Vísir - 24.11.1971, Síða 3
'TlSIR.
IVIíSvikudagur 24. nóvonber 1971,
I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND
Staðhæfíng mót staðhæfíngu
Umsjóti Gunnar Gunnarsson
„Sir Alec
veif ekki"
— „Berjumst fyrír sérhverri tommu lands",
segja Pakistanir
Bengalsldr skæruliða-
flokkar réðust í nótt mót
þefen stoðvum pakistanska
hersins, þar sem herinn er
sterkastur fyrir, að því er
indverskar heimildir segja.
Fara þessi átök fram við
borgina Sylhet og halda
Indverjar fast við fyrri full
yrðingar um að Indverjar
eða indverskir herflokkar
taki alls ekki þátt í þessum
átökum.
Bæði vamarmálaráðherr
ann Ram og varavamar-
málaráðherrann Shukla
hafa lýst því opinberlega
yfir að fullyrðingar Pakist
ana um að Indverjar hafi
mðzt inn með her sinn í
Austur-Pakistan, séu falsk
ar frá rótum, og ekki til
annars ætlaðar en að fá
Öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna til að skipta sér
af málinu.
Ram, vamarmálaráðherra heldur
því enn fram að enn sé tími til
að sleppa vlð ailsherjar stríð milli
Paklstana og Indverja, jafnframt
því sem hann fullvissar menn um,
að brjótist út stríð, j»á verði það
áreiðanlega á pakistönsku umráða
svæði.
Ram lagði til, að flóttamenn j>eir
sem f Indiandl hírast mættu hverfa
hetm, öruggir um eigið lff.
Uppiýsingar þær sem fjendum
ir gefa hvor um annan, stangast
gersamlega á og ekki gott að á-
kveða hverju trúa skal. Frétta-
menn hallast helzt að því, að það
muni rétt vera hjá Indverjum. að
þeir séu ekki enn farnir með her
sinn í allsherjarstríð — en hins veg
ar hafi þeir mjög aukið styrk sinn
til bengalskra sækruiiða. Sömuleið
is segja fréttamenn að það sé Pak-
istan í hag að blása sem mest út
það strfðsandrúmsloft sem f land-
inu er, þar sem þá fyrst fái SÞ. á-
huga á málinu og Öryggisráðið
kunni að skipta sér af deiiunum.
Indverjar vilja losna við að berj
ast og láta Bangla Desh skæmliða
sem mest um slaginn.
Það var í gær sem Pakistanar
klöguðu Indverja fyrir að hafa haf
ið innrás við landamæri Indlands
og A-Pakistans og lýstu því þá yf-
ir við sama tækifæri að Pakistanir
myndu berjast til síðasta blóð-
dropa.
„Við munum berjast fyrir sér-
hverri tommu af okkar landi. Við
erum í minnihluta en styrkleiki
okkar liggur í því að við erum
fórnarlömb yfirgangsseggja“. segir
NTB talsmann stjómarinnar í Pak
istan hafa lýst yfir
U Thant er sagður hafa miklar
áhyggjur af þróun mála þar eystra
en hann hefur samt ekki í huga að
Ieggja málið fyrir Öryggisráöið,
enda hefur hvorugur stríðsaðil-
anna stigið skref í þá áttina, svo
mark sé á takandi til að SÞ geti
skint sér af málinu. Flestir meðlim
ir Öryggisráðsins eru þeirrar skoð
unar að fyrsta skrefið til sáttaum-
Ieitana SÞ þar eystra verði að
koma frá öðrum hvorum Indverjum
eða Pakistönum.
Sir Alec Dougl«-Home, utanrik
isráðherra Breta og Ian Smith, for
sætisráðherra Ródesfu ræddust við
í 70 mínútur í gærkvöldi en Sir
Aiec er samningamaður Breta þar
syðra um á hvem hátt sjálfstæðis
mál Ródesíu veröi útkjáð.
Sir Alec og raunar Heath for-
sætisráðherra hefur verið harka-
lega gagnrýndur í brezkum blöðum
þessa síðustu daga og segja mörg
blöð t.d. „New Statesman" að Sir
Alec hafi ekki hugmynd um hvað
hann sé aö semja um. Segja blöðin
að Ródesía og S-Afrfka séu lög-
regluríki, ríki hvítra minnihluta er
kúgi svertingja, þá sem raunvem-
lega eigi landið og séu hvítir Ród
esfumenn raunar nú að semja um
eigin tiivist og útrýmingu svartra.
Sir Alec hafi ekki hugmvnd um
það.
„Styðjum smáþjóðir
Júgóslavar vilja
vera í
— og vildu helzt vera
Ef Júgóslavar (íbúar Belgrad)
mættu velja sér land að búa f,
myndi meirihluti þeirra fremur
vilja búa í Sviss eða Sviþjóð en sfnu
föðurlandi.
Þeár sömu Beigradbúar vildu
fremur hafa Fídel Gastró sinn þjóö
arleiðtoga en Nixon og þeir álíta
að Rúmenfa sé það land í veröld-
inni, sem sé vinsamlegast Júgóslav-
íu.
