- línuna frá nýbyggingunni, sem stendur við Silfurtorg á Akranesi. Fóru lögreglumenn að einu húsa þeirra, sem bar í skotlínuna og báru upp erindi sitt, og gekkst þá 24 ára gamall maður,strax við þvi að hafa hleypt af skotinu, svo að lögreglan þurfti ekki að leita lengra. Sagðist hann liafa labbað sig út á svalir hússins með riffil sinn, og kaup verður 173,30 með 40 stunda vinnuviku, en er með 44 stunda viku, 190,67 og þýöir það að sjálfsögðu hækkað tímakaup. — Lægstu kauptaxtarnir eiga að hækka meira samkvæmt kröf- um verkalýðsfélaganna. Þannig á 1. taxti Dagsbrúnar að fær- ast upp í 4. taxta Og þýðir það útgjaldaaukningu á launum um 50%, 2. taxt; Dagsbrúnar á að hækka upp í 4. einnig og þýðir þaö 46,33% hækkun samkvæmt okkar útreikningum. 3. taxti á svo einnig að hækka upp í 4. og veröur þar 41,96% hækkun. Þessar tölur eru þó heldur of lágar. — JH ÞaS er handagangur í öskjunni í sláturhúsinu við Víðistaði, en þrátt fyrir að unnið sé hröðum höndum við afgreiðslu störfin sést aldrei högg á vatni, stöðugt hlaðast upp nýir dallar nýrra viðskiptavina. Mikil ÖS engin — Hafnfirðingar slátra i grið og erg i þegar hann hafi virt fyrir sér út- sýnið, kom hann auga á rauðan öryggishjálm, sem hékk uppi á Landsbankabyggingunni. Var þetta honum of mikil freisting, og hann gat ekki setið á sér, að glettast viö verkamennina. Sendi hann eina kúlu í hjálminn, Hafði hann síðan haft gaman af að virða fyrir sér viðbrögð verkamannanna þegar þeir uppgötvuðu skotgatið í hiálminum. Spaug mannsins féll ekki í góðan jarðveg, því að menn sáu fátt fynd ið við athæfið. Lagði lögreglan hald á bvssu hans og svipti hann byssu- leyfi. — GP I Hafnarfirfti eru þeir nú f ó&a önn að slátra. Er Vísir leit við í sláturhúsinu vift Víftistaði þar sufturfrá í gær var verið að sinna kaupendum, sem lagt höfftu inn koppa sína og kirnur á föstudaginn í siftustu viku. í sláturhúsinu við Víðistafti hafa þeir sem sé þann háttinn á, að láta viðskiptavinina leggja inn sín ílát ásamt pöntununum og vitja þess síðar. „Annars yrði soddan biöröð. Biðröð, sem næöi langt inn í bæ- inn,“ sagði stúlkan í afgreiðsl- unni og baðaði út höndunum. Hún var nýbúin að veita viðtöku ílátum sjö fjölskyldna á einu bretti og í þau kvaðst hún ekki sjá fram á að geta lagt nærri strax. Svo margir væru á undan. „Það er bæöi meira framboð og eftirspurn á slátri og innmat nú en áður. Það em alltaf stöð- ugt að aukast við mig viðskipt- in,“ sagöi Guðmúndur Magnús- son, sem sláturhúsið rekœ". Ástæðuna fyrir velgengninni kvað hann tvímælalaust vera þá að hann væri svo liðlegur við viðskiptavinina. Bæði fjáreigend ur og húsmæður. Slátrun hóf Guðmundur fyrir um hálfum mánuði og hefur ver- ið slátrað að jafnaði 250 fjár á dag. „Og ég verð að út mánuð- inn, svo að viö slátrum hér áreiðanlega um sjö til átta þús- und fjár í allt að þessu sinni," sagði Guðmundur. Loks gat hann þess, að hann væri fyrir löngu búinn að stækka viö sig hefði hann fengið löðarréttindi til frambúðar. „Þá vær; ég jafnvel búinn að koma hér upp íshúsi," sagði hann. v - ÞJM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.