Vísir - 29.10.1971, Side 7

Vísir - 29.10.1971, Side 7
V í SIR . FoKfcudagur 29. október 1971. 7 cTVIenningarmál ÍSLENZKAN IDNAÐ VEUUMISLENZKT Þakventlar M m Kjöljárn >:•:•:• ÞAKRENNUR Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntin Halldór Laxness Yfírskygöir staðir Ýmsar athuganir Helgafell, Reykjavik 1971 218 bls. Tjað bar nýrra við i fyrravetur þegar birtust T Morgunblað imj þrjár deilugreinar eftir Hall dór Laxness — um hundahald í þéttbýli, um náttúruvernd, stór- iðju og vatnsvirkjanir og um gömlu húsin á Bemhöftstorfu í Reykjavík. Ætli þá hafi ekki verið liðið hátt á annan áratug síðan Halidór lagði síðast með þessum hætti til deiluefna efst á baugi? Greinarnar vöktu auð- vitað athygli og umtal þegar þær birtust. En vel má það vera að einhverjum hafi eins og fyrri dag þótt röksemdafærsla höfund ar meö glannalegasta móti með köflum — hvort heldur var sam liking hins umtalaða hunda- dráps í Reykjavík við galdra- brennur og gyðingaofsóknir fyrr og síðar eða þá harðorð ádeila á framræslu mýra með kröfu um friöun þeirra. Á hinn bóginn benti hin þriðja af þessum grein mn, Brauð Reykjavíkur, á gleggstu röksemd sem a. m.k. undirritaður hefur séð fyrir friðun Bernhöftstorfunnar: að með því móti veðri afstýrt að fyrirhugað stjórnarráðshús risi þar í brekkunni — „eitthvert skeTfilegt kontóristabæli sem er að reyna að lfkjast keisarahöll", segir Halldór Laxness. T',rein hans um náttúruvernd, ^ Hernaðurinn gegn landinu, er auðvitað veigamest af dægur- greinum Halldórs í þessari bók. Áreiðanlega orðar hún með sin- um mælska hætti óhug margra annarra manna á stórkostlegu náttúruraski, tortryggni á er- leníiri stóriöju til að koma fram ráöageröum um stórfellda virkj- un vatnsafisins í landinu. Hing- að til hefur þó rafvirkjun, iðn- væðing landsins verið óumdeilt metnaðarmark í íslenzkri pólitík — endanlegur áfangi og stað- festing sjálfrar sjálfstæðisbarátt unnar. Kannski er aukin um- ræða um virkjanamál í seinni tíð, þegar að því viröist komið að framtiðardraumarnir verði að veruleik ti! marks um að meiri óreiða en haldið hefur ver ið sé á hugmyndum manna um þessi efni, nýbygging atvinnu- lífsins í þágu mannlífs i landinu. Hingað ti! hefur samt enginn haldið þvi fram svo ég vitj að hagsmuni heiðagæsar, laxfiska og andanna á Mývatni beri að virða meira en hag fólksins sem byggir landið. En einatt er mælt fyrir stórvirkjunum eins 0g um svo einfalt val sé eða geti verið að ræða. Tjótt dönsku húsin á Bernhöfts “ torfu fengju að standa ó- hreyfð, engum til sjáanlegs gagns, væri „gamla Reykjavík" auðvitað týnd og tröllum sýnd fyrir það. Ekki er Iengur um það að ræða að viðhalda upp- runalegum svip miðbæjarins, hafi nokkur nokkurn tima óskað þess i alvöru, aðeins að tryggja það að óskemmd standi þau hús sem ótvirætt eru „minningar- mörk í íslenzkri sögu“ eins og Halldór Laxness kemst að orði, semja þeim og miðbænum gamla viðeigandi hlutverk í fram tíðarbyggð Reykjavíkur. I þessu efni væri einskis misst þótt Bernhöftshúsin hyrfu. En ný- byggingar í miðbænum, sífelldar ráðagerðir um nýjar og nýjar stórbyggingar þar, benda síður en svo til að Ijósar séu hugmynd ir, hvað þá mótuð stefna um slíkt hlutverk hans. Framkvæmd ir virðast hins vegar ráðast af því íhaldssama viðhorfi að i gamla miðbænum sé og hljóti um alla framtíð að veröa mið- stöð stjórnsýslu og fjármála- stjómar, verzlunar, menningar- lífs í landinu. Andmæli og andstaða gegn tiiteknum framkvæmdum, bæði nýbyggingu Reykjavíkur og stór virkjunum vatnsfalla kunna að verulegu leyti að stafa af íhalds- semi, andstöðu við hvers konar breytingar þess sem menn hafa vanizt, eða þá af