Vísir - 24.11.1971, Blaðsíða 5

Vísir - 24.11.1971, Blaðsíða 5
V#S®R. Mirtvikuéagur 24. nóvember 1971 s Körfuboltinn hefur nú fyrir alvöru haldið innreið sína í handboltabæinn Hafnarfjörð. Nýlega stofn uðu Haukar sína körfu- boltadeild frá 4. flokki og np í meistaraflokk og nú efur EH einnig hafið æf- gar. kvennaíloikkur, sem æíir í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi þeirra Hafnfirðinga, undir stjórn hins þekkta KRings o-g landsiiðsmanns, Einars Bolla- sonar, en Einari til aðstoðar er Ingvar Viktorsson, sem fyrir fá- um árum átti sæti í meistaraliði PH í handbolta. ÖLI aðstaða til körfuboltaæf- inga og keppni er til fyrirmynd- ar í íþróttahúsinu í Hafnarfirði, og hefur líklega hvergi á landinu tekizt betur til f þeim efnum. Alls eru 8 körfur í sal hússins, en honum má skipta í 3 minni sali eftir hentugleifeum. Körf- urnar eru vel gerðar og stöðugar, gólfið mjög gott, og lýsingin í sainum sömuleiðis. Þar eru á- horfendapailar fyrir nokkur hundruð áhorfendur, og sem sagt. Allt til fyrirmyndar. Þetta er raunar ekki fyrsta framlag Hafnfirðinga til körfu- boltans. í fyrra sendi ÍBH til dæmis lið til keppni í 2. deild karla, og mátti í því liði þekkja kunna kappa, svo sem Geir Hall- steinsson, Viðar Símonarson, Þórarinn Ragnarsson og Ragnar Jónsson, svo einhverjir séu nefndir. Þjálfari liðsins var Jón Sigurðsson í Ármanni, sem nú þjálfar yngstu meðlimi körfu- boltadeildar Hauka. Þá sendi Fimleikafélagið Björk í Hafnar- firði lið til keppni í 2. flokki kvenna fyrir fáum árum. Þegar við litum inn á æfingu hjá FH-stúlkunum og Einari um daginn var mikill fjöldi stútkna saman kominn. Áhuginn skein út úr hverju andliti, svo ef að líkum lætur, verður þeim brátt ekki fisjað saman í körfubok- anum þarna suöur frá. — GÞ Körfubolti í Haf narf irði! 1 r i' Laugaveg 26 EIGNIZT FALLEGT borðstofusett fyrir jólin PANTIÐ STRAX ÞAÐ BORGAR SIG Borðstofusett strax — Greiðsla síðar ir» Sími-22900

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.