Vísir


Vísir - 30.12.1971, Qupperneq 8

Vísir - 30.12.1971, Qupperneq 8
V í S IR . Fimmtudagur 30. desember 1971. Q Utyefancu : KeyKjapreoi hf. í'rato'*væmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjöri Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir ''Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiysingastjóri : Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar : Hverfisgötu 32. Símar 15610 11660 Afg. -Ia: Hverfisgötu 32. Sími 11660 Ritstjórn: Síðumúila 14. Sími 11660 (5 11010') Áskriftargjald kr. 195 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiöja Vísis —- Edda hf. Ragnarökum afstýrt? ]\ú er tímabil góðra vona í heimsmálum. Þetta hefur gerzt áður. Eitthvað í fari Krustjevs vakti á mektar- dögum hans vonir um, að við þennan alþýðlega ör- geðja mann mætti semja um deilumálin. Þá var Stalín allur. Kennedy lagði sig fram um sættir. Þetta bjart- sýnisskeið stóð alllanga hríð, allt fram til Kúbudeil- unnar og raunar öliu lengur. Vonirnar brustu, og kalda stríðið var aftur í hásæti. Herir skullu saman í Indó-Kína. Rússar kúguðu Tékka. En nú er aftur skeið góðra vona. Hinir bjartsýnustu fullyrða, að loks sé risaveldum heims orðið ljóst, að framhald vígbúnaðarkapphlaups geti aðeins leitt til glötunar, jafnvel ragnaraka, heims- endis. Rök mannkynssögunnar segja okkur, að þetta muni gerast, ef hjólinu verður ekki snúið við og haf- izt handa um niðurskurð atómvopna og eldflauga- staflanna. Bjartsýnismenn benda á þá viðurkenningu, sem Kína hefur hlotið á því ári, sem nú er að líða, sem eitt mark um viðurkenningu á staðreyndum heimsmál- anna. Þeir benda á samningana um Berlín, sem loks tókust fyrir nokkrum dögum. Þeir segja, að árangur hafi orðið af viðræðum risaveldanna um takmörkun vígbúnaðar, þótt þar sé enn mest byggt á óstaðfest- um fregnum. Tvímælalaust eru horfur betri en jafnan áður frá ^upphafi kalda stríðsins á því, að samningar takist um fækkun í herafla í Evrópu beggja vegna víglínunnar. Viðræður um þessi mál munu væntanlega hefjast inn- an skamms. Reynt er að ná samkomulagi um tilhög- un öryggismálaráðstefnu Evrópu, þar seu; i.astur og vestur leituðu málamiðlunar. Það er ekki út í hött að setjr. trr.v.st r"t á þetta. Annað væri að bíða enda- lokanna án vonar nm h‘3rgun. Við skulum íhuga, hve ói-'klegt það var talið fyrir nokkrum árum, að austur og vestur semdu um Berlín eða Vestur-Þjóðverjar gerðu samninga við Pólverja og Rússa. Þetta hefur gerzt árið 1971. Við skulum enn fremur minnast þess, að fáir hefðu þá talið hugsanlega samninga risaveldanna um tak- mörkun kjamorkuvopna, eldflaugasmíði eða fækkun í herafla í Evrópu. Þetta eru flestir nú á einu máli um, að komi mjög til greina. Að vísu var þegar árið 1963 samið um bann við kjamorkutilraunum ofanjarðar, og á öðrum tímum hefur birt um skamma hríð og samkomulag náðst um einstök atriði. En um það ættu menn að vera á einu máli, að árið 1971 hefur verið öðmm árum merkilegra í þessum efnum. Þó eru blikur á lofti, og enn heldur vígbúnaðar- kapphlaupið áfram óhindrað. Enn stefnir til ragna- raKa, En enginn skyldi varpa frá sér voninni né loka augunum fyrir því jákvæða, sem hefur gerzt árið 1971. HVAÐ ER Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra „Það minnisstæðasta, sem mig henti á þessu árj er ekki eitt einstakt atvik, heldur keöja samhangandi atburða, sem hóf ust með því aö ég var ófor- varandis beðinn að fara í fram boð hér í Reykjavlk í efsta sæti á framboðslista til alþing- is. Þá var svo áliðið á fram- boðsfrest að ég gat ekki tekið mér nema sólarhrings umhugs