Vísir


Vísir - 29.10.1971, Qupperneq 3

Vísir - 29.10.1971, Qupperneq 3
V i SIR. Föstudagur 2Í>. október 1971. ái I MORGUN UTLONDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Danir og Norðmenn Umsjón Haukur Helgason næst EFTA líður undir lok í nú- verandi mynd. Brezka þingið samþykkti inngöngu i EBE með óvænfum meirihluta. Wilson i sárum og hyggur á hefndir. Edward Heath forsætis- ráðherra vann fyrstu lot- una í baráttunni um aðild Bretlands að Efnahags- bandalaginu í gærkvöldi, er neðri deild þingsins sam þykkti með 356 gegn 244 atkvæðum tillögur ríkis- stjórnarinnar. Nú beinist athyglin til Noregs og Danmerkur, en þar verður spurningin um aðild að EBE nú í brennidepli. Úrslitin á þinginu voru mikill ö'- sigur fyrir Harold Wilson leiðtoga verkamannaflokksins. Um 70 af þingmönnum flokksins óhlýðnuðust fyrirskipunum Wilsons um að greiða atkvæði gegn ríkisstjórninni, þeirra á meðai Jenkins varaform. flokksins og einnig formaður þing flokksins. Um 40 þingmenn Ihalds flokksins greiddu atkvæði gegn rík isstjórriinni, enda hafði Heath gefiö þem frjálsar hendur um afstöðu. Nú er hins vegar eftir að greiða á þingi atkvæði um fjölmargar laga- breytingar sem standa í sambandi við inngönguna í EBE. Er nú búizt við harðvítugri baráttu um mörg þau mál og að Wilson muni reyna að hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Baráttan um þessi mál er talin munu standa langt fram á næsta ár. Danir og Norðmenn hafa einnig sótt um inngöngu í Efnahagsbanda lag Evrópu, en þeir hafa beðið eft ir afgreiðslu málsins í Bretlandi. — Kaupmannahafnarblaðið Politiken segir í morgun að enn sé mögulegt að halda upphaflegri áætlun um inngöngu í EBE með þvf, að þjóðar atkvæðagreiðsla fari fram vorið 1972. Minnihlutastjórn jafnaðarmanna- flokksins f Danmörku hefur fylgt þeirri stefnu, að mestu skipti fyrir Dani, hvað Norðmenn muni gera í EBE-málinu. Politiken segir f dag, að engu síður sé ekki ástæða til að bíða eftir því að Norðmenn taki endanlega ákvörðun. Stjórnmálaleiðtogar f Vestur Evrópu og Bandaríkjunum köll- uðu úrslitin á brezka þinginu þátta skilu ' sögu Evrópu. Meðal stjórn málamanna í Efnahagsbandalags- löndunum var almenn ánægja með niðurstöðuna og það sérstaklega, að meirihlutinn var mun meiri en bú- izt hafði verið við. DRAGI ÚR ÓTTA FRAKKA VIÐ ÞJÓÐVERJA Willv Brandt kanslari Vestur- Þýzkalandi lét í ljós mikla ánægju Jens Otto Krag forsætisráðherra Dana vill styðja Norðmenn og Svía í samningum við EBE, áður en Danir taki endanlega af- stöðu. Heath vann yfirburðasigur yfir Wilson í markaðsmálunum með að stoð sjötíu þingmanna úr flokki Wilsons. sína með úrslitin. í viðtali í þýzka sjónvarpinu sagði hann, að þetta ætti að vera Frökkum sérstakt á- nægjuefni. „Þeir nágrannar okkar sem ótt- ast að Vestur-Þýzkaland sé aö verða of öflugt í efnahagsmálum, ættu að telja sig öruggari í stærra bandalagi", sagði hann. DANIR BÍÐI EFTIR NORÐ- MÖNNUM OG SVÍUM Forystumenn í dönskum stjóm- málum og fulltrúar verkalýðs- og vinnuveitendasamtaka sögðu í gær kvöldi að mikilvægt skilyrði fyrir aðild Danmerkur að Enfahagsbanda laginu hefði verið uppfyllt meö samþykkt brezka þingsins. Jens Otto Krag forsætisráðherra sagði að Danir verði nú að leiða samningaviðræður við EBE til lykta en mikið verði komið undir afstöðu Norðmanna og Svfa. Krag sagöi að þingið yrði að taka afstöðu til máls ins alllöngu áöur en þjóöaratkvæöa greiðsla færi fram. Fyrirrennari Krags í embætti for sætisráðherra Hilmar Bauns- gaard sagði, að Danir skyldu bíða eftir niðurstöðunum í samningum Norðmanna og Svía við EBE. Hann sagði, að danska ríkisstjórnin hefði lofað þessum