Þessar upplýsingar komu ný-
lega fram í júgós'lavneska viku-
bíaðinu „Nin“, að því er norsifca
fréttastofan NTB segir.
Og það liggur kannski f augum
uppi, hvers vegna Júgóslavar kjósa
Sviss
Jbegnar Fidels á Kúbu
sór Sviss að búa f. Þeir álíta að þar
séu lffskjör aimennings langbezt
en næst á eftir komi Svíþjóð, sfðan
Bandaríkin, Vestur-Þýzkaland og
ItaMa. Sovétríkin eru í sjöunda
sæti.
38% aðspurðra Belgradbúa telur
Indíru Gandhi indversku vinsæl-
asta erlenda stjórnmálamanna, en
Ceauseccu rúmenski forsætisráð-
herrann og WiMy Brandt kanslari
V-Þýzkalands skipta með sér öðru
sætimi, hvor með 11%.
Á eftir þeim koma Hailie Selass
ie keisari Eþíópíu og Leónfd
Bresnef hinn sovézki.
54 GEGN 39
— og hermönnum i Evrópu fækkar ekki oð sinni
Naumur meirihluti atkvæða á
Bandarikjaþingi, hrundi f nótt ann
arri tilraun þingmanna Demókrata-
flokksins að samþykkja fækkun í
herliði því er Bandaríkjamenn hafa
i Evrópu.
Vildi Mansfield leiðtogi demð-
krata á þingi svo og fleiri demó-
krata að fækkað yrðí hermönnum
um 50.000 manns. Nixon og stuðn
ingsmenn hans börðust hatramm-
lega mót þessari tillögu og talaði
forsetinn sjálfur sérstaklega gegn
þessari tillögu.
Sagði Nixon að ef Bandarilíin
drægju svo mjög úr herstyrk sín-
um f Evrópn gengju þeir þvert á
Varsjársamninginn og jafnframt
væru þá styrkleikahlutföll stórveld-
anna ifla röskuð.
54 greiddu atkvæði gegn tilögu
Mansfield en 39 voru fylgjandi
henni.
Leiðtogi demókrata f Öldunga-
deildinni Mike Mansfield hafði áætl
að að fjöldi bandarískra hermanna
yrði lækkaður niður f 250.000
manns fyrir 1. júní n.k. samkvæmt
sérstakri áætlun sem vamarmála-
ráðuneytið framfvlgdi.
Þann 19. maí sl. felldi Bandarikja
þing fækkunartillögu frá Mansfield
en þá lagði hann til að hermönnum
vrði fækkað niður f 150.000 manns.
Þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar
voru kunn f nótt sagði Mansfield
að hann myndi berjast áfram fyrir
fækkun hermanna í Evrópu.
Manlio Brosío, fyrrum aðalrit-
ari NATO mun í næstu viku hefja
viðræður í Moskvu um að stórveld
in tvö dragi úr herstyrk sínum f
Evrópu.
— gegn valdastefnu stórvelda", sagði
Huan Hua i Öryggisráhinu i gær
Kínverjar gerðu í gærkvöldi heyr
inkunnugt að jæir væru nú komn
ir í öryggisráðið. Segja fréttir frá
SÞ að það hafi gerzt með þvf að
ráðast harkalega á stórveldin og
saka þau um yfirgangsstefnu og
afskiptasemi í öðrum Iöndum, með
al annarra þjóða.
Huang Hua, ambassdor Kínverja
hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að
bylting væri það og ekkert annað
sem einkenndi heimspólitíkina f
dag.
Nýlenduveidin og Nýju-nýlendu-
veldin sagði Huan Hua, hafa ekki
látið af vaildapólitík sinni sföan
seinni heimsstyrjöldinni lauk og
síðan það strið stóð hafa minni,
staðbundin strið ævinlega staðið.
Vildi Hua kenna þá staðreynd
valdapólitík stórvelda, og þá auð-
vitað sérstaklega Bandaríkjamanna
og Rússa.
„Það er enn enginn friður á jörð
inni og það er hætta á þriðju
heimsstyrjöldinni".
Sagði ambassadorinn að Kína liti
á það sem skvldu sfna, að stuðla að
heimsfriðj og styðja réttindabaráttu
sérhverrar þjóðar.
14 þjóðir eiga sæti f Öryggisráð
inu og buðu fújlltrúar þeirra allra
Kfnverja velkomna þangað. Banda
ríski ambassadorinn George Bush
bauð Kínverja sérstakl velkomna,
og sagði að Bandaríkjamenn ósk-
uðu eftir að vinna með Kínverjum
að viðgangi friðar og réttlætis á
jörðinni.
*
Oskum eftir
stúlku
til afgreiðslustarfa, vaktavinna. Upplýsing-
ar í verzluninni frá kl. 15—18 í dag og á
morgun.
SÖBECHSVERZLUN
Búðargerði 9.
Borðstofuhúsgögn
fyrir jólin
usqocina
Ut.«
» *
ni E
Simi-22900 Laugaveg 26