Vísir - 30.12.1971, Side 5
V I S Í'R . PinmM+jéagwr 30. áesember 1*8*71
3
Cassius Clay vann góðan sigur gegn þýzka meistaranum Jiirgen Blin á 2. í jólum í hnefaleika-
Ieikakeppni í Ziirich og rotaði þann þýzka í 7. lotu og er það í fyrsta skipti, sem Þjóðverjinn fær
slíka útreið í tugum leikja sem atvinnumaður. Myndin er tekin, þegar kapparnir voru vigtaðir
fyrir leikinn. Næst mun Clay sennilega mæta Sammy McAlinden, ungum Englendingi frá Coven-
try, þó á þeirri forsendu að Sammy sigri fyrst brezka meistarann Bodeli I keppni þeirra um
brezka meistaratitilinn.
Komu klukkutíma fyrir
leik á keppnis staðinn
— FH-ingar voru 45 klukkustundir i ferðalögum af l>eim
60, sem ferðin til Júgóslaviu og heim aftur tók
FH-ingar komu aðeins
klukkustund fyrir leik á
keppnisstaðinn í Júgó-
slavíu eftir mjög lýjandi
ferðalög frá íslandi og
voru alls ekki í ástandi til
að leika strax gegn Parti-
zan í Evrópukeppninni á
þriðjúdag — sagði Einar
Mathiesen, fararstjóri FH-
inga, þegar blaðið náði
tali af honum í gærkvöldi,
en FH-ingar komu þá
heim. Þeir fengu aðeins
snrástund til að hita upp
og voru stífir og þreyttir.
Gummersback
marði sigur
Þýzku Evrópumeistaramir í
handknattleik Gummersback, tókst
að sigra norska liðið Opsal í gær
með sex marka mun og er því kom
ið í undanúrslit keppninnar ásamt
Partizan og 1 maí frá Sovétríkj-
unum.
Gummerback sigraði f leiknum í
gærkvöldi með 19—13 og mátti
ekki tæpara standa fyrir meistar-
ana, því Opsal sigraðj í fyrri leikn
am í Osló með 18—13. Þetta var
mjög óvænt og góð frammistaða
hjá Norðmönnum, þó svo það
nægðj ekki tfl að komast í undan
úrslit.
Júgóslavneska flugfélagið JAT
lék okkur grátt í þessari ferð,
bætti Einar viö, og greinilegt, að
það tekur ekkert tillit til farþega
sinna en fer sínar eigin leiðir.
— Við fórum héðan á mánudags
morgun með Fí til Kaupmannahafn
ar og gekk það allt samkvæmt
áætiun. Þaðan áttum við að fljúga
með JAT til Júgóslavíu. Eftir bið
á flugvellinum fram til sjö var
loks stigið upp í flugvélina en
hún hélt þá noröur á bóginn og
lenti í Stokkhólmi. Síðar um
kvöldið var farið til Júgóslavíu,
en ekki reyndist unnt vegna veð-
urs aö lenda í Zagreb og var þv’i
flogið áfram suður til Split. Það
var komið fram á nótt og strák-
arnir komust í rúmið kl 1.30 og
höfðu ekki fengið heita máltíð all
an daginn.
Nú við vorum ræstir kl, sjö um
morguninn og þá farið út á flug-
völl ag áttj að fljúga trl Zagreþ
— rúmlega klukkustunda.r flug —
og síðan að aka með áætiunarbTl
til Karlovac, þar sem leikurinn var
háður. En það gekk illa að kom
ast af stað og var hangið á flug
vellinum fram til hádegis og rúm
lega það — en svo loks komizt í
loftið. Ég vil taka fram, að Partiz-
an áttj enga sök á þessu hátta-
lag; — eingöngu JAT og forráða-
menn félagsins höfðu beðið okk
ar lengi í Zagreb. Nú við komumst
á hótel okkar kl. 3 og fengum þar
smásúpu — hið fyrsta heita þann
daginn — og síðan var haldið á
keppnisstað Leikurinn hófst kl.
4.15 og var sjónvarpað beint og
var þvl fátt um áhorfendur, urri
500 í þessum 4000 rnanna sal.
Fyrri hálfleikurinn var hrein
martröð og strákunum misheppn-
aðist allt — áttu mörg stangar-
skot og fleira í þá áttina en
Partizan lék miög vel Síðari hálf
leikurinn var mjög harður og það
var eitthvaö apnað, en að Partizan
gæfi eftir Einum var vSsað út af
fyrir harðan leik og atlir varnar
mennirnir fengu ámipningu. En
strákarnir okkar höfðu eigirrlega
notað fyrri hálfleikinn til að
mýkja sig upp og stóöu sig miklu
betur T þessum hálfleik. Nei, Júgó
slavarnir keyrðu á fuilu allan leik
inn Þess má geta, aö Viðar Símon
arson fór ekki með okkur í þessa
för og voru leikmenn því 11. Við-
ar brá sér ti'l Bandaríkjanna um
jólin og áætlanir heim stóðust ekki,
svo hann kom aöeins of seint tii
að komast meö okkur.