rómantískri draumsýn um varðveizlu gam- alla og þjóðlegra verðmæta á nýrri öld. Meðal annars þess vegna hygg ég að hin langvinna og efnismikla umræða um nátt- úruvernd og virkjanamál undan farin ár sé markverðar; en mörg almenn stjórnmálaumræöa um raunveruleg pólitísk viðhorf í landinu. Slík umræða heldur á- fram þótt ráðum sé ráðið um einstakar framkvæmdir — sem enn hefur þó ekki tekizt í máli Laxárvirkjunar. Og grein Hall- dórs Laxness um hernaðinn gegn landinu er hin skörulegasta túlkun hins íhaidssama og þjóð- ræknislega málstaðar í þessari deilu. £ þessu safni eru fyrir utan tæki færisgreinar og ræður á ís- lenzku og dönsku ýmsar ritgerð- ir um söguleg og menningar- söguleg efni. Ein veigamesta rit- gerðin fjallar um list Svavars Guðnasonar, samin og birt á dönsku 196S — og hefði að vísu verið meira gaman að eignast hana nú í íslenzkri gerð, allra helzt i málverkabók Svavars Guðnasonar. Halldór rekur ræt- urnay að list Svavars aftur í æsku hans í Hornafirði: „en kunst som har sit realistiske ud- spring i Vatnájökelegnens lys- verden,“ segir hann, og sér verk Svavars í samhengi við list Ásgríms Jónssonar á fyrsta skeiði hans: „mens han endnu med en sövngængers iogik pá sine store lærreder forstod at materialisere stemningen ; et homerisk Island undir dets sidste lyse nat inden udvikl- ingen holdt sit indtog“. f>að kann að vera alveg rétt mat að Svavar Guðnason sé fyrst og síðast „náttúrumálari". Hvað sem því Iíður er þessi skoöunarháttur myndlistar ekki síður fróðlegur um höfundinn en viðfangsefni hans og kemur mætavel heim við aðrar skoð- anir Halldórs á menningarsögu- legum efnum á undanförnum ár- um, vegsömun hins „hömerska“ íslands, tortryggni á nýjungum og framförum, hvort heldur er í Innansveitarkroniku eða íslend- ingaspjalli. Heima er bezt: átt- .......... - hagi rithöfundar er og verður ar, eins og þau breytast með hversu sem mönnumtfalla skoð athvarf hans, ekkert varðar síbreyttri tíð. Það viðfang er í anir hans hverju sinni á hverju meiru en reisa lífsverk sitt þar sjálfu sér jafn áhugavért tilteknu efni. sem maður á sjálfur heima, seg- ir hann i grein, á ensku, um stöðu rithöfundar í litlu mál- samfélagi. ! greinum um látna sveitunga er hann öðrum þræði að Iýsa þjóðlegu manngildis- mati íslenzku, arfi hins forna bændasamfélags á nýjum tímum. í ræðu við opnun Norræna húss- ins, á dönsku, brýnir hann fyrir áheyrendum sínum norræna gull öld í íslenzkum bókmenntum — ekki einasta óaðskiljanlegan þátt norrænnar heldur einnig evr- 'ópskrar menningarsögu: ein- ustu klassísku gullaldarbók- menntir á germönsku málsvæði. Að þeim fræðum, eða öllu held- ur vefenging viðtekinna fræða, lúta aðrar veigamiklar ritgerðir í þessari bók í framhaldi af fyrri athugunum Halldórs í Vínlands- punktum og öðrum eldri ritgeró- um, annars vegar um höfðing- lega i'slenzka hámenning á 13du öld, hins vegar hve fátt verði með sanni vitað um upptök hennar, Iandnám og fyrstu byggð á Islandi, I öðrum grein- um, greinargerð um Ieikrit hans Prjónastofuna Sólina, ræöu á listahátfö 1970, lýsir Halldór hins vegar sínum eigin listrænu viðhorfum á þessum árum, list- inni sem sjálfstæðum heimi, sí- gildum veruleik hennar: „Við skulum vona að það sé náttúr- an, sköpunin sjálf sem kemur til móts við okkur í listinni." T-jannig er þetta safn, Yfir- skygðir staðir, eins og aðrar ritgerðir Halldórs Laxness, fyrst og siðast til vitnis um hans eigin hugmyndaþröun, viö- horf við samtið og sögu, stöðu manns og skálds, lands og þjóð- J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 13125,13125 Heima bezt er

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.