grannríkjum sínum stuðningi f ýmsum málum, sem samkomulag hefði orðið um þegar hann og Krag ræddu viö leiðtoga þeirra fyrr f vikunni. EFTA-SAMSTARF EITT KEM- UR EKKI TIL GREINA Nvboe Andersen fyrrverandi markaðsmálaráðherra lagði áherzlu á, að nú ættu Danir aðeins þeirra tveggja kosta völ, hvort þeir vildu vera í eða utan Efnahags- bandalagsins. Þriðji möguleikinn, á- framhaldandi samstarf innan EFTA kæmi ekki lengur til greina. Formað ur Vinstri flokksins Poul Hartling sagði að danska ríkisstjómin ætti sem allra fyrst að leggja fyrir þing ið tillögur um undirskrift samnings um inngöngu í EBE. Formaður dönsku bændasamtak- anna Anders Andersen, segir að Danir eigi þegar í stað að ganga í Efnahagsbandalagið, úr því að Bretar hafi samþykkt það. Hann benti á að þetta er mjög mikilvægt fyrir danskan landbúnað og Bretar eru helzta viðskiptaþjóð Dana. Moskvuútvarpið sagði í morgun að Heath forsætisráðherra Bret- Iands hefði hunzað óskir meiri- hluta brezku þjóðarinnar með því að knýja í gegn ákvörðun um að- ild að Efnahagsbandalaginu. 1 fyrstu umsögn Sovétmanna um úrslitin í brezka þinginu í gær- kvöldi sagði Moskvuútvarpið, að það hefði verð kunnugt úr skoðana könnunum að 70 prósent af brezku þjóðinni væru andvígir aðild að EBE. Þrátt fyrir þetta hefði ríkis stjórn íhaldsflokksins knúið fram samþykkt. „ÞING SITJI DAG OG NÓTT í HEILT ÁR” Úrslitin eru hið mesta áfall fyrir Wilson. Hann mælti nærri ógnandi röddu í lokaræðu sinni á þinginu. Hann lýsti því yfir, að kæmi Verka mannaflokkurinn aftur til valda f framtíðinni, mundi ríkisstjóm hans krefjast nýrra samningaviðræðna við Efnahagsbandalagið. Hann gaf í skvn að Bretar mundu þá beita refsiaðgerðum í viðskiptum ef ekki yrði orðið við kröfum þessarar stjórnar flokksins, þegar til kæmi. Leiðtogar íhaldsflokksins á þingi hafa hins vegar sagt, að þeir séu staðráðnir í að láta neðri deild þingsins sitja á fundum „dag og nótt virka daga og helfga f heilt ár, ef nauðsynlegt verður” til að ljúka afgreiðslu atlra nauðsynlegra samþykkta þingsins vegna aðidar. Það er 1. janúar 1973, sem inn- ganga Breta á að takh giidi sam- kvæmt samningum. REFSIAÐGERÐIR GEGN JENKINS? Sögusagnir vom á ferðinni f nótt um væntanlegar hefndaraðgerðir Wilsons gegn Roy Jenkins varafor manni flokksins og fyrmm fjár- málaráðherra í stjóm Wilsons. — Það var Roy Jenkins, sem hafði forystuna um uppreisn sjötíu þing manna Verkamannaflokksins gegn Harold Wilson. Gyðingar kvarta um kúgun Fluttir með valdi til Litháen, er þeir hófðu mótmáelt / Moskvu Hópur sovézkra Gyð- inga mótmælti því við saksóknara, að lögreglan neyddi þá til að fara frá Moskvu eftir að þeir höfðu reynt að koma á framfæri við miðstjórn kommúnista Hokksins óskum sínum um að fá að flytjast til ísrael. Gyðingar segja, að 51 Gyðingur hafi verið neyddur til að fara með lest til Vilnius í Litháen og hafi 40 lögregluþjónar farið með þeim. — Gyðingarnir höfðu reynt að ná tali af fólki V aðalstöðvum kommún- istaflokksins til að fá leyfi til að flytjast úr landi. Er sagt, að Gyðing unum hafi verið hótað Hlu ef þeir reyndu aftur að fara til Moskvu með tilmæli sín. Þá er sagt, að verkamenn í verk smiðju í Kisjinev í sovétlýðveldinu Moldavíu hafi krafizt þess, að Gvð ingahjón, sem eru í skrifstofuliði verksmiðjunnar. verði rekin úr starfi. Verkamenirnir saka hjónin um að vera síonistar. Þeir héldu fund á miðvikudag, eftir að hjónin höfðu beðið urr vottorð vegna um sóknar sinnar um levfi til að flytj- ast úr landi. Verkamenn mæltu einnig með því að hiónunum yrði bannað að fara úr landi næstu 5 til 10 árin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.