Einn dómari var í ieikrtum og
dæmdi hann mjög vel og aðstæð
ur voru ágætar á keppnisstaðn-
um — við urðum ekki varir við aö
völlurinn væri háll. Partizan tók
vel á móti okkur þann stútta tíma,
sem við vorum hjá liðinu og til
gamans má geta þess, að við feng
um aðeins eina máltíð og einn morg
unmat í stað 4+2 í ferðinni, auk
'snarlsins T flugvélunum. Það er
lítið fyrir stráka í fþróttum.
Nú við lentum einnig í basli á
leiðinni heim Ég sá fyrir, að við
yrðum of seinir til Kaupmannahafn
ar og hringdi því til Fí ag skýrði
flugfélaginu frá þvT. Það lofaði að
hinkra við, þar sem þetta var
síðasta ferð heim fyrir áramót.
Einnig skýrðj ég forráðamönnum
JAT frá hve tíminn væri knappur
að komast til Hafnar. Þeir lofuðu
öllu fögru og söaðust mundu fljúga
með okkur beint tij Kaupmanna-
hafnar, en í loftinu var þessu öllu
breytt og haldið til Stokkhólms.
Við vorum á nálum að ná ekki
flugvél FÍ, en léttj mjög beaar við
komum á flugvöllinn í Höfn og
sáum að vélin beið okkar — hafði
reyndar beðið á þriðju klukku-
stund. Og þvT komumst við allir
heim, heilir og ómeiddir, í gær-
kvöldi, sagði Einar að lokum.
Pressuleikur
ú munuduginn
Landsliðsmennirnir í hand
knattleik fá skemmtilegt
viðfangsefni að glíma við
á mánudagskvöld, en þá
verður í Laugardalshöll-
inni pressuleikur milli liðs,
sem landsliðsnefnd valdi
og lið íþróttafréttamanna.
Meðal annars tekur Jón
Hjaltalín Magnússon þátt
í leiknum og verður áreið-
anlega mjög fróðlegt að
sjá hann í úrvalsleik.
Landsliðsnefndarmenn og blaða-
menn lögðu höfuðið í bleyti I
gærkvöldi og völdu liðin og árang
urinn varð þessi:
Landsliðið:
Ólafur Benediktsson Val
Guðjón Erlendsson, Fram
Gunnsteinn Skúlason, Val
Björgvin Björgvinsson, Fram
Stefán Gunnarsson Val
Geir Hallsteinsson, FH
Sigurbergur. Sigsteinsspn, Fram
, Viðar Símonarson, FH
Sigfús Guðmundsson Víking
Ágúst Ögmundsson. Val
Gísli Blöndal, Val
Pálj Björgvinsson, VTking
National
meistari
National frá Uruguay sigraði
grfska liðiö Panathinaikos 2—I
í sTðari leik liðanna í keppninni
um ,.heimsmeistaratrtil félagsliða".
Leikurinn var háður í Maratevideo
og skoraði hið grfska liö Púskasar
sitt eina mark á-Iokamínútu leiks
ins. National varð þvT heimsmeist
ari, því fyrri leik liðanna í Aþenu
lauk með jafnteflj 1—1. Ajax frá
Hollandj áttj rétt á að 'leika í þess
ari keppni en afsalaði sér hon-
um
Þegar landsliösnefndarmennirnir
höfðu valið þetta lið tóku blaða-
menn við og lið þeirra er þannig:
Pressuliðið:
Hjalti Einarsson, FH
Rósmundur Jónsson Víking
Jón H. Magnússon, Víking
Auðunn Óskarsson FH
Stefán Jónsson, Háukum
Bergur Guðnason, Val
Sigurður Einarsson, Fram
Guðjón Magnússon Víking
Axel Axelsson, Fram
Georg Gunnarsson, VTking
Arnar Guðlaugsson. Fram
Einar Magnússon Viking
Varamenn fyrir bæði liðin verða
Kristján Stefánsson, FH, Brynjólf
ur Markússon, ÍR, Ólafur Tómas-
son. ÍR og Pétur Jóakimsson, Hauk
um
Leikurinn verður á mánudags-
kvöld eins og áður áegir og hefst
kl. 8.30 T Laugardalshöllinni en
landsleikirnir við Tékka verða 7.
og 8. janúar og verður íslenzka
landsliðið \ fyrri leikinn valið nær
strax að pressuleiknum loknum.
—hsím.
UTGARSS
KONDITORI KÖKUR
TERTUR SÉRBAKAÐAR
FJÖLBREITT
SMÁKÖKUORVAL
BÖKUM EFTIR PÖNTUN
HEIT DÖ'NSK VÍNARBRAUÐ
ALLAN DAGINN
SILLA & VALDA HÚSINU
ÁLFHEIMUM 74
KRISTINSSONAR
I
Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir vorönn 1972 fer
fram í skólahúsinu Hellisgötu 7, neðstu hæð, mánu
daginn 3. og þriðjudaginn 4. jan. kl. 4—8 báða dagana.
í flestum námsgreinum verður hægt að veita viðtöku
nokkrum nemendum tij viðbótar, þar á meðal har-
moniku, básúnu og hrompet.
Nauðsynlegt er að allir nemendur mæti viö innritun.
Skólastjóri.