Vísir - 29.10.1971, Page 8

Vísir - 29.10.1971, Page 8
V í SIR . Föstudagu.^29. október 1971. Cítgefandi: ramkvæmdastjóri: Ritstjóri • Fréttastjóri: litstjómarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgr. ,la: Ritstjóm : \skriftargjald kr. lausasölu kr. 12 ’rentsmiöja Vísis Reykjaprent W. : Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson ; Valdimar H. Jóhannesson : Skúli G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Símar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlands 00 eintakið. — Edda hf. Hörmuleg blíðuhót fjandaríkjamenn teljast forystuþjóð lýðræðisafla leimsins. Bandaríkin og Sovétríkin eru hin raun- verulegu stórveldi okkar tíma. Bandaríkin eru einn- g vissulega lýðræðisríki. Af ríkjum heims hefur lýð- •æðið aðeins náð meiri þroska í nokkrum ríkjum 'íorður- og Vestur-Evrópu- Þess vegna hvílir ábyrgð- n við vörn lýðræðisríkja gegn ásókn einræðis fyrst og 'remst á Bandaríkjunum. Einmitt þess vegna er sorglegt, þegar lýðræðis- og nannréttindahugsjónum Bandaríkjamanna er fórnað i altari stórveldishagsmuna þeirra. Það er hörmulegt ið horfa upp á blíðuhót bandarískra ráðamanna og vúnissa valdhafa, sem hafa hrifsað til sín landsstjórn ; skjóli vígvéla og halda þjóðum í járngreipum. Eitt dæmi um þetta er hegðun Spiro Agnew vara- 'orseta Bandaríkjanna í Grikklandsferð hans fyrir íokkrum dögum. Agnew er af grísku bergi brotinn og hann naut þess að vera fagnao sem týndum syni. Hann notaði tækifærið til að lýsa yfir eindregnum stuðningi við grísku herforingjastjórnina. Hann þakk- aði stjórninni sérstaklega fyrir „dugnað við að inna af hendi hlutverk sitt innan Atlantshafsbandalags- ins.“ í ræðum Agnews við þetta tækifæri bólaði ekki á hinum venjulegu yfirlýsingum bandarískra ráða- manna um „vonbrigði vegna hægfara framfara“ og hvatningu til herforingjastjórnarinnar að gera nú eitt- hvað til að endurreisa lýðræðisstjórn í Grikklandi. Grikkland fékk að kynnast sæmilegri lýðræðis- stjórn um nokkurra ára skeið eftir heimsstyrjöldina. Herforingjaklíka hrifsaði völdin árið 1967. Allir stjórnmálaflokkar voru bannaðir og Konstantín kon- ungur hrakinn í útlegð. Lýðræðissinnar allra flokka hafa beitt sér gegn herforingjastjóminni, frá flokkum yzt til vinstri til flokka yzt til hægri. Herforingjar segjast hafa bjargað Grikklandi undan byltingu kommúnista. Enginn af forystumönnum grískra lýð- ræðissinna hefur tekið undir það, enda munu kunn- ugir á einu máli um, að þær fullyrðingar séu tilhæfu- lausar með öllu. Grískir lýðræðissinnar hafa látið að því liggja, að völd herforingja í Aþenu byggist á stuðningi Banda- ríkjamanna- Bandarískir ráðamenn hafa oft lýst yfir vonum sínum um endurreisn lýðræðis í Grikklandi, en þeir hafa aldrei beitt afli sínu til að fá því fram- gengt. Þvert á móti virðist það furðu útbreidd skoð- un meðal þeirra, að Grikkir séu betri bandamenn með þessum hætti. Að minnsta kosti bendir framkoma varaforsetans tvímælalaust til þess. Sama eðlis er ýmiss konar stuðningur, sem Banda- ríkin hafa veitt Jaja Kan forseta Pakistan á undan- úirauin mánuðum, meðan hann hefur kæft frelsis- hreyfingu Austur-Pakistan og tryggt einræði sitt þrátt fyrir skýlausan meirihluta andstæðinga hans í þingkosningum. Smyglflugvélin, sem var tekin á flugvellinum í Amsterdam með vopnafarm, sem talin var hafa átt að fara til Norður-írlands. Flugvélar úr Bíafra- fluginu í vopnasmygli? Sunday Times segir, oð smyglvélin hafi áður verið skráð á íslandi — „Tilhæfulaust", segir loftferðaeftirlitið Brezk blöð hafa sakað útflutningsfyrirtæki tékkneska ríkisins um vopnasmygl til írska lýð veldishersins- Þau segja einnig að flugmenn og ýmsir aðrir, sem aðstoð uðu Bíaframenn á sín- um tíma, séu nú margir hverjir í þjónústu'lýð- veldishersins. DC-6 flug vél, sem tekin var í Am st^rdam í seinustu viku og sögð hafa verið með vopn, sem ætluð voru lýðveldishernum, var eitt sinn í ferðum milli eyjarinnar Sao Tome og Uli-flugvallar í Bíafra að sögn brezkra blaða. Illlllllllll M) OTffl ■■■■■■■■■■■■ Urnsjón: Haukur Belgason Létu lýðveldisherinn borga fyrst Tékkneska ríkisfyrirtækið Omnipol, segja blöðin, seljl írsk- um uppreisnarmönnum vopn af fjármálalegum ástæðum en ekki hugsjón, í vopnasmyglinu, sem var gefið nafnið „Föðurlands- vinaáætlunin" eða eitthvað á þá