Vísir - 02.11.1971, Side 13

Vísir - 02.11.1971, Side 13
V í SIR. Þriðjudagur 2. nóvember 1971. 13 „Pizzan" leysir hamborgarann af hólmi — í abalsföðvum hamborgarans — Bandar'ikjunum „Pizzustaðir“ spretta upp eins og gor kúlur. Hér er verið að elta deigið í „pizzu“ með tilheyrandi loftferð „pizzunnar". Tjað hefur vakið þó nokkra at- hygli, að þjóðarréttur Bandaríkjamanna, hamborgar- inn er á undanhaldi, sem vinsael- asti rétturinn á heimaslóðum. í staðinn fyrir hamborgarann gæða Bandaríkjamenn sér nú á ítalska réttinum „pizza". Gallup- könnun, sem fór nýlega fram í Bandaríkjunum kom með þá nið urstöðu að „pizzan“ væri í öðru sæti vinsældalistans yfir snarl- máltíðir á eftir hamborgaranum, sem er í fyrsta sæti. „Pizzan" sem er hveitikaka með fyllingu af ýmsum tegundum, oft osti og kryddaðri tómatsósu er nú seld í 30 þúsund veitingastöðum í Bandaríkjunum, sem selja ein- göngu þennan rétt og eru kall- að1r „pizzerias". Þaö er reynt að skapa sér- staka stemmningu á þessum stöðum. Þar er kráarstemmning, langar raðir dökkra viðarborða og píanó- og banjóleikarar leika fjörleg lög frá aldamótum, seg- ir í bandaríska tímaritinu News- week. Tjýzka timaritið Spiegel segir, 1 að þegar hamborgarinn sé á dagskrá sé háspeki það einnig. Vegna þess, að enginn Banda- ríkjamaður líti á kjötflísina miili tveggja brauðhelminga, sem sé seld sem hamborgari i milljónatali daglega, sem nær- ingu eingöngu — hamborgarinn sé máltíð og goðsögn um leið, hamborgarinn sé heimkynnin. Tímaritið segir sögur um það til sönnunar. Hundrað bandarisk ir ferðamenn tárfelldu af geðs- hræringu, þegar „Flugfélag Kanada" bar fyrir þá f fyrsta sinn hamborgara á leiðinni frá Siberiu þaðan sem ferðamenn- irnir voru að koma eftir hálfs- mánaðarheimsókn. Á síðasta ári hafi bandarísk- ir ferðamenn sjúkir af heimþrá safnazt saman í London þar sem þeir mynduðu 400 metra langa biðröð fyrir framan hamborgara veitingastað, sem kallaður sé „Hin mikla ameriska -'hroll- • vekja". í þvi sambandi .má- geta þess, að um leið og „pizzan" er að leysa hamborgarann af hólmi í Bandaríkjunum þá er hamborg- arinn aö verða geysivinsæll f London og þar spretta upp ham- borgarastaðir eins og gorkúlur. Þá segir Spiegel, að tölfraeðin segi, að hver Bandaríkjamaður éti að meðaltali 550 hamboig- ara á ári, hvort heldur sem hann er afi eða smábarn, hippi eða mil'ljónari og hvort heldur f skógartúr eða i hléi mrlli sjón- varpsþátta. T^röði ham borgarastaðanna sé ekki éihs rnikið tmdir kjöt- verðinu kominn eins og sölu- kerfinu. Verðið sé mjög lágt á hamborgaranum og hamborgara- staðina einkenni hreinlæti, hröö og vinsamleg þjónusta í iitríku Og skemmtilegu umhverfi. Þar sem þjónustan hafi náð hæst sé það haft fyrir reglu, að enginn viðskiptavinur bíði lengur en 50 sekúndur eftir hamborgara sín- um og að hamborgarinn sjálfur megi alls ekki iiggja og steikj- ast á steikarstaðnum lengur en í 10 mínútur. Nú sé „pizzan“ þegar í öðru sæti vinsældalistans og neytend- ur hennar séu jafnt háskóla- menntaðir sem bændur, verziun- arfólk sem iðnaðarinenn. Talsmaður „pizzuveitinga- staðakeðjunnar“, -sem seldi 21 milljón „pizza“ á síðasta ári, segir f tímaritinu Newsweek aö hann telji vinsældirnar vera því að þakka, að „Pizzeriurnar" séu skemmtistaðir fjölskyldunnar. Og eftir þeim sama manni er haft að þær séu svo skemmtileg- ar, hreinar með góða þjónustu ©g „pizzan“ ódýr. Og án nokk- urrar feimni segir talsmaður þessara 400 „pizzu-staða" að „pizzan okkar myndi fá hvern sannan ítala til að snúa sér við f gröf sinni.“ Og Spiegel bætir við. „Pizzan hans er oröin eins amerísk og Mafían". — SB ftr d SmurbrauðstofarJ 1 - X " 2 BJORIMIINIIM Njólsgata 49 Sími 15105 MfGMég hvili ða u med gleraugum ftú fyilr Austurstræti 20. Simi 14566. Leikir S0. október 1971 i X 21 Arsenal — Ipswich i * - 1 C. Palace •—‘l\Test Ham • 2. o - s Everton — Newcastle / i - 0 Huddersfld — Man. City X i - 1 I>ciccstcr — Chelsea X i - 1 Manch. Utd,;— Lecds 2 0 - 1 Nott’m Forcst — Derby 2 0 - z Sheff. Utd. — Liverpool X 1 i Southampton — W.B.A. X 1 • i Stoke — Tottcnham i 2 - 0 Wolvc* —- Coventry X l - 1 Swindon — Middlesbro la 0 - 1 Laust starf .Starf aðstoðaryfirlögregluþjóns rannsóknar- iögreglunnar í Reykjavík er laust til um- sóknar. Umsóknir sendist til sakadóms Reykjavíkur að Borgartúni 7, fyrir 15. nóvember næst- komandi. Reykjavík, 1. nóvember 1971. Yfirsakadómari. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í húseign á Fossvogsbletti 12, þingl. eign Búa Petersen fer fram á eigninni sjálfri föstudag 5. nóv. 1971, kl. 10.30. Borgarfógetaembættið f Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Hjaltabakka 2, talinni eign Harðar Bjarnasonar fer fram á eigninni sjálfri, föstu- dag 5. nóv. 1971, kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nnuðungaruppboð sem auglýst var í 19. 22. og 24. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á hluta í Njálsgötu 49, þingj. eign Þórlaugar Hans- dóttur fer fram eftir kröfu Inga R. Helgasonar hrl. og Bjöms Sveinbjörnssonar hrl., á eigninni sjálfri, föstu- dag 5. nóv. 1971, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavfk. IfSSSKSS ÍSLENZKANIÐNAÐ VELJUM fSLENZKT ■Ml jSSSRKSSSS? ■»»»>:«•: Þakventlar Kjöljárn m *.w« Iv.;.; Kantjám

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.