Vísir - 29.10.1971, Side 13

Vísir - 29.10.1971, Side 13
'/i SIR . Föstudagur 29. október 1971 13 í eina tíð reru konur á sjó á móti körlum — en engin kona hefur verib nemandi Stýri- mannaskólans — Hins vegar eru tvær norskar konur / stýrimannadeildum norskra sjómanna- skóla „J£onur láta til s’in táka á æ ^fleiri sviðum vinnumark- aðsins þar sem karlmenn hafa áður verið í algerum meiri- hluta“ segir í frétt, sem kom í gær frá norsku fréttastofunni NTB. Þar stendur ennfremur, að sjómannaskólinn í Osló muni einhvern næstu daga senda hinni 23 ára gömlu Önnu-Lísu Borch grevink bréf þar sem hún sé stödd um borð í skipinu Syl- vania, og bjóða hana veikomna sem nemanda V stýrimannadeild skólans. Hún verðj önnur kon- an i Noregi, sem leggj stund á þetta nám. í haust hafi Inge Marie Prytz hafið nám við stýri mannadeild sjómannaskólans í Þrándheimi. Hún var fyrsti kven háseti á norskum flutningaskip- um. Enginn kvenskipstjórj sé í Noregi. Þá segir í fréttinni a'ð i kennsluskrá fyrir stýrimenn og skipstjóra sé ekki gerður grein- armunur á kynjum. Siglinga- lögin getj þess heldur ekki, að skipstjóri eigi að vera karlmað ur. Xj\jölskyldusiðán hringdi í Stýri mannaskólann og þar varð Þórarinn Jónsson fyrir svörum. — Hefur kona nokkru sinni verið innrituð V Stýrimannaskól ann? „Nei hvernig má það vera, konur þurfa að sýna siglinga- tíma til ’þess að komast inn í skólann. Konur hafa oft verið kokkar eða loftskeytamenn á skipum og það með ágætum, en ég veit ekki til þess, að kven- maður hafi stundað sjó sem stjórnandi, nema þá Þuríður formaður. Við höfum stundum rætt þetta á kennarastofunni bæði i gamni og alvöru en orðið á- sáttir um að það hafi ekki kom ið til vegna sigiingat’imans“. J^smundur Haligrimsson kenn- ari við skólann sagði að við skólann væru tvær deildir, fiski mannadeild og farmannadeild. Nemendur, sem ætla að stunda nám í fiskimannadeild þurfa að hafa unnið sem hásetar á skipi yfir 12 rúmlestir í 24 mánuði Kvenfólkið hefur enn ekki lagt stund á nám í Stýrimannaskóla eftir að þeir hafa náð 15 ára aldri. í farmannadeild eru inn- ritunarskilyrðj þau að nemandi þarf að hafá unnið á 30 rúmlesta skipi í 24 mánuði og þrjá mán- uði á verzlunar- eða varðskipi yfir 100 rúmlestir. „Þaö er eng- inn greinarmunur gerður á stúlk um og piltum við inntökuskil- yrði, aðeins að þau hafj verið á sjó“. — Hvaða menntunarkröfur eru gerðar fyrir inntöku í skólann? „Nemendur þurfa ekki að leggja fram nein próf — al- menn inntökuskilyrðj eru að sjón og heyrn séu í iagi, í b'i- gerð er breyting í þá átt að komið verði upp undirbúnings- deiid við skólann þar sem mái- in og stærðfræði verði kennd, en það hefur verið mjög mis- munandj hjá nemendutn skólans hversu langt þeir hafa „veriö koinnir með skólagöngu,' þe|á'f" þeir innritast í skólann“. Þá segir Ásmundur hvaða réttindi nemendur hljóti eftir nám í skólanum. Eftir þrjá vet- ur f farmannadeild fá nemend ur skipstjórnarréttindi á frakt skip, eftir tvo vetur í fiski- mannadeild full réttindi á fiski- skip og takmörkuð á farmskip og eins vetrar nám í fiski mannadeild nægir til að fá skip stjórnarréttindi á 120 tonna skip. ^ J?n það eru fleirj konur en Þuríður formaður, sem hafa sótt sjóinn. í öðru tölu- blaði Húsfreyjunnar í ár lýsir Jóhanna Valdimarsdóttir sjó- sókn kvenna á Breiðafirði. ,,í Breiðfjarðareyjum reru konur á sjó á mótj körlum og þótti ekkert tiltökumái þótt kon ur sætu undir öllum árum og g^svo trónaði karimaður í skut og héldj um stýrissveifina". Þá segir að síðasta breiðfirzka konan, sem vitað sé að reri sem fullgildur háseti á vertíð væri Septembera Gunnlaugsdóttir frá Bjarneyjum, sem lézt árið 1967 nær 84 ára gömul. Fleiri kvenna er getið og sagðar sög- ur af sjósókn þeirra. Þá segir frá því er ung kona tók við stjórn á einu skipi bróð ur s’ins. „Það var Halldóra Ól- afsdóttir, systir Eggerts bónda í Hergilsey. Eggert gerði að jafnaði út þrjú skip úr Odd- bjarnarskeri. Stýrði hann sjálfur einu, Tómas bróðir hans öðru, en því þriðja Halldóra. Hún var bækluð á fætj og fékk viður- nefnið „klumba". Sagt er að hún hefði konur einar að há- setum og hafi reynzt bræðrum sínum skæður keppinautur run sjósókn og aflasæld". Og f lokin er þessi saga úr grein Jóhönnu Valdimarsdóttur. „Fyrir um það bil 100 árum bjó í Firði í Múlanesi kona. sem Guðrún Jónsdóttir hét, ásamt manni og börnum. Hún var sjóhetja mikil og þótti með afbrigöum laginn stjórnandi, kunni líka betur við að stýra, væri hún á sjó, Jafnvel þegar hún var orðin gömul kona, og synir hennar fullorðnir menn, fannst henni vissara að vera með þeim, væri slæmt í sjóinn. Var hún þá vön að segja. „Ég skai halda um stýrið drengir". Oft fór Guðrún á sjó þótt öðrum fyndist ófært". — SB AMBASSADOR SÓFASETT Þetta glæsilega, vandaöa sófasett er til í mörgum áklæðum og fæst með góðum afborgunar- klörum. Einnig höfuð við margar aðrar gerðir af sófasettum, hjóna- rúmum, skrifborðum, kommóðum og skattholum. • Komið og reynið viðskiptin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.