leið hafi unnið saman atvinnu vopnasalar, málaliðar og menn sem hafj verið tengdir hjálpar starfsemi alþjóðlegra samtaka við Bíaframenn. Þetta hafi verið hin „undarlegasta blanda". Gefið er ) skyn, að brezka leyniþjónustan hafi vitaö um allt saman, en hún hafi beðiö, þar til lýðveldisherinn var bú- inn að borga vopnin af fátækt sinni með fé, sem væntanlega hafi verið fengur í bankaránum lýðveldishersins. írskj iýðveldis- herinn (skammstafað IRA) hefur eins og skæruliðar víða um lönd aflað fjár með bankaránum. Þegar IRA hafði greitt, sögöu brezkir leyniþjónustumenn hol- lenzku lögreglunni að grípa flugvélina. Rússar skiptu sér ekki af Norður-írum Blaðið Sunday Times skýrir frá viðtali við Ferdinand nokk- um Pohl sem hafj verið starfs- maður Omnipols. Starfsmenn Omnipol í London hafi reglu- lega sent dulmálsskeyti til Prag. Blaðið minnir á bær fréttir ann- ara brezkra blaða að Sovétrík- in hafj viljað hiálpa lýðveldis- hemum írska. Þetta sé rangt. Omnipol hafi verið að þessu ) hagnaðarskyni einu. í því sam- bandi má minna á, að brezka ríkisstjórnin neitaðj þvl alger- lega, að Rússar ættu þátt í starfsemi IRA, þegar sumir héldu því fram I sambandj við njósnamál Sovétmanna V Bret- landi. Omnipol sé fyrirtæki, sem selji vélar, vefnaðarvöru og glervörur til annarra rfkja, og loks vopn. Vopn frá Skoda- verksmiðjunum f Brno renni út eins og heitar lummur. Omni- pol selji þau án tillits til stjórnmála. Það hafi net kapital- fstískra umboðsmanna sem dreifi v.opnum um allar trissur, og engar spumingar. Vopnin fari til Afrfku og Mið-Austur- landa og Suður-Ameríku til manna, sem geti ekki fengið vopn sVn frá Bandaríkjunum, Bretlandi eða Frakklandi Tékkóslóvaskur aðstoðarráð herra, sem ætlaöi til Bretlands í viðskiptaerindum. frestaðí i fyrradag för sinni um óákveð- inn tíma vegna ásakana brezkra blaða í garð Omnipols. Bandaríski fjármálamaðurinn Ernest Koening. sem var tekinn í vopnasmvglsvélinni. er sagður hafa aðstoöað Bíaframenn á sVnum tíma. Hann hafi keypl fjórar flugvélar sem var ofauk- ið í her Vestur-Þýzkalands. Hann hafi hagnazt feikilega á þeim viðskiptum. Ein flugvél- anna sé enn á flugvelli f Portú- gal segja brezk blöð, þar sem enginn eigaudi hefur gefið slg fram eftir fall Bíafrarikis. Skráðar á íslandi? DC-6 vðlm, seu» var tekin í Amsterdam, er tlgn annars Bandaríkjamanns, Chalmers ,,Slick“ Goodlin. Sunday Times segir að flugvélar hans hafi verið skráðar á íslandi, meðan Bíafraflugiö stóð. Ýmsir aðrir er hafi komið við sögu f Bfafrafluginu, séu nú að- ilar að vopnasmygli til Norður- írlands. Sumir teija, að eitthvað af vopnum, sem IRA eigi að fá, séu leifar vopna. sem hafi verið ætluð Bíaframönnum. Auk vopnabirgða V Prag, ségja brezk blöð, að mikið mugn vopna um 40 tonn, séu á ýms- um stöðum í Afrfku, til dæmis Libreville, höfuðborg rfkisins Gabon á Filabeinsströndinni og einnig Sao Tome. Franskir vopnakaupmenn hafj verið að reyna að selja þessar birgðir fyrir hönd Ojukwus leiðtoga Bíaframanna í strfðinu. Vopnum frá Omnipol er smygl að inn í Austurríki, ef marka má brezku blöðin. Omnipoi er sagt hafa á sínum snærum fyr- irtæki vestan tjalds, sem annist frekari sölu. Vopnin sem tekin voru í flug vélinnj V Amsterdam, voru þrjú tonn og IRA talið hafa greitt fyrir um tvær milljónir króna. DC-7 flugvél er talin munu hafa átt að taka við vopnunum frá smyglvéiinni f Amsterdam. en bað fór í handaskolum fyrir mistök Sunday Tinies segist vita. að ..einhver hafi verið að bjóöa oláss með DC-7 flugvél til New York um Shannonflug- völl á írlandi" og kunni að hafa átt að flytja vopnin til Shannon og sföan smygla þeim yfir tij lýðveldishersins á Norð- ur-írlandi, Skúli J Sigurðarson hjá loft- ferðaeftirlitinu sagði f viðtali við Vísi, aö ekki kæmj til greina að islenzkar flugvélar ættu bátt i vopnasmygli enda væri það bannað í íslenzkum lögum. Um staðv'æfinHar Sundav Times sagði hann. að engin fluuvél m°ð pinkennisstöfunum CTK hefð; verið skráð hér Því hefði verið haldið fram að flugvél frá fluefélaginu Pomair. sem sumir segðu að áðimnefnd- ur Goodlin ætti. hefði verið í vopnasmygli til Norður-íriands. Flugvélin. sem nefnd hefði *»erið f greininni hefði ekkf getað verið ein af flugvélum Flug- hjálpar í Bíafrafluginu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.