unarfrest. Þá svaraði ég ját- andi. Síðan tók við kosninga- barátta, sem lauk með sigrifyr ir minn flokk, bæði hér í Reykja vík og víöar Af þeim sigri hlutust stjórnarskipti í landinu og svo atvikaöist að ég var setztur í ráðherrastól 2/2 mán uöj eftir að það kom fyrst til orða að ég yrði f framboöi. Þetta gerir að vonum árið 1971 minnisstæðara en nokkurt ann- að ár, sem ég hef lifað fráþv’í ég varö fulltíða." Ellert Schram, alþingismaður „Satt að segja er ég svo upp- tekinn af verkefnum morgun- dagsins, að ég hrekk upp þeg- ar ég á að fara að rifja upp minnisverða atburði, og þarfað hugsa mig um tij aö muna hvort þeir áttu sér staö 1 fyrra eða í ár Kannskj er þetta und- arleg gleymska eða glópska, en um leið vitni um hraða og við- burðaríka atburðarás — f því sambandi velt; ég því fyrir mér, hvort nokkur hafi í raun taum hald á lífshlaupinu — sé ekki leiksoppur atburða, hvort það sé ekki svo með flesta, að lTf þeirra stjórnist af stimpil- klukku og fundarhöldum. Með hliðsjón af heiöarlegri viðleitni til að njóta lffsins, þá kemst ég að þeirrj niðurstöðu að dagur inn í gær er mér minnisstæð- astur, dagurinn í dag skemmti- legastur og dagurinn á morgun eftirsóknarverðastur.“ Jóhíann Hafstein, form. Sjálfstæðisflokksins „Mér eru stjórnmálin efst í huga eins og fyrrj daginn en þar koma fyrst upp úrslit al- þingiskosninganna. Með þeim lauk einstöku stjórnartTmabili, þar sem Sjálfstæöisflokkurinn hafðj óslitna stjórnarforystu í 12 ár, Á þessu tfmabili voru miklar framfarir f þjóðlífinu. Þó er á það að líta, aö þar voru bæöi góö ár og erfið Nú auk þess gleymum við ekki, að á þessu ári færðu Danir okkur Konungsbók og Flateyjarbók, sem er upphaf að endurheimt hinna fomu handrita.“ Einar Ágústsson, utanríkisráðherra „Þetta hefur verið mér afar viðburðaríkt ár og ánægjulegt. Ég held þó að af mörgu sé mér langminnisstæðast, þegar ég flutti ræðu í fyrsta skipti á þingj Sameinuöu þjóðanna. Mér fannst hátTölegt að geta flutt þar sjónarmið ís- lendin'ga í landhelgismálinu og fá að þvi er mér fannst gott hljóð, talsveröa eftirtekt og sæmilegar viötökur.** Jónas Árnason, alþingismaður „ÞrTr atburöir, held ég, að veiCi mér minnistæðastir. I fyrsta lagi þegar hinn nýi ut- anríkisráðherra, Einar Ágústs- son, hélt ræöu sína hjá SÞ í haust, en þá kvað viö nýjan tón hjá okkur í utanrTkismál- um. Og í öðru lagi hin sögulega atkvæðagreiðsla þegar þessi breytta stefna okkar var stað- fest og við létum lokið fyrri hlýðnisafstöðu okkar við Banda ríkjamenn og greiddum at- kvæði gegn hinni fáránlegu til- raun 'þeir>a til þess aö halda þessum s'ncssn Ænverja á meg inlandinu utan SÞ. En sennilega verður mér persónulega eftirminnilegust sú stund, þegar ég hitti garpana í Aberdeen í þættj sjónvarpsins þar um landhelgismálið." Friðrik Ólafsson, fulltrúi „Hvað viðkemur mínum per- sónulegu hugðarefnum, þá er mér efst í huga þessi eindæma sigurganga Fischers T einvíg- inu í vor, sem var hreint alveg ótrúlegt afrek. En það eru svo sem margir viöburðir. sem verða manni eftirminnilegir, eins og aðild meginlands Kína aö Sameinuðu þjóðunum, stjórn arskiptin hér heima og svo framvegis og svo framvegis." Ámi Tryggvason, leikari „Þaö sem mér er minnisstæð ast á árinu, er það, að ég þurftj að fylgja föður mínum og bróður til grafar samdægurs. Þeir dóu með fimm daga milli- ur og þeir yoru jarðaðir í HrTs- ey í því dýrlegasta veörj sem hugsazt getur í júní. Annars er dvöl mín í Hrísey T tvo mánuði ár uvert dy.ieg- ast.i og eftirminnilega?ti tími hvers árs í mínum huga."

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.